Segir mikilvægt að auka fréttalæsi til að draga úr áhrifum falsfrétta Eiður Þór Árnason og Hallgerður Kolbrún E. Jónsdóttir skrifa 3. nóvember 2019 19:30 Silja Dögg Gunnarsdóttir, nýkjörinn forseti Norðurlandaráðs, segir að mikilvægt sé að Norðurlöndin hlúi að grunngildum sínum, þ.á.m. lýðræði. stöð 2 Silja Dögg Gunnarsdóttir, nýkjörinn forseti Norðurlandaráðs, segir að Ísland muni með formennsku sinni í Norðurlandaráði á næsta ári leggja áherslu á að standa vörð um grunngildi Norðurlandanna sem sé víða ógnað í heiminum í dag. Silja kynnti formennskuáætlun Íslendinga fyrir næsta ár á Norðurlandaráðsþinginu í Stokkhólmi í vikunni. Þar kom fram að lögð verði áhersla á að standa vörð um sameiginlegu grunngildin lýðræði, mannréttindi og réttarríkið. Rætt var við Silju Dögg og Guðlaug Þór Þórðarson, utanríkisráðherra í þjóðmálaþættinum Víglínunni á Stöð 2. Silja segir jafnframt að þetta séu einmitt gildi sem sé víða ógnað í heiminum í dag. „Fyrsta verkefni okkar er að við ætlum að standa vörð um lýðræðið og þá ætlum við að leggja áherslu á þessa vaxandi ógn af upplýsingaóreiðu og falsfréttum. Við ætlum líka að standa vörð um líffræðilegan fjölbreytileika sem er ógnað af völdum mannanna vegna mengunar. Og við ætlum að standa vörð um tungumálin sem er kannski svona hjartað í menningunni.“Silja Dögg og Guðlaugur Þór í Víglínunni í dag.Stöð 2„Ég tala íslensku á fundum því mér finnst mjög mikilvægt í þessu samstarfi að tungumálin öll séu jafnrétthá.“ Silja segir einnig að það sé samstaða um það innan ráðsins að enska sé ekki tekin upp í samskiptum ríkjanna. Hún segir það mikilvægt fyrir svo lítil ríki að takast á við umrædd verkefni saman. Silja er nýkomin úr heimsókn sinni til Sameinuðu þjóðanna en hún segir frjálslynda hugmyndafræði Norðurlandanna bersýnilega vera mjög ríka í starfi þeirra. „Hugmyndafræði Norðurlandanna er mjög rík í starfi Sameinuðu þjóðanna. Það er mjög áberandi hvað við erum komin langt þegar maður fer í samanburð við aðrar þjóðir. Við erum ekki fullkomin hér á Norðurlöndunum og getum svo sannarlega gert betur á mörgum sviðum þannig að við megum heldur ekki ofmetnast.“Guðlaugur Þór, utanríkisráðherra, segir að mikilvægt sé að vera vakandi þegar kemur að öryggis- og varnarmálum.Stöð 2Falsfréttir á netinu hafa orðið sífellt meira áberandi á undanförnum árum og hafa erlend ríki skipt sér með auknum mæli af innanríkismálum annarra ríkja meðal annars með beitingu falsfrétta. Bæði Guðlaugur og Silja telja að Íslendingar búi ekki yfir nægjum vörnum gegn slíkum afskiptum. „Við megum vera meira vakandi þegar kemur að öryggismálum og varnarmálum og þetta er bara partur af því. Sem betur fer hafa ekki orðið atburðir eins og við sjáum í nágrannalöndum okkar en það þýðir ekki að við eigum ekki að vera vakandi og á varðbergi,“ bætti Guðlaugur Þór við. Silja fullyrðir jafnframt að lýðræðinu sé ógnað með þessum hætti. Þess vegna sé mikilvægt að efla fréttalæsi, bæði hjá blaðamönnum og almenningi. Hún telur það vera algjört grundvallaratriði að fólk íhugi hvaðan fréttir séu að koma og geti lesið aðeins á milli línanna. „Í staðinn fyrir að gleypa þetta hrátt og fara svo mögulega að dreifa þessu áfram sem getur hreinlega verið hættulegt.