Búsetumismunun vegna NPA Kristinn Haukur Guðnason skrifar 30. október 2019 06:46 Rúnar segir enn verið að gera beingreiðslusamninga byggða á úreltum lögum. Fréttablaðið/GVA Eitt af fyrstu verkefnum þeirrar ríkisstjórnar sem nú situr var að lögfesta notendastýrða persónulega aðstoð fyrir fatlað fólk, eða NPA. Innleiðingin hefur hins vegar gengið brösuglega og er mjög mismunandi eftir sveitarfélögum, bæði hvað varðar fjölda NPA-samninga og upphæðir sem greiddar eru. Að sögn Rúnars Björns Herrera Þorkelssonar, formanns NPA miðstöðvarinnar, hafa sveitarfélögin haft lítið samráð við útfærsluna. Hafnarfjörður, sem hefur hlutfallslega flesta NPA-samninga, ákvað nýlega að stofna starfshóp en lét upphæðina fylgja launavísitölu en ekki kjarasamningum, 4.117 króna tímagjald. „Upphæðin er allt of lág og dugar engan veginn til að greiða aðstoðarfólki kjarasamningsbundin laun og réttindi, og þannig er þetta víðs vegar,“ segir Rúnar. „Við höfum sent helstu sveitarfélögum landsins útreikninga samkvæmt lágmarki kjarasamninga og nokkur hafa tekið þá upp, svo sem Reykjavík og Ísafjörður.“ Samræming launataxta hefur gengið mjög illa og skapar það ójöfn búsetuskilyrði fyrir fatlað fólk. Sveitarfélögin greiða 75 prósent af kostnaði samninga og ríkið 25 prósent. Fjármálaráðuneytið hefur ekki gefið út viðmið taxta eins og sveitarfélögin vilja. Rúnar segir að taxtamunurinn hafi verið allt að 10 prósent á síðasta ári. „Fatlað fólk myndi ábyggilega flytja ef það gæti en húsnæðismarkaðurinn er erfiður, sérstaklega fyrir fatlaða þar sem húsnæði með aðgengi er aðeins hluti af markaðinum,“ segir hann.„Í dag er staðan sú að mörg sveitarfélögin eru hrædd við að taka upp NPA. Ákvörðunum er frestað og mál tafin. Fatlað fólk fær mjög misvísandi upplýsingar um réttindi sín og oft beinlínis rangar. Einnig er enn þá verið að gera beingreiðslusamninga við fólk, sem byggjast á afnumdum lögum um málefni fatlaðs fólks, til dæmis um liðveislu,“ segir Rúnar. Samkvæmt lögunum skulu sveitarfélögin hafa samráð við hagsmunasamtök fatlaðs fólks varðandi skipulag en aðeins tvö hafa gert það, Reykjavík og Reykjanesbær. Samráð við fatlaða varðandi NPA-námskeið fyrir fatlað fólk, aðstoðarfólk og umsýsluaðila hefur einnig verið í skötulíki. Samkvæmt lögum á ráðherra að skipa samráðsnefnd ráðherra til ráðgjafar og fatlaðir að vera þar í meirihluta. „Ekkert hefur heyrst af skipun þessarar nefndar og nú er komið ár síðan lögin voru samþykkt,“ segir Rúnar. „Samt er verið að funda um þessi lög, milli sveitarfélaganna og ráðuneytisins.“ Eitt helsta deilumálið varðandi NPA er það hvort löggjöfin nái til barna eða ekki. Samband íslenskra sveitarfélaga telur svo ekki vera en velferðarnefnd Alþingis telur að sveitarfélögunum sé það í sjálfsvald sett að gera NPA-samninga fyrir börn. „Ég tók þátt í að semja þessi lög og það hefur allan tímann verið mjög skýrt að þau nái til barna. Hvergi er tekið fram að svo sé ekki,“ segir Rúnar. Birtist í Fréttablaðinu Félagsmál Mest lesið Ingólfur tapar meiðyrðamáli: „Þá í að halda áfram að nauðga og beita ungar konur ofbeldi?