Lýsir tilfinningaríkri stund þegar múrinn féll fyrir þrjátíu árum Eiður Þór Árnason og Lillý Valgerður Pétursdóttir skrifa 9. nóvember 2019 14:15 Mynd frá því þegar Þjóðverjar fögnuðu falli múrsins daginn eftir fall hans þann 9. nóvember 1989. Vísir/EPA Þrjatíu ár eru í dag síðan að Berlínarmúrinn féll þann 9. nóvember 1989. Þórir Guðmundsson, núverandi ritstjóri fréttastofu Stöðvar 2, Vísis og Bylgjunnar og þáverandi fréttamaður Stöðvar 2 var staddur í Berlín þegar búrinn féll ásamt Sigurði Jakobssyni kvikmyndatökumanni. Þórir man vel eftir þessum sögulega atburði og sagði að um hafi verið að ræða mjög tilfinningaríka stund fyrir Þjóðverja. „Það sem við þurfum að muna er að múrinn var reistur til að halda milljónum Þjóðverja inni í mjög harðneskjulegu kommúnistaríki þar sem að var ekkert tjáningarfrelsi og ekkert ferðafrelsi. Hann var þarna til staðar í 28 ár og þegar að múrinn féll síðan loksins þessa daga fyrir þrjátíu árum, þá framkallaði það alveg óskaplegar tilfinningar hjá fólki.“Þórir Guðmundsson, ritstjóri fréttastofu Stöðvar 2, Vísis og Bylgjunnar.Vísir/VilhelmÞennan dag mátti sjá gríðarlegan fjölda fara yfir til Vestur-Berlínar í fyrsta skipti í á þriðja áratug. „Þegar við Sigurður Jakobsson myndatökumaður Stöðvar 2 vorum þarna þá töluðum við meðal annars við fólk sem fór þarna yfir þúsundum saman yfir gamla einskismannslandið þar sem voru áður jarðsprengjur til að koma í veg fyrir að fólk gæti farið upp að múrnum, og það fór þarna yfir til Vestur-Berlínar þar sem að eldra fólkið hafði ekki komist til að heimsækja í þessi 28 ár,“ rifjar Þórir upp á þessum merku tímamótum. Fólkið lét sér þó ekki nægja að komast í gegnum múrinn og tók það að sér að brjóta hann niður með táknrænum hætti. „Á meðan er fólk uppi á múrnum, að reyna beinlínis að rífa hann niður með höndunum með hömrum. Þannig að þetta var óskaplega tilfinningaríkt allt saman og batt auðvitað enda á Austur-Þýskaland og á endanum þá féll kommúnisminn eins og hann lagði sig í Austur-Evrópu og Sovíetríkjunum.“Þjóðverjar að fagna falli múrsins árið 1989.Vísir/EPA Þýskaland Mest lesið Viðkvæmur friður þegar í hættu? Erlent Nærliggjandi hús rýmt þegar eldur kom upp á Ásbrú í morgun Innlent Nafngreindi rangan mann í frétt og dæmdur fyrir meiðyrði Innlent Vildu bregðast við sterku ákalli fólks sem hafði misst skyndilega Innlent Mosfellsbær tæki gjarnan við peningunum sem Tjörneshreppur afþakkar Innlent Danir stórefla varnir Grænlands með freigátum og orustuþotum Innlent Rússneskur kafbátur í fylgd sænska hersins Erlent Endurkaupaáætlun fyrir Grindvíkinga kynnt eftir áramót Innlent Mannránstilraun í Kongó og tvöföld áramót meðal eftirminnilegustu ferðaævintýra Katrínar Innlent Velti fyrir sér „hvaða vitleysingur væri að skrifa bara eitthvað“ Innlent Fleiri fréttir Þurrt og bjart suðaustan til og stinningskaldi í kortunum Nærliggjandi hús rýmt þegar eldur