Fimmti hver unglingsdrengur á Vestfjörðum er of feitur Nadine Guðrún Yaghi skrifar 4. nóvember 2019 14:07 Hlutfallslega eru fleiri börn með offitu úti á landi. Hæst er hlutfallið á Vestfjörðum. Fimmti hver unglingsdrengur á Vestfjörðum er of feitur samkvæmt nýjustu mælingum á ofþyngd íslenskra grunnskólabarna. Forstjóri Heilbrigðisstofnunar Vestfjarða segir að vestfirsk börn labbi eða hjóli sjaldnar í skólann en jafnaldrar þeirra annars staðar á landinu. Tölurnar komi honum þó á óvart og kallar hann eftir rannsóknum á offitu barna.Sjá einnig:Þúsundir íslenskra barna með offituBörn í fyrsta, fjórða, sjöunda og níunda bekk eru vigtuð hjá skólahjúkrunarfræðingi á hverju ári og samkvæmt nýjustu mælingum er tæplega fjórðungur barna sem var vigtaður síðasta vetur í ofþyngd og þar af eru sex prósent með offitu. Offita hefur aukist verulega síðustu fimm ár eða frá fyrstu samræmdu mælingunum og hafa íslensk börn aldrei verið jafn þung. Um þetta er fjallað í þættinum Kompás á Vísi sem frumsýndur var í morgun. Nýjustu tölurnar sýna að hlutfallslega eru fleiri börn með offitu úti á landi en á höfuðborgarsvæðinu og er staðan nokkuð sláandi hjá fjórtán ára strákum. Átta prósent unglingsdrengja á höfuðborgarsvæðinu er með offitu, um það bil tveir í hverjum skólabekk. Hlutfallið hækkar um eitt til þrjú prósentustig á Norðurlandi, Vesturlandi, Suðurlandi og Austurlandi. Hæst er hlutfallið á Vestfjörðum þar sem næstum fimmti hver strákur í níunda bekk er með offitu. Hlutfallslega eru talsvert fleiri börn með offitu á landsbyggðinni en þess skal getið að mun færri börn eru bak við tölurnar þar en á höfuðborgarsvæðinu – og sveiflur geta verið miklar á milli ára og árganga. Gylfi Ólafsson, forstjóri Heilbrigðisstofnunar Vestfjarða, segir að tölurnar koma sér á óvart. „Það er náttúrulega mjög fjölþætt og flókið samspil margra þátta sem væntanlega veldur þessu. Lýðheilsuvísar Embættis landlæknis segja að vestfirsk börn hjóla og ganga minna í skólann en jafnaldrar þeirra annars staðar á landinu og við höfum tekið það upp á vettvangi sveitarfélagsins,“ segir Gylfi. Hann kallar eftir rannsóknum um offitu barna en engar rannsóknir eru til um hvers vegna offita barna er meiri á landsbyggðinni. Í raun er mjög lítið til af rannsóknum á ofþyngd og offitu barna. „Eina leiðin til að svara því er að gera alvöru rannsóknir og reyna að svara þessu með tilliti til þeirra aðstæðna sem uppi eru á hverjum tíma og hverjum stað,“ segir Gylfi. Gylfi segist hissa á því hve margir fjórtán ára drengir séu með offitu á Vestfjörðum enda öflugt íþróttastarf hjá sveitarfélaginu. „En það þarf bara að skoða betur hvað gæti valdið þessu og hvað er þá best til ráða,“ segir Gylfi og bætir við að það þurfi vissulega að taka á þessum málum. Vilji til þess sé mikill hjá sveitarfélögunum. „Og svo náttúrulega verður að finna leið til að efla unglingsstrákana sjálfa til að taka á sínum málum og svo bera heimilin ábyrgð á þessu á endanum, þetta eru náttúrulega þættir sem mótast heima við, til dæmis hversu mikið bílinn er notaður til og frá skóla,“ segir Gylfi Ólafsson, forstjóri Heilbrigðisstofnunar Vestfjarða. Klippa: Offita barna - Kompás Börn og uppeldi Heilbrigðismál Kompás Mest lesið Kjarasamningur kennara í höfn Innlent Engin röð á Læknavaktinni Innlent Einróma samþykki og borgarstjóri í skýjunum Innlent Samkomulag milli Úkraínu og Bandaríkjanna í höfn Erlent Fyrsta skrefið en heljarinnar barátta fram undan Innlent Segir lífeyrisgreiðslur skertar á fölskum forsendum Innlent Reykjavík ekki ljót borg Innlent Ókunnugir og fyrrverandi meðal þeirra sem gætu verið að fylgjast með Innlent Ætla sjálf að velja blaðamenn í Hvíta húsið Erlent „Ef ég segði Hitler skepnu væri ég þá að blammera alla þýsku þjóðina?