Jóhann Berg Guðmundsson er ekki í hópnum vegna meiðslanna sem hann varð fyrir í leiknum gegn Frakklandi í síðasta mánuði. Landslisðfyrirliðinn Aron Einar Gunnarsson er enn frá vegna meiðsla.
Emil Hallfreðsson, sem er enn án félags, var ekki valinn og sömu sögu er að segja af Valsmanninum Birki Má Sævarssyni. Rúrik Gíslason, leikmaður Sandhausen í Þýskalandi, hlaut heldur ekki náð fyrir augum Hamréns.
Mikael Neville Anderson, leikmaður Danmerkurmeistara Midtjylland, var valinn í hópinn í fyrsta sinn fyrir keppnisleiki. Hann hefur leikið einn vináttulandsleik fyrir Íslands hönd, gegn Indónesíu í janúar 2018.
Ísland mætir Tyrklandi í Istanbúl fimmtudaginn 14. nóvember. Sunnudaginn 17. nóvember sækir Ísland svo Moldóvu heim í lokaleik sínum í undankeppninni.
Ísland er með 15 stig í 3. sæti H-riðils, fjórum stigum á eftir Tyrklandi og Frakklandi.
Our squad for our games against Turkey and Moldova in the @UEFAEURO qualifiers.HópurinnMarkverðir:
Hópur A landsliðs karla sem mætir Tyrklandi og Moldóvu í undankeppni EM 2020.#fyririslandpic.twitter.com/sazTrPO120
— Knattspyrnusambandið (@footballiceland) November 7, 2019
Hannes Þór Halldórsson | Valur
Rúnar Alex Rúnarsson | Dijon
Ögmundur Kristinsson | AEL Larissa
Varnarmenn:
Hjörtur Hermannsson | Bröndby
Sverrir Ingi Ingason | PAOK
Kári Árnason | Víkingur R.
Ragnar Sigurðsson | Rostov
Jón Guðni Fjóluson | Krasnodar
Hörður Björgvin Magnússon | CSKA Moskva
Ari Freyr Skúlason | Oostende
Guðlaugur Victor Pálsson | Darmstadt
Miðjumenn:
Samúel Kári Friðjónsson | Viking
Mikael Neville Anderson | Midtjylland
Arnór Ingvi Traustason | Malmö
Birkir Bjarnason | Al-Arabi
Rúnar Már Sigurjónsson | Astana
Aron Elís Þrándarson | Aalesund
Arnór Sigurðsson | CSKA Moskva
Gylfi Þór Sigurðsson | Everton
Framherjar:
Jón Daði Böðvarsson | Millwall
Kolbeinn Sigþórsson | AIK
Viðar Örn Kjartansson Rubin Kazan
Alfreð Finnbogason | Augsburg