Gerðu samning til sex mánaða Kristinn Haukur Guðnason skrifar 9. nóvember 2019 08:00 Hætta er á að dýralæknalaust verði á víða um land. Fréttablaðið/Vilhelm Dýralæknar á landsbyggðinni hafa gert hálfs árs óbreyttan verktakasamning við landbúnaðarráðuneytið til að gefa starfshópi svigrúm til að gera gagngerar breytingar á kerfinu. Ráðherra skipaði í hópinn í september en samningar runnu út um síðustu mánaðamót. Gísli Sverrir Halldórsson, dýralæknir í Búðardal sem situr í samningahópi Dýralæknafélagsins, segir að samningurinn gildi til 1. maí en hafi aðeins eins mánaðar uppsagnarfrest. Hópurinn hafi talið að tíminn til að komast að góðri niðurstöðu til framtíðar hafi verið of knappur. „Ég er hæfilega bjartsýnn á að við náum lendingu sem fólk sættir sig við,“ segir hann. „Óneitanlega er búinn að vera mikill kurr í fólki undanfarin ár.“ Deilan snýst ekki aðeins um laun heldur einnig það fyrirkomulag að dýralæknar séu skuldbundnir til að vera á vakt allan sólarhringinn, allt árið um kring. Áhyggjur hafa verið af því að stór svæði á landsbyggðinni yrðu dýralæknalaus vegna lakra kjara. „Þetta skiptir miklu máli þegar slys, veikindi og barneignir koma upp. Í dag eru engar konur á barneignaraldri að sækja um þessi störf,“ segir Gísli. Kröfur dýralæknanna snúast fyrst og fremst um að verða losuð undan þeirri skyldu að bera ábyrgð á vaktinni. „Sum okkar höfum lent í því að vera slösuð á bakvakt, alveg óvinnufær.“ Birtist í Fréttablaðinu Dýr Heilbrigðismál Mest lesið Allir starfsmenn VG missa vinnuna seinna á árinu Innlent Enginn megi vera krýndur formaður Innlent „Þetta er einhver samfélagsmiðlasýki“ Innlent Vesturbæjarlaug lokað tímabundið vegna netbilunar Innlent Minntust Ásgeirs á Lífskviðunni Innlent Sleðar bannaðir á opnunartíma: „Leið eins og maður væri ekki velkominn“ Innlent Geitabóndi hannaði sitt eigið geitavesti Innlent Þýðir ekki að fara á taugum segir borgarstjóri og hyggur á endurkjör Innlent „Já, líklega hef ég verið undrabarn“ Innlent Þarf að taka fjölskylduna inn í myndina Innlent Fleiri fréttir Byssumaður farinn af vettvangi þegar lögreglan kom Allir starfsmenn VG missa vinnuna seinna á árinu Vesturbæjarlaug lokað tímabundið vegna netbilunar Geitabóndi hannaði sitt eigið geitavesti „Þetta er einhver samfélagsmiðlasýki“ Minntust Ásgeirs á Lífskviðunni Enginn megi vera krýndur formaður Þingmenn búast við formannsslag og Lífskviða Ásgeirs Sleðar bannaðir á opnunartíma: „Leið eins og maður væri ekki velkominn“ Segist ekki muna eftir atburðunum Þyrlan sótti veikan skipverja Sleginn í höfuðið með áhaldi Kyngreint sæði notað í fyrsta skipti í Íslandssögunni Þarf að taka fjölskylduna inn í myndina Guðlaugur Þór boðar tíðindi innan skamms og áfall í Eyjum Óvenjulegt mál með hörmulegum afleiðingum Áslaug Arna boðar til fundar Þýðir ekki að fara á taugum segir borgarstjóri og hyggur á endurkjör Meiriháttar líkamsárás í miðbænum „Já, líklega hef ég verið undrabarn“ Svarar gagnrýni á að Listaháskólinn útiloki ákveðna hópa Íhugar formannsframboð Lögðu fram tilboð sem var ekki svarað Fjórir fluttir með þyrlu eftir árekstur Guðrún íhugar framboð og Guinness-æði skekur íslenska djammið Lýsa yfir miklum vonbrigðum með stöðu viðræðna „Ég get horft í augun á ykkur“ Eldur í bíl í Strýtuseli Valt inn á byggingarsvæði eftir árekstur við strætó Anna, Anna og Sveinbjörn aðstoða ríkisstjórnina Sjá meira
