„Það vissu allir af kynferðisofbeldinu en enginn gerði neitt“ Berghildur Erla Bernharðsdóttir skrifar 4. nóvember 2019 18:30 Kona sem greindi sem barn frá kynferðisofbeldi af hálfu stjúpföður síns segir að kerfið hafi algjörlega brugðist sér á þeim tíma. Hún hafi þurft að umgangast hann þrátt fyrir ofbeldið. Hún segir sögu sína til að koma í veg fyrir að slíkt endurtaki sig. Um tuttugu konur stofnuðu hreyfinguna Líf án ofbeldis fyrir um mánuði. Þær hófu undirskriftarsöfnun sem er lokið og tvöþúsund manns hafa skrifað undir. Þar er dómsmálaráðherra krafin um að að sýna ábyrgð í réttarákvörðunum í forsjár-og umgengnismálum þar sem börn verða fyrir ofbeldi. Þær óskuðu eftir fundi með ráðherra í dag til að afhenda listann. Kona sem vill ekki láta nafn síns getið og starfar með hreyfingunni Líf án ofbeldis segir mikilvægt að láta sögu sína heyrast svo slíkt mál endurtaki sig ekki. Hún segist hafa verið misnotuð kynferðislega af stjúpföður sínum sem barn. „Ég er eitt af uppkomnu börnunum í þessum félagsskap en ég varð fyrir kynferðislegu ofbeldi af hálfu stjúpföður og kæri hann þegar ég er lítil en það er fellt frá vegna ónægra sönnunargagna. Þegar ég kæri er ég tólf ára en þá var búin að vera almenn vitneska um þetta í meira en ár. Ég var búin að segja frá í skólanum, félagsmiðstöðvum, móður, þetta var vitneskja í fjölskyldunni, kerfið var komið inní þetta en einhvern veginn þá gerði engin neitt.“ segir konan. Í bréfi Barnaverndar frá 1991 um hennar mál kemur fram að nefndin telur að til greina komi að stjúpinn dveljist áfram á heimili telpunnar. Nefndin leggur áherslu á að móðir styðji dóttur sína. Þá segir í bréfi frá sálfræðingi á þessum tíma að stúlkan hafi sagt að stjúpinn hafa káfað á henni utan og innan fata og rætt við hana um kynferðislegt málefni. Hún fór því aftur inná heimilið og segir að afleiðingarnar fyrir sig hafi verið skelfilegar. „Þetta hefur verið eins og rauði þráðurinn í lífi mínu, mér hefur aldrei tekist að fóta mig á vinnumarkaði, ég hef ekki mörk það er búið að valta svo oft yfir þau, ég efast um mig, ég er með fjöláfallastreitu, vefjagigt og er öryrki,“ segir konan. Mér finnst mikilvægt að samfélagið taki samtalið um hvernig beri að bregðast við málum sem þessum því þetta er ekki bara mál þolanda og geranda heldur allrar fjölskyldunnar og það þarf að vera til neyðarteymi sem grípur alla fjölskylduna þegar svona mál koma upp,“ segir konan.Hér má sjá allt viðtalið. Kynferðisofbeldi Ofbeldi gegn börnum Mest lesið „Koma einhverjir strákar og svo fer allt í háaloft“ Innlent „Dorrit og eiginmaður hennar frá Íslandi eru hér“ Innlent Fjöldi ásakana um brot gegn barnungum stúlkum Erlent „Erum rétt byrjuð að sjá ofan í þennan forarpytt“ Erlent „Mjög áhugaverð umræða“ Innlent Mette-Marit biðst afsökunar á tengslum sínum við Epstein Erlent Nýbirt skjöl varpa ljósi á dánarstund Epstein Erlent Fífldjarft að fara í formanninn en varaformannsembættið...? Innlent Jói Fel málar með puttunum Innlent Játaði brot sín og sleppur ekki aftur við fangelsisvist Innlent Fleiri fréttir Vilja Hjallastefnugrunnskóla í Árborg Skjálftinn í Bárðarbungu 5,3 að stærð Rýnt í Epstein-skjölin, prófkjör Viðreisnar og árás ungmenna „Koma einhverjir strákar og svo fer allt í háaloft“ Fjórðungur kosið í prófkjöri Viðreisnar Maður hlotið stórfellt líkamstjón eftir árás ungmenna „Dorrit og eiginmaður hennar frá Íslandi eru hér“ „Mjög áhugaverð umræða“ Þúsundir kvartana vegna leigubílaaksturs