Íslendingurinn ég og Íslendingurinn þú Friðrik Agni Árnason skrifar 6. nóvember 2019 08:00 „Vá hvað þú talar góða íslensku!” „Hvaðan ertu?” „Íslandi.” „Nei ég meina hvaðan ertu upprunalega?” „Íslandi.” „Og talar alveg íslensku?” … Að ofan er byrjunin að samtali sem ég á við nýtt fólk að meðaltali einu sinni í viku. Ég fæddist á Íslandi þann 24. desember 1987. Mamma mín fæddist á Indlandi - eitthvað í kringum 28. október 1966. Það er ekki vitað. Hún var götubarn og kom til Íslands 1969 og var þá fyrsta ættleidda barnið sem kom til Íslands frá þessum slóðum heimsins opinberlega, með undirrituðu leyfisbréfi frá þáverandi forseta, Kristjáni Eldjárn. Ég hef aldrei komið til Indlands en hef þó búið á mismunandi stöðum í heiminum í gegnum tíðina. Ég hef þó margt að sækja til Indlands enda heill leggur af minni fjölskyldu einhversstaðar þar að gera einhverja hluti og með allskonar kosti og kvilla sem ég mun sennilega aldrei vita af. Ætti ég að reyna að vita? Mamma veit ekki hvar hún ætti að byrja. Við vitum þó að munaðarleysingjahælið sem hún fannst fyrir utan er enn til og starfrækt í Bombay. Það er eitthvað. En ekki nóg til þess að þættirnir „Leitin að upprunanum” myndu vilja grafa í þá djúpu gryfju sem það gæti orðið. Skiljanlega. Þetta mun ég gera einn ásamt minni fjölskyldu næstu árin og hugsanlega allt mitt líf. Leita upprunans og skrifa sögu móður minnar og mína eigin í leiðinni. Ég er samt Íslendingur. Og mamma líka. Minn raunveruleiki sem Íslendingur er samt bara öðruvísi en raunveruleiki flestra Íslendinga. Ég þarf að líða það að eiga samtal við íslenskt fólk sem talar ensku við mig og ég svara á íslensku. Ég þarf að líða það að sanna það að ég tala góða íslensku. Ég þarf að líða það að stöku sinnum sé átt við mig sem „þetta fólk” bæði sem útlending og sem samkynhneigðan einstakling. Á hverjum degi er ég öðruvísi Íslendingur því ég er nú einu sinni dökkur á hörund og Íslendingar eru ekki þannig! Eða hvað? Ég mun áfram eiga þessi samtöl og ég er hættur að furða mig á að fólk spyrjist fyrir um uppruna minn. Þetta er svo algengt að ég get ekki látið það fara í taugarnar á mér lengur. Það gerði það á tímabili. Í dag finnst mér þetta áhugavert því oft finnst mér eins og fólki langi svo mikið að ég sé ekki Íslendingur. Mig langar að biðla til ykkar elsku samlandar mínir að kasta því til hliðar hvernig fólk lítur út og gera fyrst og fremst ráð fyrir að fólk tali íslensku þangað til annað kemur í ljós. Manneskja tekur oftast fram ef hún talar ekki íslensku mjög snemma í samtali ef svo ber undir. Það kemur tími þar sem maður nennir ekki að standa í að segja ókunnugum frá allri fjölskyldusögunni sinni til að þóknast einhverjum kössum í huganum á viðkomandi. Má ég bara fá að vera Íslendingur? Þegar fólk svarar á fullkominni íslensku þá myndi maður ætla að viðmælandinn átti sig á að þarna sé einfaldlega Íslendingur á ferð. Það gerist örsjaldan í mínu tilfelli. Annaðhvort er haldið áfram að ávarpa mig á ensku eða spurningaflóðið er sett af stað. Það er nógu erfitt að eiga við einstök augnaráð, vanvirðingu og fordóma sem ríkja nú þegar í þögninni og undir yfirborðinu. (Já, við lifum ekki í fordómalausu samfélagi.) Ef fólk segist vera frá Íslandi leyfum því bara að vera frá Íslandi í smá stund allavega án þess að það þurfi að útskýra hvernig það sé íslenskt og af hverju það