Gerir ekki athugasemd við það ef Blaðamannafélagið leitar til Félagsdóms Sylvía Hall skrifar 8. nóvember 2019 20:00 Halldór Benjamín Þorbergsson, framkvæmdastjóri SA. Vísir/vilhelm Halldór Benjamín Þorbergsson, framkvæmdastjóri Samtaka atvinnulífsins, segir leikreglur verkfalla nokkuð skýrar. Vinnustöðvanir líkt og þær sem náðu til blaðamanna í dag nái ekki til starfa eða starfsgreina heldur einungis félagsmannanna sjálfra. „Þetta er algjört lykilatriði því verkföll og vinnustöðvanir ná ekki til starfa eða starfsgreina heldur bara þeirra félagsmanna sem sinna tilteknum störfum og verkfallsboðun nær til hverju sinni,“ segir Halldór í samtali við Vísi. Vinnustöðvanirnar náðu til vefblaðamanna Morgunblaðsins, Fréttablaðsins, hluta fréttamanna RÚV og hjá Sýn sem fer með rekstur fréttastofu Stöðvar 2, Vísis og Bylgjunnar á milli klukkan 10 og 14 í dag og voru þær fyrstu sem boðaðar eru næstu vikur. Það vakti því mikla athygli þegar fréttir fóru að birtast á vef mbl.is á meðan vefblaðamenn voru í verkfalli. Það reyndust vera blaðamenn Morgunblaðsins sem sáu um fréttaskrifin á vefnum, sem og fyrrverandi sumarstarfsmaður og lausapenni á blaðinu. Á meðan blaðamenn vefsins lögðu niður störf í samræmi við boðnar aðgerðir voru því aðrir sem gengu í þeirra störf á meðan og birtu fréttir. Þeir blaðamenn sem vinnustöðvanirnar náðu til lýstu yfir vonbrigðum sínum með málið og sögðu þetta til þess fallið að varpa rýrð á vefinn og gera deiluna þeim mun erfiðari.Sjá einnig: Blaðamenn Mbl.is svekktir með framferði ritstjóra, framkvæmdastjóra og félaga „Við undirrituð blaðamenn og fréttastjórar á frétta- og íþróttadeild mbl.is lýsum yfir vonbrigðum með þetta framferði og þau viðhorf til löglega boðaðra aðgerða sem þarna birtast. Við teljum að þetta framferði sé til þess fallið að varpa rýrð á mbl.is, ekki síst þá blaðamenn sem þar starfa og leitast eftir fremsta megni við að sinna starfi sínu af heilindum og fagmennsku.“Davíð Oddsson er annar ritstjóra Morgublaðsins.Vísir/VilhelmReglurnar skýrar Halldór Benjamín segir samtökin hafa sent út leiðbeiningar til þeirra sem vinnustöðvanirnar ná til. Þær reglur sem þar komi farm hafi verið staðfestar í dómaframkvæmd og umrædd túlkun hafi haldið í áratugi. Því miður sé það svo að aðilar deili alltaf um hvað megi og megi ekki þegar kemur að svona málum en það sé þó mikilvægt að reglum sé fylgt. „Það er lykilatriði í öllum deilum og í siðaðra manna samfélagi, að það séu einfaldlega reglur sem liggi fyrir og báðir aðilar verði að lúta þeim reglum,“ segir Halldór. Hjálmar Jónsson, formaður Blaðamannafélagsins, var ósáttur við það að aðrir gengu í störf blaðamanna í félaginu og sagði að um skýrt verkfallsbrot væri að ræða sem yrði skotið til félagsdóms. Halldór segist ekki gera athugasemd við það ef Blaðamannafélagið kýs að leita til félagsdóms vegna málsins. „Ef vafaatriði koma upp, eða túlkunaratriði, þá geri ég ekki athugasemd við það að blaðamannafélagið skjóti þeim til félagsdóms,“ segir Halldór. Hann segist jafnframt vera vongóður um að samningar náist. „Viðræður við Blaðamannafélagið hafa ekki enn verið til lykta leiddar en ég er vongóður um að það takist eins og hefur tekist í samningaviðræðum við yfir 95% okkar viðsemjenda og ég geri ráð fyrir því að ríkissáttasemjari muni boða fund í deilunni fyrri hluta eða um miðja næstu viku.