Segja upplifun ættingja ekki lýsingu á raunverulegri atburðarás Sylvía Hall skrifar 7. nóvember 2019 20:29 Hrafnista í Hafnarfirði. Hrafnista Hrafnista hefur sent frá sér yfirlýsingu vegna fjölmiðlaumfjöllunar um andlát Ingólfs Árna Jónssonar sem lést á Hrafnistu þann 31. október. Málið hefur vakið mikla athygli en ættingjar Ingólfs gagnrýna Hrafnistu harðlega vegna málsins og segja starfsfólk hafa hundsað alvarlegt ástand hans. Í yfirlýsingunni, sem Pétur Magnússon forstjóri Hrafnistuheimilanna sendi fyrir hönd Hrafnistu, kemur fram að Hrafnista geti ekki tekið þátt í opinberri umræðu um málið vegna þagnarskyldu. Hins vegar sé mjög mikilvægt að það komi fram að upplifun ættingjanna af atburðum fimmtudagsins sé „ekki lýsing á raunverulegri atburðarás“. Sandra Gunnarsdóttir, barnabarn Ingólfs, lýsti atburðarásinni í samtali við Vísi og sagði engan vafa leika á því að vanræksla starfsfólks hafi átt stóran hlut í andláti hans. Hún hafi jafnframt verið verulega ósátt við viðbrögð Hrafnistu vegna málsins.Sjá einnig: „Fyrir þeim var bara enn eitt herbergi að losna á Hrafnistu“ Hann fullyrðir að öllum verk- og gæðaferlum hafi verið fylgt af vakthafandi heilbrigðisstarfsfólki Hrafnistu í tilviki Ingólfs, sem er þó ekki nefndur á nafn í yfirlýsingunni vegna þagnarskyldu fyrirtækisins, og að samráðs við íbúa og aðstandendur hafi verið gætt líkt og alltaf.Sandra Gunnarsdóttir, barnabarn Ingólfs, gagnrýndi stjórnendur Hrafnistu harðlega.„Andlát bera að með mismunandi hætti og ráða þar margir mismunandi þættir, m.a. líkamlegt ástand hvers og eins. Andlát nákomins ættingja eru einnig og að sjálfsögðu ávallt erfið aðstandendum. Hrafnista ber fulla virðingu fyrir tilfinningum aðstandenda og íbúa og heilbrigðisstarfsfólk reynir sitt allra besta til að umgangast viðkomandi af fyllstu nærgætni,“ segir í yfirlýsingunni. Tekið er fram að engin undirmönnun hafi verið í hópi starfsfólks þetta kvöld og tilkynning um málið hafi verið send til Embættis landlæknis samkvæmt verkferlum. Það sé því ósanngjarnt að það starfsfólk sem sá um umönnun Ingólfs hafi verið borið þungbærum og alvarlegum ásökunum vegna málsins. Það sé bæði undrandi og miður sín vegna málsins og harmar Hrafnista þennan fréttaflutning.Hér að neðan má lesa yfirlýsingu Hrafnistu í heild sinni:Í tilefni opinberrar umfjöllunar um málefni íbúa á Hrafnistu í Hraunvangi í Hafnarfirði, sem lést 31. október og fjallað hefur verið um í fjölmiðlum, vill Hrafnista taka eftirfarandi fram:Vegna þagnarskyldu getum við ekki tekið þátt í opinberri umræðu um málefni einstakra íbúa okkar. Okkur þykir mjög miður að heyra af upplifun viðkomandi ættingja varðandi andlátið. Hins vegar er mjög mikilvægt að fram komi að sú upplifun er ekki lýsing á raunverulegri atburðarás. Andlát bera að með mismunandi hætti og ráða þar margir mismunandi þættir, m.a. líkamlegt ástand hvers og eins. Andlát nákomins ættingja eru einnig og að sjálfsögðu ávallt erfið aðstandendum. Hrafnista ber fulla virðingu fyrir tilfinningum aðstandenda og íbúa og heilbrigðisstarfsfólk reynir sitt allra besta til að umgangast viðkomandi af fyllstu nærgætni. Í því tilviki sem gert hefur verið að umtalsefni á Vísi og víðar var öllum verk- og gæðaferlum fylgt af vakthafandi heilbrigðisstarfólki Hrafnistu og þess ber sérstaklega að geta vegna umfjöllunar Vísis að gætt var samráðs við íbúa og aðstandendur í ferlinu eins og alltaf þegar því verður við komið. Samkvæmt verkferlum hefur verið