Samherji segir uppbyggingu hamlað og Norlandair horfir til Grænlands með framtíðaraðstöðu í huga Garðar Örn Úlfarsson skrifar 5. nóvember 2019 07:00 Samgönguáætlun gerir hvorki ráð fyrir að því að ljúka við flughlað Akureyrarflugvallar né því að stækka flugstöðina. Fyrirtækin Norlandair og Samherji segja það standi atvinnuuppbyggingu fyrir þrifum. Fréttablaðið/Pjetur Útgerðarfélagið Samherji gagnrýnir að í drögum að samgönguáætlun sé hvorki gert ráð fyrir að því að ljúka við flughlað Akureyrarflugvallar né því að stækka flugstöðina við völlinn. Í umsögn Samherja til Alþingis segir að flughlaðið sé forsenda þess að byggja upp atvinnulóðir á Akureyrarflugvelli. Fyrirtæki á svæðinu hafi viljað byggja allt frá því árið 2013. „Þetta hamlar frekari uppbyggingu fyrirtækja sem starfa í tengslum við völlinn, þar með talið Norlandair ehf, sem Samherji hf. er hluthafi í. Meðan flughlaðið er ekki tilbúið getur Norlandair ekki byggt upp framtíðaraðstöðu eins og nauðsynleg er til uppbyggingar á fyrirtækinu.“ Norlandair sendir einnig inn umsögn og tekur þar í sama streng. Minnt er á að félagið hafi sinnt leiguflugi og áætlunarflugi frá Akureyri til Nerlerit Inaat á austurströnd Grænlands, ásamt því að sinna áætlunarflugi til Vopnafjarðar, Þórshafnar og Grímseyjar. Sótt hafi verið um nýja lóð á væntanlegri uppfyllingu við flugvöllinn árið 2012 en Isavia hafi synjað þeirri beiðni. „Á þessum tíma höfðu bæði ráðherrar og aðrir þingmenn fullyrt í okkar eyru að það yrði gengið frá þessari uppfyllingu þannig að hægt væri að koma upp aðstöðu þar innan tiltölulega skamms tíma. Nú, árið 2019, heilum sjö árum frá því að farið var í umsóknarferli fyrir byggingarlóð, er staðan sú að það vantar töluvert af efni í uppfyllinguna,“ segir í umsögn Norlandair. Nú geti önnur fimm ár bæst við biðtímann sem væri þá orðinn tólf ár í heild. „Í krefjandi rekstrarumhverfi sem flugrekstur er, þá gefur augaleið að tólf ára biðtími er óraunhæfur. Því hefur verið horft til annarra svæða, til dæmis Grænlands, til framtíðaruppbyggingar á félaginu og ef samgönguáætlun verður samþykkt eins og hún liggur fyrir þá er ljóst að það þarf að setja aukinn kraft í þá vinnu,“ boðar Norlandair í umsögn sinni. Akureyri Birtist í Fréttablaðinu Grænland Samgöngur Sjávarútvegur Tengdar fréttir Jón segir uppbyggingu varaflugvalla ekki þola bið Varaformaður umhverfis- og samgöngunefndar og fyrrverandi samgönguráðherra segir uppbyggingu varaflugvalla á Akureyri og Egilsstöðum ekki þola bið. Breyta þurfi fyrirliggjandi samgönguáætlun og þar með fjárlögum næsta árs til að framkvæmdir geti hafist. 29. október 2019 12:14 Icelandair fagnar tillögum um forgang á uppbyggingu Egilsstaðaflugvallar Icelandair fagnar þeirri tillögu sem kemur fram í drögum að grænbók um stefnu stjórnvalda í málefnum flugrekstrar og flugtengdrar starfsemi á Íslandi, að uppbygging Egilsstaðaflugvallar verði sett í forgang hvað varðar uppbyggingu á varaflugvöllum fyrir Keflavíkurflugvöllum. 21. ágúst 2019 11:15 Beið átekta á meðan allt var í gangi og fann aðra leið til Íslands Allir á Íslandi ættu að taka alvarlega að láta það verða að veruleika að Akureyrarflugvöllur verði byggður upp sem önnur gátt inn í landið. Þetta segir Cees van der Bosch, eigandi Voigt Travel. 