Chelsea og Ajax mættust þar í mögnuðum knattspyrnuleik. Lokatölurnar urðu 4-4 en einnig fóru tvö rauð spjöld á loft í leiknum.
Mörkin sem og það helsta úr leiknum í lýsingu Guðmundar Benediktssonar má sjá hér að neðan.
Í Liverpool-borg unnu Evrópumeistararnir 2-1 sigur á Genk en sigurinn var nokkuð torsóttur. Liverpool virtist þó ekki vera á fullu og sigurinn nokkuð þægilegur.
Sigurmarkið skoraði Englendingurinn Alex Oxlade-Chamberlain sem hefur komið sterkur inn í lið Liverpool eftir erfið meiðsli.
Meistaradeildarmessan gerði upp leikinn og má sjá það helsta úr leiknum hér að neðan.