hafi þennan húðlit. Einnig er mjög gott í svona tilfellum að hugsa sig um áður en talað er því oft koma spurningar illa út sbr. hér efst í pistlinum. Þegar einhver hefur gefið til kynna að hann sé íslenskur/íslensk en þú ert forvitin/nn vegna útlits myndi ég frekar mæla með að spyrja beint: Áttu ættir að rekja annað því þú lítur ekki út eins og hinn hefðbundni Íslendingur? Það er fullkomlega í lagi að vera forvitinn en þetta er spurning um að gera það rétt og af virðingu. Fólk er auðvitað misviðkvæmt gagnvart þessu en ég tala fyrir mína hönd sem blandaður einstaklingur sem fæddist og ólst upp á Íslandi. Hugsanlega er upplifunin öðruvísi hjá fólki sem er ættleitt og ég geri ráð fyrir að upplifunin hjá innflytjendum sé afar mismunandi þar sem það hefur sterkar tengingar við annað land. Það eru svo margir sem samt fæðast hér og geta ekki að því gert að foreldrar eða foreldri hafi annan húðlit sem á einhvern hátt flokkast ekki almennt undir það að vera samlöndum boðinn. Það er að fara koma árið 2020. Jörðin er orðin agnarsmá og við svo mörg. Litir, tungumál og trúarbrögð blandast óhjákvæmilega saman. Njótum þess bara að búa á sama landi og byggja upp fjölbreytt og sterkt samfélag. Hugsanlega geng ég yfir einhver mörk og fram af einhverjum með þessum pistli og allt er þetta hluti af samfélagslegri umræðu sem er svo miklu stærri en ég get náð yfir í einum skoðunarpistli. Ég vil taka fram að dæmin að ofan eru alvöru dæmi um mína reynslu. En tek einnig fram að ég er ekki að tala um fólk sem almennt sýnir áhuga, og ég á í löngum samræðum við um hitt og þetta. Dæmin eru miðuð við yfirborðskennd samtöl við ókunnuga sem við öll eigum af og til og sumir oftar en aðrir t.d. sökum starfs. Ég á einnig fleiri almenn dæmi þar sem mér hafa verið sýndir fordómar á Íslandi en þau eru svo mörg og margslungin að það ætti frekar heima í ævisögu. Ég skrifa til þess að varpa ljósi á minn veruleika (líklega annarra) og vonandi vekja eitthvað umtal um hvernig við hegðum okkur sem samfélag. Hverjir eiga skilið virðingu og hverjir ekki, ef ekki allir? Munum við einhvern tímann vera á þeim stað að við flokkum ekki fólk í ramma? Kveðja frá „svona” Íslendingi.Höfundur er dansari, lífstílsþjálfari og skemmtikraftur. Viltu birta grein á Vísi? Sendu okkur póst. Senda grein Friðrik Agni Árnason Mest lesið Opið bréf til Kristrúnar Frostadóttur, forsætisráðherra Íslands Daði Rafnsson,Haukur Magnússon,Kristján Vigfússon,Margrét Manda Jónsdóttir,Martin Swift Skoðun Á milli heima: blætisvæðing erlendra kvenna, klámdrifin viðhorf og stafrænt ofbeldi á Íslandi Mahdya Malik Skoðun Hvernig er þetta með erfðafjárskattinn? Jóhann Óli Eiðsson Skoðun Börnin okkar þurfa meira en dýrt parket og snaga úr epal Jóhann Ingi Óskarsson Skoðun Meira fjármagn til Rússlands en Úkraínu Hjörtur J. Guðmundsson Skoðun Hverjir hagnast á húsnæðisvandanum? – Ungt fólk er blekkt og tíminn að renna út Arnar Helgi Lárusson Skoðun Hættuleg hegðun Jón Pétur Zimsen Skoðun Þú eykur ekki tekjurnar þínar með því að taka lán Jón Ingi Hákonarson Skoðun Íslenska til sýnis – Icelandic for display Matthías Aron Ólafsson Skoðun Hugmynd um að loka glufu - tilgangurinn helgar sennilega meðalið Gunnar Ármannsson, Skoðun Skoðun Skoðun Tómstundamenntun sem meðferðarúrræði Brynja Dögg Árnadóttir skrifar Skoðun Partíið er búið – allir þurfa að fóta sig í