Byggir á persónulegum sögum í verkum sínum Birna Dröfn Jónasdóttir skrifar 7. nóvember 2019 06:30 Vera Naskrecka við nokkur verka sinna á sýningunni. Fréttablaðið/Valli „Verkin á sýningunni eru ljósmyndir og hljóðupptökur af fólki hér í bænum. Pólsku fólki í samfélaginu hér sem ég þekkti ekkert en hef nú orðið svo heppin að kynnast. Hér býr nefnilega ótrúlega mikið af áhugaverðu og hlýju pólsku fólki sem er að gera áhugaverða hluti,“ segir listakonan Vena Naskrecka. Hún heldur listsýningu á Pólskri menningarhátíð sem fram fer á Nesvöllum í Reykjanesbæ á laugardag. Á hátíðinni er áhersla lögð á persónulegar sögur bæjarbúa af pólskum uppruna. Boðið verður upp á tónlistaratriði, pólskan götumatarmarkað og Polonez-dans, svo fátt eitt sé nefnt. „Ég hitti fólkið, það sagði mér sínar sögur og ég tók af því myndir. Allir tóku mér ótrúlega vel og það var frábært að heyra sögur þeirra,“ segir Vena. „Áður en þau sögðu mér sögurnar spjölluðum við saman þannig að þau kynntust mér og ég þeim, það varð til þess að samskiptin urðu opnari,“ bætir hún við. „Sýningargestir setja á sig heyrnartól og hlusta á viðmælendur mína segja sögur sínar og myndirnar sem ég tók af þeim verða til sýnis. Með því að gera þetta svona en ekki sem hefðbundið vídeóverk fæst meiri nánd á milli sýningargesta og söguhetjunnar,“ segir hún. „Sumar sögurnar eru á pólsku og aðrar á íslensku. Þær eru svo allar þýddar yfir á pólsku eða íslensku eftir því sem við á svo allir geti lesið þær. En sama hvort tungumálið sýningargestir skilja hvet ég alla til þess að setja á sig heyrnartólin og hlusta. Það er svo margt sem leynist í frásögnum okkar. Hljómfallið í röddinni og tilfinningin getur aukið upplifunina,“ útskýrir Vena. Hún segir sögurnar jafn margar og ólíkar og söguhetjurnar en að ýmislegt hafi þær þó átt sameiginlegt. „Við töluðum um alls konar hluti, til dæmis upplifun Pólverja af því að búa á Íslandi. Öll voru þau sammála um mikilvægi þess að læra íslensku og að Íslendingar hefðu tekið þeim vel,“ segir hún. Hátíðin var haldin í fyrsta sinn í fyrra við mikinn fögnuð bæjarbúa en um 16 prósent íbúa í Reykjanesbæ eru af pólskum uppruna. Vena telur mikilvægt að slíkir viðburðir séu haldnir í öllum samfélögum og séu kjörin leið til að þjappa saman og auka tengsl fólks af ólíkum uppruna. „Sama hvort við erum frá Póllandi eða Íslandi þá búum við öll nálægt hvert öðru, börnin okkar ganga í sömu skólana og við erum með svipaðar upplifanir, og ef við erum meðvituð um fólkið í kringum okkur og sögur þess líður okkur betur,“ segir hún. Birtist í Fréttablaðinu Innflytjendamál Menning Reykjanesbær Mest lesið Segist hafa gert merka uppgötvun nú þegar hann „nálgast endalok lífs“ síns Lífið Batinn á vefjagigt kom úr óvæntri átt Lífið samstarf „Þetta er lúmskt skrímsli“ Lífið Dóttir De Niro kemur út sem trans Lífið 50+: Tómleikatilfinningin þegar börnin fljúga úr hreiðrinu Áskorun Rapphljómsveit til rannsóknar hjá hryðjuverkadeildinni Lífið Justin Bieber nýtur sín norður í landi Lífið Gengst við kókaínfíkn sinni Lífið „Heyri allt í einu hversu steikt þetta er orðið“ þegar hún útskýrir veikindin fyrir vinum Menning Michael Bolton með ólæknandi krabbamein Lífið Fleiri fréttir „Heyri allt í einu hversu steikt þetta er orðið“ þegar hún útskýrir veikindin fyrir vinum Íslendingar vekja athygli í menningarlífi Kaupmannahafnar Fimmtíu ára ljósmyndaveisla á sýningu GVA Arngunnur Ýr er bæjarlistamaður Hafnarfjarðar 2025 Lóa Hlín, Rán, Mars og Elías Rúni fá Barnabókaverðlaun Reykjavíkurborgar Hugmyndin kviknaði í New York þegar eldgos hófst heima Egill Heiðar Anton Pálsson tekur við sem leikhússtjóri Elti konuna sína yfir hálfan hnöttinn Fjöldi fólks á opnun fölsuðu verkanna Mario Vargas Llosa fallinn frá Alls 38 milljónum króna úthlutað úr Myndlistarsjóði Sá stórt tækifæri í fjárfestingarhlið listarinnar Klukkur og kaffibollar í partýi á Prikinu „Mikilvægt að gera hluti sem hann yrði stoltur af“ Fordæmd ást kúrekanna á fjallinu Sjá meira
