Segir NATO „heiladautt“ vegna Bandaríkjanna Samúel Karl Ólason skrifar 7. nóvember 2019 20:50 Frá því að Macron tók við embætti forseta Frakklands hefur hann ítrekað haft orð á því að ríki Evrópu eigi að starfa nánar saman í varnarmálum. EPA/MICK TSIKAS Emmanuel Macron, forseti Frakklands, segir Atlantshafsbandalagið „heiladautt“ og segir ekki lengur hægt að treysta á Bandaríkin. Hann sagði þar að auki að mögulega þyrfti að endurskoða tilgang bandalagsins, með tilliti til viðhorfs yfirvalda Bandaríkjanna og hvatti Evrópuríki til að líta á heimsálfuna sem heimsveldi. Macron sagðist ekki viss um hvort hann trúði enn því að 5. grein sáttmála NATO væri við lýði. Sú grein fjallar um að öll ríki bandalagsins komi ríki sem ráðist er á til aðstoðar. Þessi orð lét hann falla í viðtali við Economist. Vitnaði hann í það að Donald Trump, forseti Bandaríkjanna, hefði dregið hermenn sína til baka frá Sýrlandi um tíma í aðdraganda innrásar Tyrkja, sem eru einnig í NATO, og uppreisnarhópa sem þeir styrkja gegn sýrlenskum Kúrdum og bandamönnum þeirra. Sú ákvörðun var fordæmd af forsvarsmönnum margra Evrópuríkja, sem hafa starfað með Kúrdum gegn Íslamska ríkinu. Þar á meðal eru Frakkar. Ákvörðunin kom bandamönnum Bandaríkjanna á óvart. Macron sagði í kjölfar hennar, eins og bent er á í frétt Reuters, að Evrópa ætti að hætta að láta eins og undirtilla Bandaríkjanna varðandi Mið-Austurlönd.Angela Merkel, kanslari Þýskalands, segist ósammála Macron og segir ummæli hans hastarleg, samkvæmt frétt BBC. Þó ljóst væri að bandalagið ætti í vandræðum væru orð Macron óþörf.Hefur lengi talað um aukið samstarf Frá því að Macron tók við embætti forseta Frakklands hefur hann ítrekað haft orð á því að ríki Evrópu eigi að starfa nánar saman í varnarmálum. Yfirvöld annarra Evrópuríkja eins og Bretlands hafa þess í stað bent á mikilvægi NATO. Jens Stoltenberg, framkvæmdastjóri NATO, segir bandalagið sterkt. Evrópuríki væru að auka fjárútlát til varnarmála, eins og Trump hefur krafist á undanförnum árum, og Bandaríkin væru þar að auki að auka umsvif sín í Evrópu og sameiginlegum heræfingum færi fjölgandi. Hann sagði allar tilraunir til að veikja tengslin yfir Atlantshafið kæmu ekki eingöngu niður á NATO heldur einnig öryggi Evrópu. Þeir einu sem virðast taka vel í orð Macron eru yfirvöld Rússlands. Maria Zakharova, talskona Utanríkisráðuneytis Rússlands, tjáði sig um ummælin á Facebook og sagði þau sönn. Macron hefði lýst stöðu NATO vel. Bandaríkin Evrópusambandið NATO Sýrland Tyrkland Mest lesið Verið ættleiddur af Íslendingum Innlent Opinbera bréf Trumps til Epsteins Erlent Alþjóðakerfinu ekki viðbjargandi og þörf á aðlögun Erlent Segir danska kerfið þurfa að líta á Grænlendinga sem jafningja Erlent Bylgja Dís er látin Innlent Uppfæra ekki fríverslunarsamning og banna tvo ráðherra Innlent Hækka hámarksgreiðslur um hundrað þúsund krónur Innlent Fyrsti dagur Kvikmyndaskólans: „Það besta sem hefur gerst fyrir skólann síðan í apríl“ Innlent Gestur Guðmundsson er látinn Innlent Brimborg og Askja innkalla bifreiðar Bílar Fleiri fréttir Alþjóðakerfinu ekki viðbjargandi og þörf á aðlögun Segir danska kerfið þurfa að líta á Grænlendinga sem jafningja Opinbera bréf Trumps til Epsteins Vinstriblokkin með meirihluta í Noregi Þurfa að finna fimmta forsætisráðherrann á tveimur árum Biðlaði til stjórnarandstöðunnar á pólitískum dánarbeði sínum Mál úgandsks stríðsherra gæti haft þýðingu fyrir Pútín og