breyttum heimi Erna Bjarnadóttir skrifar Skoðun „Stuttflutt“ Auður Kjartansdóttir skrifar Skoðun Landssamband smábátaeigenda 40 ára – hverju hefur baráttan skilað? Kjartan Páll Sveinsson,Örn Pálsson skrifar Skoðun Frá séreignarstefnu til fjárfestingarmarkaðar: hvað fór úrskeiðis? Yngvi Ómar Sigrúnarson skrifar Skoðun Íslenska til sýnis – Icelandic for display Matthías Aron Ólafsson skrifar Skoðun Opið bréf til Kristrúnar Frostadóttur, forsætisráðherra Íslands Daði Rafnsson,Haukur Magnússon,Kristján Vigfússon,Margrét Manda Jónsdóttir,Martin Swift skrifar Skoðun Skekkjan á fjölmiðlamarkaði: Ríkisrisinn og raunveruleikinn Herdís Dröfn Fjeldsted skrifar Skoðun Hvernig er þetta með erfðafjárskattinn? Jóhann Óli Eiðsson skrifar Skoðun Hverjir hagnast á húsnæðisvandanum? – Ungt fólk er blekkt og tíminn að renna út Arnar Helgi Lárusson skrifar Skoðun Hafnarfjörður í blóma: Sókn og stöðugleiki Guðbjörg Oddný Jónasdóttir skrifar Skoðun Hugmynd um að loka glufu - tilgangurinn helgar sennilega meðalið skrifar Skoðun Börnin okkar þurfa meira en dýrt parket og snaga úr epal Jóhann Ingi Óskarsson skrifar Skoðun Vegið að eigin veski Steinþór Ólafur Guðrúnarson skrifar Skoðun Könnun sýnir að almenningur er fylgjandi stjórnvaldsaðgerðum gegn ofþyngd og offitu barna Sigrún Elva Einarsdóttir skrifar Skoðun „Það er kalt á toppnum“ – félagsleg einangrun og afreksíþróttafólk Líney Úlfarsdóttir,Svavar Knútur skrifar Skoðun Á milli heima: blætisvæðing erlendra kvenna, klámdrifin viðhorf og stafrænt ofbeldi á Íslandi Mahdya Malik skrifar Skoðun Hættuleg hegðun Jón Pétur Zimsen skrifar Skoðun Þú eykur ekki tekjurnar þínar með því að taka lán Jón Ingi Hákonarson skrifar Skoðun Sjálfboðaliðar - Til hamingju með daginn! Sigurður Eyjólfur Sigurjónsson skrifar Skoðun Meira fjármagn til Rússlands en Úkraínu Hjörtur J. Guðmundsson skrifar Skoðun Lögmaður á villigötum – eða hvað? Agnar Þór Guðmundsson skrifar Skoðun Falleg herferð - Tómur kross Hilmar Kristinsson skrifar Skoðun Velferðarkerfi eða velferð kerfisins? Jódís Helga Káradóttir skrifar Skoðun Ríkisstjórnin bregst fólkinu í landinu Helgi Héðinsson skrifar Skoðun Gera framtíðarnefnd varanlega! Damien Degeorges skrifar Skoðun Réttur brotinn á fötluðu fólki með fjárhagsáætlun Reykjavíkurborgar Alma Ýr Ingólfsdóttir skrifar Skoðun Hvað þarftu að vera mikils virði til að fá skattaafslátt? Þórður Snær Júlíusson skrifar Skoðun Lögmaður á villigötum Magnús M. Norðdahl skrifar Skoðun Hvers vegna er RÚV eitt um að sýna í verki andstöðu okkar gegn þjóðarmorðinu á Gaza? Björn B. Björnsson skrifar Sjá meira
„Vá hvað þú talar góða íslensku!” „Hvaðan ertu?” „Íslandi.” „Nei ég meina hvaðan ertu upprunalega?” „Íslandi.” „Og talar alveg íslensku?” … Að ofan er byrjunin að samtali sem ég á við nýtt fólk að meðaltali einu sinni í viku. Ég fæddist á Íslandi þann 24. desember 1987. Mamma mín fæddist á Indlandi - eitthvað í kringum 28. október 1966. Það er ekki vitað. Hún var götubarn og kom til Íslands 1969 og var þá fyrsta ættleidda barnið sem kom til Íslands frá þessum slóðum heimsins opinberlega, með undirrituðu leyfisbréfi frá þáverandi forseta, Kristjáni Eldjárn. Ég hef aldrei komið til Indlands en hef þó búið á mismunandi stöðum í heiminum í gegnum tíðina. Ég hef þó margt að sækja til Indlands enda heill leggur af minni fjölskyldu einhversstaðar þar að