send tilkynning um málið til Embættis landlæknis og af gefnu tilefni ber þess einnig að geta engin undirmönnun var í hópi starfsfólks þetta kvöld.Hrafnista harmar þennan fréttaflutning af málinu og hvetur alla hlutaðeigandi til vandaðra vinnubragða og nærgætni í málum sem þessum. Andlát nákomins ættingja er ávallt afar erfitt og það þekkir starfsfólk heilbirgiðsstofnanna og hjúkrunarheimila eins og Hrafnistu Hafnarfirði vel þar sem hátt í eitthundrað aldraðrir ljúka æviskeiði sínu á hverju ári. Starfsfólk umræddrar deildar Hrafnistu í Hafnarfirði í því tilfelli sem Vísir fjallar um og sá um umönnun og hjúkrun umrædds einstaklings hefur verið borið mjög þungbærum, alvarlegum og ósanngjörnum sökum af aðstandendum viðkomandi einstaklings. Starfsfólk er mjög undrandi og miður sín vegna þessa.Jafnframt vill Hrafnista þakka fallegar kveðjur og hlý orð sem starfsfólki hefur borist frá fjölda ættingja og íbúa og sem notið hafa þjónustu Hrafnistu í Hafnarfirði.Pétur Magnússon,forstjóri Hrafnistuheimilanna Eldri borgarar Hafnarfjörður Heilbrigðismál Tengdar fréttir „Fyrir þeim var bara enn eitt herbergi að losna á Hrafnistu“ Sandra Gunnarsdóttir gagnrýnir stjórnendur Hrafnistu harðlega en afi hennar dó afar þjáður í faðmi aðstandenda. 7. nóvember 2019 14:30 Mest lesið Haft höggbor beint fyrir utan í hálft ár og kominn með nóg Innlent Tveggja vikna tvíburasystrum vísað úr landi Innlent Stímir óhrædd í gin ísraelska sjóhersins Innlent Thunberg meðal 500 handtekinna aðgerðasinna Erlent Söguðu gat á flugsafn til að stinga inn Boeing 757 Innlent Demókrötum kennt um og uppsögnum hótað Erlent Hafði hvorki þekkingu né umboð til að tjá sig um fjármálin Innlent Kom ráðherra á óvart að viðræðum hefði verið slitið Innlent Frelsisflotinn umkringdur og farþegar fluttir til Ísraels Erlent Telja sig hafa fundið skipið sem skaut drónunum Erlent Fleiri fréttir Vilja heimila gjaldtöku vegna fjarheilbrigðisþjónustu og útkalls án flutnings Haft höggbor beint fyrir utan í hálft ár og kominn með nóg Stímir óhrædd í gin ísraelska sjóhersins Kom ráðherra á óvart að viðræðum hefði verið slitið Söguðu gat á flugsafn til að stinga inn Boeing 757 Tveggja vikna tvíburasystrum vísað úr landi Gæti stefnt í þungavigtarslag um varaformannsembættið Atvinnuþátttaka innflytjenda meiri en Íslendinga en fjárhagsstaða verri Hafði hvorki þekkingu né umboð til að tjá sig um fjármálin Framsóknarflokkurinn mælist aftur inni Áttatíu starfsmenn í biðstöðu og HM-hópur Íslands Viðreisn býður fram undir eigin merkjum í Árborg Ekið á hjólreiðamann og hann fluttur á bráðamóttöku Val á þingflokksformanni bíður betri tíma Tvö vilja byggja Fossvogsbrú en bæði yfir áætluðum kostnaði Tálbeitan ákærð fyrir rangt brot Ekki sama manneskjan eftir hörmungarnar á Gasa Skorar á ríkisstjórnina að fjármagna íslenskunám Eggert Benedikt settur forstjóri Hafró Samtök „gamalla karla“ sem sumum finnst „kúl“ Rafmagnslaust á Dalvík, Hrísey og nágrenni Hætt við sameiningu HA og Háskólans á Bifröst Bjóða Grindvíkingum á seiglunámskeið Fimmtungur getur ekki keypt afmælisgjafir fyrir börnin sín Reyna að bjarga starfseminni á Möltu og slæmar fregnir af makrílveiðinni Bein útsending: Loftslagsdagurinn Bein útsending: Staða launafólks á Íslandi Létu sér andlát Hjörleifs í léttu rúmi liggja Konur og háskólamenntaðir líklegri til að vilja frekari aðgerðir gegn Ísrael Bein útsending: Heilbrigðistæknilausnir og -þjónusta Sjá meira