„Verkin á sýningunni eru ljósmyndir og hljóðupptökur af fólki hér í bænum. Pólsku fólki í samfélaginu hér sem ég þekkti ekkert en hef nú orðið svo heppin að kynnast. Hér býr nefnilega ótrúlega mikið af áhugaverðu og hlýju pólsku fólki sem er að gera áhugaverða hluti,“ segir listakonan Vena Naskrecka. Hún heldur listsýningu á Pólskri menningarhátíð sem fram fer á Nesvöllum í Reykjanesbæ á laugardag. Á hátíðinni er áhersla lögð á persónulegar sögur bæjarbúa af pólskum uppruna. Boðið verður upp á tónlistaratriði, pólskan götumatarmarkað og Polonez-dans, svo fátt eitt sé nefnt. „Ég hitti fólkið, það sagði mér sínar sögur og ég tók af því myndir. Allir tóku mér ótrúlega vel og það var frábært að heyra sögur þeirra,“ segir Vena. „Áður en þau sögðu mér sögurnar spjölluðum við saman þannig að þau kynntust mér og ég þeim, það varð til þess að samskiptin urðu opnari,“ bætir hún við. „Sýningargestir setja á sig heyrnartól og hlusta á viðmælendur mína segja sögur sínar og myndirnar sem ég tók af þeim verða til sýnis. Með því að gera þetta svona en ekki sem hefðbundið vídeóverk fæst meiri nánd á milli sýningargesta og söguhetjunnar,“ segir hún. „Sumar sögurnar eru á pólsku og aðrar á íslensku. Þær eru svo allar þýddar yfir á pólsku eða íslensku eftir því sem við á svo allir geti lesið þær. En sama hvort tungumálið sýningargestir skilja hvet ég alla til þess að setja á sig heyrnartólin og hlusta. Það er svo margt sem leynist í frásögnum okkar. Hljómfallið í röddinni og tilfinningin getur aukið upplifunina,“ útskýrir Vena. Hún segir sögurnar jafn margar og ólíkar og söguhetjurnar en að ýmislegt hafi þær þó átt sameiginlegt. „Við töluðum um alls konar hluti, til dæmis upplifun Pólverja af því að búa á Íslandi. Öll voru þau sammála um mikilvægi þess að læra íslensku og að Íslendingar hefðu tekið þeim vel,“ segir hún. Hátíðin var haldin í fyrsta sinn í fyrra við mikinn fögnuð bæjarbúa en um 16 prósent íbúa í Reykjanesbæ eru af pólskum uppruna. Vena telur mikilvægt að slíkir viðburðir séu haldnir í öllum samfélögum og séu kjörin leið til að þjappa saman og auka tengsl fólks af ólíkum uppruna. „Sama hvort við erum frá Póllandi eða Íslandi þá búum við öll nálægt hvert öðru, börnin okkar ganga í sömu skólana og við erum með svipaðar upplifanir, og ef við erum meðvituð um fólkið í kringum okkur og sögur þess líður okkur betur,“ segir hún.
Birtist í Fréttablaðinu Innflytjendamál Menning Reykjanesbær Mest lesið Segist hafa gert merka uppgötvun nú þegar hann „nálgast endalok lífs“ síns Lífið Batinn á vefjagigt kom úr óvæntri átt Lífið samstarf „Þetta er lúmskt skrímsli“ Lífið Dóttir De Niro kemur út sem trans Lífið 50+: Tómleikatilfinningin þegar börnin fljúga úr hreiðrinu Áskorun Rapphljómsveit til rannsóknar hjá hryðjuverkadeildinni Lífið Justin Bieber nýtur sín norður í landi Lífið Gengst við kókaínfíkn sinni Lífið „Heyri allt í einu hversu steikt þetta er orðið“ þegar hún útskýrir veikindin fyrir vinum Menning Michael Bolton með ólæknandi krabbamein Lífið Fleiri fréttir „Heyri allt í einu hversu steikt þetta er orðið“ þegar hún útskýrir veikindin fyrir vinum Íslendingar vekja athygli í menningarlífi Kaupmannahafnar Fimmtíu ára ljósmyndaveisla á sýningu GVA Arngunnur Ýr er bæjarlistamaður Hafnarfjarðar 2025 Lóa Hlín, Rán, Mars og Elías Rúni fá Barnabókaverðlaun Reykjavíkurborgar Hugmyndin kviknaði í New York þegar eldgos hófst heima Egill Heiðar Anton Pálsson tekur við sem leikhússtjóri Elti konuna sína yfir hálfan hnöttinn Fjöldi fólks á opnun fölsuðu verkanna Mario Vargas Llosa fallinn frá Alls 38 milljónum króna úthlutað úr Myndlistarsjóði Sá stórt tækifæri í fjárfestingarhlið listarinnar Klukkur og kaffibollar í partýi á Prikinu „Mikilvægt að gera hluti sem hann yrði stoltur af“ Fordæmd ást kúrekanna á fjallinu Sjá meira