ESPN: Jose Mourinho hefur áhuga á því að taka við Arsenal Óskar Ófeigur Jónsson skrifar 30. október 2019 11:15 Jose Mourinho. Getty/Claudio Villa Jose Mourinho gæti tekið við enska úrvalsdeildarfélaginu Arsenal í næstu framtíð ef félagið ákveður að reka Unai Emery.Heimildir ESPN herma að portúgalski knattspyrnustjórinn hafi áhuga á starfinu á Emirates. Mourinho er 56 ára gamall en hefur verið atvinnulaus síðan að Manchester United rak hann fyrir tæpu ári síðan. Unai Emery er ennþá knattspyrnustjóri Arsenal og þrátt fyrir lélegt gengi er ekkert sem bendir til þess að hann verði rekinn á næstunni. Pressan minnkar þó ekkert fari Arsenal-liðinu ekki að ganga betur. Jose Mourinho var mættur á leik Arsenal og Vitoria Guimaraes í Evrópudeildinni í síðustu viku. Það er búið að orða hann við mörg störf á síðustu mánuðum en hann hefur verið að dunda sér við það að greina fótboltaleiki í sjónvarpi.Jose Mourinho 'wants to become first manager to win major trophies at three English clubs which could interest Arsenal' as pressure grows on Unai Emery https://t.co/sVgXJHCstG — MailOnline Sport (@MailSport) October 30, 2019 Það þarf ekki að koma mörgum á óvart að þessi fyrrum stjóri Real Madrid og Internazionale sé nú orðinn óþolinmóður að bíða eftir næsta starfi. Sæti Unai Emery er vissulega farið að hitna eftir aðeins einn sigur í síðustu fjórum deildarleikjum og liðið missti niður 2-0 forystu á móti Crystal Palace um síðustu helgi. Jose Mourinho er sagður hafa áhuga á því að vinna titla með þremur úrvalsdeildarfélögum en hann hefur þegar unnið með Chelsea og Manchester United. Það gæti verið spennandi áskorun fyrir Portúgalann að koma Arsenal liðinu aftur í hóp þeirra bestu. Arsenal er í fimmta sæti ensku úrvalsdeildarinnar eftir tíu leiki fjórum stigum frá fjórða sætinu.Jose Mourinho 'keen on Arsenal manager's job' as pressure builds on Unai Emery https://t.co/7ymH2cw2NNpic.twitter.com/PzlP9AdAnz — Mirror Football (@MirrorFootball) October 30, 2019 Enski boltinn Mest lesið Danir óstöðvandi Handbolti „Hjá þessu félagi þarftu að vinna alla leiki“ Fótbolti Orri Steinn kom ekki við sögu í tapi Sociedad Fótbolti „Keppni um hvort liðið myndi ná að strengja saman nokkur stopp í röð“ Körfubolti „Þeir voru pottþétt að spara“ Handbolti „Erum í þessu til þess að vinna“ Körfubolti Hrósuðu Viggó í hástert: „Hann er svo verðmætur“ Handbolti Uppgjörið: Tindastóll - Grindavík 97-79 | Öruggt hjá heimamönnum á Króknum Körfubolti Loks vann Tottenham Fótbolti Bruno til bjargar Fótbolti Fleiri fréttir Haaland fær tíu milljarða hjálp Sér eftir því sem hann sagði Cole Palmer er stolt lítillar þjóðar í Karabíska hafinu Táningur handtekinn vegna ummæla í garð Havertz og eiginkonu hans Tók brjálæðiskast í klefanum hjá Man. Utd Chelsea að gera Naomi Girma að dýrasta leikmanni sögunnar Jón Daði skoraði í fyrsta sigurleik Burton á árinu Grealish eftirsóttur: Færir hann sig um set í Manchester? Meistarar City halda áfram að bæta við sig „Of snemmt að kalla Liverpool besta lið í heimi“ Spilar ekki á meðan glugginn er opinn Petit baðst afsökunar á að „drepa“ Pat Rice „Ég myndi deyja fyrir Liverpool“ Englandsmeistararnir festa kaup á Khusanov Varnarmennirnir björguðu Chelsea Fowler með sína kenningu um þá samningslausu hjá Liverpool Rotta hljóp um á grasinu á Old Trafford í miðjum leik Áttundi sigur Forest í síðustu níu leikjum Yfirlýsing frá City með stórsigri Onana með skelfileg mistök þegar United tapaði enn og aftur fyrir Brighton Draumaendurkoma hjá Moyes á Goodison Park Fyrrverandi landsliðsmaður Englands mætir KSI í boxbardaga Segir Liverpool besta lið heims Antony á leið til Betis Ollie Watkins gerði Arsenal skráveifu Núnez með tvö mörk í uppbótartíma Kluivert með þrennu í fyrsta leik dagsins Haaland sagður fá yfir tólf milljónir í laun á dag næsta áratuginn Samingur Haaland slæmar fréttir fyrir Alan Shearer Denis Law látinn Sjá meira