kom upp á Ásbrú í morgun Vildu bregðast við sterku ákalli fólks sem hafði misst skyndilega Endurkaupaáætlun fyrir Grindvíkinga kynnt eftir áramót Nafngreindi rangan mann í frétt og dæmdur fyrir meiðyrði Mosfellsbær tæki gjarnan við peningunum sem Tjörneshreppur afþakkar Danir stórefla varnir Grænlands með freigátum og orustuþotum Mannránstilraun í Kongó og tvöföld áramót meðal eftirminnilegustu ferðaævintýra Katrínar Lítill skjálfti við Ingólfsfjall Vill leiða Miðflokkinn í Kópavogi Skora á stjórnvöld að beita sér fyrir styttri bið eftir geislameðferð Erlendir aðilar stofna fölsk íslensk lén í annarlegum tilgangi Rýnt í áhrif stóra vaxtamálsins Velti fyrir sér „hvaða vitleysingur væri að skrifa bara eitthvað“ Vill heldur sjá langtímasamninga um framlög fyrir „samtök úti í bæ” „Auðvitað er hann velkominn hingað til Íslands“ Óútgefnum handritum stolið: Kallaði rithöfundinn skíthaus Loka fyrir kalt vatn í Salahverfi annað kvöld „Mjög slæmt og erfitt að horfa upp á svona“ Minniháttar eldur í Nytjamarkaði á Selfossi Afþakka „fáránlegt“ 250 milljóna framlag Jöfnunarsjóðs Verkfall yfirvofandi hjá flugumferðarstjórum og stórbruni á Siglufirði Aftur á fjöllum og í veiði á fjórhjóli fyrir fólk með skerta hreyfigetu Átján ára veitti manni „langan og djúpan gapandi skurð“ Kókaín, MDMA og mikið magn ketamíns í Norrænu Flugumferðarstjórar boða vinnustöðvun Meirihluti hlynntur aðskilnaði ríkis og kirkju Aldrei færri á móti olíuleit vegna náttúruverndarsjónarmiða „Aðstoðin verður að fá greiða leið inn á Gasa“ Eldur í nýbyggingu í Gufunesi Sjá meira
Þrjatíu ár eru í dag síðan að Berlínarmúrinn féll þann 9. nóvember 1989. Þórir Guðmundsson, núverandi ritstjóri fréttastofu Stöðvar 2, Vísis og Bylgjunnar og þáverandi fréttamaður Stöðvar 2 var staddur í Berlín þegar búrinn féll ásamt Sigurði Jakobssyni kvikmyndatökumanni. Þórir man vel eftir þessum sögulega atburði og sagði að um hafi verið að ræða mjög tilfinningaríka stund fyrir Þjóðverja. „Það sem við þurfum að muna er að múrinn var reistur til að halda milljónum Þjóðverja inni í mjög harðneskjulegu kommúnistaríki þar sem að var ekkert tjáningarfrelsi og ekkert ferðafrelsi. Hann var þarna til staðar í 28 ár og þegar að múrinn féll síðan loksins þessa daga fyrir þrjátíu árum, þá framkallaði það alveg óskaplegar tilfinningar hjá fólki.“Þórir Guðmundsson, ritstjóri fréttastofu Stöðvar 2, Vísis og Bylgjunnar.Vísir/VilhelmÞennan dag mátti sjá gríðarlegan fjölda fara yfir til Vestur-Berlínar í fyrsta skipti í á þriðja áratug. „Þegar við Sigurður Jakobsson myndatökumaður Stöðvar 2 vorum þarna þá töluðum við meðal annars við fólk sem fór þarna yfir þúsundum saman yfir gamla einskismannslandið þar sem voru áður jarðsprengjur til að koma í veg fyrir að fólk gæti farið upp að múrnum, og það fór þarna yfir til Vestur-Berlínar þar sem að eldra fólkið hafði ekki komist til að heimsækja í þessi 