Lífstíðar og fimmtán ára fangelsi fyrir að myrða Önu Samúel Karl Ólason skrifar 5. nóvember 2019 17:34 Ana Kriégel var 14 ára þegar hún var myrt á yfirgefnum bóndabæ í Dublin. Tveir táningspiltar hafa verið dæmdir til fimmtán ára fangelsisvistar annars vegar og lífstíðarfangelsis hins vegar fyrir að myrða hina fjórtán ára gömlu Önu Kriégel á hrottalegan hátt í Írlandi í fyrra. Þá voru drengirnir þrettán ára gamlir en þeir eru yngstu aðilar sem hafa verið dæmdir fyrir morð á Írlandi. Málið hefur vakið mikla athygli og óhug á meðal almennings í landinu enda morðinu ekki lýst á annan hátt en hrottalegu. Þeir löðuðu Önu í gildru með því að nýta sér þá staðreynd að hún var skotin í öðrum þeirra. Annar þeirra fór með hana á yfirgefin bóndabæ í Dublin þar sem hinn beið. Hann hafði undirbúið sig fyrir það að myrða Önu. Lögreglu grunaði að Ana hefði verið slegin í jörðina með priki um leið og hún kom inn í herbergið á bóndabænum þar sem hún fannst kviknakin nokkrum dögum síðar. Síðan var talið að hún hefði verið slegin fjórum sinnum með steini. Hún hafði verið barin illa, henni nauðgað og hún kyrkt.Sjá einnig: Leiddi Önu á yfirgefinn bóndabæ þar sem annar strákur misnotaði hana og myrtiPiltarnir voru sakfelldir í sumar en refsing þeirra var ekki ákveðin í dag. Upprunalega átti það ferli að taka fjórar vikur en dómarinn gaf sér lengri tíma vegna sálfræðimats sem drengirnir, sem nú eru fimmtán ára gamli, fóru í. Vegna aldurs þeirra hafa nöfn þeirra ekki verið gefin upp. Í frétt Guardian kemur fram að sá sem dæmdur var í lífstíðarfangelsi gæti fengið reynslulausn eftir tólf ár og hinn eftir átta ár.Dómarinn sagði í dag að mögulega gætu piltarnir verið tiltölulega ungir enn þegar þeir geta losnað úr fangelsi. Þannig fengu þeir mögulega tækifæri til að byggja líf sitt upp á jákvæðan máta. „Munið þið nýta það? Þið eigið möguleika á framtíð og öðru tækifæri, einhverju sem þið neituðuð Önu á grimmilegan máta,“ sagði dómarinn. Írland Mest lesið Hrindir af stað söfnun fyrir föður drengsins Innlent Árekstur á Suðurlandsbraut Innlent Noregur hyggst innleiða samfélagsmiðlabann Erlent Jarðskjálfti við Kleifarvatn Innlent Röð stunguárása í neðanjarðarlestinni Erlent Leita í rústum íbúðahúsa Erlent Ísrael viðurkennir sjálfstæði Sómalílands fyrst allra landa Erlent Brenndu rangt lík Erlent Stöðvuðu menn í ofbeldishug við landamærin Innlent Handteknir grunaðir um framleiðslu fíkniefna Innlent Fleiri fréttir Brenndu rangt lík Leita í rústum íbúðahúsa Noregur hyggst innleiða samfélagsmiðlabann Semja aftur um vopnahlé Ísrael viðurkennir sjálfstæði Sómalílands fyrst allra landa Röð stunguárása í neðanjarðarlestinni Loftárásum fagnað sem „stórkostlegri jólagjöf“ og meira sagt í vændum Minnst fimmtán særðir eftir hnífa- og efnaárás í Japan Mun funda með Trump „í náinni framtíð“ Fyrirskipaði árásir á „hryðjuverkaúrhrök“ í Nígeríu Rússar opna leikhúsið í Maríupól á ný Yfir hundrað handteknir grunaðir um að skipuleggja árásir á gamlársdag Fjallaði um stríðsátök í jólaávarpinu Fundu yfir milljón skjöl sem tengjast Epstein Fimm fórust í þyrluslysi á Kilimanjaro Þau kvöddu á árinu 2025 Kynnti drög að nýrri friðaráætlun Tveir lögreglumenn sprengdir í loft upp Blússandi hagvöxtur í Bandaríkjunum Nýjar ákærur á hendur Russell Brand Fleiri Epstein-skjöl birt: Bað um „óviðeigandi vinkonur“ Saka AfD um að ganga erinda Kremlverja Kínverjar og Rússar lýsa yfir stuðningi við Venesúela Skapari Call of Duty lést í bílslysi Trump nefnir nýja kynslóð orrustuskipa í höfuðið á sjálfum sér „Bandaríkin eiga ekki að taka yfir Grænland“ Nýr ritstjóri stöðvaði umfjöllun um brottvísanir Trump Breiddi út faðminn fyrir rasista: „Þið þurfið ekki að biðjast afsökunar á að vera hvít lengur“ Sprengdu rússneskan hershöfðingja í loft upp í Moskvu Undirbúningur árásarinnar stóð yfir í marga mánuði Sjá meira