Dýralæknar á landsbyggðinni hafa gert hálfs árs óbreyttan verktakasamning við landbúnaðarráðuneytið til að gefa starfshópi svigrúm til að gera gagngerar breytingar á kerfinu. Ráðherra skipaði í hópinn í september en samningar runnu út um síðustu mánaðamót. Gísli Sverrir Halldórsson, dýralæknir í Búðardal sem situr í samningahópi Dýralæknafélagsins, segir að samningurinn gildi til 1. maí en hafi aðeins eins mánaðar uppsagnarfrest. Hópurinn hafi talið að tíminn til að komast að góðri niðurstöðu til framtíðar hafi verið of knappur. „Ég er hæfilega bjartsýnn á að við náum lendingu sem fólk sættir sig við,“ segir hann. „Óneitanlega er búinn að vera mikill kurr í fólki undanfarin ár.“ Deilan snýst ekki aðeins um laun heldur einnig það fyrirkomulag að dýralæknar séu skuldbundnir til að vera á vakt allan sólarhringinn, allt árið um kring. Áhyggjur hafa verið af því að stór svæði á landsbyggðinni yrðu dýralæknalaus vegna lakra kjara. „Þetta skiptir miklu máli þegar slys, veikindi og barneignir koma upp. Í dag eru engar konur á barneignaraldri að sækja um þessi störf,“ segir Gísli. Kröfur dýralæknanna snúast fyrst og fremst um að verða losuð undan þeirri skyldu að bera ábyrgð á vaktinni. „Sum okkar höfum lent í því að vera slösuð á bakvakt, alveg óvinnufær.“
Birtist í Fréttablaðinu Dýr Heilbrigðismál Mest lesið Allir starfsmenn VG missa vinnuna seinna á árinu Innlent Enginn megi vera krýndur formaður Innlent „Þetta er einhver samfélagsmiðlasýki“ Innlent Vesturbæjarlaug lokað tímabundið vegna netbilunar Innlent Minntust Ásgeirs á Lífskviðunni Innlent Sleðar bannaðir á opnunartíma: „Leið eins og maður væri ekki velkominn“ Innlent Geitabóndi hannaði sitt eigið geitavesti Innlent Þýðir ekki að fara á taugum segir borgarstjóri og hyggur á endurkjör Innlent „Já, líklega hef ég verið undrabarn“ Innlent Þarf að taka fjölskylduna inn í myndina Innlent Fleiri fréttir Byssumaður farinn af vettvangi þegar lögreglan kom Allir starfsmenn VG missa vinnuna seinna á árinu Vesturbæjarlaug lokað tímabundið vegna netbilunar Geitabóndi hannaði sitt eigið geitavesti „Þetta er einhver samfélagsmiðlasýki“ Minntust Ásgeirs á Lífskviðunni Enginn megi vera krýndur formaður Þingmenn búast við formannsslag og Lífskviða Ásgeirs Sleðar bannaðir á opnunartíma: „Leið eins og maður væri ekki velkominn“ Segist ekki muna eftir atburðunum Þyrlan sótti veikan skipverja Sleginn í höfuðið með áhaldi Kyngreint sæði notað í fyrsta skipti í Íslandssögunni Þarf að taka fjölskylduna inn í myndina Guðlaugur Þór boðar tíðindi innan skamms og áfall í Eyjum Óvenjulegt mál með hörmulegum afleiðingum Áslaug Arna boðar til fundar Þýðir ekki að fara á taugum segir borgarstjóri og hyggur á endurkjör Meiriháttar líkamsárás í miðbænum „Já, líklega hef ég verið undrabarn“ Svarar gagnrýni á að Listaháskólinn útiloki ákveðna hópa Íhugar formannsframboð Lögðu fram tilboð sem var ekki svarað Fjórir fluttir með þyrlu eftir árekstur Guðrún íhugar framboð og Guinness-æði skekur íslenska djammið Lýsa yfir miklum vonbrigðum með stöðu viðræðna „Ég get horft í augun á ykkur“ Eldur í bíl í Strýtuseli Valt inn á byggingarsvæði eftir árekstur við strætó Anna, Anna og Sveinbjörn aðstoða ríkisstjórnina Sjá meira