Fyrsta verkfæraverslunin Gunnþóra Gunnarsdóttir skrifar 8. nóvember 2019 07:15 Brynjólfur Björnsson í ríki sínu innan um hin aðskiljanlegustu áhöld og allt sem þeim tilheyrir. Fréttablaðið/Ernir Brynja var stofnuð 1919, leyfisbréfið sem hangir hér uppi er frá 8. nóvember það ár. Kannski hefur búðin ekki verið opnuð þann dag, en við ákváðum að miða afmælið við hann,“ segir Brynjólfur Björnsson, eigandi Brynju á Laugavegi 29. Hann ætlar að bjóða gestum og gangandi í kaffi og tertu í dag milli klukkan 14 og 18. „Það er full ástæða til að gera sér dagamun,“ segir hann réttilega. Verkfæri og járnvörur eru aðal Brynju eins og alþjóð veit, því verslunin hefur verið fastur punktur í lífi landans í hundrað ár. Þar starfa nú sjö manns. Við Brynjólfur sitjum á skrifstofu á efri hæðinni sem merkt er Forstjórinn. Áður hafði ég gengið fram hjá öðrum dyrum með skilti sem á stendur: Hér er alltaf borgað út milli klukkan 14 og 17 á föstudögum. Hinum megin gangsins er lítið eldhús með lágum bekk því þó að versluninni hafi verið breytt í tímans rás, til hagræðingar fyrir viðskiptavini, er ýmsum hlutum leyft að halda sér á loftinu. Fyrstu tíu árin sín var Brynja á Laugavegi 24, að sögn Brynjólfs, en stofnandinn, Guðmundur Jónsson, ákvað þá að festa kaup á húsi hinum megin götunnar. „Þetta hús er byggt 1906. Þá var sagt: „Hvað ertu að byggja búð langt fyrir utan bæinn?“ því byggðin var öll í Kvosinni og náði aðeins upp í Bakarabrekkuna (Bankastrætið) þannig að þetta var aðeins úr leið. Hér uppi var íbúð en það var strax einhver verslun á neðri hæðinni og gluggarnir voru stærstu búðargluggar í bænum. Guðmundur, stofnandi Brynju, var hálfbróðir ömmu minnar,“ lýsir Brynjólfur. „Hann kom frá Akranesi að læra smíðar hjá Völundi. Svo slasaðist hann á hendi og gat ekki smíðað lengur, fór þá til Noregs og Svíþjóðar og sá þar mikið af góðum verkfærum sem hann langaði að flytja inn svo hann kom heim og opnaði Brynju og hún var fyrsta sérvöruverslunin með verkfæri. Hann seldi verslunina árið 1937 og beindi kröftum sínum að umboðs- og heildsölu við hlutafélagið Vélar og verkfæri og það er enn fjölskyldufyrirtæki.“ Brynja hefur verið innan sömu fjölskyldu frá 1954 og Brynjólfur kveðst hafa verið þar í sendiferðum sem strákur á sumrin, ef hann hafi ekki verið sendur í sveit. „Ég var í Englandi og Þýskalandi í nokkur ár en hef unnið hér sleitulaust frá 1965 og tók við rekstrinum þegar faðir minn dó 1993.“ Brynjólfur segir mikil viðskipti hafa verið við landsbyggðina alla tíð og sýnir auglýsingu frá Brynju sem birtist í Vestfirska fréttablaðinu á 4. áratugnum. Þar stendur: „Saumur, skrúfur, lamir, skrár, gluggar, gler. Eina sérverslunin sem er með allar vörur tengdar veggfóðraraiðninni.“ Hann kveðst ekki vita um aðra verslun af þessari stærðargráðu á landinu nú. „En hér á Laugavegi, Hverfisgötu, Lindargötu og Skúlagötu var fjöldi svipaðra verslana á tímabili. Kanarnir sem koma hingað sem ferðamenn eru stórhrifnir, þeir segja þessar búðir ekki sjást lengur vestra, heldur bara risastórar byggingarvörubúðir, þeim finnst gaman að koma hingað og líka Bretum. Þessar búðir eru horfnar hjá þeim og þeir sakna þeirra. En nú veit maður ekkert hvernig þessar breytingar í miðbænum fara með okkur.