Kærasti Anníe Mistar vann annan hlutann í CrossFit Open Óskar Ófeigur Jónsson skrifar 30. október 2019 12:30 Danski CrossFit kappinn Frederik Ægidius er í flottu formi í ár. Mynd/Instagram/frederikaegidius Danski CrossFit kappinn Frederik Ægidius vann sér inn 2020 Bandaríkjadali fyrir að vera efstur í öðrum hluta CrossFit Open en CrossFit samtökin hafa nú endanlega staðfest úrslitin úr honum. Það voru þau Frederik Ægidius og Kristin Holte frá Noregi sem gerðu betur en allir sem reyndu sig við annan hlutann í CrossFit Open Frederik Ægidius er eins og flestir vita kærasti Anníe Mistar Þórisdóttur. Hann er líka hraustasti CrossFit maður Dana..@KristinHolte and Frederik Aegidius win Open Workout 20.2 and take home US$2,020. https://t.co/7fvTqUJRQu — The CrossFit Games (@CrossFitGames) October 29, 2019 Í tilefni af næstu heimsleikar fara fram á árinu 2020 þá er það einmitt verðlaunaféð fyrir þann karl og þá konu sem ná bestum árangri í hverjum hluta. 2020 Bandaríkjadalir eru rúmlega 251 þúsund íslenskar krónur. Frederik Ægidius náði 1030 endurtekningum í æfingum annars hlutans. Hann varð í 18. sæti í CrossFit Open í fyrra en náði ekki að klára á heimsleikunum. Í þessum öðrum hluta áttu þátttakendur að klára eins margar umferðir og þeir gátu á tuttugu mínútum af ákveðnum æfingum. Þær æfingar má sjá hér fyrir neðan.Frederik Ægidius endaði tveimur endurtekningum á undan næsta manni sem var Derek Saltou frá Bandaríkjunum en þriðji var síðan Grikkinn Lefteris Theofanidis sem vann einmitt fyrsta hlutann. Björgvin Karl Guðmundsson varð efstur íslensku karlanna en hann náði ellefta sætinu með 993 endurtekningum. Kristin Holte varð í öðru sæti á heimsleikunum í ágúst en hún náði 1045 endurtekningum í æfingunum og tryggði sér þar með efsta sætið. Jamie Greene, sem var þriðja á heimsleikunum, varð í 2. sæti. Holte lenti reyndar í vandræðum með upptökuna á æfingunni en gat sem betur fer reddað sér því það var varaupptaka í gangi. CrossFit fólkið þarf að geta sannað að þau hafi gert æfingarnar og þá er mikilvægt að tæknin klikki ekki. Sú norska slapp með skrekkinn að þessu sinni. Ragnheiður Sara Sigmundsdóttir varð þriðja í þessum öðrum hluta með 1026 endurtekningar en Katrín Tanja Davíðsdóttir varð síðan níunda með 986 endurtekningar. Þær tvær voru því efstar af íslensku stelpunum. Anníe Mist Þórisdóttir var ekki alveg eins öflug í þessari æfingu og kærastinn og varð að sætta sig við 22. sætið með 956 endurtekningar. Anníe Mist varð fjórða af íslensku stelpunum því Oddrún Eik Gylfadóttir náði 20. sætinu. Hér fyrir neðan má sjá æfingar þeirra Frederiks Ægidius og Kristinar Holte. CrossFit Mest lesið Alfreð tekur á sig sökina: Gagnrýndur óbeint af leikmanni Handbolti Mætti brjálaður í viðtal og hjólaði í stjórnina Enski boltinn Undrandi á skrýtinni stöðu: „Þetta er bara ekki að virka“ Handbolti Króatar Dags lentu í kröppum dansi í fyrsta leik á EM Handbolti Stór mistök Alfreðs reyndust Þjóðverjum dýrkeypt Handbolti Fá martraðir um Tryggva eftir leik kvöldsins Körfubolti Norðmenn