Vilja rækta papaja og mangó í Ölfusi Garðar Örn Úlfarsson skrifar 5. nóvember 2019 06:15 Íslenskir bananar í Garðyrkjuskólanum í Hveragerði. Fréttablaðið/Vilhelm Félagið Paradise Farms og sveitarfélagið Ölfus hafa ákveðið að ganga frá viljayfirlýsingu um að félagið fái leigða allt að 50 hektara sem ætlaðir verði undir vistvæna matvælaframleiðslu og þá sérstaklega stór gróðurhús. „Félagið hyggst fyrst um sinn framleiða tómata, kál, paprikur og annað hefðbundið grænmeti og bæta síðan við framleiðslu á mangó, avocado, bönunum, papaya og fleira,“ segir um áformin í fundargerð sveitarstjórnar Ölfuss. „Við erum að velta fyrir okkur hvort við getum gert Ísland að matvælalandi heimsins,“ segir Gunnar Þorgeirsson, formaður Félags garðyrkjubænda og einn aðstandenda Paradise Farms sem sagt er stefna að fimm þúsund tonna framleiðslu fyrsta árið og horfa sérstaklega til útflutnings.“ Erlendir fjárfestar standa að félaginu. Gunnar segir að gert sé ráð fyrir eitt hundrað þúsund fermetrum undir gleri – með stækkunarmöguleika upp í fimm hundruð þúsund fermetra sem samsvarar áðurnefndum 50 hekturum. „Það þarf ríflegt olnbogapláss ef þetta á að verða að veruleika,“ segir hann. Aðspurður hvort raunhæft sé að rækta hér hinar suðrænu ávaxtategundir sem fyrr eru nefndar kveður Gunnar það háð orkuverði. Óformlegar viðræður hafi átt sér stað um það atriði. „Þetta snýst um það að við fáum orku, bæði rafmagn og heitt vatn, á skynsamlegu verði,“ segir hann. Elliði Vignisson, bæjarstjóri Ölfuss, bendir á að mannkynið þurfi á næstu fjörutíu árum að framleiða jafn mikið af matvælum og næstu átta þúsund árin þar á undan. Ölfus hafi mikla sérstöðu og hafi þá stefnu að marka sér sérstöðu í framleiðslu á umhverfisvænum matvælum. „Hér erum við með 730 ferkílómetra af landi og stóran hluta á lágsléttu. Við erum með sennilega stærstu vatnsgeyma í jörðu á Íslandi og þótt víðar væri leitað. Og við erum með eitt orkuríkasta svæði landsins og svo erum við með inn- og útflutningshöfn.“ Sveitarstjórn Ölfuss hefur einnig samþykkt að skrifa undir viljayfirlýsingu um að skoða möguleika á að félagið Iceland Circular fái úthlutað allt að 50 hektara lóð. „Á lóðinni stefnir Iceland Circular að því að byggja upp umhverfisvæna iðngarða til matvælaframleiðslu þar sem áhersla verði lögð á sjálfbærni og hringrásarhagkerfi,“ segir um áætlanir Iceland Circular. Birtist í Fréttablaðinu Garðyrkja Landbúnaður Ölfus Mest lesið Ætlar ekki að deyja í smán og gefur frá sér auðæfin Viðskipti erlent Að segja upp án þess að brenna brýr Atvinnulíf Minnkuðu lúxuspinna en ekki eldflaugina Neytendur Hagnaðist um rúma fimm milljarða á fyrsta ársfjórðungi Viðskipti innlent Vilja nota geimflaugar til að flytja hergögn hvert sem er Viðskipti erlent Hundrað og fimmtíu manns unnu að opnuninni Viðskipti innlent Bretar fyrstir til að semja við Trump Viðskipti erlent Til IDS á Íslandi frá Íslenskri erfðagreiningu Viðskipti innlent Breytist hratt næstu árin hvaða fyrirtæki teljast stærst og best Atvinnulíf Rekstrarstöðvun sé yfirvofandi á Bakka Viðskipti innlent Fleiri fréttir Til IDS á Íslandi frá Íslenskri erfðagreiningu Hagnaðist um rúma fimm milljarða á fyrsta ársfjórðungi Hundrað og fimmtíu manns unnu að opnuninni Samþykktu að bæta við leið fyrir stóra fjárfesta í sölu Íslandsbanka Gríðarlegt áhyggjuefni fyrir Norðurþing Ingunn ráðin framkvæmdastjóri Auðnu Rannsakendur og