“Silja Dögg og Guðlaugur Þór sammældust um það að ekki væru nægar varnir gegn falsfréttum á Íslandi.Stöð 2Silja minnir þó á að hjarta starfs Norðurlandaráðs sé að ryðja burt stjórnsýsluhindrunum úr vegi sem hamli því að Norðurlandabúar geti allir fyllilega starfað og lært í hinum Norðurlöndunum. Eitt af þeim verkefnum sem unnið sé að í dag sé að tryggja það að ökuskírteini séu jafngild á öllum Norðurlöndunum. „Til dæmis í dag þá hafa Færeyingar ekki rétt á því að aka með sitt færeyska skírteini í Svíþjóð, sem er mjög furðulegt.“ Hún segir að verið sé að vinna í mörgum stórum málum sem séu bæði tæknileg og flókin. Ráðherrar ríkjanna starfi þar mikið saman. Eitt stærsta málið sé að menntun verði jafngild á Norðurlöndunum þannig að hægt sé að læra í sínu heimalandi og að menntunin sé svo metin að jöfnu í hinum ríkjunum. Utanríkismál Víglínan Tengdar fréttir Formennska Íslands í Norðurlandaráði og málefni Palestínu í Víglínunni Víglínan er í opinni dagskrá á Stöð 2 og Vísi klukkan 17:40 3. nóvember 2019 17:26 Pappírslaus formennska Íslands í Norðurlandaráði 2020 Silja Dögg Gunnarsdóttir, þingmaður Framsóknarflokksins, var í dag kjörin forseti Norðurlandaráðs árið 2020. Hún kynnti formennskuáætlun Íslands á Norðurlandaráðsþingi sem lýkur í Stokkhólmi í dag. 31. október 2019 13:55 Norðurlöndin vinna að aukinni og víðtækari samvinnu í öryggismálum Norðurlöndin telja nauðsynlegt að víkka út öryggishugtakið og auka samstarf þjóðanna á sviði öryggis og varnarmála. 31. október 2019 20:30 Norðurlandaráð samþykkti aukið samstarf um samfélagsöryggi Stefna Norðurlandaráðs um samfélagsöryggi var samþykkt samhljóða á þingi ráðsins í Stokkhólmi í gær. Oddný Harðardóttir, sem sat í starfshópi sem vann stefnuna, segir að margt annað en stríðsátök geti ógnað samfélagsöryggi. 31. október 2019 07:30 Mest lesið Veðurvaktin: Biðja fólk að halda sig heima í kvöld Veður Karlmaður lést í Bláa lóninu Innlent Ungur Miðflokksmaður gengst við rasisma og segir af sér Innlent Flugmaðurinn sem fórst millilenti oft í Reykjavík Innlent Snjókoman rétt að byrja Innlent Eldur í blokk við Ljósheima Innlent Bílar út af veginum á Reykjanesbraut Innlent Biðu í fjóra tíma úti á braut og aðra fjóra við farangursbeltin Innlent Hvatt til varúðar vegna snjóflóðahættu á suðvesturhorninu Innlent Ráðgjafinn ráðinn í tímabundið starf eftir dýra skreppitúra Innlent Fleiri fréttir Ráðgjafinn ráðinn tveimur dögum eftir að grennslast var fyrir um málið „Alvöru“ jólasveinn gisti á Hótel Rangá Vesturbæjarlaug opnuð enn eina ferðina eftir viðgerðir Verklagi ábótavant og krefur ríkislögreglustjóra skýringa Mæla með því að farþegar reiði sig ekki á tímaáætlanir Snjókoman mikla, ábótavant verklag ríkislögreglustjóra og