Annie Mist útskýrir af hverju þátturinn var tekinn tímabundið úr birtingu Kolbeinn Tumi Daðason skrifar 3. nóvember 2019 20:13 Þessum eftirmála var bætt við myndbandið og það í framhaldinu sett aftur í birtingu. Annie Mist Þórisdóttir Crossfit-stjarna segir það ekki hafa haft neitt með athugasemdir Hinriks Inga Óskarssonar að gera að fjórði uppgjörsþátturinn af Reykjavík Crossfit Championship var tekinn tímabundið úr birtingu. Vísir fjallaði um málið í gær. Í þættinum var viðtal við Hinrik Inga sem tekið var í aðdraganda mótsins þar sem hann ræddi um ástæður þess að hann hefði neitað að gangast undir lyfjapróf á Íslandsmótinu í Crossfit árið 2016. Hann þvertók fyrir að hafa nokkru sinni notað stera. Nokkrum vikum síðar féll hann á lyfjaprófi. Hinrik brást hinn versti við birtingu viðtalsins í gær. „Ég vona að þið séuð ánægðari með ykkur sjálf eftir að hafa búið til þetta drasl. Þið vitið hver þið eruð,“ sagði Hinrik Ingi á Instagram-síðu sinni og sendi Annie og félögum fingurinn. Nokkru síðar var myndbandið ekki lengur aðgengilegt á YouTube. Annie Mist skipulagði keppnina í Reykjavík í maí. Hún var á sínum tíma tvívegis krýnd hraustasta kona í heimi og birtir þættina á YouTube-rás sinni. Vantaði „disclaimer“ á myndbandið „Ég tók myndbandið ekki út vegna einhvers sem Hinrik skrifaði,“ segir Annie í skriflegri athugasemd til Vísis. Annie Mist var fyrsta stjarna Íslands í Crossfit. Hún vann heimsleikana árin 2011 og 2012. Hún varð í öðru sæti á leikunum árin 2010 og 2014. Hinrik Ingi hefur verið í fremstu röð hér á landi undanfarin ár í karlaflokki. Skilaboð hans til þeirra sem gerðu og birtu myndbandið má sjá til hægri á myndinni. „Myndbandið var tekið út eftir að hafa verið uppi i smá tíma vegna þess að við vörum ekki ánægð með hvernig það endaði. Það vantaði disclaimer um hvað hefði gerst í framhaldi mótsins þar sem hann hefði fallið á lyfjaprófi eftir mótið. Þessir þættir voru búnir til aður en það kom í ljós og við vildum að fólk vissi alla söguna. Þátturinn hafi verið kominn aftur á YouTube þremur tímum síðar. Nú hefur verið bætt við klausu í lok þáttarins þar sem fram kemur að öflugustu keppendurnir á leikunum hafi verið teknir í lyfjapróf. Bönnuð efni hafi fundist í sýni Hinriks Inga og b-sýni staðfest fallið. Fjögurra ára keppnisbanni ljúki eftir fjögur ár, í lok maí 2023. Þáttinn má sjá hér að neðan. Viðtalið við Hinrik Inga byrjar eftir um tvær mínútur. CrossFit Tengdar fréttir Annie tók Crossfit þátt úr birtingu eftir kaldar kveðjur Hinriks Inga Fjórði þáttur Annie Mistar Þórisdóttur um Reykjavík Crossfit Championship leikana sem haldnir voru í Laugardalshöll í maí hefur verið tekinn úr birtingu. Það gerðist í kjölfar harðar gagnrýni Hinriks Inga Óskarssonar. 2. nóvember 2019 19:15 Mest lesið Sjáðu Tyson slá Jake Paul á vigtuninni Sport Bætti eigið aldursmet í NBA deildinni um fimm ár Körfubolti Vinicius Junior klikkaði á víti og Brassarnir misstu af sigri Fótbolti Iniesta kaupir danskt fótboltafélag Fótbolti „Þessi hópur átti líka skilið smá heppni“ Fótbolti „Mér sýndist ljósin vera komin og flautan líka“ Körfubolti Uppgjörið: Álftanes - Grindavík 90-88 | Andrew Jones hetja heimamanna Körfubolti Kelleher og Ferguson hetjurnar í fyrsta heimasigri Heimis Fótbolti Kristófer: Þetta virkaði allavega í kvöld Körfubolti „Maður er að kaupa notaða bíla og það eru bílasalar að bjóða manni bíla“ Körfubolti Fleiri fréttir Sjáðu Tyson slá Jake Paul á vigtuninni Vinicius Junior klikkaði á víti og Brassarnir misstu af sigri Bætti eigið aldursmet í NBA deildinni um fimm ár Uppgjörið: Álftanes - Grindavík 90-88 | Andrew Jones hetja