“ Birtist í Fréttablaðinu Reykjavík Tímamót Mest lesið Fyrsta íslenska grænkera ostagerðin í hættu Viðskipti innlent Í tjaldútilegu í 53 mánuði samfleytt og tekur fjöllin með í fundarherbergið Atvinnulíf Himinháar kröfur í galtóm bú veitingamanna á Akureyri Viðskipti innlent Rukkað því fólk hékk í rennunni Neytendur Skype heyrir brátt sögunni til Viðskipti erlent Fyrsti kaffibollinn minnir hann á að þrjú börn eru á heimilinu Atvinnulíf Z-kynslóðin fílar ekki stjórnunarstílinn og hættir Atvinnulíf Rukka í „rennuna“ á flugvellinum Neytendur Skilar samkeppnin okkur samkeppnishæfu matarverði? Neytendur Ekkert verður af frekari loðnuvertíð Viðskipti innlent Fleiri fréttir Himinháar kröfur í galtóm bú veitingamanna á Akureyri Fyrrverandi aðstoðarmaður skellir sér aftur í auglýsingarnar Ekkert verður af frekari loðnuvertíð Engin bráð hætta á „bíólausu Íslandi“ Skattar á áfengi hæstir á Íslandi Stefna á Coda stöð við Húsavík Góa tekur yfir framleiðslu á Omnom Önnur Airbus-þotan væntanleg á morgun Kaupin á TM gengin í gegn fyrir ríflega þrjátíu milljarða króna Tveir af hverjum þremur andvígir sameiningu bankanna Skella sér í sósur og ís fyrir fjóra milljarða Virða niðurstöðu Íslandsbanka „Við sem neytendur eigum ekki að sætta okkur við þetta“ Íslandsbanki afþakkar boð Arion um samrunaviðræður Forstjóri ÁTVR lætur af störfum Mátti greiða himinháan reikning korter í þrot eftir allt saman Misstu þrjá dróna í gosið við tökur á sýningunni Nýjar verðbólgutölur gefa von um hraðari lækkun vaxta Björn hvergi af baki dottinn í milljarðadeilu Verðbólga 4,2 prósent og ekki minni í fjögur ár Gefa út afkomuviðvörun vegna dómsins Síminn þarf að greiða 400 milljónir króna Segir allar ásakanir fullkomlega tilhæfulausar Bein útsending: „Landbúnaður er almannahagsmunir“ Strákar og stálp fá styrk Umdeild viðskipti fá ekki áheyrn Hæstaréttar Hildur ráðin forstjóri Advania Atvinnuleysi eykst Skipti í brúnni hjá Indó Smári Rúnar ráðinn fjármálastjóri Sjá meira
Brynja var stofnuð 1919, leyfisbréfið sem hangir hér uppi er frá 8. nóvember það ár. Kannski hefur búðin ekki verið opnuð þann dag, en við ákváðum að miða afmælið við hann,“ segir Brynjólfur Björnsson, eigandi Brynju á Laugavegi 29. Hann ætlar að bjóða gestum og gangandi í kaffi og tertu í dag milli klukkan 14 og 18. „Það er full ástæða til að gera sér dagamun,“ segir hann réttilega. Verkfæri og járnvörur eru aðal Brynju eins og alþjóð veit, því verslunin hefur verið fastur punktur í lífi landans í hundrað ár. Þar starfa nú sjö manns. Við Brynjólfur sitjum á skrifstofu á efri hæðinni sem merkt er Forstjórinn. Áður hafði ég gengið fram hjá öðrum dyrum með skilti sem á stendur: Hér er alltaf borgað út milli klukkan 14 og 17 á föstudögum. Hinum megin gangsins er lítið eldhús með lágum bekk því þó að versluninni hafi verið breytt í tímans rás, til hagræðingar fyrir viðskiptavini, er ýmsum hlutum leyft að halda sér á loftinu. Fyrstu tíu árin sín var Brynja á Laugavegi 24, að sögn Brynjólfs, en stofnandinn, Guðmundur Jónsson, ákvað þá að festa kaup á húsi hinum megin götunnar. „Þetta hús er byggt 1906. Þá var sagt: „Hvað ertu að byggja búð langt fyrir utan bæinn?“ því byggðin var öll í Kvosinni og náði aðeins upp í Bakarabrekkuna (Bankastrætið) þannig að þetta var aðeins úr leið. Hér uppi var íbúð en það var strax einhver verslun á neðri hæðinni og gluggarnir voru stærstu búðargluggar í bænum. Guðmundur, stofnandi Brynju, var hálfbróðir ömmu minnar,“ lýsir Brynjólfur. „Hann kom frá Akranesi að læra smíðar hjá Völundi. Svo slasaðist hann á hendi og gat ekki smíðað lengur, fór þá til Noregs og Svíþjóðar og sá þar mikið af góðum verkfærum sem hann langaði að flytja inn svo hann kom heim og opnaði Brynju og hún var fyrsta sérvöruverslunin með verkfæri. Hann seldi verslunina árið 1937 og beindi kröftum sínum að umboðs- og heildsölu við hlutafélagið Vélar og verkfæri og það er enn fjölskyldufyrirtæki.