Jose Mourinho gæti tekið við enska úrvalsdeildarfélaginu Arsenal í næstu framtíð ef félagið ákveður að reka Unai Emery.Heimildir ESPN herma að portúgalski knattspyrnustjórinn hafi áhuga á starfinu á Emirates. Mourinho er 56 ára gamall en hefur verið atvinnulaus síðan að Manchester United rak hann fyrir tæpu ári síðan. Unai Emery er ennþá knattspyrnustjóri Arsenal og þrátt fyrir lélegt gengi er ekkert sem bendir til þess að hann verði rekinn á næstunni. Pressan minnkar þó ekkert fari Arsenal-liðinu ekki að ganga betur. Jose Mourinho var mættur á leik Arsenal og Vitoria Guimaraes í Evrópudeildinni í síðustu viku. Það er búið að orða hann við mörg störf á síðustu mánuðum en hann hefur verið að dunda sér við það að greina fótboltaleiki í sjónvarpi.Jose Mourinho 'wants to become first manager to win major trophies at three English clubs which could interest Arsenal' as pressure grows on Unai Emery https://t.co/sVgXJHCstG — MailOnline Sport (@MailSport) October 30, 2019 Það þarf ekki að koma mörgum á óvart að þessi fyrrum stjóri Real Madrid og Internazionale sé nú orðinn óþolinmóður að bíða eftir næsta starfi. Sæti Unai Emery er vissulega farið að hitna eftir aðeins einn sigur í síðustu fjórum deildarleikjum og liðið missti niður 2-0 forystu á móti Crystal Palace um síðustu helgi. Jose Mourinho er sagður hafa áhuga á því að vinna titla með þremur úrvalsdeildarfélögum en hann hefur þegar unnið með Chelsea og Manchester United. Það gæti verið spennandi áskorun fyrir Portúgalann að koma Arsenal liðinu aftur í hóp þeirra bestu. Arsenal er í fimmta sæti ensku úrvalsdeildarinnar eftir tíu leiki fjórum stigum frá fjórða sætinu.Jose Mourinho 'keen on Arsenal manager's job' as pressure builds on Unai Emery https://t.co/7ymH2cw2NNpic.twitter.com/PzlP9AdAnz — Mirror Football (@MirrorFootball) October 30, 2019
Enski boltinn Mest lesið Danir óstöðvandi Handbolti „Hjá þessu félagi þarftu að vinna alla leiki“ Fótbolti Orri Steinn kom ekki við sögu í tapi Sociedad Fótbolti „Keppni um hvort liðið myndi ná að strengja saman nokkur stopp í röð“ Körfubolti „Þeir voru pottþétt að spara“ Handbolti „Erum í þessu til þess að vinna“ Körfubolti Hrósuðu Viggó í hástert: „Hann er svo verðmætur“ Handbolti Uppgjörið: Tindastóll - Grindavík 97-79 | Öruggt hjá heimamönnum á Króknum Körfubolti Loks vann Tottenham Fótbolti Bruno til bjargar Fótbolti Fleiri fréttir Haaland fær tíu milljarða hjálp Sér eftir því sem hann sagði Cole Palmer er stolt lítillar þjóðar í Karabíska hafinu Táningur handtekinn vegna ummæla í garð Havertz og eiginkonu hans Tók brjálæðiskast í klefanum hjá Man. Utd Chelsea að gera Naomi Girma að dýrasta leikmanni sögunnar Jón Daði skoraði í fyrsta sigurleik Burton á árinu Grealish eftirsóttur: Færir hann sig um set í Manchester? Meistarar City halda áfram að bæta við sig „Of snemmt að kalla Liverpool besta lið í heimi“ Spilar ekki á meðan glugginn er opinn Petit baðst afsökunar á að „drepa“ Pat Rice „Ég myndi deyja fyrir Liverpool“ Englandsmeistararnir festa kaup á Khusanov Varnarmennirnir björguðu Chelsea Fowler með sína kenningu um þá samningslausu hjá Liverpool Rotta hljóp um á grasinu á Old Trafford í miðjum leik Áttundi sigur Forest í síðustu níu leikjum Yfirlýsing frá City með stórsigri Onana með skelfileg mistök þegar United tapaði enn og aftur fyrir Brighton Draumaendurkoma hjá Moyes á Goodison Park Fyrrverandi landsliðsmaður Englands mætir KSI í boxbardaga Segir Liverpool besta lið heims Antony á leið til Betis Ollie Watkins gerði Arsenal skráveifu Núnez með tvö mörk í uppbótartíma Kluivert með þrennu í fyrsta leik dagsins Haaland sagður fá yfir tólf milljónir í laun á dag næsta áratuginn Samingur Haaland slæmar fréttir fyrir Alan Shearer Denis Law látinn Sjá meira