Netanjahú Skutu mótmælendur til bana við þinghúsið í Nepal Sex látnir í skotárás Palestínumanna í Jerúsalem Fjórar ungar vinkonur fórust í eldsvoða í Noregi Boðað til mótmæla vegna vopnasýningar í Lundúnum Sveppamorðinginn í lífstíðarfangelsi í Ástralíu Treystir á afdráttarlaus viðbrögð bandamanna við árás helgarinnar Bera kennsl á mann fimmtíu árum eftir að hann lét sig hverfa Líklega snúin staða sama hvernig fer í Noregi Tölvuleikjaspilandi táningur tekinn í dýrlingatölu Finnski þjóðsöngurinn gleðilegastur af þjóðsöngvum Norðurlandanna Vilja skylda samskiptaforrit til að skanna einkaskilaboð fólks Rafmagnsflugvél reynd í áætlunarflugi í Noregi „Markmiðið er að innlima Úkraínu í áhrifasvæði Rússlands“ Forsætisráðherra Japan segir af sér Bandaríkjamenn handtóku yfir þrjú hundruð Suður-Kóreumenn Aðsetur ríkisstjórnarinnar logar eftir árásir næturinnar Hótar að beita stríðsmálaráðuneytinu: „Chipocalypse Now“ Webb smellti af nýburamyndum Harðlega gagnrýndur af bæði Demókrötum og Repúblikönum Fundu ofgnótt ferskvatns undir sjávarbotninum í Atlantshafi Segir af sér sem ráðherra og varaformaður Verkamannaflokksins „Selir“ skutu óvopnaða borgara í leyniaðgerð í Norður-Kóreu Hertogaynjan af Kent er látin Sjá meira
Emmanuel Macron, forseti Frakklands, segir Atlantshafsbandalagið „heiladautt“ og segir ekki lengur hægt að treysta á Bandaríkin. Hann sagði þar að auki að mögulega þyrfti að endurskoða tilgang bandalagsins, með tilliti til viðhorfs yfirvalda Bandaríkjanna og hvatti Evrópuríki til að líta á heimsálfuna sem heimsveldi. Macron sagðist ekki viss um hvort hann trúði enn því að 5. grein sáttmála NATO væri við lýði. Sú grein fjallar um að öll ríki bandalagsins komi ríki sem ráðist er á til aðstoðar. Þessi orð lét hann falla í viðtali við Economist. Vitnaði hann í það að Donald Trump, forseti Bandaríkjanna, hefði dregið hermenn sína til baka frá Sýrlandi um tíma í aðdraganda innrásar Tyrkja, sem eru einnig í NATO, og uppreisnarhópa sem þeir styrkja gegn sýrlenskum Kúrdum og bandamönnum þeirra. Sú ákvörðun var fordæmd af forsvarsmönnum margra Evrópuríkja, sem hafa starfað með Kúrdum gegn Íslamska ríkinu. Þar á meðal eru Frakkar. Ákvörðunin kom bandamönnum Bandaríkjanna á óvart. Macron sagði í kjölfar hennar, eins og bent er á í frétt Reuters, að Evrópa ætti að hætta að láta eins og undirtilla Bandaríkjanna varðandi Mið-Austurlönd.Angela Merkel, kanslari Þýskalands, segist ósammála Macron og segir ummæli hans hastarleg, samkvæmt frétt BBC. Þó ljóst væri að bandalagið ætti í vandræðum væru orð Macron óþörf.Hefur lengi talað um aukið samstarf Frá því að Macron tók við embætti forseta Frakklands hefur hann ítrekað haft orð á því að ríki Evrópu eigi að starfa nánar saman í varnarmálum. Yfirvöld annarra Evrópuríkja eins og Bretlands hafa þess í stað bent á mikilvægi NATO. Jens Stoltenberg, framkvæmdastjóri NATO, segir bandalagið sterkt. Evrópuríki væru að auka fjárútlát til varnarmála, eins og Trump hefur krafist á undanförnum árum, og Bandaríkin væru þar að auki að auka umsvif sín í Evrópu og sameiginlegum heræfingum færi fjölgandi. Hann sagði allar tilraunir til að veikja tengslin yfir Atlantshafið kæmu ekki eingöngu niður á NATO heldur einnig öryggi Evrópu. Þeir einu sem virðast taka vel í orð Macron eru yfirvöld Rússlands. Maria Zakharova, talskona Utanríkisráðuneytis Rússlands, tjáði sig um ummælin á Facebook og sagði þau sönn. Macron hefði lýst stöðu NATO vel.
