Einn mannaður slökkviliðsbíll var sendur á vettvang og gekk greiðlega að slökkva eldinn. Vaktstjóri hjá slökkviliðinu segir í samtali við Vísi að einhverjar tæknilegar bilanir orsaki oftar en ekki að eldur kvikni í bílum. Hvað nákvæmlega hafi átt sér stað í þessu tilfelli liggi ekki fyrir.
Hann telur enga sérstaka hættu hafa verið á ferðum. Bílstjórinn hafi komið sér út úr bílnum við fyrsta tækifæri.