gera einhverja hluti og með allskonar kosti og kvilla sem ég mun sennilega aldrei vita af. Ætti ég að reyna að vita? Mamma veit ekki hvar hún ætti að byrja. Við vitum þó að munaðarleysingjahælið sem hún fannst fyrir utan er enn til og starfrækt í Bombay. Það er eitthvað. En ekki nóg til þess að þættirnir „Leitin að upprunanum” myndu vilja grafa í þá djúpu gryfju sem það gæti orðið. Skiljanlega. Þetta mun ég gera einn ásamt minni fjölskyldu næstu árin og hugsanlega allt mitt líf. Leita upprunans og skrifa sögu móður minnar og mína eigin í leiðinni. Ég er samt Íslendingur. Og mamma líka. Minn raunveruleiki sem Íslendingur er samt bara öðruvísi en raunveruleiki flestra Íslendinga. Ég þarf að líða það að eiga samtal við íslenskt fólk sem talar ensku við mig og ég svara á íslensku. Ég þarf að líða það að sanna það að ég tala góða íslensku. Ég þarf að líða það að stöku sinnum sé átt við mig sem „þetta fólk” bæði sem útlending og sem samkynhneigðan einstakling. Á hverjum degi er ég öðruvísi Íslendingur því ég er nú einu sinni dökkur á hörund og Íslendingar eru ekki þannig! Eða hvað? Ég mun áfram eiga þessi samtöl og ég er hættur að furða mig á að fólk spyrjist fyrir um uppruna minn. Þetta er svo algengt að ég get ekki látið það fara í taugarnar á mér lengur. Það gerði það á tímabili. Í dag finnst mér þetta áhugavert því oft finnst mér eins og fólki langi svo mikið að ég sé ekki Íslendingur. Mig langar að biðla til ykkar elsku samlandar mínir að kasta því til hliðar hvernig fólk lítur út og gera fyrst og fremst ráð fyrir að fólk tali íslensku þangað til annað kemur í ljós. Manneskja tekur oftast fram ef hún talar ekki íslensku mjög snemma í samtali ef svo ber undir. Það kemur tími þar sem maður nennir ekki að standa í að segja ókunnugum frá allri fjölskyldusögunni sinni til að þóknast einhverjum kössum í huganum á viðkomandi. Má ég bara fá að vera Íslendingur? Þegar fólk svarar á fullkominni íslensku þá myndi maður ætla að viðmælandinn átti sig á að þarna sé einfaldlega Íslendingur á ferð. Það gerist örsjaldan í mínu tilfelli. Annaðhvort er haldið áfram að ávarpa mig á ensku eða spurningaflóðið er sett af stað. Það er nógu erfitt að eiga við einstök augnaráð, vanvirðingu og fordóma sem ríkja nú þegar í þögninni og undir yfirborðinu. (Já, við lifum ekki í fordómalausu samfélagi.) Ef fólk segist vera frá Íslandi leyfum því bara að vera frá Íslandi í smá stund allavega án þess að það þurfi að útskýra hvernig það sé íslenskt og af hverju það hafi þennan húðlit. Einnig er mjög gott í svona tilfellum að hugsa sig um áður en talað er því oft koma spurningar illa út sbr. hér efst í pistlinum. Þegar einhver hefur gefið til kynna að hann sé íslenskur/íslensk en þú ert forvitin/nn vegna útlits myndi ég frekar mæla með að spyrja beint: Áttu ættir að rekja annað því þú lítur ekki út eins og hinn hefðbundni Íslendingur? Það er fullkomlega í lagi að vera forvitinn en þetta er spurning um að gera það rétt og af virðingu. Fólk er auðvitað misviðkvæmt gagnvart þessu en ég tala fyrir mína hönd sem blandaður einstaklingur sem fæddist og ólst upp á Íslandi. Hugsanlega er upplifunin öðruvísi hjá fólki sem er ættleitt og ég geri ráð fyrir að upplifunin hjá innflytjendum sé afar mismunandi þar sem það hefur sterkar tengingar við annað land. Það eru svo margir sem samt fæðast hér og geta ekki að því