“ Fjölmiðlar Kjaramál Tengdar fréttir Stærstu vefmiðlarnir birta engar nýjar fréttir á milli klukkan 10 og 14 Klukkan tíu leggja fréttamenn, ljósmyndarar og myndatökumenn á vefmiðlum niður störf í fjóra tíma. 8. nóvember 2019 09:45 Lýsir klárum verkfallsbrotum og skilur ekkert í stjórnendum Morgunblaðsins og RÚV Fyrsta vinnustöðvun í röð verkfalla félagsfólks í Blaðamannafélagi Íslands á netmiðlum hófst klukkan tíu í morgun. Verkfallsbrot hafa verið framin á mbl.is og hjá Ríkisútvarpinu að mati Blaðamannafélagsins. 8. nóvember 2019 16:21 Ríkisútvarpið og Morgunblaðið kærð vegna meintra verkfallsbrota Fyrsta verkfall félagsmanna í Blaðamannafélagi Íslands á netmiðlum var í dag. 8. nóvember 2019 19:30 Blaðamenn Mbl.is svekktir með framferði ritstjóra, framkvæmdastjóra og félaga Verkfallsbrotin framin með vitund ritstjóra og framkvæmdastjóra. 8. nóvember 2019 16:36 Mest lesið Skipt um lás hjá Sósíalistaflokknum Innlent Læknanemar látnir borga hagræðingarbrúsann Innlent Nemendur greiði tuttugu þúsund krónum meira í Strætó en starfsfólk Innlent „Þetta er ekkert líf“ Innlent Sanna og Gunnar Smári höfðu betur á æsingarfundi Innlent Foreldrar fjölbura fá lengra fæðingarorlof Innlent Strandveiðisjómaður lést Innlent Náðu með markaðsátaki að lokka til sín fleiri smærri leiðangursskip Innlent Annað útkall vegna strandveiðibáts úti fyrir Patreksfirði Innlent Unglingsstúlka lést þegar hestur dró hana eftir jörðinni Erlent Fleiri fréttir Foreldrar fjölbura fá lengra fæðingarorlof Læknanemar látnir borga hagræðingarbrúsann Náðu með markaðsátaki að lokka til sín fleiri smærri leiðangursskip Skipt um lás hjá Sósíalistaflokknum Nemendur greiði tuttugu þúsund krónum meira í Strætó en starfsfólk Sanna og Gunnar Smári höfðu betur á æsingarfundi Annað útkall vegna strandveiðibáts úti fyrir Patreksfirði „Þetta er ekkert líf“ Umræða um veiðigjöldin orðin sú þriðja lengsta Óprúttinn aðili rispaði tíu bíla á Seltjarnarnesi Fylkingarnar safna liði og ásakanir ganga á víxl: Stefnir í átök í Bolholti Líf í biðstöðu og hitafundur sósíalista Strandveiðisjómaður lést Deila um Suðurnesjalínu 2 fer beint í Hæstarétt Áslaug Arna farin í frí en enginn tekinn við Sviptur prófinu eftir að hafa ekið á 185 Ældi í rútunni og réðst svo á bílstjórann Sá sem réðst á Ingunni áfrýjar til hæstaréttar Bein útsending: Rektorsskipti í Háskóla Íslands Snurða hljóp á þráðinn í nótt Samstöðinni verði mögulega lokað í kvöld: Vilja fá lögbann á boðaðan aðalfund Strandveiðibátur sökk úti fyrir Patreksfirði Reynt að ná saman um þinglok og hart deilt um Vorstjörnuna Máttu ekki eyða gögnum fyrr en málum væri lokið á öllum dómstigum Bjórpása í Víkinni og lögreglan í heimsókn í Garðabæ Skoða ekki hvort maður hafi mátt binda barn niður og kitla Biður Höllu afsökunar á fréttum af meintum lífvörðum Svörin líklega að finna á Íslandi: Vonlítill um að Jón Þröstur sé á lífi Skjálfti upp á þrjá í Kötlu Fundar með þingflokksformönnum Sjá meira