en fagnar breytingum Breki Atlason gefur kost á sér á lista Miðflokksins Skjálfti fannst í Hveragerði Jói Fel málar með puttunum „Voðalega eru Íslendingarnir peppaðir“ Vísar því á bug að HSÍ fái ekkert fyrir sinn snúð Handboltaveisla í beinni, málsvörn olíufélaga og fögnuður leigubílstjóra Forsætisráðherra muni alltaf hafa samráð við forseta Rannsókn vegna Deildu.net hætt tíu árum frá kæru Ríkisstjórnin rugli og olíufélögin ekki sökudólgurinn Betri að innleiða tilskipanir en verri að innleiða reglugerðir Segir um að ræða alvarlega aðför að sjálfstæði forseta Íslands Hitni undir olíufélögum sem þurfi að passa sig Stórleikurinn riðlar dagskrá margra Afar sérstakt að lækka laun og það á verkalýðsdaginn sjálfan Kristrún ræðir verðbólguna og allt á suðupunkti fyrir leikinn í kvöld Aldrei verið gefnar út fleiri rauðar viðvaranir Finnist hvergi eins sterk skilyrði til umhverfisverndar í lagareldi Streymi: Heilsan okkar: Meðferð offitu hjá fullorðnum Burðardýr hlaut þungan dóm fyrir vökvasmygl Fífldjarft að fara í formanninn en varaformannsembættið...? Játaði brot sín og sleppur ekki aftur við fangelsisvist Sjá meira
Kona sem greindi sem barn frá kynferðisofbeldi af hálfu stjúpföður síns segir að kerfið hafi algjörlega brugðist sér á þeim tíma. Hún hafi þurft að umgangast hann þrátt fyrir ofbeldið. Hún segir sögu sína til að koma í veg fyrir að slíkt endurtaki sig. Um tuttugu konur stofnuðu hreyfinguna Líf án ofbeldis fyrir um mánuði. Þær hófu undirskriftarsöfnun sem er lokið og tvöþúsund manns hafa skrifað undir. Þar er dómsmálaráðherra krafin um að að sýna ábyrgð í réttarákvörðunum í forsjár-og umgengnismálum þar sem börn verða fyrir ofbeldi. Þær óskuðu eftir fundi með ráðherra í dag til að afhenda listann. Kona sem vill ekki láta nafn síns getið og starfar með hreyfingunni Líf án ofbeldis segir mikilvægt að láta sögu sína heyrast svo slíkt mál endurtaki sig ekki. Hún segist hafa verið misnotuð kynferðislega af stjúpföður sínum sem barn. „Ég er eitt af uppkomnu börnunum í þessum félagsskap en ég varð fyrir kynferðislegu ofbeldi af hálfu stjúpföður og kæri hann þegar ég er lítil en það er fellt frá vegna ónægra sönnunargagna. Þegar ég kæri er ég tólf ára en þá var búin að vera almenn vitneska um þetta í meira en ár. Ég var búin að segja frá í skólanum, félagsmiðstöðvum, móður, þetta var vitneskja í fjölskyldunni, kerfið var komið inní þetta en einhvern veginn þá gerði engin neitt.“ segir konan. Í bréfi Barnaverndar frá 1991 um hennar mál kemur fram að nefndin telur að til greina komi að stjúpinn dveljist áfram á heimili telpunnar. Nefndin leggur áherslu á að móðir styðji dóttur sína. Þá segir í bréfi frá sálfræðingi á þessum tíma að stúlkan hafi sagt að stjúpinn hafa káfað á henni utan og innan fata og rætt við hana um kynferðislegt málefni. Hún fór því aftur inná heimilið og segir að afleiðingarnar fyrir sig hafi verið skelfilegar. „Þetta hefur verið eins og rauði þráðurinn í lífi mínu, mér hefur aldrei tekist að fóta mig á vinnumarkaði, ég hef ekki mörk það er búið að valta svo oft yfir þau, ég efast um mig, ég er með fjöláfallastreitu, vefjagigt og er öryrki,“ segir konan. Mér finnst mikilvægt að samfélagið taki samtalið um hvernig beri að bregðast við málum sem þessum því þetta er ekki bara mál þolanda og geranda heldur allrar fjölskyldunnar og það þarf að vera til neyðarteymi sem grípur alla fjölskylduna þegar svona mál koma upp,“ segir konan.Hér má sjá allt viðtalið.
