Ræða breytta forgangsröðun við breytingar á stjórnarskrá Aðalheiður Ámundadóttir skrifar 6. nóvember 2019 08:15 Frá þjóðaratkvæðagreiðslunni um breytingar á stjórnarskránni árið 2012. fréttablaðið/pjetur Formenn stjórnmálaflokkanna íhuga nú að setja umbætur á ákvæðum um dómsvald í stjórnarskrá í forgang en áður var fyrirhugað að breytingar á þeim kafla stjórnarskrár yrðu endurskoðaðar á næsta kjörtímabili auk kafla um Alþingi og alþingiskosningar, mannréttindi og fleira. Á fundi formanna í október átti forsætisráðherra frumkvæði að umræðu um hvort setja ætti breytingar á dómstólaákvæðum stjórnarskrárinnar í forgang og vísaði til skoðanakönnunar um stjórnarskrármál sem stjórnarráðið lét framkvæma og leiddi í ljós að almenningur setji umbætur á ákvæðum um dómsvald í mikinn forgang. Formenn hafa hist að jafnaði einu sinni í mánuði á kjörtímabilinu og hefur eitt frumvarp verið kynnt í samráðsgátt stjórnvalda, um umhverfisvernd og náttúruauðlindir. „Við erum komin mjög langt með vinnu við þessi tvö ákvæði og tiltölulega vel á veg komin með ákvæði um forseta og framkvæmdarvald,“ segir Katrín Jakobsdóttir forsætisráðherra. Hún segir hópinn nú bíða eftir að sjá niðurstöður þeirrar rökræðukönnunar sem fer fram um helgina. Einnig hefur verið rætt um þjóðaratkvæði og um framsal vald¬heimilda en sú vinna sé styttra á veg komin þótt hið síðarnefnda hafi reyndar verið rætt töluvert. Á fundi hópsins í október var einnig rætt um drög að frumvarpi um stöðu íslenskrar tungu í stjórnarskrá og samþykkt að vísa því í opið samráð. Frumvarpið byggir á hugmynd sem kom fram í meðferð frumvarps stjórnlagaráðs á Alþingi og á fyrirmynd í ákvæði stjórnarskrárinnar um þjóðkirkjuna og kveður á um að íslenska sé þjóðtunga á Íslandi og ríkisvaldið skuli styðja hana og vernda. Katrín segist stefna að því að ákvæði um þjóðtungu verði kynnt í samráðsgátt stjórnvalda í kring um áramót en tillögur um breytingar á ákvæðum um forseta og framkvæmdarvald á vormánuðum. Um elstu ákvæði stjórnarskrárinnar er að ræða sem litlum sem engum breytingum hafa tekið frá lýðveldisstofnun. Hafa formennirnir rætt drög að frumvarpi á þremur síðustu fundum sínum en frumvarpsdrögin samdi Skúli Magnússon, dósent og héraðsdómari. Frumvarpsdrögin hafa ekki verið birt en umræður meðal formanna lúta meðal annars að því hvort auka eigi pólitískt hlutverk forseta við stjórnarmyndanir og hvort ástæða sé til að breyta ákvæðum stjórnarskrárinnar um ábyrgðarleysi forseta. Einnig hafa formenn rætt um mögulegar breytingar á ákvæðum um þingrof og lærdóma sem draga mætti af þróun til dæmis í Bretlandi.Fjöldafundur um stjórnarskrá í Laugardalshöll Tveggja daga rökræðukönnun um endurskoðun stjórnarskrárinnar fer fram í Laugardalshöllinni um komandi helgi. Framkvæmdin er í höndum Félagsvísindastofnunar Íslands og gert er ráð fyrir 200 til 300 þátttakendum en þeir eru valdir úr hópi þeirra 2.000 sem tóku þátt í fyrrnefndri skoðanakönnun. Umræðan fer fram á 25 til 30 borðum undir stjórn umræðustjóra. Rætt verður um fjölda málefna; um embætti forseta, þjóðaratkvæðagreiðslur, Landsdóm, kjördæmaskipan, atkvæðavægi, alþjóðlegt samstarf og fleira. Að umræðum loknum svara sérfræðingar spurningum sem upp hafa komið í umræðunum. Spurningalistar verða lagðir fyrir þátttakendur bæði fyrir og eftir umræðurnar. „Þannig er hægt að greina hvort og þá hvernig viðhorf fólks breytast við það að ræða rök með og á móti ýmsum tillögum,“ segir Guðlaug Andrea Jónsdóttir, forstöðumaður Félagsvísindastofnunar. Í kjölfarið verði unnin skýrsla um greiningu á könnununum og umræðum fundarins. Alþingi Birtist í Fréttablaðinu Stjórnarskrá Mest lesið Lögreglumenn svekktir að sjá hversu margir hundsuðu fyrirmæli í gær Innlent Ódæði eftir fall El Fasher: Blóðið sýnilegt úr geimnum Erlent Fundinum