nemendur við HA fá aðgang að sérhæfðu gervigreindartóli Tæplega átta milljarða króna viðsnúningur milli ára Rekstrarstöðvun sé yfirvofandi á Bakka Til Samtaka atvinnulífsins eftir mánuð á auglýsingastofu Margrét hættir sem forstjóri Nova Sýkna í Samskipamálinu en Eimskip þarf samt að passa sig Ekkert fékkst upp í gjaldþrot upp á tugi milljóna Áhrif tolla Trumps væru innan við eitt prósent Berjaya vill halda áfram að leigja Nordica og Natura Farþegum fjölgaði um 24 prósent í apríl Sólon lokað vegna gjaldþrots Slær bjartari tón þegar kemur að verðbólgunni AGS: Spenna í milliríkjaviðskiptum og bandarískir tollar gætu haft áhrif á Íslandi Sveinn verður viðskiptastjóri hjá Styrkás Ráðin hagfræðingur SVÞ Fríhöfnin fær nýtt nafn og verður lokað um tíma í vikunni Tollar Trump á kvikmyndir „mjög sérstakt útspil“ Ráðinn framkvæmdastjóri mannauðs hjá Benchmark Genetics Þórdís til dómsmálaráðuneytisins „Rán um hábjartan dag“ kom ekki á óvart Hjálmtýr viðskiptastjóri fyrirtækjasviðs ELKO Landsbankinn geri úrbætur vegna lánveitinga til lítilla og meðalstórra fyrirtækja Óttast ekki komu Starbucks til Íslands Selja Íslandsbanka á næstu vikum þó það sé „mikil óvissa“ Sjá meira
Félagið Paradise Farms og sveitarfélagið Ölfus hafa ákveðið að ganga frá viljayfirlýsingu um að félagið fái leigða allt að 50 hektara sem ætlaðir verði undir vistvæna matvælaframleiðslu og þá sérstaklega stór gróðurhús. „Félagið hyggst fyrst um sinn framleiða tómata, kál, paprikur og annað hefðbundið grænmeti og bæta síðan við framleiðslu á mangó, avocado, bönunum, papaya og fleira,“ segir um áformin í fundargerð sveitarstjórnar Ölfuss. „Við erum að velta fyrir okkur hvort við getum gert Ísland að matvælalandi heimsins,“ segir Gunnar Þorgeirsson, formaður Félags garðyrkjubænda og einn aðstandenda Paradise Farms sem sagt er stefna að fimm þúsund tonna framleiðslu fyrsta árið og horfa sérstaklega til útflutnings.“ Erlendir fjárfestar standa að félaginu. Gunnar segir að gert sé ráð fyrir eitt hundrað þúsund fermetrum undir gleri – með stækkunarmöguleika upp í fimm hundruð þúsund fermetra sem samsvarar áðurnefndum 50 hekturum. „Það þarf ríflegt olnbogapláss ef þetta á að verða að veruleika,“ segir hann. Aðspurður hvort raunhæft sé að rækta hér hinar suðrænu ávaxtategundir sem fyrr eru nefndar kveður Gunnar það háð orkuverði. Óformlegar viðræður hafi átt sér stað um það atriði. „Þetta snýst um það að við fáum orku, bæði rafmagn og heitt vatn, á skynsamlegu verði,“ segir hann. Elliði Vignisson, bæjarstjóri Ölfuss, bendir á að mannkynið þurfi á næstu fjörutíu árum að framleiða jafn mikið af matvælum og næstu átta þúsund árin þar á undan. Ölfus hafi mikla sérstöðu og hafi þá stefnu að marka sér sérstöðu í framleiðslu á umhverfisvænum matvælum. „Hér erum við með 730 ferkílómetra af landi og stóran hluta á lágsléttu. Við erum með sennilega stærstu vatnsgeyma í jörðu á Íslandi og þótt víðar væri leitað. Og við erum með eitt orkuríkasta svæði landsins og svo erum við með inn- og útflutningshöfn.“ Sveitarstjórn Ölfuss hefur einnig samþykkt að skrifa undir viljayfirlýsingu um að skoða möguleika á að félagið Iceland Circular fái úthlutað allt að 50 hektara lóð. „Á lóðinni stefnir Iceland Circular að því að byggja upp umhverfisvæna iðngarða til matvælaframleiðslu þar sem áhersla verði lögð á sjálfbærni og hringrásarhagkerfi,“ segir um áætlanir Iceland Circular.