Hrafnista hefur sent frá sér yfirlýsingu vegna fjölmiðlaumfjöllunar um andlát Ingólfs Árna Jónssonar sem lést á Hrafnistu þann 31. október. Málið hefur vakið mikla athygli en ættingjar Ingólfs gagnrýna Hrafnistu harðlega vegna málsins og segja starfsfólk hafa hundsað alvarlegt ástand hans. Í yfirlýsingunni, sem Pétur Magnússon forstjóri Hrafnistuheimilanna sendi fyrir hönd Hrafnistu, kemur fram að Hrafnista geti ekki tekið þátt í opinberri umræðu um málið vegna þagnarskyldu. Hins vegar sé mjög mikilvægt að það komi fram að upplifun ættingjanna af atburðum fimmtudagsins sé „ekki lýsing á raunverulegri atburðarás“. Sandra Gunnarsdóttir, barnabarn Ingólfs, lýsti atburðarásinni í samtali við Vísi og sagði engan vafa leika á því að vanræksla starfsfólks hafi átt stóran hlut í andláti hans. Hún hafi jafnframt verið verulega ósátt við viðbrögð Hrafnistu vegna málsins.Sjá einnig: „Fyrir þeim var bara enn eitt herbergi að losna á Hrafnistu“ Hann fullyrðir að öllum verk- og gæðaferlum hafi verið fylgt af vakthafandi heilbrigðisstarfsfólki Hrafnistu í tilviki Ingólfs, sem er þó ekki nefndur á nafn í yfirlýsingunni vegna þagnarskyldu fyrirtækisins, og að samráðs við íbúa og aðstandendur hafi verið gætt líkt og alltaf.Sandra Gunnarsdóttir, barnabarn Ingólfs, gagnrýndi stjórnendur Hrafnistu harðlega.„Andlát bera að með mismunandi hætti og ráða þar margir mismunandi þættir, m.a. líkamlegt ástand hvers og eins. Andlát nákomins ættingja eru einnig og að sjálfsögðu ávallt erfið aðstandendum. Hrafnista ber fulla virðingu fyrir tilfinningum aðstandenda og íbúa og heilbrigðisstarfsfólk reynir sitt allra besta til að umgangast viðkomandi af fyllstu nærgætni,“ segir í yfirlýsingunni. Tekið er fram að engin undirmönnun hafi verið í hópi starfsfólks þetta kvöld og tilkynning um málið hafi verið send til Embættis landlæknis samkvæmt verkferlum. Það sé því ósanngjarnt að það starfsfólk sem sá um umönnun Ingólfs hafi verið borið þungbærum og alvarlegum ásökunum vegna málsins. Það sé bæði undrandi og miður sín vegna málsins og harmar Hrafnista þennan fréttaflutning.Hér að neðan má lesa yfirlýsingu Hrafnistu í heild sinni:Í tilefni opinberrar umfjöllunar um málefni íbúa á Hrafnistu í Hraunvangi í Hafnarfirði, sem lést 31. október og fjallað hefur verið um í fjölmiðlum, vill Hrafnista taka eftirfarandi fram:Vegna þagnarskyldu getum við ekki tekið þátt í opinberri umræðu um málefni einstakra íbúa okkar. Okkur þykir mjög miður að heyra af upplifun viðkomandi ættingja varðandi andlátið. Hins vegar er mjög mikilvægt að fram komi að sú upplifun er ekki lýsing á raunverulegri atburðarás. Andlát bera að með mismunandi hætti og ráða þar margir mismunandi þættir, m.a. líkamlegt ástand hvers og eins. Andlát nákomins ættingja eru einnig og að sjálfsögðu ávallt erfið aðstandendum. Hrafnista ber fulla virðingu fyrir tilfinningum aðstandenda og íbúa og heilbrigðisstarfsfólk reynir sitt allra besta til að umgangast viðkomandi af fyllstu nærgætni. Í því tilviki sem gert hefur verið að umtalsefni á Vísi og víðar var öllum verk- og gæðaferlum fylgt af vakthafandi heilbrigðisstarfólki Hrafnistu og þess ber sérstaklega að geta vegna umfjöllunar Vísis að gætt var samráðs við íbúa og aðstandendur í ferlinu eins og alltaf þegar því verður við komið. Samkvæmt verkferlum hefur verið send tilkynning um málið til Embættis landlæknis og af gefnu tilefni ber þess einnig að geta engin undirmönnun var í hópi starfsfólks þetta kvöld.Hrafnista harmar þennan