áfram í milliriðla Handbolti Stefán Teitur sætti sig ekki við bekkjarsetu: „Það besta í stöðunni“ Fótbolti Átta íslensk mörk í svekkjandi tapi Handbolti Einar enn í einangrun en aðrir ferskir Handbolti Fleiri fréttir Andri einn og yfirgefinn: „Held ég hafi sloppið“ Undrandi á skrýtinni stöðu: „Þetta er bara ekki að virka“ Dagskráin í dag: Enski, þýski og NFL eiga sviðið Alfreð tekur á sig sökina: Gagnrýndur óbeint af leikmanni Stefán Teitur sætti sig ekki við bekkjarsetu: „Það besta í stöðunni“ Fá martraðir um Tryggva eftir leik kvöldsins Martin framlagshæstur í sigri Alba Berlin Norðmenn áfram í milliriðla Stór mistök Alfreðs reyndust Þjóðverjum dýrkeypt Átta íslensk mörk í svekkjandi tapi Mætti brjálaður í viðtal og hjólaði í stjórnina Pirrandi kvöld fyrir topplið Arsenal í Skírisskógi Elvar öflugur í mikilvægum sigri Króatar Dags lentu í kröppum dansi í fyrsta leik á EM Salah klúðraði vítaspyrnu er Nígería tók þriðja sætið Þróttur skellti KR í Reykjavíkurmótinu Valur aftur á topp Olís deildarinnar Dagar Frank hjá Tottenham taldir? Benoný skoraði sigurmark Stockport Kærkominn sigur í fyrsta deildarleik Rosenior með Chelsea Víti í súginn í fjórða jafntefli Liverpool í röð Ísaki fórnað í langþráðum sigri Kölnar Birta hetja Genoa í frumrauninni EM í dag: Draugabærinn Kristianstad og söguleg strætóferð Markaskorarinn Mbeumo: „Old Trafford var ótrúlegur í dag“ Mbappé á skotskónum í fyrsta sigrinum undir stjórn Arbeloa Draumabyrjun hjá Carrick Einar enn í einangrun en aðrir ferskir KR fær tvo unga Ganverja Pólverji dæmdur í tveggja leikja bann og verður ekki með gegn Íslendingum Sjá meira
Danski CrossFit kappinn Frederik Ægidius vann sér inn 2020 Bandaríkjadali fyrir að vera efstur í öðrum hluta CrossFit Open en CrossFit samtökin hafa nú endanlega staðfest úrslitin úr honum. Það voru þau Frederik Ægidius og Kristin Holte frá Noregi sem gerðu betur en allir sem reyndu sig við annan hlutann í CrossFit Open Frederik Ægidius er eins og flestir vita kærasti Anníe Mistar Þórisdóttur. Hann er líka hraustasti CrossFit maður Dana..@KristinHolte and Frederik Aegidius win Open Workout 20.2 and take home US$2,020. https://t.co/7fvTqUJRQu — The CrossFit Games (@CrossFitGames) October 29, 2019 Í tilefni af næstu heimsleikar fara fram á árinu 2020 þá er það einmitt verðlaunaféð fyrir þann karl og þá konu sem ná bestum árangri í hverjum hluta. 2020 Bandaríkjadalir eru rúmlega 251 þúsund íslenskar krónur. Frederik Ægidius náði 1030 endurtekningum í æfingum annars hlutans. Hann varð í 18. sæti í CrossFit Open í fyrra en náði ekki að klára á heimsleikunum. Í þessum öðrum hluta áttu þátttakendur að klára eins margar umferðir og þeir gátu á tuttugu mínútum af ákveðnum æfingum. Þær æfingar má sjá hér fyrir neðan.Frederik Ægidius endaði tveimur endurtekningum á undan næsta manni sem var Derek Saltou frá Bandaríkjunum en þriðji var síðan Grikkinn Lefteris Theofanidis sem vann einmitt fyrsta hlutann. Björgvin Karl Guðmundsson varð efstur íslensku karlanna en hann náði ellefta sætinu með 993 