“ Innlent Fleiri fréttir Fyrsta skrefið en heljarinnar barátta fram undan Einróma samþykki og borgarstjóri í skýjunum Kjarasamningur kennara í höfn Engin röð á Læknavaktinni Segir lífeyrisgreiðslur skertar á fölskum forsendum Reykjavík ekki ljót borg Hefur enga skoðun á máli Ragnars Þórs Ókunnugir og fyrrverandi meðal þeirra sem gætu verið að fylgjast með Segir upp eftir rúma tvo áratugi í starfi: „Það virðist enginn hlusta“ Bylgjan og FM957 liggja niðri Skjálftavirkni fer vaxandi Kjaftshögg, falin hætta og deila um íslenska atriðið Vilja styrkja viðgerðir á sögufrægum byggingum Kjarnorkukafbátur í Eyjafirði Konur á miðjum aldri þær sem helst áreita karlkyns lögregluþjóna Verði gott fyrir lögreglu að vita hvar mörkin liggja Atburðir helgarinnar kjaftshögg fyrir kennara Buguðu foreldrarnir mæti þegar þeir sjá birta til „Ef ég segði Hitler skepnu væri ég þá að blammera alla þýsku þjóðina?“ Taldi drenginn myndu deyja yrði hann ekki umskorinn Verður á launum hjá stéttarfélagi og Alþingi út júní Leita að línunni Sólveig með sama rétt en segist ekki myndu nýta hann Viðkvæðið enn að kennarar yngri barna eigi minna skilið Vill að Ríkisendurskoðun rannsaki styrkjamálið Diljá Mist boðar til fundar Neyðarsjóður Ragnars Þórs og kennarar kallaðir í Karphúsið Samningur felldur: „Vissum að þetta stæði tæpt“ Sýknuð af ákæru fyrir að láta umskera son sinn Milljónirnar fari í neyðarsjóð fjölskyldunnar Sjá meira
Fimmti hver unglingsdrengur á Vestfjörðum er of feitur samkvæmt nýjustu mælingum á ofþyngd íslenskra grunnskólabarna. Forstjóri Heilbrigðisstofnunar Vestfjarða segir að vestfirsk börn labbi eða hjóli sjaldnar í skólann en jafnaldrar þeirra annars staðar á landinu. Tölurnar komi honum þó á óvart og kallar hann eftir rannsóknum á offitu barna.Sjá einnig:Þúsundir íslenskra barna með offituBörn í fyrsta, fjórða, sjöunda og níunda bekk eru vigtuð hjá skólahjúkrunarfræðingi á hverju ári og samkvæmt nýjustu mælingum er tæplega fjórðungur barna sem var vigtaður síðasta vetur í ofþyngd og þar af eru sex prósent með offitu. Offita hefur aukist verulega síðustu fimm ár eða frá fyrstu samræmdu mælingunum og hafa íslensk börn aldrei verið jafn þung. Um þetta er fjallað í þættinum Kompás á Vísi sem frumsýndur var í morgun. Nýjustu tölurnar sýna að hlutfallslega eru fleiri börn með offitu úti á landi en á höfuðborgarsvæðinu og er staðan nokkuð sláandi hjá fjórtán ára strákum. Átta prósent unglingsdrengja á höfuðborgarsvæðinu er með offitu, um það bil tveir í hverjum skólabekk. Hlutfallið hækkar um eitt til þrjú prósentustig á Norðurlandi, Vesturlandi, Suðurlandi og Austurlandi. Hæst er hlutfallið á Vestfjörðum þar sem næstum fimmti hver strákur í níunda bekk er með offitu. Hlutfallslega eru talsvert fleiri börn með offitu á landsbyggðinni en þess skal getið að mun færri börn eru bak við tölurnar þar en á höfuðborgarsvæðinu – og sveiflur geta verið miklar á milli ára og árganga. Gylfi Ólafsson, forstjóri Heilbrigðisstofnunar Vestfjarða, segir að tölurnar koma sér á