Halldór Benjamín Þorbergsson, framkvæmdastjóri Samtaka atvinnulífsins, segir leikreglur verkfalla nokkuð skýrar. Vinnustöðvanir líkt og þær sem náðu til blaðamanna í dag nái ekki til starfa eða starfsgreina heldur einungis félagsmannanna sjálfra. „Þetta er algjört lykilatriði því verkföll og vinnustöðvanir ná ekki til starfa eða starfsgreina heldur bara þeirra félagsmanna sem sinna tilteknum störfum og verkfallsboðun nær til hverju sinni,“ segir Halldór í samtali við Vísi. Vinnustöðvanirnar náðu til vefblaðamanna Morgunblaðsins, Fréttablaðsins, hluta fréttamanna RÚV og hjá Sýn sem fer með rekstur fréttastofu Stöðvar 2, Vísis og Bylgjunnar á milli klukkan 10 og 14 í dag og voru þær fyrstu sem boðaðar eru næstu vikur. Það vakti því mikla athygli þegar fréttir fóru að birtast á vef mbl.is á meðan vefblaðamenn voru í verkfalli. Það reyndust vera blaðamenn Morgunblaðsins sem sáu um fréttaskrifin á vefnum, sem og fyrrverandi sumarstarfsmaður og lausapenni á blaðinu. Á meðan blaðamenn vefsins lögðu niður störf í samræmi við boðnar aðgerðir voru því aðrir sem gengu í þeirra störf á meðan og birtu fréttir. Þeir blaðamenn sem vinnustöðvanirnar náðu til lýstu yfir vonbrigðum sínum með málið og sögðu þetta til þess fallið að varpa rýrð á vefinn og gera deiluna þeim mun erfiðari.Sjá einnig: Blaðamenn Mbl.is svekktir með framferði ritstjóra, framkvæmdastjóra og félaga „Við undirrituð blaðamenn og fréttastjórar á frétta- og íþróttadeild mbl.is lýsum yfir vonbrigðum með þetta framferði og þau viðhorf til löglega boðaðra aðgerða sem þarna birtast. Við teljum að þetta framferði sé til þess fallið að varpa rýrð á mbl.is, ekki síst þá blaðamenn sem þar starfa og leitast eftir fremsta megni við að sinna starfi sínu af heilindum og fagmennsku.“Davíð Oddsson er annar ritstjóra Morgublaðsins.Vísir/VilhelmReglurnar skýrar Halldór Benjamín segir samtökin hafa sent út leiðbeiningar til þeirra sem vinnustöðvanirnar ná til. Þær reglur sem þar komi farm hafi verið staðfestar í dómaframkvæmd og umrædd túlkun hafi haldið í áratugi. Því miður sé það svo að aðilar deili alltaf um hvað megi og megi ekki þegar kemur að svona málum en það sé þó mikilvægt að reglum sé fylgt. „Það er lykilatriði í öllum deilum og í siðaðra manna samfélagi, að það séu einfaldlega reglur sem liggi fyrir og báðir aðilar verði að lúta þeim reglum,“ segir Halldór. Hjálmar Jónsson, formaður Blaðamannafélagsins, var ósáttur við það að aðrir gengu í störf blaðamanna í félaginu og sagði að um skýrt verkfallsbrot væri að ræða sem yrði skotið til félagsdóms. Halldór segist ekki gera athugasemd við það ef Blaðamannafélagið kýs að leita til félagsdóms vegna málsins. „Ef vafaatriði koma upp, eða túlkunaratriði, þá geri ég ekki athugasemd við það að blaðamannafélagið skjóti þeim til félagsdóms,“ segir Halldór. Hann segist jafnframt vera vongóður um að samningar náist. „Viðræður við Blaðamannafélagið hafa ekki enn verið til lykta leiddar en ég er vongóður um að það takist eins og hefur tekist í samningaviðræðum við yfir 95% okkar viðsemjenda og ég geri ráð fyrir því að ríkissáttasemjari muni boða fund í deilunni fyrri hluta eða um miðja næstu viku.“