heimamanna „Þessi hópur átti líka skilið smá heppni“ Iniesta kaupir danskt fótboltafélag „Mér sýndist ljósin vera komin og flautan líka“ „Erum að aðlaga okkur að nýjum áherslum sem ég hef ekki heyrt af“ Haaland með mark og stoðsendingu í nauðsynlegum sigri Norðmanna Kelleher og Ferguson hetjurnar í fyrsta heimasigri Heimis Englendingar hefndu með því að sækja sigur til Grikklands „Maður er að kaupa notaða bíla og það eru bílasalar að bjóða manni bíla“ Kristófer: Þetta virkaði allavega í kvöld Uppgjör og viðtöl: Stjarnan - Höttur 87-80 | Stjörnumenn aftur á toppinn Mosfellingar í vandræðum í Grafarvogi en redduðu sér í lokin Uppgjör og viðtöl: Keflavík-Haukar 117-85 | Létt hjá kanalausum Keflvíkingum Anna Karólína varði þrjú víti en það dugði ekki til Guðjón Valur án Íslendinga en áfram í bikarnum Uppgjörið: Grótta - Haukar 25-42 | Haukar kjöldrógu Gróttu FH-ingar í fínum gír án Arons Uppgjör, viðtöl og myndir: Valur - KR 101-94 | Sálarnærandi sigur Íslandsmeistaranna Enn vesen með atvinnuleyfi Rúben Amorim Enskur úrvalsdeildarleikmaður sakaður um margar nauðganir Ætla að auka framlög til afreksstarfs um 650 milljónir Sinnir herskyldu á netinu Fertug Vonn ætlar aftur á flug eftir sex ára hlé Tekur við Roma á ný 73 ára gamall Caitlin Clark nálægt því að skjóta niður áhorfendur á golfmóti Mikill rígur við „Appelsín-strákinn“ Rúrik Gagnrýnir Paul fyrir að berjast við afann Tyson Sjá meira
Annie Mist Þórisdóttir Crossfit-stjarna segir það ekki hafa haft neitt með athugasemdir Hinriks Inga Óskarssonar að gera að fjórði uppgjörsþátturinn af Reykjavík Crossfit Championship var tekinn tímabundið úr birtingu. Vísir fjallaði um málið í gær. Í þættinum var viðtal við Hinrik Inga sem tekið var í aðdraganda mótsins þar sem hann ræddi um ástæður þess að hann hefði neitað að gangast undir lyfjapróf á Íslandsmótinu í Crossfit árið 2016. Hann þvertók fyrir að hafa nokkru sinni notað stera. Nokkrum vikum síðar féll hann á lyfjaprófi. Hinrik brást hinn versti við birtingu viðtalsins í gær. „Ég vona að þið séuð ánægðari með ykkur sjálf eftir að hafa búið til þetta drasl. Þið vitið hver þið eruð,“ sagði Hinrik Ingi á Instagram-síðu sinni og sendi Annie og félögum fingurinn. Nokkru síðar var myndbandið ekki lengur aðgengilegt á YouTube. Annie Mist skipulagði keppnina í Reykjavík í maí. Hún var á sínum tíma tvívegis krýnd hraustasta kona í heimi og birtir þættina á YouTube-rás sinni. Vantaði „disclaimer“ á myndbandið „Ég tók myndbandið ekki út vegna einhvers sem Hinrik skrifaði,“ segir Annie í skriflegri athugasemd til Vísis. Annie Mist var fyrsta stjarna Íslands í Crossfit. Hún vann heimsleikana árin 2011 og 2012. Hún varð í öðru sæti á leikunum árin 2010 og 2014. Hinrik Ingi hefur verið í fremstu röð hér á landi undanfarin ár í karlaflokki. Skilaboð hans til þeirra sem gerðu og birtu myndbandið má sjá til hægri á myndinni. „Myndbandið var tekið út eftir að hafa verið uppi i smá tíma vegna þess að við vörum ekki ánægð með hvernig það endaði. Það vantaði disclaimer um hvað hefði gerst í framhaldi mótsins þar sem hann hefði fallið á lyfjaprófi eftir mótið. Þessir þættir voru búnir til aður en það kom í ljós og við vildum að fólk vissi alla söguna. Þátturinn hafi verið kominn aftur á YouTube þremur tímum síðar. Nú hefur verið bætt við klausu í lok þáttarins þar sem fram kemur að öflugustu keppendurnir á leikunum hafi verið teknir í lyfjapróf. Bönnuð efni hafi fundist í sýni Hinriks Inga og b-sýni staðfest fallið. Fjögurra ára keppnisbanni ljúki eftir fjögur ár, í lok maí 2023. Þáttinn má sjá hér að neðan. Viðtalið við Hinrik Inga byrjar eftir um tvær mínútur.