óvart. „Það er náttúrulega mjög fjölþætt og flókið samspil margra þátta sem væntanlega veldur þessu. Lýðheilsuvísar Embættis landlæknis segja að vestfirsk börn hjóla og ganga minna í skólann en jafnaldrar þeirra annars staðar á landinu og við höfum tekið það upp á vettvangi sveitarfélagsins,“ segir Gylfi. Hann kallar eftir rannsóknum um offitu barna en engar rannsóknir eru til um hvers vegna offita barna er meiri á landsbyggðinni. Í raun er mjög lítið til af rannsóknum á ofþyngd og offitu barna. „Eina leiðin til að svara því er að gera alvöru rannsóknir og reyna að svara þessu með tilliti til þeirra aðstæðna sem uppi eru á hverjum tíma og hverjum stað,“ segir Gylfi. Gylfi segist hissa á því hve margir fjórtán ára drengir séu með offitu á Vestfjörðum enda öflugt íþróttastarf hjá sveitarfélaginu. „En það þarf bara að skoða betur hvað gæti valdið þessu og hvað er þá best til ráða,“ segir Gylfi og bætir við að það þurfi vissulega að taka á þessum málum. Vilji til þess sé mikill hjá sveitarfélögunum. „Og svo náttúrulega verður að finna leið til að efla unglingsstrákana sjálfa til að taka á sínum málum og svo bera heimilin ábyrgð á þessu á endanum, þetta eru náttúrulega þættir sem mótast heima við, til dæmis hversu mikið bílinn er notaður til og frá skóla,“ segir Gylfi Ólafsson, forstjóri Heilbrigðisstofnunar Vestfjarða. Klippa: Offita barna - Kompás
Börn og uppeldi Heilbrigðismál Kompás Mest lesið Kjarasamningur kennara í höfn Innlent Engin röð á Læknavaktinni Innlent Einróma samþykki og borgarstjóri í skýjunum Innlent Samkomulag milli Úkraínu og Bandaríkjanna í höfn Erlent Fyrsta skrefið en heljarinnar barátta fram undan Innlent Segir lífeyrisgreiðslur skertar á fölskum forsendum Innlent Reykjavík ekki ljót borg Innlent Ókunnugir og fyrrverandi meðal þeirra sem gætu verið að fylgjast með Innlent Ætla sjálf að velja blaðamenn í Hvíta húsið Erlent „Ef ég segði Hitler skepnu væri ég þá að blammera alla þýsku þjóðina?“ Innlent Fleiri fréttir Fyrsta skrefið en heljarinnar barátta fram undan Einróma samþykki og borgarstjóri í skýjunum Kjarasamningur kennara í höfn Engin röð á Læknavaktinni Segir lífeyrisgreiðslur skertar á fölskum forsendum Reykjavík ekki ljót borg Hefur enga skoðun á máli Ragnars Þórs Ókunnugir og fyrrverandi meðal þeirra sem gætu verið að fylgjast með Segir upp eftir rúma tvo áratugi í starfi: „Það virðist enginn hlusta“ Bylgjan og FM957 liggja niðri Skjálftavirkni fer vaxandi Kjaftshögg, falin hætta og deila um íslenska atriðið Vilja styrkja viðgerðir á sögufrægum byggingum Kjarnorkukafbátur í Eyjafirði Konur á miðjum aldri þær sem helst áreita karlkyns lögregluþjóna Verði gott fyrir lögreglu að vita hvar mörkin liggja Atburðir helgarinnar kjaftshögg fyrir kennara Buguðu foreldrarnir mæti þegar þeir sjá birta til „Ef ég segði Hitler skepnu væri ég þá að blammera alla þýsku þjóðina?“ Taldi drenginn myndu deyja yrði hann ekki umskorinn Verður á launum hjá stéttarfélagi og Alþingi út júní Leita að línunni Sólveig með sama rétt en segist ekki myndu nýta hann Viðkvæðið enn að kennarar yngri barna eigi minna skilið Vill að Ríkisendurskoðun rannsaki styrkjamálið Diljá Mist boðar til fundar Neyðarsjóður Ragnars Þórs og kennarar kallaðir í Karphúsið Samningur felldur: „Vissum að þetta stæði tæpt“ Sýknuð af ákæru fyrir að láta umskera son sinn Milljónirnar fari í neyðarsjóð fjölskyldunnar Sjá meira