Hátt í þúsund manns sótt um vinnu hjá Play Kristín Ólafsdóttir skrifar 6. nóvember 2019 14:34 Frá blaðamannafundi Play í Perlunni í gær. Á mynd eru Þóroddur Ari Þóroddsson, Bogi Guðmundsson framkvæmdastjóri sölu-, markaðs- og lögfræðisviðs, Arnar Már Magnússon forstjóri og Sveinn Ingi Steinþórsson framkvæmdastjóri fjármálasviðs. Vísir/vilhelm Í hádeginu í dag höfðu hátt í þúsund starfsumsóknir borist flugfélaginu Play, sem formlega var hleypt af stokkunum í gær. Þetta kemur fram í tilkynningu frá Play. Flugfélagið var kynnt á blaðamannafundi í gær og verður í fyrstu smátt í sniðum. Í vetur verður flogið til sex áfangastaða í Evrópu á tveimur leigðum Airbus-vélum. Gert er ráð fyrir því að flotinn verði tíu vélar innan þriggja ára. Í tilkynningu Play segir að umsóknir berist enn, sólahring eftir að flugfélagið var tilkynnt, og þær telji nú samtals hátt í þúsund. Þá hafi um 26 þúsund manns skráð sig á póstlista hjá Play. „Það er ánægjulegt að sjá hversu vel okkur hefur verið tekið. Mikill áhugi er á að starfa hjá fyrirtækinu sem er mjög hvetjandi og ljóst er að fólk vill fá nýjan valkost í flugi,” er haft eftir Arnari Má Magnússyni, forstjóra Play í tilkynningu. Til stendur að ráða fjölda starfsmanna á næstu vikum, bæði skrifstofustarfsfólk og áhafnarmeðlimi. Reiknað er með að starfsmannafjöldinn verði á bilinu tvö til þrjú hundruð manns næsta sumar. Arnar sagði í samtali við fréttastofu í gær að starfsfólkið fái greidd laun samkvæmt íslenskum kjarasamningum. Fréttir af flugi Play Tengdar fréttir Skúli hlakkar til að fara út í heim að leika Skúli Mogensen, stofnandi og fyrrverandi forstjóri WOW air, dáist að þrautsegju fyrrverandi samstarfsfólks hjá WOW air sem kynnti flugfélagið Play til leiks á blaðamannafundi í Perlunni í dag. 5. nóvember 2019 11:43 WAB air verður Play Aðstandendur nýs, íslensks flugfélags boðuðu til blaðamannafundar í Perlu í dag þar sem þau kynntu áform sín. 5. nóvember 2019 10:00 Play á vörum Íslendinga: „Starfsmenn munu kalla sig Playboys og Playgirls“ Aðstandendur nýs, íslensks flugfélags boðuðu til blaðamannafundar í Perlu í dag þar sem þau kynntu áform sín. 5. nóvember 2019 13:30 Freista þess að afla Play 1.700 milljóna Íslensk verðbréf vinna að því að tryggja flugfélaginu Play hlutafé upp á 1.700 milljónir króna frá innlendum fjárfestum. 6. nóvember 2019 06:15 Mest lesið Íslenskt sund í New York Viðskipti erlent Vikan sem vex og vex: „Magatilfinningin er jafnvel mikilvægust“ Atvinnulíf Útboðið fari vel af stað og allar líkur á að magnið aukist Viðskipti innlent Verslun Nettó í Glæsibæ opnar líklega á morgun Viðskipti innlent Áskriftir borist í 20 prósenta hlut í Íslandsbanka Viðskipti innlent Varar við framtíðarreikningum í nafni barnsins Neytendur Útboðið á ríkishlutum í Íslandsbanka hafið Viðskipti innlent Apple skoðar að stýra snjalltækjum