17. október 2019 09:15 Mest lesið Þróaði app til að hjálpa fólki í meðferð þegar kerfið brást Neytendur Fólk eigi ekki að greiða fyrir að nota peninginn sinn Neytendur Forstjórinn sem saumar þjóðbúninginn öll mánudagskvöld Atvinnulíf Andlega uppsögnin: „Þetta er ekki sonur minn sko…“ Atvinnulíf Loðnubrestur hefur gríðarleg áhrif á samfélagið Viðskipti innlent Segja verðið betra en í Krónunni, Bónus og Costco Neytendur Innkalla brauð vegna brots úr peru Neytendur Bónus ódýrari en Prís í fjögur skipti af fimm hundruð Neytendur „Eins og stundum vanti hvatann hjá stofnunum til þess að vilja hagræða“ Atvinnulíf „Svarið er einfaldlega: Svona höfum við alltaf gert þetta“ Atvinnulíf Fleiri fréttir Loðnubrestur hefur gríðarleg áhrif á samfélagið Loðnumælingar gefa ekki ástæðu til bjartsýni Þrír nýir eigendur bætast í hópinn Vatnsbúskapurinn fer batnandi Hildur nýr mannauðsstjóri Distica Einkaþotufyrirtæki með skrautlega sögu svipt starfsleyfi vegna öryggismála Norska sjóbjörgunarsveitin semur við íslenskt fyrirtæki Boða til fundar með íbúum Ölfuss um kolefnisförgunarstöð Ari nýr tæknistjóri Fimmti hver leigjandi vildi heldur búa annars staðar Nýtt 68 herbergja hótel byggt á Hvolsvelli Taka jákvætt í kolefnisförgunarstöð í Ölfusi Ölgerðin kaupir Gæðabakstur Segir skipta gríðarlegu máli að fá loðnuvertíð Kaffi Kjós til sölu Skóari skellir í lás á Grettisgötunni Brotið á Jóhannesi en Birkir fer tómhentur frá Strassborg Karen inn fyrir Þórarin Björn Leifsson horfir til Vestmannaeyja Yfirtakan hækkaði gengi krónunnar töluvert Afkoma Arion lengst yfir spám greinenda Þögul sem gröfin um auglýsinguna umdeildu Eftirlitið gefur lítið fyrir yfirlýsingu Styrkáss Erla Ósk ráðin forstöðumaður EMBA náms við HR Fjögur skip hefja leit að loðnu Segir seinkun Hvammsvirkjunar geta þýtt tugmilljarða tekjutap Svigrúm fyrir keppinauta „sem ástunda ekki jafnósvífna verðlagningu“ Hagnaðurinn dregst saman Hrönn stýrir Kríu Skoða að leita réttar síns vegna „óeðlilegra viðskiptahátta“ ríkisins Sjá meira
Útgerðarfélagið Samherji gagnrýnir að í drögum að samgönguáætlun sé hvorki gert ráð fyrir að því að ljúka við flughlað Akureyrarflugvallar né því að stækka flugstöðina við völlinn. Í umsögn Samherja til Alþingis segir að flughlaðið sé forsenda þess að byggja upp atvinnulóðir á Akureyrarflugvelli. Fyrirtæki á svæðinu hafi viljað byggja allt frá því árið 2013. „Þetta hamlar frekari uppbyggingu fyrirtækja sem starfa í tengslum við völlinn, þar með talið Norlandair ehf, sem Samherji hf. er hluthafi í. Meðan flughlaðið er ekki tilbúið getur Norlandair ekki byggt upp framtíðaraðstöðu eins og nauðsynleg er til uppbyggingar á fyrirtækinu.“ Norlandair sendir einnig inn umsögn og tekur þar í sama streng. Minnt er á að félagið hafi sinnt leiguflugi og áætlunarflugi frá Akureyri til Nerlerit Inaat á austurströnd Grænlands, ásamt því að sinna áætlunarflugi til Vopnafjarðar, Þórshafnar og Grímseyjar. Sótt hafi verið um nýja lóð á væntanlegri uppfyllingu við flugvöllinn árið 2012 en Isavia hafi synjað þeirri beiðni. „Á þessum tíma höfðu bæði ráðherrar og aðrir þingmenn fullyrt í okkar eyru að það yrði gengið frá þessari uppfyllingu þannig að hægt væri að koma upp aðstöðu þar innan tiltölulega skamms tíma. Nú, árið 2019, heilum sjö árum frá því að farið var í umsóknarferli fyrir byggingarlóð, er staðan sú að það vantar töluvert af efni í uppfyllinguna,“ segir í umsögn Norlandair. Nú geti önnur fimm ár bæst við biðtímann sem væri þá orðinn tólf ár í heild. „Í krefjandi rekstrarumhverfi sem flugrekstur er, þá gefur augaleið að tólf ára biðtími er óraunhæfur. Því hefur verið horft til annarra svæða, til dæmis Grænlands, til framtíðaruppbyggingar á félaginu og ef samgönguáætlun verður samþykkt eins og hún liggur fyrir þá er ljóst að það þarf að setja aukinn kraft í þá vinnu,“ boðar Norlandair í umsögn sinni.
