Fjártæknifyrirtækið Meniga var metið á fimm milljarða króna í bókum fjárfestingafélagsins Kjölfestu árið 2018. Virðið jókst um 56 prósent á milli ára eða um 1,8 milljarða króna.
Fram kemur í ársreikningi Kjölfestu að bókfært virði 12,4 prósenta hlutar í Meniga hafi verið 625 milljónir króna árið 2018. Árið áður var 16,3 prósenta hlutur metinn á 525 milljónir króna.
Þrír bankar fjárfestu í Meniga fyrir þrjár milljónir evra hver í sínu lagi árið 2018. Samtals nam fjárfestingin níu milljónum evra eða um 1,3 milljörðum króna á núverandi gengi. Um var að ræða Íslandsbanka, Swedbank og Unicredit. Kjölfesta er í eigu 14 fagfjárfesta, þar af 12 lífeyrissjóða. Fjárfestingafélagið er rekið af Kviku banka og ALM Verðbréfum og fjárfestir í smærri og meðalstórum fyrirtækjum.
Aðrar fjárfestingar Kjölfestu eru 30 prósenta hlutur í sjávarútvegsfyrirtækinu Odda og um sex prósenta hlutur í Íslandshótelum. Fjárfestingafélagið á 26 prósenta hlut í S38 sem á 24 prósenta hlut í hótelkeðjunni.
Meniga metið á fimm milljarða
Helgi Vífill Júlíusson skrifar

Mest lesið


Falsaði fleiri bréf
Viðskipti innlent

Hætta við yfirtökuna
Viðskipti innlent

Veltir því upp hvort eigendum hafi verið refsað fyrir að tjá sig
Viðskipti innlent

Harpa og Linda ráðnar forstöðumenn
Viðskipti innlent

Hagnaðist um tæpar sjötíu milljónir króna
Viðskipti innlent


Stærsti samruninn í áraraðir á borð Samkeppniseftirlitsins
Viðskipti innlent

Sylvía Kristín ráðin forstjóri Nova
Viðskipti innlent

Starbucks opnaði á Laugavegi í dag
Viðskipti innlent