Byggt í kringum Valhöll Stefán Ó. Jónsson skrifar 6. nóvember 2019 16:46 Á horni Kringlumýrar og Háaleitisbrautar verður heimilt að reisa 5 hæða skrifstofubyggingu. thg arkitektar Skipulags- og samgönguráð Reykjavíkurborgar samþykkti á fundi sínum í dag að heimila uppbyggingu íbúða- og skrifstofuhúsnæðis við Háaleitisbraut 1 í Reykjavík. Alls er gert ráð fyrir 47 nýjum íbúðum og nýrri 5 hæða skrifstofubyggingu á lóðinni. Þar að auki mun bíla- og hjólastæðum fjölga. Lóðin við Háaleitisbraut 1 er alfarið í eigu Reykjavíkurborgar, alls 5677 fermetrar að stærð og er heildarlóðarmatið tæplega 137 milljónir króna. Aðeins ein eign er á lóðinni, Valhöll, þar sem skrifstofur Sjálfstæðisflokksins auk tannlæknastofu og Heyrna- og Talmeinastöð Íslands er að finna. Deiliskipulagstillagan felur í sér breytingu á notkun svæðisins þannig að bætt verði við tveimur nýjum byggingarreitum á lóðina. Næst Kringlumýrarbraut má reisa skrifstofuhús á fimm hæðum ásamt bílakjallara. Á horni Skipholts og Bolholts er heimilt að reisa fimm til sex hæða íbúðarhús með á bilinu 40 til 47 íbúðum, ásamt þjónustu- og verslunarrými.Horft eftir Bolholti til norðurs og Háaleitisbraut til austurs. Á horninu má rísa 47 íbúða fjölbýlishús.thg arkitektarGerð er krafa um að íbúðirnar verði fjölbreyttar að stærð og gerð, „með áherslu á gæðasvæði og gott umhverfi og varðveislu staðaranda og yfirbragðs byggðar,“ eins og það er orðað í tillögu að nýju deiliskipulagi fyrir svæðið. Eins til tveggja herbergja íbúðir megi ekki vera meira en 50 prósent af heildaríbúðafjölda og engin ein íbúðargerð má fara yfir 30 prósent. Á bilinu 20 til 25 prósent íbúðanna skulu auk þess vera leiguíbúðir, þar af 5 prósent á verði sem kveðið er á um í lögum um almennar íbúðir. Þar að auki er gerð krafa um þakgarða á fjórðu hæð íbúðarhússins og skulu þeir hafa grænt yfirbragð. Með því er átt við gras, runna, tré eða annan gróður sem fær að vaxa á þakinu. Jafnframt er opnað á möguleika á sameiginlega þakgarð fyrir íbúa hússins á fimmtu hæð. Við Valhöll eru 88 bílastæði í dag en áætlað er að þau verði 125 eftir uppbygginguna. Ætlast er til þess að um 70 prósent þeirra verði neðanjarðar. Með framkvæmdunum mun hjólastæðum jafnframt fjölga úr reitnum. Þau eru engin í dag en verða 115 að framkvæmdum loknum.Skrifstofu- og fjölbýlishúsin sjást bæði frá botni Bolholts.thg arkitektarValhöll var reist á árunum 1973-1975 og er hönnuð af arkitektunum Halldóri H. Jónssyni og Garðari Halldórssyni. Þrátt fyrir að Valhöll sé ekki friðlýst lagði Borgarsögusafn til að húsið yrði sett í svokallaðan rauðan verndarflokk, sem ætlað er húsum sem æskilægt væri að vernda vegna sérstöðu þeirra. Valhöll sé kennileiti fyrir hverfið og „þarfnast umhverfislegs andrýmis til að njóta sín sem slíkt,“ eins og segir í umsögn Borgarsögusafns. Minjastofnun Íslands tók undir tillögu Borgarsögusafns, en gerði að öðru leyti ekki athugasemdir við fyrirhugaða uppbyggingu á reitnum. Engar fornleifar eru skráðar á skipulagsreitnum. Samþykkta deiliskipulagstillagan kveður á um að íbúðarhúsið á reitnum verði „hannað í manneskjulegum skala og í takt við nærumhverfið.“ Hæð og lengd íbúðarhússins skal brotin upp, líklega til að skyggja ekki um of á Valhöll. Aukinheldur er gerð krafa um að fimmta hæð skrifstofubyggingarinnar verði inndregin. Sigurborg Ósk Haraldsdóttir, formaður skipulags- og samgönguráðs, greindi frá samþykktinni í dag og birti myndir af fyrirhugaðari uppbyggingu með færslu sinni á Twitter.