Íslendingar elska að fara til Ítalíu Magnús Hlynur Hreiðarsson skrifar 9. nóvember 2019 19:15 Ítalía er að verða einn af vinsælustu ferðamannastöðum, sem Íslendingar heimsækja en íslensk hjón, sem búa í Bolzano í Suður Tíról hafa tekið á móti um tíu þúsund Íslendingum þar á síðustu árum. Allar ferðir á næsta ári eru nánast uppbókaðar hjá þeim. Það tekur um þrjár klukkustundir og fjörutíu og fimm mínútur að fljúga frá Íslandi til München í Þýskalandi og þaðan er oftast tekin rúta til Bolzano, sem er norðarlega í ítölsku Ölpunum og er höfuðborg Suður Tíról. Jóna Fanney Svavarsdóttir og Erlendur Þór Elvarsson, alltaf kallaður Elli, eru með Eldhúsferðir, sem hafa sérhæft sig í að taka á móti íslenskum hópum til Ítalíu. Fyrstu hóparnir komu 2013 og í dag eru þau að verða búin að taka á móti 10 þúsund Íslendingum. 30 kórar hafa til dæmis farið í ferðir með þeim. „Þetta byrjaði mest með kórum en núna erum við farin út í það að vera með gönguhópa, hjólahópa og saumaklúbba. Í sumar komu svo til okkar, þá urðu Eldhúsferðir alvöru Eldhúsferðir, því þá fengum við matartækna, sem komu á matreiðslunámskeið“, segir Jóna Fanney. En hvað er það sem Íslendingarnir fá að skoða á Ítalíu? „Við erum mest að fara til Suður Tíról á Ítalíu, það er það sem við köllum Rolls Royin okkar. Þá erum við að fara í Dólómítana í Ítölsku Ölpunum, borgin Bolzona, sem er í miðjum Ölpunum, þaðan förum við að Gardavatninu og vítt og breidd um Suður Tíról þar, sem við skoðum fjöll og dali. Við förum líka með hópana á staði þar sem smökkum skemmtilega rétti heimamanna, hunang og ýmislegt annað og að sjálfsögðu fáum við fullt af snöfsum og víni, ekta svona sem gleður“, segir Jóna Fanney og hlær. Hún segir að ferðirnar til Ítalíu hafi algjörlega slegið í gegn hjá Íslendingum en til marks um það þá er næsta ár að verða fullbókað hjá þeim hjónum frá apríl og út október. Íslendingar kunna vel við sig í Ítalíu og skemmta sér alltaf vel þar. Hér er Lárus Ingi Friðfinnsson úr Hveragerði kátur með Jónu Fanney en hann er ný komin heim úr Ítalíuferð með Eldhúsferðum.Magnús Hlynur Hreiðarsson.En er eitthvað líkt með Íslendingum og Ítölum? „Já, þeir eru svona aðeins léttari í lund, þeir eru minna stressaðir, það er svolítið stress í okkur Íslendingum, það er svona rafmagn, maður finnur það stundum þegar hóparnir eru að koma, eru í gírnum, það tekur daginn að vinda ofan af þeim, anda inn með nefinu og út aftur í rólegheitum og svona, það er stressið“. Ferðalög Íslendingar erlendis Mest lesið „Algjört vandræðamál og sorglegt“ Innlent Auka sýnileika milli rýma á leikskólum Innlent Hætta notkun metanhemjandi íblöndunarefnis Erlent Rannsaka tengsl Epstein við Clinton Erlent Herja á umsækjendur um alþjóðlega vernd Innlent Hefur áhyggjur af aukinni dagdrykkju eldri borgara Innlent Tveir látnir í Gana vegna Marburg veirunnar Erlent Herða reglur um samkomubann í Eyjum: Að hámarki tíu saman á hverjum stað Innlent Þyrlan kölluð út í þriðja sinn: „Þetta eru óvenjumörg slys“ Innlent Vitinn á Gjögurtá fallinn í sjó fram Innlent Fleiri fréttir Auka sýnileika milli rýma á leikskólum „Algjört vandræðamál og sorglegt“ Þau eru nýir talsmenn fatlaðs fólks á þingi Herja á umsækjendur um alþjóðlega vernd Hælisleitendur og börn í auknum mæli notuð sem burðardýr Sameining geti aukið aðdráttarafl fyrir nýja íbúa Arnfríður og Víðir Smári tímabundið í Landsrétt Eldur í Sorpu á Granda Keyrði aftan á strætisvagn Vegagerðin býður út for- og verkhönnun Fljótaganga Safna undirskriftum til að styðja Fjarðarheiðargöng Einn fluttur á slysadeild eftir árekstur í Garðabæ Vitinn á Gjögurtá fallinn í sjó fram Kom ekki til greina hjá starfshópi en nú líkleg niðurstaða Sjö sækja um tvær lausar stöður Minni hagvöxtur og hjólhýsin mögulega í Skerjafjörðinn Ætla að flytja starfsemi Vogs Tvöfalt fleiri skipulagðir brotahópar en fyrir tíu árum Klóraði sig til blóðs meðan hann svaf Skortir lækna í Breiðholti Staðfesti tveggja ára dóm vegna nauðgunar í jólateiti fyrir austan Fleiri sem ekki verja neinum tíma í lestur Byrjað að daðra við rasíska samsæriskenningu Helgi Pétursson er látinn Stolinn köttur, nágrannaerjur og ungmenni til vandræða Lýsa víðtæku ofbeldi gagnvart eldra fólki og kalla eftir vakningu Vill byrja á næstu göngum árið 2027 en segir ekki hvar Fengu nóg og tóku málin í sínar eigin hendur Bregðast ekki við bílastæðavanda við skíðasvæði í Reykjavík Héldu styrktartónleika fyrir kristna flóttamenn Sjá meira
