Handbolti

Seinni bylgjan: Skotið í slá fyrir opnu marki og dómarinn „blokkeraði“ frá­kastið

Anton Ingi Leifsson skrifar
Líf og fjör í Safamýrinni í gær.
Líf og fjör í Safamýrinni í gær. vísir/skjáskot
Hinn geysivinsæli liður „Hvað ertu að gera, maður?“ var að sjálfsögðu á sínum stað í Seinni bylgjunni sem var á dagskrá í gærkvöldi.

Henry Birgir Gunnarsson stýrði skútunni sem fyrr en spekingar þáttarins í gær voru þeir Guðlaugur Arnarson og Halldór Jóhann Sigfússon.

„Hvað ertu að gera, maður?“ í þetta skiptið var aðallega úr Safamýrinni þar sem hvert klaufaatriðið á fætur öðru átti sér stað.

Sjón er sögu ríkari en innslagið sprenghlægilega má sjá hér að neðan.



Klippa: Seinni bylgjan: Hvað ertu að gera maður?

Tengdar fréttir

Seinni bylgjan: Alvöru blásari og alvöru ástríða hjá Snorra Steini

Tímabilið hefur ekki byrjað vel hjá Valsmönnum í Olís deild karla í handbolta og pressan hefur verið að aukast á Snorra Stein Guðjónsson þjálfara. Leikurinn á móti ÍR í síðustu umferð var lykilleikur í að snúa því við og það sáu Seinni bylgju menn á þjálfara Hlíðarendaliðsins.




Fleiri fréttir

Sjá meira


×