með hugsunum Viðskipti erlent Jákvætt að almenningur njóti forgangs við söluna Viðskipti innlent Dregur úr tapi og notendum fjölgar um 66 prósent Viðskipti innlent Fleiri fréttir Útboðið fari vel af stað og allar líkur á að magnið aukist Jákvætt að almenningur njóti forgangs við söluna Áskriftir borist í 20 prósenta hlut í Íslandsbanka Verslun Nettó í Glæsibæ opnar líklega á morgun Dregur úr tapi og notendum fjölgar um 66 prósent Vonar að almenningur nýti forganginn í bankasölunni Ráðinn forstöðumaður Öryggislausna OK Útboðið á ríkishlutum í Íslandsbanka hafið Síðasti dropinn á sögulegri stöð Ráðuneytið ræður fjögur íslensk fjármálafyrirtæki vegna sölunnar á Íslandsbanka Sjóvá fundaði með PPP en afþakkaði þjónustu Svandís tekur við Fastus lausnum Ráðinn framkvæmdastjóri Starbucks á Íslandi Tæknin geti komið í veg fyrir þjófnað Hafa þegar skilað nettóbindingu en tafir á stærri föngunarstöð „Umbreyting í átt að velsældarhagkerfi krefst hugrekkis“ Salan á Íslandsbanka: Samið við fjóra erlenda söluaðila Til IDS á Íslandi frá Íslenskri erfðagreiningu Hagnaðist um rúma fimm milljarða á fyrsta ársfjórðungi Hundrað og fimmtíu manns unnu að opnuninni Samþykktu að bæta við leið fyrir stóra fjárfesta í sölu Íslandsbanka Gríðarlegt áhyggjuefni fyrir Norðurþing Ingunn ráðin framkvæmdastjóri Auðnu Rannsakendur og nemendur við HA fá aðgang að sérhæfðu gervigreindartóli Tæplega átta milljarða króna viðsnúningur milli ára Rekstrarstöðvun sé yfirvofandi á Bakka Til Samtaka atvinnulífsins eftir mánuð á auglýsingastofu Margrét hættir sem forstjóri Nova Sýkna í Samskipamálinu en Eimskip þarf samt að passa sig Ekkert fékkst upp í gjaldþrot upp á tugi milljóna Sjá meira
Í hádeginu í dag höfðu hátt í þúsund starfsumsóknir borist flugfélaginu Play, sem formlega var hleypt af stokkunum í gær. Þetta kemur fram í tilkynningu frá Play. Flugfélagið var kynnt á blaðamannafundi í gær og verður í fyrstu smátt í sniðum. Í vetur verður flogið til sex áfangastaða í Evrópu á tveimur leigðum Airbus-vélum. Gert er ráð fyrir því að flotinn verði tíu vélar innan þriggja ára. Í tilkynningu Play segir að umsóknir berist enn, sólahring eftir að flugfélagið var tilkynnt, og þær telji nú samtals hátt í þúsund. Þá hafi um 26 þúsund manns skráð sig á póstlista hjá Play. „Það er ánægjulegt að sjá hversu vel okkur hefur verið tekið. Mikill áhugi er á að starfa hjá fyrirtækinu sem er mjög hvetjandi og ljóst er að fólk vill fá nýjan valkost í flugi,” er haft eftir Arnari Má Magnússyni, forstjóra Play í tilkynningu. Til stendur að ráða fjölda starfsmanna á næstu vikum, bæði skrifstofustarfsfólk og áhafnarmeðlimi. Reiknað er með að starfsmannafjöldinn verði á bilinu tvö til þrjú hundruð manns næsta sumar. Arnar sagði í samtali við fréttastofu í gær að starfsfólkið fái greidd laun samkvæmt íslenskum kjarasamningum.