Ítalía er að verða einn af vinsælustu ferðamannastöðum, sem Íslendingar heimsækja en íslensk hjón, sem búa í Bolzano í Suður Tíról hafa tekið á móti um tíu þúsund Íslendingum þar á síðustu árum. Allar ferðir á næsta ári eru nánast uppbókaðar hjá þeim. Það tekur um þrjár klukkustundir og fjörutíu og fimm mínútur að fljúga frá Íslandi til München í Þýskalandi og þaðan er oftast tekin rúta til Bolzano, sem er norðarlega í ítölsku Ölpunum og er höfuðborg Suður Tíról. Jóna Fanney Svavarsdóttir og Erlendur Þór Elvarsson, alltaf kallaður Elli, eru með Eldhúsferðir, sem hafa sérhæft sig í að taka á móti íslenskum hópum til Ítalíu. Fyrstu hóparnir komu 2013 og í dag eru þau að verða búin að taka á móti 10 þúsund Íslendingum. 30 kórar hafa til dæmis farið í ferðir með þeim. „Þetta byrjaði mest með kórum en núna erum við farin út í það að vera með gönguhópa, hjólahópa og saumaklúbba. Í sumar komu svo til okkar, þá urðu Eldhúsferðir alvöru Eldhúsferðir, því þá fengum við matartækna, sem komu á matreiðslunámskeið“, segir Jóna Fanney. En hvað er það sem Íslendingarnir fá að skoða á Ítalíu? „Við erum mest að fara til Suður Tíról á Ítalíu, það er það sem við köllum Rolls Royin okkar. Þá erum við að fara í Dólómítana í Ítölsku Ölpunum, borgin Bolzona, sem er í miðjum Ölpunum, þaðan förum við að Gardavatninu og vítt og breidd um Suður Tíról þar, sem við skoðum fjöll og dali. Við förum líka með hópana á staði þar sem smökkum skemmtilega rétti heimamanna, hunang og ýmislegt annað og að sjálfsögðu fáum við fullt af snöfsum og víni, ekta svona sem gleður“, segir Jóna Fanney og hlær. Hún segir að ferðirnar til Ítalíu hafi algjörlega slegið í gegn hjá Íslendingum en til marks um það þá er næsta ár að verða fullbókað hjá þeim hjónum frá apríl og út október. Íslendingar kunna vel við sig í Ítalíu og skemmta sér alltaf vel þar. Hér er Lárus Ingi Friðfinnsson úr Hveragerði kátur með Jónu Fanney en hann er ný komin heim úr Ítalíuferð með Eldhúsferðum.Magnús Hlynur Hreiðarsson.En er eitthvað líkt með Íslendingum og Ítölum? „Já, þeir eru svona aðeins léttari í lund, þeir eru minna stressaðir, það er svolítið stress í okkur Íslendingum, það er svona rafmagn, maður finnur það stundum þegar hóparnir eru að koma, eru í gírnum, það tekur daginn að vinda ofan af þeim, anda inn með nefinu og út aftur í rólegheitum og svona, það er stressið“.
Ferðalög Íslendingar erlendis Mest lesið „Algjört vandræðamál og sorglegt“ Innlent Auka sýnileika milli rýma á leikskólum Innlent Hætta notkun metanhemjandi íblöndunarefnis Erlent Rannsaka tengsl Epstein við Clinton Erlent Herja á umsækjendur um alþjóðlega vernd Innlent Hefur áhyggjur af aukinni dagdrykkju eldri borgara Innlent Tveir látnir í Gana vegna Marburg veirunnar Erlent Herða reglur um samkomubann í Eyjum: Að hámarki tíu saman á hverjum stað Innlent Þyrlan kölluð út í þriðja sinn: „Þetta eru óvenjumörg slys“ Innlent Vitinn á Gjögurtá fallinn í sjó fram Innlent Fleiri fréttir Auka sýnileika milli rýma á leikskólum „Algjört vandræðamál og sorglegt“ Þau eru nýir talsmenn fatlaðs fólks á þingi Herja á umsækjendur um alþjóðlega vernd Hælisleitendur og börn í auknum mæli notuð sem burðardýr Sameining geti aukið aðdráttarafl fyrir nýja íbúa Arnfríður og Víðir Smári tímabundið í Landsrétt Eldur í Sorpu á Granda Keyrði aftan á strætisvagn Vegagerðin býður út for- og verkhönnun Fljótaganga Safna undirskriftum til að styðja Fjarðarheiðargöng Einn fluttur á slysadeild eftir árekstur í Garðabæ Vitinn á Gjögurtá fallinn í sjó fram Kom ekki til greina hjá starfshópi en nú líkleg niðurstaða Sjö sækja um tvær lausar stöður Minni hagvöxtur og hjólhýsin mögulega í Skerjafjörðinn Ætla að flytja starfsemi Vogs Tvöfalt fleiri skipulagðir brotahópar en fyrir tíu árum Klóraði sig til blóðs meðan hann svaf Skortir lækna í Breiðholti Staðfesti tveggja ára dóm vegna nauðgunar í jólateiti fyrir austan Fleiri sem ekki verja neinum tíma í lestur Byrjað að daðra við rasíska samsæriskenningu Helgi Pétursson er látinn Stolinn köttur, nágrannaerjur og ungmenni til vandræða Lýsa víðtæku ofbeldi gagnvart eldra fólki og kalla eftir vakningu Vill byrja á næstu göngum árið 2027 en segir ekki hvar Fengu nóg og tóku málin í sínar eigin hendur Bregðast ekki við bílastæðavanda við skíðasvæði í Reykjavík Héldu styrktartónleika fyrir kristna flóttamenn Sjá meira