CrossFit Tengdar fréttir Annie tók Crossfit þátt úr birtingu eftir kaldar kveðjur Hinriks Inga Fjórði þáttur Annie Mistar Þórisdóttur um Reykjavík Crossfit Championship leikana sem haldnir voru í Laugardalshöll í maí hefur verið tekinn úr birtingu. Það gerðist í kjölfar harðar gagnrýni Hinriks Inga Óskarssonar. 2. nóvember 2019 19:15 Mest lesið Sjáðu Tyson slá Jake Paul á vigtuninni Sport Bætti eigið aldursmet í NBA deildinni um fimm ár Körfubolti Vinicius Junior klikkaði á víti og Brassarnir misstu af sigri Fótbolti Iniesta kaupir danskt fótboltafélag Fótbolti „Þessi hópur átti líka skilið smá heppni“ Fótbolti „Mér sýndist ljósin vera komin og flautan líka“ Körfubolti Uppgjörið: Álftanes - Grindavík 90-88 | Andrew Jones hetja heimamanna Körfubolti Kelleher og Ferguson hetjurnar í fyrsta heimasigri Heimis Fótbolti Kristófer: Þetta virkaði allavega í kvöld Körfubolti „Maður er að kaupa notaða bíla og það eru bílasalar að bjóða manni bíla“ Körfubolti Fleiri fréttir Sjáðu Tyson slá Jake Paul á vigtuninni Vinicius Junior klikkaði á víti og Brassarnir misstu af sigri Bætti eigið aldursmet í NBA deildinni um fimm ár Uppgjörið: Álftanes - Grindavík 90-88 | Andrew Jones hetja heimamanna „Þessi hópur átti líka skilið smá heppni“ Iniesta kaupir danskt fótboltafélag „Mér sýndist ljósin vera komin og flautan líka“ „Erum að aðlaga okkur að nýjum áherslum sem ég hef ekki heyrt af“ Haaland með mark og stoðsendingu í nauðsynlegum sigri Norðmanna Kelleher og Ferguson hetjurnar í fyrsta heimasigri Heimis Englendingar hefndu með því að sækja sigur til Grikklands „Maður er að kaupa notaða bíla og það eru bílasalar að bjóða manni bíla“ Kristófer: Þetta virkaði allavega í kvöld Uppgjör og viðtöl: Stjarnan - Höttur 87-80 | Stjörnumenn aftur á toppinn Mosfellingar í vandræðum í Grafarvogi en redduðu sér í lokin Uppgjör og viðtöl: Keflavík-Haukar 117-85 | Létt hjá kanalausum Keflvíkingum Anna Karólína varði þrjú víti en það dugði ekki til Guðjón Valur án Íslendinga en áfram í bikarnum Uppgjörið: Grótta - Haukar 25-42 | Haukar kjöldrógu Gróttu FH-ingar í fínum gír án Arons Uppgjör, viðtöl og myndir: Valur - KR 101-94 | Sálarnærandi sigur Íslandsmeistaranna Enn vesen með atvinnuleyfi Rúben Amorim Enskur úrvalsdeildarleikmaður sakaður um margar nauðganir Ætla að auka framlög til afreksstarfs um 650 milljónir Sinnir herskyldu á netinu Fertug Vonn ætlar aftur á flug eftir sex ára hlé Tekur við Roma á ný 73 ára gamall Caitlin Clark nálægt því að skjóta niður áhorfendur á golfmóti Mikill rígur við „Appelsín-strákinn“ Rúrik Gagnrýnir Paul fyrir að berjast við afann Tyson Sjá meira
Annie tók Crossfit þátt úr birtingu eftir kaldar kveðjur Hinriks Inga Fjórði þáttur Annie Mistar Þórisdóttur um Reykjavík Crossfit Championship leikana sem haldnir voru í Laugardalshöll í maí hefur verið tekinn úr birtingu. Það gerðist í kjölfar harðar gagnrýni Hinriks Inga Óskarssonar. 2. nóvember 2019 19:15