“ Brynja hefur verið innan sömu fjölskyldu frá 1954 og Brynjólfur kveðst hafa verið þar í sendiferðum sem strákur á sumrin, ef hann hafi ekki verið sendur í sveit. „Ég var í Englandi og Þýskalandi í nokkur ár en hef unnið hér sleitulaust frá 1965 og tók við rekstrinum þegar faðir minn dó 1993.“ Brynjólfur segir mikil viðskipti hafa verið við landsbyggðina alla tíð og sýnir auglýsingu frá Brynju sem birtist í Vestfirska fréttablaðinu á 4. áratugnum. Þar stendur: „Saumur, skrúfur, lamir, skrár, gluggar, gler. Eina sérverslunin sem er með allar vörur tengdar veggfóðraraiðninni.“ Hann kveðst ekki vita um aðra verslun af þessari stærðargráðu á landinu nú. „En hér á Laugavegi, Hverfisgötu, Lindargötu og Skúlagötu var fjöldi svipaðra verslana á tímabili. Kanarnir sem koma hingað sem ferðamenn eru stórhrifnir, þeir segja þessar búðir ekki sjást lengur vestra, heldur bara risastórar byggingarvörubúðir, þeim finnst gaman að koma hingað og líka Bretum. Þessar búðir eru horfnar hjá þeim og þeir sakna þeirra. En nú veit maður ekkert hvernig þessar breytingar í miðbænum fara með okkur.“
Birtist í Fréttablaðinu Reykjavík Tímamót Mest lesið Fyrsta íslenska grænkera ostagerðin í hættu Viðskipti innlent Í tjaldútilegu í 53 mánuði samfleytt og tekur fjöllin með í fundarherbergið Atvinnulíf Himinháar kröfur í galtóm bú veitingamanna á Akureyri Viðskipti innlent Rukkað því fólk hékk í rennunni Neytendur Skype heyrir brátt sögunni til Viðskipti erlent Fyrsti kaffibollinn minnir hann á að þrjú börn eru á heimilinu Atvinnulíf Z-kynslóðin fílar ekki stjórnunarstílinn og hættir Atvinnulíf Rukka í „rennuna“ á flugvellinum Neytendur Skilar samkeppnin okkur samkeppnishæfu matarverði? Neytendur Ekkert verður af frekari loðnuvertíð Viðskipti innlent Fleiri fréttir Himinháar kröfur í galtóm bú veitingamanna á Akureyri Fyrrverandi aðstoðarmaður skellir sér aftur í auglýsingarnar Ekkert verður af frekari loðnuvertíð Engin bráð hætta á „bíólausu Íslandi“ Skattar á áfengi hæstir á Íslandi Stefna á Coda stöð við Húsavík Góa tekur yfir framleiðslu á Omnom Önnur Airbus-þotan væntanleg á morgun Kaupin á TM gengin í gegn fyrir ríflega þrjátíu milljarða króna Tveir af hverjum þremur andvígir sameiningu bankanna Skella sér í sósur og ís fyrir fjóra milljarða Virða niðurstöðu Íslandsbanka „Við sem neytendur eigum ekki að sætta okkur við þetta“ Íslandsbanki afþakkar boð Arion um samrunaviðræður Forstjóri ÁTVR lætur af störfum Mátti greiða himinháan reikning korter í þrot eftir allt saman Misstu þrjá dróna í gosið við tökur á sýningunni Nýjar verðbólgutölur gefa von um hraðari lækkun vaxta Björn hvergi af baki dottinn í milljarðadeilu Verðbólga 4,2 prósent og ekki minni í fjögur ár Gefa út afkomuviðvörun vegna dómsins Síminn þarf að greiða 400 milljónir króna Segir allar ásakanir fullkomlega tilhæfulausar Bein útsending: „Landbúnaður er almannahagsmunir“ Strákar og stálp fá styrk Umdeild viðskipti fá ekki áheyrn Hæstaréttar Hildur ráðin forstjóri Advania Atvinnuleysi eykst Skipti í brúnni hjá Indó Smári Rúnar ráðinn fjármálastjóri Sjá meira