Sveitarfélög LED-væða ljósastaura næstu árin Kristinn Haukur Guðnason skrifar 7. nóvember 2019 06:15 Led ljósastaurar á Hringbraut Fréttablaðið Sveitarfélögin vinna nú að því að LED-væða ljósastaura. Reykjavík áætlar að verkefninu ljúki á fimm árum og Akureyringar ætla því fimm til átta ár. LED-lamparnir þýða mun betri stýring og viðhald. Hver lampi borgar sig upp á sex til sjö árum. Sigurður Friðleifsson, framkvæmdastjóri Orkuseturs, segir að RARIK sem hafi haft umsjá með ljósastaurum í mörgum sveitarfélögum sé að færa þeim þá aftur. Alls eru um 81 þúsund staurar í landinu. „Sveitarfélögin hafa þurft að taka ákvörðun um að skipta yfir í LED og mér, sem áhugamanni um orkusparnað, finnst mikilvægt að þau nýti tækifærið nú þegar þau eru að fá þá í fangið,“ segir hann. Að sögn Sigurðar hefur LED augljósa kosti. Ekki aðeins orkusparnað upp á um 70 prósent, heldur einnig langtum minni viðhaldsþörf, vinnusparnað og betri endingu. Í flestum núverandi staurum þarf að skipta um perur á 3 til 5 ára fresti, en LED-perur duga í áratugi. Annar kostur er betri stýring stauranna, bæði á styrk og hvert ljósinu er beint. „Hægt er að deyfa ljósið þegar fáir eru á ferð eða lýsa eftir skynjurum,“ segir Sigurður. LED-væðing Reykjavíkurborgar er komin af stað að sögn Ársæls Jóhannssonar, verkefnastjóra. Hópur skipaður af borgarstjórn er nú að fara yfir tillögur þverfaglegrar nefndar um ljósvist. Býst Ársæll við því að þetta verði tilkynnt sem stefna borgarinnar eftir áramót. „Við erum búin að setja upp 2.200 LED-lampa í Fossvoginum og í Vesturbænum eru komnir um 600 lampar með gamaldags útliti. Þá erum við einnig í lokaútboðsferli varðandi lampa í Efra-Breiðholti og Seljahverfi sem á að skipta út í heild sinni,“ segir Ársæll. Alls eru tæplega 30 þúsund ljósastaurar í Reykjavík. Borgin sjálf hefur umsjón með 24 þúsund staurum en Vegagerðin sex þúsund. „Við gerðum nýlega samantekt á þessu og áætlum að LED-væðingin klárist á fimm árum. Í útboði gerum við kröfu um 100 þúsund logtíma, sem er um 25 ár.“ Reykjavíkurborg kaupir alla LED-lampa með ákveðnum tengli sem gerir kleift að eiga samtal við staurinn. Hægt er að fylgjast með ástandi lampans í rauntíma og hann lætur vita af bilunum. „Við þurfum ekki lengur að vera að kveikja á heilu hverfunum og keyra um til að finna ónýtar perur. Þetta breytir öllu verkferlinu,“ segir Ársæll. Helsti ókosturinn við LED er að startkostnaðurinn er nokkuð hár, en skipta þarf um allan kúpulinn á staurnum. Gert er þó ráð fyrir að þetta borgi sig upp á sex til sjö árum. Í Hafnarfirði þar sem LED-væðing hófst í mars árið 2018 fyrir 5.900 staura, var gert ráð fyrir að hver lampi kostaði á bilinu 30-50 þúsund krónur. Andri Teitsson, formaður umhverfis- og mannvirkjasviðs Akureyrar, segir að búið sé að setja upp lampa í nokkrum hverfum og stefnt að því að klára LED-væðinguna á fimm til átta árum. „Við fáum markvissari og sumir segja betri lýsingu. Til dæmis getum við beint ljósinu beint niður og þá verður minni ljósmengun,“ segir hann. Birtist í Fréttablaðinu Samgöngur Sveitarstjórnarmál Mest lesið Inga Sæland hellti sér yfir Sigríði Andersen Innlent Logi fordæmir ummæli Jóns Gnarr um Vísi Innlent Telja sig vita hvernig maðurinn lést Innlent Kona réðst á pizzusendil sem vildi fá símann sinn aftur Innlent Létu Cassie lesa upp kynferðisleg skilaboð til Diddy Erlent „Algjört þjófstart á sumrinu“ Innlent Villta vestrið ríki á íþróttaviðburðum og kalla eftir reglum Innlent Hestamenn láta tæpa hálfa milljón stöðva sig Innlent Rússar segja Selenskí aumkunarverðan trúð Erlent Ófremdarsástand og íbúum haldið í heljargreipum Innlent Fleiri fréttir „Þetta er framar okkar björtustu vonum“ Villta vestrið ríki á íþróttaviðburðum og kalla eftir reglum Ísland geti orðið fyrirmyndarríki í fangelsismálum Setja rúma tvo milljarða í stækkun leikskóla Umfangsmeiri bankasala og áfengi á íþróttaviðburðum Fljúgandi trampólín fauk á bíla í Grafarvogi Borgin verði ítrekað af viðburðum vegna gjaldtöku Telja sig vita hvernig maðurinn lést Nýja göngubrúin yfir Sæbraut fer upp í næstu viku Logi fordæmir ummæli Jóns Gnarr um Vísi Vilja aðra tillögu í stað Völugötu sem átti að koma í stað Bjargargötu „Algjört þjófstart á sumrinu“ Úlfari var boðin staða lögreglustjóra á Austurlandi Yfirmaður herafla NATO á Íslandi Hestamenn láta tæpa hálfa milljón stöðva sig Inga Sæland hellti sér yfir Sigríði Andersen Lögreglustjórafélagið fjallar um starfslok Úlfars Enn þjarmað að Flokki fólksins vegna styrkjamálsins Hægir verulega á fjölgun erlendra ríkisborgara Borgin rukkar hestamenn og þeir hætta við reiðina Kaupa frekar gervigreindartónlist í þætti en frumsamið efni Laupur stelur senunni í Árbæjarlaug Bein útsending: Ísland og Norðurslóðir í nýjum heimi – Ógnir og öryggi, áskoranir og tækifæri Kona réðst á pizzusendil sem vildi fá símann sinn aftur Enn einn skjálftinn austan við Grímsey Vara við bikblæðingum á Bröttubrekku Flugleiðir á barmi gjaldþrots gátu ekki haldið Cargolux Verðhækkanir varpa skugga á grillsumarið mikla Isavia fær áheyrn um hvort reka hafi mátt mann vegna aldurs Laupur vekur mikla athygli sundlaugagesta í Árbæjarlaug Sjá meira
Sveitarfélögin vinna nú að því að LED-væða ljósastaura. Reykjavík áætlar að verkefninu ljúki á fimm árum og Akureyringar ætla því fimm til átta ár. LED-lamparnir þýða mun betri stýring og viðhald. Hver lampi borgar sig upp á sex til sjö árum. Sigurður Friðleifsson, framkvæmdastjóri Orkuseturs, segir að RARIK sem hafi haft umsjá með ljósastaurum í mörgum sveitarfélögum sé að færa þeim þá aftur. Alls eru um 81 þúsund staurar í landinu. „Sveitarfélögin hafa þurft að taka ákvörðun um að skipta yfir í LED og mér, sem áhugamanni um orkusparnað, finnst mikilvægt að þau nýti tækifærið nú þegar þau eru að fá þá í fangið,“ segir hann. Að sögn Sigurðar hefur LED augljósa kosti. Ekki aðeins orkusparnað upp á um 70 prósent, heldur einnig langtum minni viðhaldsþörf, vinnusparnað og betri endingu. Í flestum núverandi staurum þarf að skipta um perur á 3 til 5 ára fresti, en LED-perur duga í áratugi. Annar kostur er betri stýring stauranna, bæði á styrk og hvert ljósinu er beint. „Hægt er að deyfa ljósið þegar fáir eru á ferð eða lýsa eftir skynjurum,“ segir Sigurður. LED-væðing Reykjavíkurborgar er komin af stað að sögn Ársæls Jóhannssonar, verkefnastjóra. Hópur skipaður af borgarstjórn er nú að fara yfir tillögur þverfaglegrar nefndar um ljósvist. Býst Ársæll við því að þetta verði tilkynnt sem stefna borgarinnar eftir áramót. „Við erum búin að setja upp 2.200 LED-lampa í Fossvoginum og í Vesturbænum eru komnir um 600 lampar með gamaldags útliti. Þá erum við einnig í lokaútboðsferli varðandi lampa í Efra-Breiðholti og Seljahverfi sem á að skipta út í heild sinni,“ segir Ársæll. Alls eru tæplega 30 þúsund ljósastaurar í Reykjavík. Borgin sjálf hefur umsjón með 24 þúsund staurum en Vegagerðin sex þúsund. „Við gerðum nýlega samantekt á þessu og áætlum að LED-væðingin klárist á fimm árum. Í útboði gerum við kröfu um 100 þúsund logtíma, sem er um 25 ár.