Þétting byggðar er alltaf góð. Líka í kringum Valhöll.47 nýjar íbúðir &5 hæða ný skrifstofubygging= Aukning um 7.500 fm288 bílastæði verða 125 bílastæði0 hjólastæði verða 115pic.twitter.com/hWlobFmXRD— Sigurborg Ósk Haraldsdóttir (@SigurborgOsk) November 6, 2019 Reykjavík Sjálfstæðisflokkurinn Skipulag Mest lesið Opna í Kaupmannahöfn en loka loftrýminu yfir Osló einnig vegna dróna Erlent „Það er betlmenning og allir eiga að fá allt frítt“ Innlent Lýsa eftir Karli Helgasyni Innlent Þrettán konur höfðu samband svo að nauðgarinn færi í fangelsi Innlent Björg ætlar að láta að sér kveða í Viðreisn Innlent Vill frekar fjölga lögreglumönnum heldur en lögreglustöðvum Innlent Jimmy Kimmel snýr aftur á skjáinn Erlent Hertogaynjan fær reisupassann vegna tölvupósts til Epstein Erlent Grunsamlegt ferðalag og fjarstæðukenndar skýringar Innlent Kastrup lokað vegna drónaflugs Erlent Fleiri fréttir Vill frekar fjölga lögreglumönnum heldur en lögreglustöðvum Lýsa eftir Karli Helgasyni Björg ætlar að láta að sér kveða í Viðreisn „Það er betlmenning og allir eiga að fá allt frítt“ 20 börn frá Grænlandi í sundi, skautum og í heimsókn hjá forsetanum Þrettán konur höfðu samband svo að nauðgarinn færi í fangelsi Þrír enn í gæsluvarðhaldi vegna umfangsmikils fíkniefnamáls Löng bið eftir að nauðgari hefji afplánun og betlmenning Sleppt lausum eftir yfirheyrslu Seldi dóp fyrir fjórtán milljónir á hálfu ári Lýsir villu og svima en segist hafa séð ljósið Stefnir í prófkjör, borgarfulltrúar undir feldi og hugsanlega sótt að Heiðu Framlengja gistiheimildina fram á vor Eldra fólk þurfi ekki að endurnýja skírteinið svo oft Grunsamlegt ferðalag og fjarstæðukenndar skýringar „Nauðsynlegt að þetta verði gert af krafti“ Fólk hvatt til að taka strætó Frakkar viðurkenna Palestínu og nýr geðspítali gæti risið í Fossvogi „Ég horfði á son minn brotna meira og meira, ár eftir ár“ Nú má heita Ívalú, Þorbirna og Emerentíana Kvartmilljón fyrir bólusetningu eftir alvarleg veikindi dóttur Frítt í Strætó um allt land í dag Réðst á konur og sló í miðborginni „Dýrlingurinn“ aftur með leigubílaleyfi ESB myndi taka Íslandi opnum örmum Tré ársins 2025 vex í kletti í Ölfusá Íslendingar í flugumferðarstjórn á stærsta flugvelli Grænlands Braust inn og stal bjórkútum Vilja ryðja brautina fyrir aðra í baráttunni við andlitslaust kerfi Eldur kviknaði í íbúð í Bakkahverfi Sjá meira
Skipulags- og samgönguráð Reykjavíkurborgar samþykkti á fundi sínum í dag að heimila uppbyggingu íbúða- og skrifstofuhúsnæðis við Háaleitisbraut 1 í Reykjavík. Alls er gert ráð fyrir 47 nýjum íbúðum og nýrri 5 hæða skrifstofubyggingu á lóðinni. Þar að auki mun bíla- og hjólastæðum fjölga. Lóðin við Háaleitisbraut 1 er alfarið í eigu Reykjavíkurborgar, alls 5677 fermetrar að stærð og er heildarlóðarmatið tæplega 137 milljónir króna. Aðeins ein eign er á lóðinni, Valhöll, þar sem skrifstofur Sjálfstæðisflokksins auk tannlæknastofu og Heyrna- og Talmeinastöð Íslands er að finna. Deiliskipulagstillagan felur í sér breytingu á notkun svæðisins þannig að bætt verði við tveimur nýjum byggingarreitum á lóðina. Næst Kringlumýrarbraut má reisa skrifstofuhús á fimm hæðum ásamt bílakjallara. Á horni Skipholts og Bolholts er heimilt að reisa fimm til sex hæða íbúðarhús með á bilinu 40 til 47 íbúðum, ásamt þjónustu- og verslunarrými.Horft eftir Bolholti til norðurs og Háaleitisbraut til austurs. Á horninu má rísa 47 íbúða fjölbýlishús.thg arkitektarGerð er krafa um að íbúðirnar verði fjölbreyttar að stærð og gerð, „með áherslu á gæðasvæði og gott umhverfi og varðveislu staðaranda og yfirbragðs byggðar,“ eins og það er orðað í tillögu að nýju deiliskipulagi fyrir svæðið. Eins til tveggja herbergja íbúðir megi ekki vera meira en 50 prósent af heildaríbúðafjölda og engin ein íbúðargerð má fara yfir 30 prósent. Á bilinu 20 til 25 prósent íbúðanna skulu auk þess vera leiguíbúðir, þar af 5 prósent á verði sem kveðið er á um í lögum um almennar íbúðir. Þar að auki er gerð krafa um þakgarða á fjórðu hæð íbúðarhússins og skulu þeir hafa grænt yfirbragð. Með því er átt við gras, runna, tré eða annan gróður sem fær að vaxa á þakinu. Jafnframt er opnað á möguleika á sameiginlega þakgarð fyrir íbúa hússins á fimmtu