Birtist í Fréttablaðinu Garðyrkja Landbúnaður Ölfus Mest lesið Ætlar ekki að deyja í smán og gefur frá sér auðæfin Viðskipti erlent Að segja upp án þess að brenna brýr Atvinnulíf Minnkuðu lúxuspinna en ekki eldflaugina Neytendur Hagnaðist um rúma fimm milljarða á fyrsta ársfjórðungi Viðskipti innlent Vilja nota geimflaugar til að flytja hergögn hvert sem er Viðskipti erlent Hundrað og fimmtíu manns unnu að opnuninni Viðskipti innlent Bretar fyrstir til að semja við Trump Viðskipti erlent Til IDS á Íslandi frá Íslenskri erfðagreiningu Viðskipti innlent Breytist hratt næstu árin hvaða fyrirtæki teljast stærst og best Atvinnulíf Rekstrarstöðvun sé yfirvofandi á Bakka Viðskipti innlent Fleiri fréttir Til IDS á Íslandi frá Íslenskri erfðagreiningu Hagnaðist um rúma fimm milljarða á fyrsta ársfjórðungi Hundrað og fimmtíu manns unnu að opnuninni Samþykktu að bæta við leið fyrir stóra fjárfesta í sölu Íslandsbanka Gríðarlegt áhyggjuefni fyrir Norðurþing Ingunn ráðin framkvæmdastjóri Auðnu Rannsakendur og nemendur við HA fá aðgang að sérhæfðu gervigreindartóli Tæplega átta milljarða króna viðsnúningur milli ára Rekstrarstöðvun sé yfirvofandi á Bakka Til Samtaka atvinnulífsins eftir mánuð á auglýsingastofu Margrét hættir sem forstjóri Nova Sýkna í Samskipamálinu en Eimskip þarf samt að passa sig Ekkert fékkst upp í gjaldþrot upp á tugi milljóna Áhrif tolla Trumps væru innan við eitt prósent Berjaya vill halda áfram að leigja Nordica og Natura Farþegum fjölgaði um 24 prósent í apríl Sólon lokað vegna gjaldþrots Slær bjartari tón þegar kemur að verðbólgunni AGS: Spenna í milliríkjaviðskiptum og bandarískir tollar gætu haft áhrif á Íslandi Sveinn verður viðskiptastjóri hjá Styrkás Ráðin hagfræðingur SVÞ Fríhöfnin fær nýtt nafn og verður lokað um tíma í vikunni Tollar Trump á kvikmyndir „mjög sérstakt útspil“ Ráðinn framkvæmdastjóri mannauðs hjá Benchmark Genetics Þórdís til dómsmálaráðuneytisins „Rán um hábjartan dag“ kom ekki á óvart Hjálmtýr viðskiptastjóri fyrirtækjasviðs ELKO Landsbankinn geri úrbætur vegna lánveitinga til lítilla og meðalstórra fyrirtækja Óttast ekki komu Starbucks til Íslands Selja Íslandsbanka á næstu vikum þó það sé „mikil óvissa“ Sjá meira