“ Reykjavíkurborg kaupir alla LED-lampa með ákveðnum tengli sem gerir kleift að eiga samtal við staurinn. Hægt er að fylgjast með ástandi lampans í rauntíma og hann lætur vita af bilunum. „Við þurfum ekki lengur að vera að kveikja á heilu hverfunum og keyra um til að finna ónýtar perur. Þetta breytir öllu verkferlinu,“ segir Ársæll. Helsti ókosturinn við LED er að startkostnaðurinn er nokkuð hár, en skipta þarf um allan kúpulinn á staurnum. Gert er þó ráð fyrir að þetta borgi sig upp á sex til sjö árum. Í Hafnarfirði þar sem LED-væðing hófst í mars árið 2018 fyrir 5.900 staura, var gert ráð fyrir að hver lampi kostaði á bilinu 30-50 þúsund krónur. Andri Teitsson, formaður umhverfis- og mannvirkjasviðs Akureyrar, segir að búið sé að setja upp lampa í nokkrum hverfum og stefnt að því að klára LED-væðinguna á fimm til átta árum. „Við fáum markvissari og sumir segja betri lýsingu. Til dæmis getum við beint ljósinu beint niður og þá verður minni ljósmengun,“ segir hann.
Birtist í Fréttablaðinu Samgöngur Sveitarstjórnarmál Mest lesið Inga Sæland hellti sér yfir Sigríði Andersen Innlent Logi fordæmir ummæli Jóns Gnarr um Vísi Innlent Telja sig vita hvernig maðurinn lést Innlent Kona réðst á pizzusendil sem vildi fá símann sinn aftur Innlent Létu Cassie lesa upp kynferðisleg skilaboð til Diddy Erlent „Algjört þjófstart á sumrinu“ Innlent Villta vestrið ríki á íþróttaviðburðum og kalla eftir reglum Innlent Hestamenn láta tæpa hálfa milljón stöðva sig Innlent Rússar segja Selenskí aumkunarverðan trúð Erlent Ófremdarsástand og íbúum haldið í heljargreipum Innlent Fleiri fréttir „Þetta er framar okkar björtustu vonum“ Villta vestrið ríki á íþróttaviðburðum og kalla eftir reglum Ísland geti orðið fyrirmyndarríki í fangelsismálum Setja rúma tvo milljarða í stækkun leikskóla Umfangsmeiri bankasala og áfengi á íþróttaviðburðum Fljúgandi trampólín fauk á bíla í Grafarvogi Borgin verði ítrekað af viðburðum vegna gjaldtöku Telja sig vita hvernig maðurinn lést Nýja göngubrúin yfir Sæbraut fer upp í næstu viku Logi fordæmir ummæli Jóns Gnarr um Vísi Vilja aðra tillögu í stað Völugötu sem átti að koma í stað Bjargargötu „Algjört þjófstart á sumrinu“ Úlfari var boðin staða lögreglustjóra á Austurlandi Yfirmaður herafla NATO á Íslandi Hestamenn láta tæpa hálfa milljón stöðva sig Inga Sæland hellti sér yfir Sigríði Andersen Lögreglustjórafélagið fjallar um starfslok Úlfars Enn þjarmað að Flokki fólksins vegna styrkjamálsins Hægir verulega á fjölgun erlendra ríkisborgara Borgin rukkar hestamenn og þeir hætta við reiðina Kaupa frekar gervigreindartónlist í þætti en frumsamið efni Laupur stelur senunni í Árbæjarlaug Bein útsending: Ísland og Norðurslóðir í nýjum heimi – Ógnir og öryggi, áskoranir og tækifæri Kona réðst á pizzusendil sem vildi fá símann sinn aftur Enn einn skjálftinn austan við Grímsey Vara við bikblæðingum á Bröttubrekku Flugleiðir á barmi gjaldþrots gátu ekki haldið Cargolux Verðhækkanir varpa skugga á grillsumarið mikla Isavia fær áheyrn um hvort reka hafi mátt mann vegna aldurs Laupur vekur mikla athygli sundlaugagesta í Árbæjarlaug Sjá meira