Útlendingastofnun segist ekki hafa gert mistök Nadine Guðrún Yaghi skrifar 5. nóvember 2019 19:00 Útlendingastofnun segist ekki hafa gert mistök í máli barnshafandi konu sem vísað var úr landi ásamt fjölskyldu sinni í nótt. Heilbrigðisstarfsmenn hjá mæðravernd og Embætti landlæknis telja Útlendingastofnun hafa farið gegn ráðleggingum heilbrigðisstarfsmanna. Samtökin No Borders Iceland birtu færslu á Facebook í gærkvöldi, sem vakið hefur hörð viðbrögð. Þar var sagt frá því að vísa ætti 26 ára gamalli albanskri þungaðri konu, ásamt manni sínum og tveggja ára barni er úr landi. Fjölskyldan kom til landins fyrir mánuði og sótti um hæli en hefur nú verið send úr landi. Konan er gengin tæpar 36 vikur. Eftir að ljóst var að fjölskyldunni yrði flogið úr landi aflaði konan sjálf læknisvottorðs frá mæðravernd Landspítala í gærkvöldi, þar sem fram kemur að hún sé slæm af stoðkerfisverkjum í baki og "ætti erfitt með langt flug".Vottorðið átti að mæla gegn flugi Samtök um réttindi flóttafólks á Íslandi túlka vottorðið sem svo að konan sé ekki ferðafær. Starfandi yfirlæknir í mæðravernd tekur í sama streng. „Ég get allavega ekki séð að vottorðið hafi verið gefið út í öðrum tilgangi en að gefa það til kynna að við mæltum ekki með því að hún færi í flug í þessum tilgangi,“ segir Eva Jónsdóttir, starfandi yfirlæknir fæðingarþjónstu Landspítala. „Við sjáum það ekki út frá þessu að þetta hefði átt að leiða til þess að ekki yrði farið af stað með framkvæmdina,“ segir Þorsteinn Gunnarsson, starfandi forstjóri Útlendingastofnunar. Ekkert komi fram í vottorðinu sem bendi til þess að flutningur hennar úr landi myndi stefna öryggi hennar í hættu. Þá sé gætt mjög að öryggi og líðan fólks í flutningum sem þessum. Embætti Landlæknis lítur málið alvarlegum augum og telur útlendingastofnun hafa farið gegn ráðleggingum sérfræðinga. Þá mælir mæðravernd gegn því að þungaðar konur í viðkvæmri stöðu, og komnar langt á leið, fljúgi. „Þær eru undir gríðarlega andlegu álagi og fjölskyldan,“ segir Eva. Eftir því sem lengra er liðið á meðgönguna aukist líkurnar á því að konan fari í fæðngu eða að óvænt vandamál komi upp. „Að okkar reynslu eru vottorð almennt mjög skýr um það hvort viðkomandi geti farið í flug eða ekki,“ segir Þorsteinn. „Ef það er einhver óvissa varðandi okkar mat út frá vottorði þá myndi maður vilja að þau hefðu samband og leituðu ráða,“ segir Eva. Engin mistök gerð Þorsteinn bendir á að Stoðdeild Ríkislögreglustjóra, sem framkvæmdi flutninginn, hafi stuðst við vottorð frá öðrum lækni á heilsugæslunni um að konan væri í standi til að fljúga. Fram hefur komið að konan kannist ekki við að hafa hitt þann lækni.Þannig að þið gerðuð ekki mistök?„Á þessum tímapunkti þá sjáum við ekkert í þessu máli sem við myndum líta á sem einhver mistök. En það virðast vera uppi deildar meiningar um það meðal heilbrigðisstarfsfólks hvernig beri að túlka þetta vottorð og það er klárlega eitthvað sem við munum eiga samtal við heilbrigðisyfirvöld um á næstunni,“ segir Þorsteinn Gunnarsson, starfandi forstjóri Útlendingastofnunar. Hælisleitendur Tengdar fréttir Ósammála um túlkun á vottorði ófrísku konunnar Útlendingastofnun segir að ekkert hafi komið fram í læknisvottorði, sem gefið var út á kvennadeild Landspítalans vegna albanskrar konu í gær, sem benti til þess að flutningur hennar úr landi myndi stefna öryggi hennar í hættu. 5. nóvember 2019 13:03 Landlæknir lítur mál þunguðu albönsku konunnar alvarlegum augum "Við náttúrulega lítum þetta einkar alvarlegum augum,“ segir Kjartan Hreinn Njálsson aðstoðarmaður Landlæknis. 5. nóvember 2019 14:11 Mest lesið Tveggja barna foreldrar verða undanþegnir tekjuskatti Erlent Nemendur gangi ítrekað í skrokk á kennurum Innlent „Barnið mitt dó á ykkar vakt“ Innlent „Stutt síðan að þeir voru í aðgerðum og ollu þar miklu tjóni“ Innlent Sundabrú minnir á helsta kennileiti Norður-Noregs Innlent Verulega áhyggjufull og þorir ekki heim til Bandaríkjanna Innlent „Málið er fast“ Innlent Louvre-safni lokað vegna ráns Erlent Eitt flug á áætlun á verkfallstíma Innlent Sagður bjóða frið í skiptum fyrir Donetsk Erlent Fleiri fréttir Brennur fyrir borgarhönnun og sárnaði að vera kölluð hræsnari Verkfall flugumferðarstjóra hafið Samkomulag við Þjóðverja eigi að tryggja varnir