jólasveinamót Karlmaður lést í Bláa lóninu Biðu í fjóra tíma úti á braut og aðra fjóra við farangursbeltin Kærðu umdeildar framkvæmdir allt of seint Skellt í lás í sundlaugum borgarinnar vegna veðurs Reglur brotnar og þjónusta sem bjóða ætti út Þarf að borga bætur þrátt fyrir breytingar á hlaupahjólinu Hvatt til varúðar vegna snjóflóðahættu á suðvesturhorninu Meiri kvika en í síðasta gosi Eldur í blokk við Ljósheima Flugmaðurinn sem fórst millilenti oft í Reykjavík Halla leiðir krabbameinsráð ráðherra Snjókomumet og umferðaröngþveiti Segir sameiginlegum gildum Norðurlanda ógnað Fjölmargir farþegar fastir í flugvélum á Keflavíkurflugvelli Ungur Miðflokksmaður gengst við rasisma og segir af sér Sturlað ástand og United vettlingar prjónaðir í bílnum Mesta snjódýpt í Reykjavík sem mælst hefur í október Viðbragðsaðilar í mikilli hættu vegna bíla á sumardekkjum Bílar út af veginum á Reykjanesbraut Vill heimila Samkeppniseftirlitinu að ráðast í húsleitir Snjókoman rétt að byrja Píratar berjist gegn „rísandi bylgju lýðskrums og fasisma“ Skvísur geti virkað sem hálfgerðir þroskaþjófar Ráðgjafinn ráðinn í tímabundið starf eftir dýra skreppitúra Sjá meira
Silja Dögg Gunnarsdóttir, nýkjörinn forseti Norðurlandaráðs, segir að Ísland muni með formennsku sinni í Norðurlandaráði á næsta ári leggja áherslu á að standa vörð um grunngildi Norðurlandanna sem sé víða ógnað í heiminum í dag. Silja kynnti formennskuáætlun Íslendinga fyrir næsta ár á Norðurlandaráðsþinginu í Stokkhólmi í vikunni. Þar kom fram að lögð verði áhersla á að standa vörð um sameiginlegu grunngildin lýðræði, mannréttindi og réttarríkið. Rætt var við Silju Dögg og Guðlaug Þór Þórðarson, utanríkisráðherra í þjóðmálaþættinum Víglínunni á Stöð 2. Silja segir jafnframt að þetta séu einmitt gildi sem sé víða ógnað í heiminum í dag. „Fyrsta verkefni okkar er að við ætlum að standa vörð um lýðræðið og þá ætlum við að leggja áherslu á þessa vaxandi ógn af upplýsingaóreiðu og falsfréttum. Við ætlum líka að standa vörð um líffræðilegan fjölbreytileika sem er ógnað af völdum mannanna vegna mengunar. Og við ætlum að standa vörð um tungumálin sem er kannski svona hjartað í menningunni.“Silja Dögg og Guðlaugur Þór í Víglínunni í dag.Stöð 2„Ég tala íslensku á fundum því mér finnst mjög mikilvægt í þessu samstarfi að tungumálin öll séu jafnrétthá.“ Silja segir einnig að það sé samstaða um það innan ráðsins að enska sé ekki tekin upp í samskiptum ríkjanna. Hún segir það mikilvægt fyrir svo lítil ríki að takast á við umrædd verkefni saman. Silja er nýkomin úr heimsókn sinni til Sameinuðu þjóðanna en hún segir frjálslynda hugmyndafræði Norðurlandanna bersýnilega vera mjög ríka í starfi þeirra. „Hugmyndafræði Norðurlandanna er mjög rík í starfi Sameinuðu þjóðanna. Það er mjög áberandi hvað við erum komin langt þegar maður fer í samanburð við aðrar þjóðir. Við erum ekki fullkomin hér á Norðurlöndunum og getum svo sannarlega gert betur á mörgum sviðum þannig að við megum heldur ekki ofmetnast.