endurtekningum. Kristin Holte varð í öðru sæti á heimsleikunum í ágúst en hún náði 1045 endurtekningum í æfingunum og tryggði sér þar með efsta sætið. Jamie Greene, sem var þriðja á heimsleikunum, varð í 2. sæti. Holte lenti reyndar í vandræðum með upptökuna á æfingunni en gat sem betur fer reddað sér því það var varaupptaka í gangi. CrossFit fólkið þarf að geta sannað að þau hafi gert æfingarnar og þá er mikilvægt að tæknin klikki ekki. Sú norska slapp með skrekkinn að þessu sinni. Ragnheiður Sara Sigmundsdóttir varð þriðja í þessum öðrum hluta með 1026 endurtekningar en Katrín Tanja Davíðsdóttir varð síðan níunda með 986 endurtekningar. Þær tvær voru því efstar af íslensku stelpunum. Anníe Mist Þórisdóttir var ekki alveg eins öflug í þessari æfingu og kærastinn og varð að sætta sig við 22. sætið með 956 endurtekningar. Anníe Mist varð fjórða af íslensku stelpunum því Oddrún Eik Gylfadóttir náði 20. sætinu. Hér fyrir neðan má sjá æfingar þeirra Frederiks Ægidius og Kristinar Holte.
CrossFit Mest lesið Alfreð tekur á sig sökina: Gagnrýndur óbeint af leikmanni Handbolti Mætti brjálaður í viðtal og hjólaði í stjórnina Enski boltinn Undrandi á skrýtinni stöðu: „Þetta er bara ekki að virka“ Handbolti Króatar Dags lentu í kröppum dansi í fyrsta leik á EM Handbolti Stór mistök Alfreðs reyndust Þjóðverjum dýrkeypt Handbolti Fá martraðir um Tryggva eftir leik kvöldsins Körfubolti Norðmenn áfram í milliriðla Handbolti Stefán Teitur sætti sig ekki við bekkjarsetu: „Það besta í stöðunni“ Fótbolti Átta íslensk mörk í svekkjandi tapi Handbolti Einar enn í einangrun en aðrir ferskir Handbolti Fleiri fréttir Andri einn og yfirgefinn: „Held ég hafi sloppið“ Undrandi á skrýtinni stöðu: „Þetta er bara ekki að virka“ Dagskráin í dag: Enski, þýski og NFL eiga sviðið Alfreð tekur á sig sökina: Gagnrýndur óbeint af leikmanni Stefán Teitur sætti sig ekki við bekkjarsetu: „Það besta í stöðunni“ Fá martraðir um Tryggva eftir leik kvöldsins Martin framlagshæstur í sigri Alba Berlin Norðmenn áfram í milliriðla Stór mistök Alfreðs reyndust Þjóðverjum dýrkeypt Átta íslensk mörk í svekkjandi tapi Mætti brjálaður í viðtal og hjólaði í stjórnina Pirrandi kvöld fyrir topplið Arsenal í Skírisskógi Elvar öflugur í mikilvægum sigri Króatar Dags lentu í kröppum dansi í fyrsta leik á EM Salah klúðraði vítaspyrnu er Nígería tók þriðja sætið Þróttur skellti KR í Reykjavíkurmótinu Valur aftur á topp Olís deildarinnar Dagar Frank hjá Tottenham taldir? Benoný skoraði sigurmark Stockport Kærkominn sigur í fyrsta deildarleik Rosenior með Chelsea Víti í súginn í fjórða jafntefli Liverpool í röð Ísaki fórnað í langþráðum sigri Kölnar Birta hetja Genoa í frumrauninni EM í dag: Draugabærinn Kristianstad og söguleg strætóferð Markaskorarinn Mbeumo: „Old Trafford var ótrúlegur í dag“ Mbappé á skotskónum í fyrsta sigrinum undir stjórn Arbeloa Draumabyrjun hjá Carrick Einar enn í einangrun en aðrir ferskir KR fær tvo unga Ganverja Pólverji dæmdur í tveggja leikja bann og verður ekki með gegn Íslendingum Sjá meira