hæð. Við Valhöll eru 88 bílastæði í dag en áætlað er að þau verði 125 eftir uppbygginguna. Ætlast er til þess að um 70 prósent þeirra verði neðanjarðar. Með framkvæmdunum mun hjólastæðum jafnframt fjölga úr reitnum. Þau eru engin í dag en verða 115 að framkvæmdum loknum.Skrifstofu- og fjölbýlishúsin sjást bæði frá botni Bolholts.thg arkitektarValhöll var reist á árunum 1973-1975 og er hönnuð af arkitektunum Halldóri H. Jónssyni og Garðari Halldórssyni. Þrátt fyrir að Valhöll sé ekki friðlýst lagði Borgarsögusafn til að húsið yrði sett í svokallaðan rauðan verndarflokk, sem ætlað er húsum sem æskilægt væri að vernda vegna sérstöðu þeirra. Valhöll sé kennileiti fyrir hverfið og „þarfnast umhverfislegs andrýmis til að njóta sín sem slíkt,“ eins og segir í umsögn Borgarsögusafns. Minjastofnun Íslands tók undir tillögu Borgarsögusafns, en gerði að öðru leyti ekki athugasemdir við fyrirhugaða uppbyggingu á reitnum. Engar fornleifar eru skráðar á skipulagsreitnum. Samþykkta deiliskipulagstillagan kveður á um að íbúðarhúsið á reitnum verði „hannað í manneskjulegum skala og í takt við nærumhverfið.“ Hæð og lengd íbúðarhússins skal brotin upp, líklega til að skyggja ekki um of á Valhöll. Aukinheldur er gerð krafa um að fimmta hæð skrifstofubyggingarinnar verði inndregin. Sigurborg Ósk Haraldsdóttir, formaður skipulags- og samgönguráðs, greindi frá samþykktinni í dag og birti myndir af fyrirhugaðari uppbyggingu með færslu sinni á Twitter.Þétting byggðar er alltaf góð. Líka í kringum Valhöll.47 nýjar íbúðir &5 hæða ný skrifstofubygging= Aukning um 7.500 fm288 bílastæði verða 125 bílastæði0 hjólastæði verða 115pic.twitter.com/hWlobFmXRD— Sigurborg Ósk Haraldsdóttir (@SigurborgOsk) November 6, 2019
Reykjavík Sjálfstæðisflokkurinn Skipulag Mest lesið Opna í Kaupmannahöfn en loka loftrýminu yfir Osló einnig vegna dróna Erlent „Það er betlmenning og allir eiga að fá allt frítt“ Innlent Lýsa eftir Karli Helgasyni Innlent Þrettán konur höfðu samband svo að nauðgarinn færi í fangelsi Innlent Björg ætlar að láta að sér kveða í Viðreisn Innlent Vill frekar fjölga lögreglumönnum heldur en lögreglustöðvum Innlent Jimmy Kimmel snýr aftur á skjáinn Erlent Hertogaynjan fær reisupassann vegna tölvupósts til Epstein Erlent Grunsamlegt ferðalag og fjarstæðukenndar skýringar Innlent Kastrup lokað vegna drónaflugs Erlent Fleiri fréttir Vill frekar fjölga lögreglumönnum heldur en lögreglustöðvum Lýsa eftir Karli Helgasyni Björg ætlar að láta að sér kveða í Viðreisn „Það er betlmenning og allir eiga að fá allt frítt“ 20 börn frá Grænlandi í sundi, skautum og í heimsókn hjá forsetanum Þrettán konur höfðu samband svo að nauðgarinn færi í fangelsi Þrír enn í gæsluvarðhaldi vegna umfangsmikils fíkniefnamáls Löng bið eftir að nauðgari hefji afplánun og betlmenning Sleppt lausum eftir yfirheyrslu Seldi dóp fyrir fjórtán milljónir á hálfu ári Lýsir villu og svima en segist hafa séð ljósið Stefnir í prófkjör, borgarfulltrúar undir feldi og hugsanlega sótt að Heiðu Framlengja gistiheimildina fram á vor Eldra fólk þurfi ekki að endurnýja skírteinið svo oft Grunsamlegt ferðalag og fjarstæðukenndar skýringar „Nauðsynlegt að þetta verði gert af krafti“ Fólk hvatt til að taka strætó Frakkar viðurkenna Palestínu og nýr geðspítali gæti risið í Fossvogi „Ég horfði á son minn brotna meira og meira, ár eftir ár“ Nú má heita Ívalú, Þorbirna og Emerentíana Kvartmilljón fyrir bólusetningu eftir alvarleg veikindi dóttur Frítt í Strætó um allt land í dag Réðst á konur og sló í miðborginni „Dýrlingurinn“ aftur með leigubílaleyfi ESB myndi taka Íslandi opnum örmum Tré ársins 2025 vex í kletti í Ölfusá Íslendingar í flugumferðarstjórn á stærsta flugvelli Grænlands Braust inn og stal bjórkútum Vilja ryðja brautina fyrir aðra í baráttunni við andlitslaust kerfi Eldur kviknaði í íbúð í Bakkahverfi Sjá meira