Fjölmiðlar Kjaramál Tengdar fréttir Stærstu vefmiðlarnir birta engar nýjar fréttir á milli klukkan 10 og 14 Klukkan tíu leggja fréttamenn, ljósmyndarar og myndatökumenn á vefmiðlum niður störf í fjóra tíma. 8. nóvember 2019 09:45 Lýsir klárum verkfallsbrotum og skilur ekkert í stjórnendum Morgunblaðsins og RÚV Fyrsta vinnustöðvun í röð verkfalla félagsfólks í Blaðamannafélagi Íslands á netmiðlum hófst klukkan tíu í morgun. Verkfallsbrot hafa verið framin á mbl.is og hjá Ríkisútvarpinu að mati Blaðamannafélagsins. 8. nóvember 2019 16:21 Ríkisútvarpið og Morgunblaðið kærð vegna meintra verkfallsbrota Fyrsta verkfall félagsmanna í Blaðamannafélagi Íslands á netmiðlum var í dag. 8. nóvember 2019 19:30 Blaðamenn Mbl.is svekktir með framferði ritstjóra, framkvæmdastjóra og félaga Verkfallsbrotin framin með vitund ritstjóra og framkvæmdastjóra. 8. nóvember 2019 16:36 Mest lesið Skipt um lás hjá Sósíalistaflokknum Innlent Læknanemar látnir borga hagræðingarbrúsann Innlent Nemendur greiði tuttugu þúsund krónum meira í Strætó en starfsfólk Innlent „Þetta er ekkert líf“ Innlent Sanna og Gunnar Smári höfðu betur á æsingarfundi Innlent Foreldrar fjölbura fá lengra fæðingarorlof Innlent Strandveiðisjómaður lést Innlent Náðu með markaðsátaki að lokka til sín fleiri smærri leiðangursskip Innlent Annað útkall vegna strandveiðibáts úti fyrir Patreksfirði Innlent Unglingsstúlka lést þegar hestur dró hana eftir jörðinni Erlent Fleiri fréttir Foreldrar fjölbura fá lengra fæðingarorlof Læknanemar látnir borga hagræðingarbrúsann Náðu með markaðsátaki að lokka til sín fleiri smærri leiðangursskip Skipt um lás hjá Sósíalistaflokknum Nemendur greiði tuttugu þúsund krónum meira í Strætó en starfsfólk Sanna og Gunnar Smári höfðu betur á æsingarfundi Annað útkall vegna strandveiðibáts úti fyrir Patreksfirði „Þetta er ekkert líf“ Umræða um veiðigjöldin orðin sú þriðja lengsta Óprúttinn aðili rispaði tíu bíla á Seltjarnarnesi Fylkingarnar safna liði og ásakanir ganga á víxl: Stefnir í átök í Bolholti Líf í biðstöðu og hitafundur sósíalista Strandveiðisjómaður lést Deila um Suðurnesjalínu 2 fer beint í Hæstarétt Áslaug Arna farin í frí en enginn tekinn við Sviptur prófinu eftir að hafa ekið á 185 Ældi í rútunni og réðst svo á bílstjórann Sá sem réðst á Ingunni áfrýjar til hæstaréttar Bein útsending: Rektorsskipti í Háskóla Íslands Snurða hljóp á þráðinn í nótt Samstöðinni verði mögulega lokað í kvöld: Vilja fá lögbann á boðaðan aðalfund Strandveiðibátur sökk úti fyrir Patreksfirði Reynt að ná saman um þinglok og hart deilt um Vorstjörnuna Máttu ekki eyða gögnum fyrr en málum væri lokið á öllum dómstigum Bjórpása í Víkinni og lögreglan í heimsókn í Garðabæ Skoða ekki hvort maður hafi mátt binda barn niður og kitla Biður Höllu afsökunar á fréttum af meintum lífvörðum Svörin líklega að finna á Íslandi: Vonlítill um að Jón Þröstur sé á lífi Skjálfti upp á þrjá í Kötlu Fundar með þingflokksformönnum Sjá meira
Stærstu vefmiðlarnir birta engar nýjar fréttir á milli klukkan 10 og 14 Klukkan tíu leggja fréttamenn, ljósmyndarar og myndatökumenn á vefmiðlum niður störf í fjóra tíma. 8. nóvember 2019 09:45
Lýsir klárum verkfallsbrotum og skilur ekkert í stjórnendum Morgunblaðsins og RÚV Fyrsta vinnustöðvun í röð verkfalla félagsfólks í Blaðamannafélagi Íslands á netmiðlum hófst klukkan tíu í morgun. Verkfallsbrot hafa verið framin á mbl.is og hjá Ríkisútvarpinu að mati Blaðamannafélagsins. 8. nóvember 2019 16:21
Ríkisútvarpið og Morgunblaðið kærð vegna meintra verkfallsbrota Fyrsta verkfall félagsmanna í Blaðamannafélagi Íslands á netmiðlum var í dag. 8. nóvember 2019 19:30
Blaðamenn Mbl.is svekktir með framferði ritstjóra, framkvæmdastjóra og félaga Verkfallsbrotin framin með vitund ritstjóra og framkvæmdastjóra. 8. nóvember 2019 16:36