fréttaflutning af málinu og hvetur alla hlutaðeigandi til vandaðra vinnubragða og nærgætni í málum sem þessum. Andlát nákomins ættingja er ávallt afar erfitt og það þekkir starfsfólk heilbirgiðsstofnanna og hjúkrunarheimila eins og Hrafnistu Hafnarfirði vel þar sem hátt í eitthundrað aldraðrir ljúka æviskeiði sínu á hverju ári. Starfsfólk umræddrar deildar Hrafnistu í Hafnarfirði í því tilfelli sem Vísir fjallar um og sá um umönnun og hjúkrun umrædds einstaklings hefur verið borið mjög þungbærum, alvarlegum og ósanngjörnum sökum af aðstandendum viðkomandi einstaklings. Starfsfólk er mjög undrandi og miður sín vegna þessa.Jafnframt vill Hrafnista þakka fallegar kveðjur og hlý orð sem starfsfólki hefur borist frá fjölda ættingja og íbúa og sem notið hafa þjónustu Hrafnistu í Hafnarfirði.Pétur Magnússon,forstjóri Hrafnistuheimilanna
Eldri borgarar Hafnarfjörður Heilbrigðismál Tengdar fréttir „Fyrir þeim var bara enn eitt herbergi að losna á Hrafnistu“ Sandra Gunnarsdóttir gagnrýnir stjórnendur Hrafnistu harðlega en afi hennar dó afar þjáður í faðmi aðstandenda. 7. nóvember 2019 14:30 Mest lesið Haft höggbor beint fyrir utan í hálft ár og kominn með nóg Innlent Tveggja vikna tvíburasystrum vísað úr landi Innlent Stímir óhrædd í gin ísraelska sjóhersins Innlent Thunberg meðal 500 handtekinna aðgerðasinna Erlent Söguðu gat á flugsafn til að stinga inn Boeing 757 Innlent Demókrötum kennt um og uppsögnum hótað Erlent Hafði hvorki þekkingu né umboð til að tjá sig um fjármálin Innlent Kom ráðherra á óvart að viðræðum hefði verið slitið Innlent Frelsisflotinn umkringdur og farþegar fluttir til Ísraels Erlent Telja sig hafa fundið skipið sem skaut drónunum Erlent Fleiri fréttir Vilja heimila gjaldtöku vegna fjarheilbrigðisþjónustu og útkalls án flutnings Haft höggbor beint fyrir utan í hálft ár og kominn með nóg Stímir óhrædd í gin ísraelska sjóhersins Kom ráðherra á óvart að viðræðum hefði verið slitið Söguðu gat á flugsafn til að stinga inn Boeing 757 Tveggja vikna tvíburasystrum vísað úr landi Gæti stefnt í þungavigtarslag um varaformannsembættið Atvinnuþátttaka innflytjenda meiri en Íslendinga en fjárhagsstaða verri Hafði hvorki þekkingu né umboð til að tjá sig um fjármálin Framsóknarflokkurinn mælist aftur inni Áttatíu starfsmenn í biðstöðu og HM-hópur Íslands Viðreisn býður fram undir eigin merkjum í Árborg Ekið á hjólreiðamann og hann fluttur á bráðamóttöku Val á þingflokksformanni bíður betri tíma Tvö vilja byggja Fossvogsbrú en bæði yfir áætluðum kostnaði Tálbeitan ákærð fyrir rangt brot Ekki sama manneskjan eftir hörmungarnar á Gasa Skorar á ríkisstjórnina að fjármagna íslenskunám Eggert Benedikt settur forstjóri Hafró Samtök „gamalla karla“ sem sumum finnst „kúl“ Rafmagnslaust á Dalvík, Hrísey og nágrenni Hætt við sameiningu HA og Háskólans á Bifröst Bjóða Grindvíkingum á seiglunámskeið Fimmtungur getur ekki keypt afmælisgjafir fyrir börnin sín Reyna að bjarga starfseminni á Möltu og slæmar fregnir af makrílveiðinni Bein útsending: Loftslagsdagurinn Bein útsending: Staða launafólks á Íslandi Létu sér andlát Hjörleifs í léttu rúmi liggja Konur og háskólamenntaðir líklegri til að vilja frekari aðgerðir gegn Ísrael Bein útsending: Heilbrigðistæknilausnir og -þjónusta Sjá meira
„Fyrir þeim var bara enn eitt herbergi að losna á Hrafnistu“ Sandra Gunnarsdóttir gagnrýnir stjórnendur Hrafnistu harðlega en afi hennar dó afar þjáður í faðmi aðstandenda. 7. nóvember 2019 14:30