Kynferðisofbeldi Ofbeldi gegn börnum Mest lesið „Koma einhverjir strákar og svo fer allt í háaloft“ Innlent „Dorrit og eiginmaður hennar frá Íslandi eru hér“ Innlent Fjöldi ásakana um brot gegn barnungum stúlkum Erlent „Erum rétt byrjuð að sjá ofan í þennan forarpytt“ Erlent „Mjög áhugaverð umræða“ Innlent Mette-Marit biðst afsökunar á tengslum sínum við Epstein Erlent Nýbirt skjöl varpa ljósi á dánarstund Epstein Erlent Fífldjarft að fara í formanninn en varaformannsembættið...? Innlent Jói Fel málar með puttunum Innlent Játaði brot sín og sleppur ekki aftur við fangelsisvist Innlent Fleiri fréttir Vilja Hjallastefnugrunnskóla í Árborg Skjálftinn í Bárðarbungu 5,3 að stærð Rýnt í Epstein-skjölin, prófkjör Viðreisnar og árás ungmenna „Koma einhverjir strákar og svo fer allt í háaloft“ Fjórðungur kosið í prófkjöri Viðreisnar Maður hlotið stórfellt líkamstjón eftir árás ungmenna „Dorrit og eiginmaður hennar frá Íslandi eru hér“ „Mjög áhugaverð umræða“ Þúsundir kvartana vegna leigubílaaksturs en fagnar breytingum Breki Atlason gefur kost á sér á lista Miðflokksins Skjálfti fannst í Hveragerði Jói Fel málar með puttunum „Voðalega eru Íslendingarnir peppaðir“ Vísar því á bug að HSÍ fái ekkert fyrir sinn snúð Handboltaveisla í beinni, málsvörn olíufélaga og fögnuður leigubílstjóra Forsætisráðherra muni alltaf hafa samráð við forseta Rannsókn vegna Deildu.net hætt tíu árum frá kæru Ríkisstjórnin rugli og olíufélögin ekki sökudólgurinn Betri að innleiða tilskipanir en verri að innleiða reglugerðir Segir um að ræða alvarlega aðför að sjálfstæði forseta Íslands Hitni undir olíufélögum sem þurfi að passa sig Stórleikurinn riðlar dagskrá margra Afar sérstakt að lækka laun og það á verkalýðsdaginn sjálfan Kristrún ræðir verðbólguna og allt á suðupunkti fyrir leikinn í kvöld Aldrei verið gefnar út fleiri rauðar viðvaranir Finnist hvergi eins sterk skilyrði til umhverfisverndar í lagareldi Streymi: Heilsan okkar: Meðferð offitu hjá fullorðnum Burðardýr hlaut þungan dóm fyrir vökvasmygl Fífldjarft að fara í formanninn en varaformannsembættið...? Játaði brot sín og sleppur ekki aftur við fangelsisvist Sjá meira