Tveir táningspiltar hafa verið dæmdir til fimmtán ára fangelsisvistar annars vegar og lífstíðarfangelsis hins vegar fyrir að myrða hina fjórtán ára gömlu Önu Kriégel á hrottalegan hátt í Írlandi í fyrra. Þá voru drengirnir þrettán ára gamlir en þeir eru yngstu aðilar sem hafa verið dæmdir fyrir morð á Írlandi. Málið hefur vakið mikla athygli og óhug á meðal almennings í landinu enda morðinu ekki lýst á annan hátt en hrottalegu. Þeir löðuðu Önu í gildru með því að nýta sér þá staðreynd að hún var skotin í öðrum þeirra. Annar þeirra fór með hana á yfirgefin bóndabæ í Dublin þar sem hinn beið. Hann hafði undirbúið sig fyrir það að myrða Önu. Lögreglu grunaði að Ana hefði verið slegin í jörðina með priki um leið og hún kom inn í herbergið á bóndabænum þar sem hún fannst kviknakin nokkrum dögum síðar. Síðan var talið að hún hefði verið slegin fjórum sinnum með steini. Hún hafði verið barin illa, henni nauðgað og hún kyrkt.Sjá einnig: Leiddi Önu á yfirgefinn bóndabæ þar sem annar strákur misnotaði hana og myrtiPiltarnir voru sakfelldir í sumar en refsing þeirra var ekki ákveðin í dag. Upprunalega átti það ferli að taka fjórar vikur en dómarinn gaf sér lengri tíma vegna sálfræðimats sem drengirnir, sem nú eru fimmtán ára gamli, fóru í. Vegna aldurs þeirra hafa nöfn þeirra ekki verið gefin upp. Í frétt Guardian kemur fram að sá sem dæmdur var í lífstíðarfangelsi gæti fengið reynslulausn eftir tólf ár og hinn eftir átta ár.Dómarinn sagði í dag að mögulega gætu piltarnir verið tiltölulega ungir enn þegar þeir geta losnað úr fangelsi. Þannig fengu þeir mögulega tækifæri til að byggja líf sitt upp á jákvæðan máta. „Munið þið nýta það? Þið eigið möguleika á framtíð og öðru tækifæri, einhverju sem þið neituðuð Önu á grimmilegan máta,“ sagði dómarinn.
Írland Mest lesið Hrindir af stað söfnun fyrir föður drengsins Innlent Árekstur á Suðurlandsbraut Innlent Noregur hyggst innleiða samfélagsmiðlabann Erlent Jarðskjálfti við Kleifarvatn Innlent Röð stunguárása í neðanjarðarlestinni Erlent Leita í rústum íbúðahúsa Erlent Ísrael viðurkennir sjálfstæði Sómalílands fyrst allra landa Erlent Brenndu rangt lík Erlent Stöðvuðu menn í ofbeldishug við landamærin Innlent Handteknir grunaðir um framleiðslu fíkniefna Innlent Fleiri fréttir Brenndu rangt lík Leita í rústum íbúðahúsa Noregur hyggst innleiða samfélagsmiðlabann Semja aftur um vopnahlé Ísrael viðurkennir sjálfstæði Sómalílands fyrst allra landa Röð stunguárása í neðanjarðarlestinni Loftárásum fagnað sem „stórkostlegri jólagjöf“ og meira sagt í vændum Minnst fimmtán særðir eftir hnífa- og efnaárás í Japan Mun funda með Trump „í náinni framtíð“ Fyrirskipaði árásir á „hryðjuverkaúrhrök“ í Nígeríu Rússar opna leikhúsið í Maríupól á ný Yfir hundrað handteknir grunaðir um að skipuleggja árásir á gamlársdag Fjallaði um stríðsátök í jólaávarpinu Fundu yfir milljón skjöl sem tengjast Epstein Fimm fórust í þyrluslysi á Kilimanjaro Þau kvöddu á árinu 2025 Kynnti drög að nýrri friðaráætlun Tveir lögreglumenn sprengdir í loft upp Blússandi hagvöxtur í Bandaríkjunum Nýjar ákærur á hendur Russell Brand Fleiri Epstein-skjöl birt: Bað um „óviðeigandi vinkonur“ Saka AfD um að ganga erinda Kremlverja Kínverjar og Rússar lýsa yfir stuðningi við Venesúela Skapari Call of Duty lést í bílslysi Trump nefnir nýja kynslóð orrustuskipa í höfuðið á sjálfum sér „Bandaríkin eiga ekki að taka yfir Grænland“ Nýr ritstjóri stöðvaði umfjöllun um brottvísanir Trump Breiddi út faðminn fyrir rasista: „Þið þurfið ekki að biðjast afsökunar á að vera hvít lengur“ Sprengdu rússneskan hershöfðingja í loft upp í Moskvu Undirbúningur árásarinnar stóð yfir í marga mánuði Sjá meira