“ Innlent Menn hér á landi verið tengdir hryðjuverkasamtökum Innlent Ákvað fyrir löngu að fara með ræðuna á íslensku Innlent Fjölga rýmum á öryggisgeðdeild og ný stofnun í startholunum Innlent Ólíklegt að hættustigið verði lækkað á komandi árum Innlent Höfðar mál gegn Íslandi vegna úrgangsmála Innlent Kveiktu á tónlist til að yfirgnæfa hávaða í mótmælendum Innlent Fordæma „hverskyns ofbeldi“ og segjast hugsi yfir njósnum um bændur Innlent Enn stefnt á uppbyggingu þótt talan hundrað sé ekki heilög Innlent Fluttur á slysadeild eftir líkamsárás Innlent Fleiri fréttir Esjustofa í endurnýjun lífdaga Umfangsmikil uppbygging við andapollinn sé „stórlega ýkt“ Máttu ekki vísa mæðgunum úr félaginu í fimmtán ár Hellisheiði lokað til vesturs og fylgdarakstur um Hvalfjarðargöng í alla nótt Bandaríkin muni semja Fordæma „hverskyns ofbeldi“ og segjast hugsi yfir njósnum um bændur Ólíklegt að hættustigið verði lækkað á komandi árum Hryðjuverkaógn, setustofa á Esjunni og milljarðar í húfi Ingólfur tapar meiðyrðamáli: „Þá í að halda áfram að nauðga og beita ungar konur ofbeldi?“ Sauð á starfsmanni sem löðrungaði íbúa á hjúkrunarheimili Fleiri en ein hópnauðgun til rannsóknar Kynnir áform um að leggja niður stjórn Sjúkratrygginga Pétur Jökull fékk átta ára dóm í Landsrétti Jómfrúarræða um Súðavíkurhlíð og skömmu síðar lenti sonur hans þar í slysi Þakgarðar og bílalyfta í stað bensínstöðvar Loftleiðir stofnuðu Cargolux til að nýta verðlitlar flugvélar Birtir niðrandi ummæli sem lýsi hatri í garð trans fólks Veiðigjöldin verði keyrð í gegn Óvíst hvort að tvöföldun rýma muni nægja Ákvað fyrir löngu að fara með ræðuna á íslensku Kveiktu á tónlist til að yfirgnæfa hávaða í mótmælendum Markaðir kættust eftir að Trump frestaði ofurtollum Bein útsending: Geðheilbrigði fyrir öll Pallborðið: Er „woke-ismi“ pólitískur rétttrúnaður? Enn stefnt á uppbyggingu þótt talan hundrað sé ekki heilög Höfðar mál gegn Íslandi vegna úrgangsmála Menn hér á landi verið tengdir hryðjuverkasamtökum Fluttur á slysadeild eftir líkamsárás Fjölga rýmum á öryggisgeðdeild og ný stofnun í startholunum Adolescence gott samfélagsinnlegg en ekki góð forvörn Sjá meira
Eitt af fyrstu verkefnum þeirrar ríkisstjórnar sem nú situr var að lögfesta notendastýrða persónulega aðstoð fyrir fatlað fólk, eða NPA. Innleiðingin hefur hins vegar gengið brösuglega og er mjög mismunandi eftir sveitarfélögum, bæði hvað varðar fjölda NPA-samninga og upphæðir sem greiddar eru. Að sögn Rúnars Björns Herrera Þorkelssonar, formanns NPA miðstöðvarinnar, hafa sveitarfélögin haft lítið samráð við útfærsluna. Hafnarfjörður, sem hefur hlutfallslega flesta NPA-samninga, ákvað nýlega að stofna starfshóp en lét upphæðina fylgja launavísitölu en ekki kjarasamningum, 4.117 króna tímagjald. „Upphæðin er allt of lág og dugar engan veginn til að greiða aðstoðarfólki kjarasamningsbundin laun og réttindi, og þannig er þetta víðs vegar,“ segir Rúnar. „Við höfum sent helstu sveitarfélögum landsins útreikninga samkvæmt lágmarki kjarasamninga og nokkur hafa tekið þá upp, svo sem Reykjavík og Ísafjörður.“ Samræming launataxta hefur gengið mjög illa og skapar það ójöfn búsetuskilyrði fyrir fatlað fólk. Sveitarfélögin greiða 75 prósent af kostnaði samninga og ríkið 25 prósent. Fjármálaráðuneytið hefur ekki gefið út viðmið taxta eins og sveitarfélögin vilja. Rúnar segir að taxtamunurinn hafi verið allt að 10 prósent á síðasta ári. „Fatlað fólk myndi ábyggilega flytja ef það gæti en húsnæðismarkaðurinn er erfiður, sérstaklega fyrir fatlaða þar sem húsnæði með aðgengi er aðeins hluti af markaðinum,“ segir hann.