lokið án niðurstöðu Innlent Lögreglumenn hundfúlir með bruðl ríkislögreglustjóra Innlent Íslensk stúlka í klóm 764 hvött til sjálfsskaða og ofbeldis Innlent Vélfagsmönnum heitt í hamsi á fundi Viðreisnar Innlent Hálka á höfuðborgarsvæðinu og Hellisheiði Innlent Þurftu að halda peppfund á lygilegum óhappadegi Innlent Gera ekki tilkall til höfuðborgartitils þótt Akureyri verði borg Innlent Ástæða fyrir því að genaumræðan hafi ekki náð mikilli útbreiðslu Innlent Fleiri fréttir Ekki gefinn afsláttur á gjaldskyldu í snjókomu Snjóhengjur geti skapað hættu Tugir ökumanna í vandræðum á Suðurnesjum Vélfagsmönnum heitt í hamsi á fundi Viðreisnar Góður grunnur en ekki nóg til að opna Þurftu að halda peppfund á lygilegum óhappadegi Lokuðu veginum um Kjalarnes vegna veðurs Fundinum lokið án niðurstöðu Kynna fyrsta húsnæðispakka ríkisstjórnarinnar Leita konu sem ók á konu og stakk af Metfjöldi árekstra í ófærðinni í gær og Vélfagsmenn tóku yfir fund Viðreisnar „Græna gímaldið“ fer ekki fet Gera ekki tilkall til höfuðborgartitils þótt Akureyri verði borg Hóflega bjartsýnn á viðræður dagsins Lögreglumenn hundfúlir með bruðl ríkislögreglustjóra Lögreglumenn svekktir að sjá hversu margir hundsuðu fyrirmæli í gær Skjálfti 3,2 að stærð í Mýrdalsjökli Snjómokstur í fullum gangi en verkið er viðamikið Íslensk stúlka í klóm 764 hvött til sjálfsskaða og ofbeldis Hálka á höfuðborgarsvæðinu og Hellisheiði Ástæða fyrir því að genaumræðan hafi ekki náð mikilli útbreiðslu Ráðgjafinn ráðinn tveimur dögum eftir að grennslast var fyrir um málið Vesturbæjarlaug opnuð enn eina ferðina eftir viðgerðir Verklagi ábótavant og krefur ríkislögreglustjóra skýringa Mæla með því að farþegar reiði sig ekki á tímaáætlanir Snjókoman mikla, ábótavant verklag ríkislögreglustjóra og jólasveinamót Karlmaður lést í Bláa lóninu Biðu í fjóra tíma úti á braut og aðra fjóra við farangursbeltin Kærðu umdeildar framkvæmdir allt of seint Skellt í lás í sundlaugum borgarinnar vegna veðurs Sjá meira
Formenn stjórnmálaflokkanna íhuga nú að setja umbætur á ákvæðum um dómsvald í stjórnarskrá í forgang en áður var fyrirhugað að breytingar á þeim kafla stjórnarskrár yrðu endurskoðaðar á næsta kjörtímabili auk kafla um Alþingi og alþingiskosningar, mannréttindi og fleira. Á fundi formanna í október átti forsætisráðherra frumkvæði að umræðu um hvort setja ætti breytingar á dómstólaákvæðum stjórnarskrárinnar í forgang og vísaði til skoðanakönnunar um stjórnarskrármál sem stjórnarráðið lét framkvæma og leiddi í ljós að almenningur setji umbætur á ákvæðum um dómsvald í mikinn forgang. Formenn hafa hist að jafnaði einu sinni í mánuði á kjörtímabilinu og hefur eitt frumvarp verið kynnt í samráðsgátt stjórnvalda, um umhverfisvernd og náttúruauðlindir. „Við erum komin mjög langt með vinnu við þessi tvö ákvæði og tiltölulega vel á veg komin með ákvæði um forseta og framkvæmdarvald,“ segir Katrín Jakobsdóttir forsætisráðherra. Hún segir hópinn nú bíða eftir að sjá niðurstöður þeirrar rökræðukönnunar sem fer fram um helgina. Einnig hefur verið rætt um þjóðaratkvæði og um framsal vald¬heimilda en sú vinna sé styttra á veg komin þótt hið síðarnefnda hafi reyndar verið rætt töluvert. Á fundi hópsins í október var einnig rætt um drög að frumvarpi um stöðu íslenskrar tungu í stjórnarskrá og samþykkt að vísa því í opið samráð. Frumvarpið byggir á hugmynd sem kom fram í meðferð frumvarps stjórnlagaráðs á Alþingi og á fyrirmynd í ákvæði stjórnarskrárinnar um þjóðkirkjuna og kveður á um að íslenska sé þjóðtunga á Íslandi og ríkisvaldið skuli styðja hana og vernda. Katrín segist stefna að því að ákvæði um þjóðtungu verði kynnt í samráðsgátt stjórnvalda í kring um áramót en tillögur um breytingar á ákvæðum um forseta og framkvæmdarvald á vormánuðum. Um elstu ákvæði