28 ár,“ rifjar Þórir upp á þessum merku tímamótum. Fólkið lét sér þó ekki nægja að komast í gegnum múrinn og tók það að sér að brjóta hann niður með táknrænum hætti. „Á meðan er fólk uppi á múrnum, að reyna beinlínis að rífa hann niður með höndunum með hömrum. Þannig að þetta var óskaplega tilfinningaríkt allt saman og batt auðvitað enda á Austur-Þýskaland og á endanum þá féll kommúnisminn eins og hann lagði sig í Austur-Evrópu og Sovíetríkjunum.“Þjóðverjar að fagna falli múrsins árið 1989.Vísir/EPA
Þýskaland Mest lesið Viðkvæmur friður þegar í hættu? Erlent Nærliggjandi hús rýmt þegar eldur kom upp á Ásbrú í morgun Innlent Nafngreindi rangan mann í frétt og dæmdur fyrir meiðyrði Innlent Vildu bregðast við sterku ákalli fólks sem hafði misst skyndilega Innlent Mosfellsbær tæki gjarnan við peningunum sem Tjörneshreppur afþakkar Innlent Danir stórefla varnir Grænlands með freigátum og orustuþotum Innlent Rússneskur kafbátur í fylgd sænska hersins Erlent Endurkaupaáætlun fyrir Grindvíkinga kynnt eftir áramót Innlent Mannránstilraun í Kongó og tvöföld áramót meðal eftirminnilegustu ferðaævintýra Katrínar Innlent Velti fyrir sér „hvaða vitleysingur væri að skrifa bara eitthvað“ Innlent Fleiri fréttir Þurrt og bjart suðaustan til og stinningskaldi í kortunum Nærliggjandi hús rýmt þegar eldur kom upp á Ásbrú í morgun Vildu bregðast við sterku ákalli fólks sem hafði misst skyndilega Endurkaupaáætlun fyrir Grindvíkinga kynnt eftir áramót Nafngreindi rangan mann í frétt og dæmdur fyrir meiðyrði Mosfellsbær tæki gjarnan við peningunum sem Tjörneshreppur afþakkar Danir stórefla varnir Grænlands með freigátum og orustuþotum Mannránstilraun í Kongó og tvöföld áramót meðal eftirminnilegustu ferðaævintýra Katrínar Lítill skjálfti við Ingólfsfjall Vill leiða Miðflokkinn í Kópavogi Skora á stjórnvöld að beita sér fyrir styttri bið eftir geislameðferð Erlendir aðilar stofna fölsk íslensk lén í annarlegum tilgangi Rýnt í áhrif stóra vaxtamálsins Velti fyrir sér „hvaða vitleysingur væri að skrifa bara eitthvað“ Vill heldur sjá langtímasamninga um framlög fyrir „samtök úti í bæ” „Auðvitað er hann velkominn hingað til Íslands“ Óútgefnum handritum stolið: Kallaði rithöfundinn skíthaus Loka fyrir kalt vatn í Salahverfi annað kvöld „Mjög slæmt og erfitt að horfa upp á svona“ Minniháttar eldur í Nytjamarkaði á Selfossi Afþakka „fáránlegt“ 250 milljóna framlag Jöfnunarsjóðs Verkfall yfirvofandi hjá flugumferðarstjórum og stórbruni á Siglufirði Aftur á fjöllum og í veiði á fjórhjóli fyrir fólk með skerta hreyfigetu Átján ára veitti manni „langan og djúpan gapandi skurð“ Kókaín, MDMA og mikið magn ketamíns í Norrænu Flugumferðarstjórar boða vinnustöðvun Meirihluti hlynntur aðskilnaði ríkis og kirkju Aldrei færri á móti olíuleit vegna náttúruverndarsjónarmiða „Aðstoðin verður að fá greiða leið inn á Gasa“ Eldur í nýbyggingu í Gufunesi Sjá meira