“Guðlaugur Þór, utanríkisráðherra, segir að mikilvægt sé að vera vakandi þegar kemur að öryggis- og varnarmálum.Stöð 2Falsfréttir á netinu hafa orðið sífellt meira áberandi á undanförnum árum og hafa erlend ríki skipt sér með auknum mæli af innanríkismálum annarra ríkja meðal annars með beitingu falsfrétta. Bæði Guðlaugur og Silja telja að Íslendingar búi ekki yfir nægjum vörnum gegn slíkum afskiptum. „Við megum vera meira vakandi þegar kemur að öryggismálum og varnarmálum og þetta er bara partur af því. Sem betur fer hafa ekki orðið atburðir eins og við sjáum í nágrannalöndum okkar en það þýðir ekki að við eigum ekki að vera vakandi og á varðbergi,“ bætti Guðlaugur Þór við. Silja fullyrðir jafnframt að lýðræðinu sé ógnað með þessum hætti. Þess vegna sé mikilvægt að efla fréttalæsi, bæði hjá blaðamönnum og almenningi. Hún telur það vera algjört grundvallaratriði að fólk íhugi hvaðan fréttir séu að koma og geti lesið aðeins á milli línanna. „Í staðinn fyrir að gleypa þetta hrátt og fara svo mögulega að dreifa þessu áfram sem getur hreinlega verið hættulegt.“Silja Dögg og Guðlaugur Þór sammældust um það að ekki væru nægar varnir gegn falsfréttum á Íslandi.Stöð 2Silja minnir þó á að hjarta starfs Norðurlandaráðs sé að ryðja burt stjórnsýsluhindrunum úr vegi sem hamli því að Norðurlandabúar geti allir fyllilega starfað og lært í hinum Norðurlöndunum. Eitt af þeim verkefnum sem unnið sé að í dag sé að tryggja það að ökuskírteini séu jafngild á öllum Norðurlöndunum. „Til dæmis í dag þá hafa Færeyingar ekki rétt á því að aka með sitt færeyska skírteini í Svíþjóð, sem er mjög furðulegt.“ Hún segir að verið sé að vinna í mörgum stórum málum sem séu bæði tæknileg og flókin. Ráðherrar ríkjanna starfi þar mikið saman. Eitt stærsta málið sé að menntun verði jafngild á Norðurlöndunum þannig að hægt sé að læra í sínu heimalandi og að menntunin sé svo metin að jöfnu í hinum ríkjunum.
Utanríkismál Víglínan Tengdar fréttir Formennska Íslands í Norðurlandaráði og málefni Palestínu í Víglínunni Víglínan er í opinni dagskrá á Stöð 2 og Vísi klukkan 17:40 3. nóvember 2019 17:26 Pappírslaus formennska Íslands í Norðurlandaráði 2020 Silja Dögg Gunnarsdóttir, þingmaður Framsóknarflokksins, var í dag kjörin forseti Norðurlandaráðs árið 2020. Hún kynnti formennskuáætlun Íslands á Norðurlandaráðsþingi sem lýkur í Stokkhólmi í dag. 31. október 2019 13:55 Norðurlöndin vinna að aukinni og víðtækari samvinnu í öryggismálum Norðurlöndin telja nauðsynlegt að víkka út öryggishugtakið og auka samstarf þjóðanna á sviði öryggis og varnarmála. 31. október 2019 20:30 Norðurlandaráð samþykkti aukið samstarf um samfélagsöryggi Stefna Norðurlandaráðs um samfélagsöryggi var samþykkt samhljóða á þingi ráðsins í Stokkhólmi í gær. Oddný Harðardóttir, sem sat í starfshópi sem vann stefnuna, segir að margt annað en stríðsátök geti ógnað samfélagsöryggi. 