og öryggi Íslendinga Rödd Íslendinga í hinsegin baráttu hafi aldrei verið mikilvægari 105 ára boccia meistari í vesturbæ Reykjavíkur Nemendur gangi ítrekað í skrokk á kennurum Nemendur ganga í skrokk á kennurum og kjaradeila enn í hnút Lögregla aðstoðaði við að vísa gestum út af hóteli í 105 Þáttur Trumps gífurlega mikilvægur „Barnið mitt dó á ykkar vakt“ „Málið er fast“ Byggja þarf 5.500 íbúðir á Suðurlandi á næstu 10 árum „Stutt síðan að þeir voru í aðgerðum og ollu þar miklu tjóni“ Verkfallið vonbrigði og grímuklæddir glæpamenn í Louvre Eitt flug á áætlun á verkfallstíma Sprengisandur: Sigurður Ingi hættir, gervigreindarkapphlaup og vaxtamálið Sundabrú minnir á helsta kennileiti Norður-Noregs Kallar eftir handleiðslu og sálgæslu fyrir viðbragðsaðila Verulega áhyggjufull og þorir ekki heim til Bandaríkjanna Breytingar á forystu Framsóknar og fjöldamótmæli vestanhafs Lilja Rannveig nýr ritari Framsóknarflokksins Aðgerðir flugumferðarstjóra muni bitna á fjölda fólks „Það er óákveðið“ „Ég hef aldrei skorast undan ábyrgð“ Býður sig ekki fram til áframhaldandi formennsku Allt bendir til verkfalls Bein útsending: Haustfundur miðstjórnar Framsóknarflokksins Julian Assange í heimsókn á Íslandi Varað við hálku á Hellisheiði Jákvætt að rafvarnarvopn hafi fælingarmátt Sjá meira
Útlendingastofnun segist ekki hafa gert mistök í máli barnshafandi konu sem vísað var úr landi ásamt fjölskyldu sinni í nótt. Heilbrigðisstarfsmenn hjá mæðravernd og Embætti landlæknis telja Útlendingastofnun hafa farið gegn ráðleggingum heilbrigðisstarfsmanna. Samtökin No Borders Iceland birtu færslu á Facebook í gærkvöldi, sem vakið hefur hörð viðbrögð. Þar var sagt frá því að vísa ætti 26 ára gamalli albanskri þungaðri konu, ásamt manni sínum og tveggja ára barni er úr landi. Fjölskyldan kom til landins fyrir mánuði og sótti um hæli en hefur nú verið send úr landi. Konan er gengin tæpar 36 vikur. Eftir að ljóst var að fjölskyldunni yrði flogið úr landi aflaði konan sjálf læknisvottorðs frá mæðravernd Landspítala í gærkvöldi, þar sem fram kemur að hún sé slæm af stoðkerfisverkjum í baki og "ætti erfitt með langt flug".Vottorðið átti að mæla gegn flugi Samtök um réttindi flóttafólks á Íslandi túlka vottorðið sem svo að konan sé ekki ferðafær. Starfandi yfirlæknir í mæðravernd tekur í sama streng. „Ég get allavega ekki séð að vottorðið hafi verið gefið út í öðrum tilgangi en að gefa það til kynna að við mæltum ekki með því að hún færi í flug í þessum tilgangi,“ segir Eva Jónsdóttir, starfandi yfirlæknir fæðingarþjónstu Landspítala. „Við sjáum það ekki út frá þessu að þetta hefði átt að leiða til þess að ekki yrði farið af stað með framkvæmdina,“ segir Þorsteinn Gunnarsson, starfandi forstjóri Útlendingastofnunar. Ekkert komi fram í vottorðinu sem bendi til þess að flutningur hennar úr landi myndi stefna öryggi hennar í hættu. Þá sé gætt mjög að öryggi og líðan fólks í flutningum sem þessum. Embætti Landlæknis lítur málið alvarlegum augum og telur útlendingastofnun hafa farið gegn ráðleggingum sérfræðinga. Þá mælir mæðravernd gegn því að þungaðar konur í viðkvæmri stöðu, og komnar langt á leið, fljúgi. „Þær eru undir gríðarlega andlegu álagi og fjölskyldan,“ segir Eva. Eftir því sem lengra er liðið á meðgönguna aukist líkurnar á því að konan fari í fæðngu eða að óvænt vandamál komi upp. „Að okkar reynslu eru vottorð almennt mjög skýr um það hvort viðkomandi geti farið í flug eða ekki,“ segir Þorsteinn. „Ef það er einhver óvissa varðandi okkar mat út frá vottorði þá myndi maður vilja að þau hefðu samband og leituðu ráða,“ segir Eva. Engin mistök gerð Þorsteinn bendir á að Stoðdeild Ríkislögreglustjóra, sem framkvæmdi flutninginn, hafi stuðst við vottorð frá öðrum lækni á heilsugæslunni um að konan væri í standi til að fljúga. Fram hefur komið að konan kannist ekki við að hafa hitt þann lækni.Þannig að þið gerðuð ekki mistök?„Á þessum tímapunkti þá sjáum við ekkert í þessu máli sem við myndum líta á sem einhver mistök. En það virðast vera uppi deildar meiningar um það meðal heilbrigðisstarfsfólks hvernig beri að túlka þetta vottorð og það er klárlega eitthvað sem við munum eiga samtal við heilbrigðisyfirvöld um á næstunni,“ segir Þorsteinn Gunnarsson, starfandi forstjóri Útlendingastofnunar.