„Í dag er staðan sú að mörg sveitarfélögin eru hrædd við að taka upp NPA. Ákvörðunum er frestað og mál tafin. Fatlað fólk fær mjög misvísandi upplýsingar um réttindi sín og oft beinlínis rangar. Einnig er enn þá verið að gera beingreiðslusamninga við fólk, sem byggjast á afnumdum lögum um málefni fatlaðs fólks, til dæmis um liðveislu,“ segir Rúnar. Samkvæmt lögunum skulu sveitarfélögin hafa samráð við hagsmunasamtök fatlaðs fólks varðandi skipulag en aðeins tvö hafa gert það, Reykjavík og Reykjanesbær. Samráð við fatlaða varðandi NPA-námskeið fyrir fatlað fólk, aðstoðarfólk og umsýsluaðila hefur einnig verið í skötulíki. Samkvæmt lögum á ráðherra að skipa samráðsnefnd ráðherra til ráðgjafar og fatlaðir að vera þar í meirihluta. „Ekkert hefur heyrst af skipun þessarar nefndar og nú er komið ár síðan lögin voru samþykkt,“ segir Rúnar. „Samt er verið að funda um þessi lög, milli sveitarfélaganna og ráðuneytisins.“ Eitt helsta deilumálið varðandi NPA er það hvort löggjöfin nái til barna eða ekki. Samband íslenskra sveitarfélaga telur svo ekki vera en velferðarnefnd Alþingis telur að sveitarfélögunum sé það í sjálfsvald sett að gera NPA-samninga fyrir börn. „Ég tók þátt í að semja þessi lög og það hefur allan tímann verið mjög skýrt að þau nái til barna. Hvergi er tekið fram að svo sé ekki,“ segir Rúnar.
Birtist í Fréttablaðinu Félagsmál Mest lesið Ingólfur tapar meiðyrðamáli: „Þá í að halda áfram að nauðga og beita ungar konur ofbeldi?“ Innlent Menn hér á landi verið tengdir hryðjuverkasamtökum Innlent Ákvað fyrir löngu að fara með ræðuna á íslensku Innlent Fjölga rýmum á öryggisgeðdeild og ný stofnun í startholunum Innlent Ólíklegt að hættustigið verði lækkað á komandi árum Innlent Höfðar mál gegn Íslandi vegna úrgangsmála Innlent Kveiktu á tónlist til að yfirgnæfa hávaða í mótmælendum Innlent Fordæma „hverskyns ofbeldi“ og segjast hugsi yfir njósnum um bændur Innlent Enn stefnt á uppbyggingu þótt talan hundrað sé ekki heilög Innlent Fluttur á slysadeild eftir líkamsárás Innlent Fleiri fréttir Esjustofa í endurnýjun lífdaga Umfangsmikil uppbygging við andapollinn sé „stórlega ýkt“ Máttu ekki vísa mæðgunum úr félaginu í fimmtán ár Hellisheiði lokað til vesturs og fylgdarakstur um Hvalfjarðargöng í alla nótt Bandaríkin muni semja Fordæma „hverskyns ofbeldi“ og segjast hugsi yfir njósnum um bændur Ólíklegt að hættustigið verði lækkað á komandi árum Hryðjuverkaógn, setustofa á Esjunni og milljarðar í húfi Ingólfur tapar meiðyrðamáli: „Þá í að halda áfram að nauðga og beita ungar konur ofbeldi?“ Sauð á starfsmanni sem löðrungaði íbúa á hjúkrunarheimili Fleiri en ein hópnauðgun til rannsóknar Kynnir áform um að leggja niður stjórn Sjúkratrygginga Pétur Jökull fékk átta ára dóm í Landsrétti Jómfrúarræða um Súðavíkurhlíð og skömmu síðar lenti sonur hans þar í slysi Þakgarðar og bílalyfta í stað bensínstöðvar Loftleiðir stofnuðu Cargolux til að nýta verðlitlar flugvélar Birtir niðrandi ummæli sem lýsi hatri í garð trans fólks Veiðigjöldin verði keyrð í gegn Óvíst hvort að tvöföldun rýma muni nægja Ákvað fyrir löngu að fara með ræðuna á íslensku Kveiktu á tónlist til að yfirgnæfa hávaða í mótmælendum Markaðir kættust eftir að Trump frestaði ofurtollum Bein útsending: Geðheilbrigði fyrir öll Pallborðið: Er „woke-ismi“ pólitískur rétttrúnaður? Enn stefnt á uppbyggingu þótt talan hundrað sé ekki heilög Höfðar mál gegn Íslandi vegna úrgangsmála Menn hér á landi verið tengdir hryðjuverkasamtökum Fluttur á slysadeild eftir líkamsárás Fjölga rýmum á öryggisgeðdeild og ný stofnun í startholunum Adolescence gott samfélagsinnlegg en ekki góð forvörn Sjá meira