gert að foreldrar eða foreldri hafi annan húðlit sem á einhvern hátt flokkast ekki almennt undir það að vera samlöndum boðinn. Það er að fara koma árið 2020. Jörðin er orðin agnarsmá og við svo mörg. Litir, tungumál og trúarbrögð blandast óhjákvæmilega saman. Njótum þess bara að búa á sama landi og byggja upp fjölbreytt og sterkt samfélag. Hugsanlega geng ég yfir einhver mörk og fram af einhverjum með þessum pistli og allt er þetta hluti af samfélagslegri umræðu sem er svo miklu stærri en ég get náð yfir í einum skoðunarpistli. Ég vil taka fram að dæmin að ofan eru alvöru dæmi um mína reynslu. En tek einnig fram að ég er ekki að tala um fólk sem almennt sýnir áhuga, og ég á í löngum samræðum við um hitt og þetta. Dæmin eru miðuð við yfirborðskennd samtöl við ókunnuga sem við öll eigum af og til og sumir oftar en aðrir t.d. sökum starfs. Ég á einnig fleiri almenn dæmi þar sem mér hafa verið sýndir fordómar á Íslandi en þau eru svo mörg og margslungin að það ætti frekar heima í ævisögu. Ég skrifa til þess að varpa ljósi á minn veruleika (líklega annarra) og vonandi vekja eitthvað umtal um hvernig við hegðum okkur sem samfélag. Hverjir eiga skilið virðingu og hverjir ekki, ef ekki allir? Munum við einhvern tímann vera á þeim stað að við flokkum ekki fólk í ramma? Kveðja frá „svona” Íslendingi.Höfundur er dansari, lífstílsþjálfari og skemmtikraftur.
Opið bréf til Kristrúnar Frostadóttur, forsætisráðherra Íslands Daði Rafnsson,Haukur Magnússon,Kristján Vigfússon,Margrét Manda Jónsdóttir,Martin Swift Skoðun
Á milli heima: blætisvæðing erlendra kvenna, klámdrifin viðhorf og stafrænt ofbeldi á Íslandi Mahdya Malik Skoðun
Hverjir hagnast á húsnæðisvandanum? – Ungt fólk er blekkt og tíminn að renna út Arnar Helgi Lárusson Skoðun
Skoðun Landssamband smábátaeigenda 40 ára – hverju hefur baráttan skilað? Kjartan Páll Sveinsson,Örn Pálsson skrifar
Skoðun Frá séreignarstefnu til fjárfestingarmarkaðar: hvað fór úrskeiðis? Yngvi Ómar Sigrúnarson skrifar
Skoðun Opið bréf til Kristrúnar Frostadóttur, forsætisráðherra Íslands Daði Rafnsson,Haukur Magnússon,Kristján Vigfússon,Margrét Manda Jónsdóttir,Martin Swift skrifar
Skoðun Skekkjan á fjölmiðlamarkaði: Ríkisrisinn og raunveruleikinn Herdís Dröfn Fjeldsted skrifar
Skoðun Hverjir hagnast á húsnæðisvandanum? – Ungt fólk er blekkt og tíminn að renna út Arnar Helgi Lárusson skrifar
Skoðun Könnun sýnir að almenningur er fylgjandi stjórnvaldsaðgerðum gegn ofþyngd og offitu barna Sigrún Elva Einarsdóttir skrifar
Skoðun „Það er kalt á toppnum“ – félagsleg einangrun og afreksíþróttafólk Líney Úlfarsdóttir,Svavar Knútur skrifar
Skoðun Á milli heima: blætisvæðing erlendra kvenna, klámdrifin viðhorf og stafrænt ofbeldi á Íslandi Mahdya Malik skrifar
Skoðun Réttur brotinn á fötluðu fólki með fjárhagsáætlun Reykjavíkurborgar Alma Ýr Ingólfsdóttir skrifar
Skoðun Hvers vegna er RÚV eitt um að sýna í verki andstöðu okkar gegn þjóðarmorðinu á Gaza? Björn B. Björnsson skrifar
Opið bréf til Kristrúnar Frostadóttur, forsætisráðherra Íslands Daði Rafnsson,Haukur Magnússon,Kristján Vigfússon,Margrét Manda Jónsdóttir,Martin Swift Skoðun
Á milli heima: blætisvæðing erlendra kvenna, klámdrifin viðhorf og stafrænt ofbeldi á Íslandi Mahdya Malik Skoðun
Hverjir hagnast á húsnæðisvandanum? – Ungt fólk er blekkt og tíminn að renna út Arnar Helgi Lárusson Skoðun