stjórnarskrárinnar er að ræða sem litlum sem engum breytingum hafa tekið frá lýðveldisstofnun. Hafa formennirnir rætt drög að frumvarpi á þremur síðustu fundum sínum en frumvarpsdrögin samdi Skúli Magnússon, dósent og héraðsdómari. Frumvarpsdrögin hafa ekki verið birt en umræður meðal formanna lúta meðal annars að því hvort auka eigi pólitískt hlutverk forseta við stjórnarmyndanir og hvort ástæða sé til að breyta ákvæðum stjórnarskrárinnar um ábyrgðarleysi forseta. Einnig hafa formenn rætt um mögulegar breytingar á ákvæðum um þingrof og lærdóma sem draga mætti af þróun til dæmis í Bretlandi.Fjöldafundur um stjórnarskrá í Laugardalshöll Tveggja daga rökræðukönnun um endurskoðun stjórnarskrárinnar fer fram í Laugardalshöllinni um komandi helgi. Framkvæmdin er í höndum Félagsvísindastofnunar Íslands og gert er ráð fyrir 200 til 300 þátttakendum en þeir eru valdir úr hópi þeirra 2.000 sem tóku þátt í fyrrnefndri skoðanakönnun. Umræðan fer fram á 25 til 30 borðum undir stjórn umræðustjóra. Rætt verður um fjölda málefna; um embætti forseta, þjóðaratkvæðagreiðslur, Landsdóm, kjördæmaskipan, atkvæðavægi, alþjóðlegt samstarf og fleira. Að umræðum loknum svara sérfræðingar spurningum sem upp hafa komið í umræðunum. Spurningalistar verða lagðir fyrir þátttakendur bæði fyrir og eftir umræðurnar. „Þannig er hægt að greina hvort og þá hvernig viðhorf fólks breytast við það að ræða rök með og á móti ýmsum tillögum,“ segir Guðlaug Andrea Jónsdóttir, forstöðumaður Félagsvísindastofnunar. Í kjölfarið verði unnin skýrsla um greiningu á könnununum og umræðum fundarins.
Alþingi Birtist í Fréttablaðinu Stjórnarskrá Mest lesið Lögreglumenn svekktir að sjá hversu margir hundsuðu fyrirmæli í gær Innlent Ódæði eftir fall El Fasher: Blóðið sýnilegt úr geimnum Erlent Fundinum lokið án niðurstöðu Innlent Lögreglumenn hundfúlir með bruðl ríkislögreglustjóra Innlent Íslensk stúlka í klóm 764 hvött til sjálfsskaða og ofbeldis Innlent Vélfagsmönnum heitt í hamsi á fundi Viðreisnar Innlent Hálka á höfuðborgarsvæðinu og Hellisheiði Innlent Þurftu að halda peppfund á lygilegum óhappadegi Innlent Gera ekki tilkall til höfuðborgartitils þótt Akureyri verði borg Innlent Ástæða fyrir því að genaumræðan hafi ekki náð mikilli útbreiðslu Innlent Fleiri fréttir Ekki gefinn afsláttur á gjaldskyldu í snjókomu Snjóhengjur geti skapað hættu Tugir ökumanna í vandræðum á Suðurnesjum Vélfagsmönnum heitt í hamsi á fundi Viðreisnar Góður grunnur en ekki nóg til að opna Þurftu að halda peppfund á lygilegum óhappadegi Lokuðu veginum um Kjalarnes vegna veðurs Fundinum lokið án niðurstöðu Kynna fyrsta húsnæðispakka ríkisstjórnarinnar Leita konu sem ók á konu og stakk af Metfjöldi árekstra í ófærðinni í gær og Vélfagsmenn tóku yfir fund Viðreisnar „Græna gímaldið“ fer ekki fet Gera ekki tilkall til höfuðborgartitils þótt Akureyri verði borg Hóflega bjartsýnn á viðræður dagsins Lögreglumenn hundfúlir með bruðl ríkislögreglustjóra Lögreglumenn svekktir að sjá hversu margir hundsuðu fyrirmæli í gær Skjálfti 3,2 að stærð í Mýrdalsjökli Snjómokstur í fullum gangi en verkið er viðamikið Íslensk stúlka í klóm 764 hvött til sjálfsskaða og ofbeldis Hálka á höfuðborgarsvæðinu og Hellisheiði Ástæða fyrir því að genaumræðan hafi ekki náð mikilli útbreiðslu Ráðgjafinn ráðinn tveimur dögum eftir að grennslast var fyrir um málið Vesturbæjarlaug opnuð enn eina ferðina eftir viðgerðir Verklagi ábótavant og krefur ríkislögreglustjóra skýringa Mæla með því að farþegar reiði sig ekki á tímaáætlanir Snjókoman mikla, ábótavant verklag ríkislögreglustjóra og jólasveinamót Karlmaður lést í Bláa lóninu Biðu í fjóra tíma úti á braut og aðra fjóra við farangursbeltin Kærðu umdeildar framkvæmdir allt of seint Skellt í lás í sundlaugum borgarinnar vegna veðurs Sjá meira