31. október 2019 07:30 Mest lesið Veðurvaktin: Biðja fólk að halda sig heima í kvöld Veður Karlmaður lést í Bláa lóninu Innlent Ungur Miðflokksmaður gengst við rasisma og segir af sér Innlent Flugmaðurinn sem fórst millilenti oft í Reykjavík Innlent Snjókoman rétt að byrja Innlent Eldur í blokk við Ljósheima Innlent Bílar út af veginum á Reykjanesbraut Innlent Biðu í fjóra tíma úti á braut og aðra fjóra við farangursbeltin Innlent Hvatt til varúðar vegna snjóflóðahættu á suðvesturhorninu Innlent Ráðgjafinn ráðinn í tímabundið starf eftir dýra skreppitúra Innlent Fleiri fréttir Ráðgjafinn ráðinn tveimur dögum eftir að grennslast var fyrir um málið „Alvöru“ jólasveinn gisti á Hótel Rangá Vesturbæjarlaug opnuð enn eina ferðina eftir viðgerðir Verklagi ábótavant og krefur ríkislögreglustjóra skýringa Mæla með því að farþegar reiði sig ekki á tímaáætlanir Snjókoman mikla, ábótavant verklag ríkislögreglustjóra og jólasveinamót Karlmaður lést í Bláa lóninu Biðu í fjóra tíma úti á braut og aðra fjóra við farangursbeltin Kærðu umdeildar framkvæmdir allt of seint Skellt í lás í sundlaugum borgarinnar vegna veðurs Reglur brotnar og þjónusta sem bjóða ætti út Þarf að borga bætur þrátt fyrir breytingar á hlaupahjólinu Hvatt til varúðar vegna snjóflóðahættu á suðvesturhorninu Meiri kvika en í síðasta gosi Eldur í blokk við Ljósheima Flugmaðurinn sem fórst millilenti oft í Reykjavík Halla leiðir krabbameinsráð ráðherra Snjókomumet og umferðaröngþveiti Segir sameiginlegum gildum Norðurlanda ógnað Fjölmargir farþegar fastir í flugvélum á Keflavíkurflugvelli Ungur Miðflokksmaður gengst við rasisma og segir af sér Sturlað ástand og United vettlingar prjónaðir í bílnum Mesta snjódýpt í Reykjavík sem mælst hefur í október Viðbragðsaðilar í mikilli hættu vegna bíla á sumardekkjum Bílar út af veginum á Reykjanesbraut Vill heimila Samkeppniseftirlitinu að ráðast í húsleitir Snjókoman rétt að byrja Píratar berjist gegn „rísandi bylgju lýðskrums og fasisma“ Skvísur geti virkað sem hálfgerðir þroskaþjófar Ráðgjafinn ráðinn í tímabundið starf eftir dýra skreppitúra Sjá meira
Formennska Íslands í Norðurlandaráði og málefni Palestínu í Víglínunni Víglínan er í opinni dagskrá á Stöð 2 og Vísi klukkan 17:40 3. nóvember 2019 17:26
Pappírslaus formennska Íslands í Norðurlandaráði 2020 Silja Dögg Gunnarsdóttir, þingmaður Framsóknarflokksins, var í dag kjörin forseti Norðurlandaráðs árið 2020. Hún kynnti formennskuáætlun Íslands á Norðurlandaráðsþingi sem lýkur í Stokkhólmi í dag. 31. október 2019 13:55
Norðurlöndin vinna að aukinni og víðtækari samvinnu í öryggismálum Norðurlöndin telja nauðsynlegt að víkka út öryggishugtakið og auka samstarf þjóðanna á sviði öryggis og varnarmála. 31. október 2019 20:30
Norðurlandaráð samþykkti aukið samstarf um samfélagsöryggi Stefna Norðurlandaráðs um samfélagsöryggi var samþykkt samhljóða á þingi ráðsins í Stokkhólmi í gær. Oddný Harðardóttir, sem sat í starfshópi sem vann stefnuna, segir að margt annað en stríðsátök geti ógnað samfélagsöryggi. 31. október 2019 07:30