Akureyri Birtist í Fréttablaðinu Grænland Samgöngur Sjávarútvegur Tengdar fréttir Jón segir uppbyggingu varaflugvalla ekki þola bið Varaformaður umhverfis- og samgöngunefndar og fyrrverandi samgönguráðherra segir uppbyggingu varaflugvalla á Akureyri og Egilsstöðum ekki þola bið. Breyta þurfi fyrirliggjandi samgönguáætlun og þar með fjárlögum næsta árs til að framkvæmdir geti hafist. 29. október 2019 12:14 Icelandair fagnar tillögum um forgang á uppbyggingu Egilsstaðaflugvallar Icelandair fagnar þeirri tillögu sem kemur fram í drögum að grænbók um stefnu stjórnvalda í málefnum flugrekstrar og flugtengdrar starfsemi á Íslandi, að uppbygging Egilsstaðaflugvallar verði sett í forgang hvað varðar uppbyggingu á varaflugvöllum fyrir Keflavíkurflugvöllum. 21. ágúst 2019 11:15 Beið átekta á meðan allt var í gangi og fann aðra leið til Íslands Allir á Íslandi ættu að taka alvarlega að láta það verða að veruleika að Akureyrarflugvöllur verði byggður upp sem önnur gátt inn í landið. Þetta segir Cees van der Bosch, eigandi Voigt Travel. 17. október 2019 09:15 Mest lesið Þróaði app til að hjálpa fólki í meðferð þegar kerfið brást Neytendur Fólk eigi ekki að greiða fyrir að nota peninginn sinn Neytendur Forstjórinn sem saumar þjóðbúninginn öll mánudagskvöld Atvinnulíf Andlega uppsögnin: „Þetta er ekki sonur minn sko…“ Atvinnulíf Loðnubrestur hefur gríðarleg áhrif á samfélagið Viðskipti innlent Segja verðið betra en í Krónunni, Bónus og Costco Neytendur Innkalla brauð vegna brots úr peru Neytendur Bónus ódýrari en Prís í fjögur skipti af fimm hundruð Neytendur „Eins og stundum vanti hvatann hjá stofnunum til þess að vilja hagræða“ Atvinnulíf „Svarið er einfaldlega: Svona höfum við alltaf gert þetta“ Atvinnulíf Fleiri fréttir Loðnubrestur hefur gríðarleg áhrif á samfélagið Loðnumælingar gefa ekki ástæðu til bjartsýni Þrír nýir eigendur bætast í hópinn Vatnsbúskapurinn fer batnandi Hildur nýr mannauðsstjóri Distica Einkaþotufyrirtæki með skrautlega sögu svipt starfsleyfi vegna öryggismála Norska sjóbjörgunarsveitin semur við íslenskt fyrirtæki Boða til fundar með íbúum Ölfuss um kolefnisförgunarstöð Ari nýr tæknistjóri Fimmti hver leigjandi vildi heldur búa annars staðar Nýtt 68 herbergja hótel byggt á Hvolsvelli Taka jákvætt í kolefnisförgunarstöð í Ölfusi Ölgerðin kaupir Gæðabakstur Segir skipta gríðarlegu máli að fá loðnuvertíð Kaffi Kjós til sölu Skóari skellir í lás á Grettisgötunni Brotið á Jóhannesi en Birkir fer tómhentur frá Strassborg Karen inn fyrir Þórarin Björn Leifsson horfir til Vestmannaeyja Yfirtakan hækkaði gengi krónunnar töluvert Afkoma Arion lengst yfir spám greinenda Þögul sem gröfin um auglýsinguna umdeildu Eftirlitið gefur lítið fyrir yfirlýsingu Styrkáss Erla Ósk ráðin forstöðumaður EMBA náms við HR Fjögur skip hefja leit að loðnu Segir seinkun Hvammsvirkjunar geta þýtt tugmilljarða tekjutap Svigrúm fyrir keppinauta „sem ástunda ekki jafnósvífna verðlagningu“ Hagnaðurinn dregst saman Hrönn stýrir Kríu Skoða að leita réttar síns vegna „óeðlilegra viðskiptahátta“ ríkisins Sjá meira
Jón segir uppbyggingu varaflugvalla ekki þola bið Varaformaður umhverfis- og samgöngunefndar og fyrrverandi samgönguráðherra segir uppbyggingu varaflugvalla á Akureyri og Egilsstöðum ekki þola bið. Breyta þurfi fyrirliggjandi samgönguáætlun og þar með fjárlögum næsta árs til að framkvæmdir geti hafist. 29. október 2019 12:14
Icelandair fagnar tillögum um forgang á uppbyggingu Egilsstaðaflugvallar Icelandair fagnar þeirri tillögu sem kemur fram í drögum að grænbók um stefnu stjórnvalda í málefnum flugrekstrar og flugtengdrar starfsemi á Íslandi, að uppbygging Egilsstaðaflugvallar verði sett í forgang hvað varðar uppbyggingu á varaflugvöllum fyrir Keflavíkurflugvöllum. 21. ágúst 2019 11:15
Beið átekta á meðan allt var í gangi og fann aðra leið til Íslands Allir á Íslandi ættu að taka alvarlega að láta það verða að veruleika að Akureyrarflugvöllur verði byggður upp sem önnur gátt inn í landið. Þetta segir Cees van der Bosch, eigandi Voigt Travel. 17. október 2019 09:15