Fréttir af flugi Play Tengdar fréttir Skúli hlakkar til að fara út í heim að leika Skúli Mogensen, stofnandi og fyrrverandi forstjóri WOW air, dáist að þrautsegju fyrrverandi samstarfsfólks hjá WOW air sem kynnti flugfélagið Play til leiks á blaðamannafundi í Perlunni í dag. 5. nóvember 2019 11:43 WAB air verður Play Aðstandendur nýs, íslensks flugfélags boðuðu til blaðamannafundar í Perlu í dag þar sem þau kynntu áform sín. 5. nóvember 2019 10:00 Play á vörum Íslendinga: „Starfsmenn munu kalla sig Playboys og Playgirls“ Aðstandendur nýs, íslensks flugfélags boðuðu til blaðamannafundar í Perlu í dag þar sem þau kynntu áform sín. 5. nóvember 2019 13:30 Freista þess að afla Play 1.700 milljóna Íslensk verðbréf vinna að því að tryggja flugfélaginu Play hlutafé upp á 1.700 milljónir króna frá innlendum fjárfestum. 6. nóvember 2019 06:15 Mest lesið Íslenskt sund í New York Viðskipti erlent Vikan sem vex og vex: „Magatilfinningin er jafnvel mikilvægust“ Atvinnulíf Útboðið fari vel af stað og allar líkur á að magnið aukist Viðskipti innlent Verslun Nettó í Glæsibæ opnar líklega á morgun Viðskipti innlent Áskriftir borist í 20 prósenta hlut í Íslandsbanka Viðskipti innlent Varar við framtíðarreikningum í nafni barnsins Neytendur Útboðið á ríkishlutum í Íslandsbanka hafið Viðskipti innlent Apple skoðar að stýra snjalltækjum með hugsunum Viðskipti erlent Jákvætt að almenningur njóti forgangs við söluna Viðskipti innlent Dregur úr tapi og notendum fjölgar um 66 prósent Viðskipti innlent Fleiri fréttir Útboðið fari vel af stað og allar líkur á að magnið aukist Jákvætt að almenningur njóti forgangs við söluna Áskriftir borist í 20 prósenta hlut í Íslandsbanka Verslun Nettó í Glæsibæ opnar líklega á morgun Dregur úr tapi og notendum fjölgar um 66 prósent Vonar að almenningur nýti forganginn í bankasölunni Ráðinn forstöðumaður Öryggislausna OK Útboðið á ríkishlutum í Íslandsbanka hafið Síðasti dropinn á sögulegri stöð Ráðuneytið ræður fjögur íslensk fjármálafyrirtæki vegna sölunnar á Íslandsbanka Sjóvá fundaði með PPP en afþakkaði þjónustu Svandís tekur við Fastus lausnum Ráðinn framkvæmdastjóri Starbucks á Íslandi Tæknin geti komið í veg fyrir þjófnað Hafa þegar skilað nettóbindingu en tafir á stærri föngunarstöð „Umbreyting í átt að velsældarhagkerfi krefst hugrekkis“ Salan á Íslandsbanka: Samið við fjóra erlenda söluaðila Til IDS á Íslandi frá Íslenskri erfðagreiningu Hagnaðist um rúma fimm milljarða á fyrsta ársfjórðungi Hundrað og fimmtíu manns unnu að opnuninni Samþykktu að bæta við leið fyrir stóra fjárfesta í sölu Íslandsbanka Gríðarlegt áhyggjuefni fyrir Norðurþing Ingunn ráðin framkvæmdastjóri Auðnu Rannsakendur og nemendur við HA fá aðgang að sérhæfðu gervigreindartóli Tæplega átta milljarða króna viðsnúningur milli ára Rekstrarstöðvun sé yfirvofandi á Bakka Til Samtaka atvinnulífsins eftir mánuð á auglýsingastofu Margrét hættir sem forstjóri Nova Sýkna í Samskipamálinu en Eimskip þarf samt að passa sig Ekkert fékkst upp í gjaldþrot upp á tugi milljóna Sjá meira
Skúli hlakkar til að fara út í heim að leika Skúli Mogensen, stofnandi og fyrrverandi forstjóri WOW air, dáist að þrautsegju fyrrverandi samstarfsfólks hjá WOW air sem kynnti flugfélagið Play til leiks á blaðamannafundi í Perlunni í dag. 5. nóvember 2019 11:43
WAB air verður Play Aðstandendur nýs, íslensks flugfélags boðuðu til blaðamannafundar í Perlu í dag þar sem þau kynntu áform sín. 5. nóvember 2019 10:00
Play á vörum Íslendinga: „Starfsmenn munu kalla sig Playboys og Playgirls“ Aðstandendur nýs, íslensks flugfélags boðuðu til blaðamannafundar í Perlu í dag þar sem þau kynntu áform sín. 5. nóvember 2019 13:30
Freista þess að afla Play 1.700 milljóna Íslensk verðbréf vinna að því að tryggja flugfélaginu Play hlutafé upp á 1.700 milljónir króna frá innlendum fjárfestum. 6. nóvember 2019 06:15