Hælisleitendur Tengdar fréttir Ósammála um túlkun á vottorði ófrísku konunnar Útlendingastofnun segir að ekkert hafi komið fram í læknisvottorði, sem gefið var út á kvennadeild Landspítalans vegna albanskrar konu í gær, sem benti til þess að flutningur hennar úr landi myndi stefna öryggi hennar í hættu. 5. nóvember 2019 13:03 Landlæknir lítur mál þunguðu albönsku konunnar alvarlegum augum "Við náttúrulega lítum þetta einkar alvarlegum augum,“ segir Kjartan Hreinn Njálsson aðstoðarmaður Landlæknis. 5. nóvember 2019 14:11 Mest lesið Tveggja barna foreldrar verða undanþegnir tekjuskatti Erlent Nemendur gangi ítrekað í skrokk á kennurum Innlent „Barnið mitt dó á ykkar vakt“ Innlent „Stutt síðan að þeir voru í aðgerðum og ollu þar miklu tjóni“ Innlent Sundabrú minnir á helsta kennileiti Norður-Noregs Innlent Verulega áhyggjufull og þorir ekki heim til Bandaríkjanna Innlent „Málið er fast“ Innlent Louvre-safni lokað vegna ráns Erlent Eitt flug á áætlun á verkfallstíma Innlent Sagður bjóða frið í skiptum fyrir Donetsk Erlent Fleiri fréttir Brennur fyrir borgarhönnun og sárnaði að vera kölluð hræsnari Verkfall flugumferðarstjóra hafið Samkomulag við Þjóðverja eigi að tryggja varnir og öryggi Íslendinga Rödd Íslendinga í hinsegin baráttu hafi aldrei verið mikilvægari 105 ára boccia meistari í vesturbæ Reykjavíkur Nemendur gangi ítrekað í skrokk á kennurum Nemendur ganga í skrokk á kennurum og kjaradeila enn í hnút Lögregla aðstoðaði við að vísa gestum út af hóteli í 105 Þáttur Trumps gífurlega mikilvægur „Barnið mitt dó á ykkar vakt“ „Málið er fast“ Byggja þarf 5.500 íbúðir á Suðurlandi á næstu 10 árum „Stutt síðan að þeir voru í aðgerðum og ollu þar miklu tjóni“ Verkfallið vonbrigði og grímuklæddir glæpamenn í Louvre Eitt flug á áætlun á verkfallstíma Sprengisandur: Sigurður Ingi hættir, gervigreindarkapphlaup og vaxtamálið Sundabrú minnir á helsta kennileiti Norður-Noregs Kallar eftir handleiðslu og sálgæslu fyrir viðbragðsaðila Verulega áhyggjufull og þorir ekki heim til Bandaríkjanna Breytingar á forystu Framsóknar og fjöldamótmæli vestanhafs Lilja Rannveig nýr ritari Framsóknarflokksins Aðgerðir flugumferðarstjóra muni bitna á fjölda fólks „Það er óákveðið“ „Ég hef aldrei skorast undan ábyrgð“ Býður sig ekki fram til áframhaldandi formennsku Allt bendir til verkfalls Bein útsending: Haustfundur miðstjórnar Framsóknarflokksins Julian Assange í heimsókn á Íslandi Varað við hálku á Hellisheiði Jákvætt að rafvarnarvopn hafi fælingarmátt Sjá meira
Ósammála um túlkun á vottorði ófrísku konunnar Útlendingastofnun segir að ekkert hafi komið fram í læknisvottorði, sem gefið var út á kvennadeild Landspítalans vegna albanskrar konu í gær, sem benti til þess að flutningur hennar úr landi myndi stefna öryggi hennar í hættu. 5. nóvember 2019 13:03
Landlæknir lítur mál þunguðu albönsku konunnar alvarlegum augum "Við náttúrulega lítum þetta einkar alvarlegum augum,“ segir Kjartan Hreinn Njálsson aðstoðarmaður Landlæknis. 5. nóvember 2019 14:11