Bandaríkin Evrópusambandið NATO Sýrland Tyrkland Mest lesið Verið ættleiddur af Íslendingum Innlent Opinbera bréf Trumps til Epsteins Erlent Alþjóðakerfinu ekki viðbjargandi og þörf á aðlögun Erlent Segir danska kerfið þurfa að líta á Grænlendinga sem jafningja Erlent Bylgja Dís er látin Innlent Uppfæra ekki fríverslunarsamning og banna tvo ráðherra Innlent Hækka hámarksgreiðslur um hundrað þúsund krónur Innlent Fyrsti dagur Kvikmyndaskólans: „Það besta sem hefur gerst fyrir skólann síðan í apríl“ Innlent Gestur Guðmundsson er látinn Innlent Brimborg og Askja innkalla bifreiðar Bílar Fleiri fréttir Alþjóðakerfinu ekki viðbjargandi og þörf á aðlögun Segir danska kerfið þurfa að líta á Grænlendinga sem jafningja Opinbera bréf Trumps til Epsteins Vinstriblokkin með meirihluta í Noregi Þurfa að finna fimmta forsætisráðherrann á tveimur árum Biðlaði til stjórnarandstöðunnar á pólitískum dánarbeði sínum Mál úgandsks stríðsherra gæti haft þýðingu fyrir Pútín og Netanjahú Skutu mótmælendur til bana við þinghúsið í Nepal Sex látnir í skotárás Palestínumanna í Jerúsalem Fjórar ungar vinkonur fórust í eldsvoða í Noregi Boðað til mótmæla vegna vopnasýningar í Lundúnum Sveppamorðinginn í lífstíðarfangelsi í Ástralíu Treystir á afdráttarlaus viðbrögð bandamanna við árás helgarinnar Bera kennsl á mann fimmtíu árum eftir að hann lét sig hverfa Líklega snúin staða sama hvernig fer í Noregi Tölvuleikjaspilandi táningur tekinn í dýrlingatölu Finnski þjóðsöngurinn gleðilegastur af þjóðsöngvum Norðurlandanna Vilja skylda samskiptaforrit til að skanna einkaskilaboð fólks Rafmagnsflugvél reynd í áætlunarflugi í Noregi „Markmiðið er að innlima Úkraínu í áhrifasvæði Rússlands“ Forsætisráðherra Japan segir af sér Bandaríkjamenn handtóku yfir þrjú hundruð Suður-Kóreumenn Aðsetur ríkisstjórnarinnar logar eftir árásir næturinnar Hótar að beita stríðsmálaráðuneytinu: „Chipocalypse Now“ Webb smellti af nýburamyndum Harðlega gagnrýndur af bæði Demókrötum og Repúblikönum Fundu ofgnótt ferskvatns undir sjávarbotninum í Atlantshafi Segir af sér sem ráðherra og varaformaður Verkamannaflokksins „Selir“ skutu óvopnaða borgara í leyniaðgerð í Norður-Kóreu Hertogaynjan af Kent er látin Sjá meira