Heyrir til undantekninga að konur hér á landi gangi með börn lengur en í 42 vikur Sunna Kristín Hilmarsdóttir skrifar 31. október 2019 08:30 Anna Sigríður Vernharðsdóttir segir algengast að konur séu settar af stað á bilinu 41+3 til 41+5, það er á 42. viku. vísir Það heyrir til undantekninga hér á landi að konur gangi með börn lengur en í 42 vikur. Þetta segir Anna Sigríður Vernharðsdóttir, yfirljósmóðir á fæðingarvakt Landspítalans, í samtali við Vísi. Rannsókn sem gerð var á óléttum konum í Svíþjóð sem gengið höfðu fram yfir var hætt fyrir um ári síðan eftir að sex börn dóu. Börnin áttu það öll sameiginlegt að mæður þeirra voru settar af stað við upphaf 43. viku, það er á 42+0 (sjá nánar um rannsóknina hér). Rannsóknin tók til kvenna þar sem ekki var um áhættumeðgöngu að ræða. Fjallað var um rannsóknina á Vísi fyrr í vikunni. Anna Sigríður segir Landspítalann með langan lista af ábendingum fyrir gangsetningu eða það sem einnig er kallað framköllun fæðingar. Meðgöngulengd er þar einn þáttur. „Þá er meðgöngulengd 41 til 42 vikur, það er 41+0 til 42+0. Þannig að samkvæmt okkar verklagi eru konur aldrei að fara inn í viku 43 nema einstaka kona hefur gert það að eigin ósk og er þá í mjög þéttu eftirliti á þeim tíma,“ segir Anna Sigríður.Algengast að konur séu settar af stað á 42. viku Algengast sé að konur séu settar af stað á bilinu 41+3 til 41+5, það er á 42. viku. Þá er gengið með barnið í 41 viku plús þrjá til fimm daga. Anna Sigríður segir þó að það sé stundum erfitt að koma öllum konum í gangsetningu og þá sé það einstaka sinnum dregið að 42+0. „Og það er alveg rammi sem hingað til hefur verið talinn öruggur,“ segir hún. Í einstaka tilfellum geti gangsetningarferlið síðan tekið einn til tvo daga og þá sé konan að fæða barnið á 42+1 eða tveir dagar. „En þá eru þær líka hérna hjá okkur í eftirliti allan tímann. Þetta gerist alveg en hjá mjög fáum konum.“ Anna Sigríður segir starfsmenn á Landspítalanum bíða eftir því að sjá rannsóknina sjálfa sem vísað var til hér í upphafi og niðurstöður hennar en þær hafa ekki enn verið birtar opinberlega. „Við öndum alveg rólega yfir þessari frétt af því að við teljum okkur líka vera með mjög góð viðmið. Svo munum við auðvitað kynna okkur þessa rannsókn þegar hún kemur út og skoða hana vel,“ segir Anna Sigríður.Uppfært klukkan 10:43 með nákvæmari upplýsingum um framkvæmd rannsóknarinnar í Svíþjóð. Börn og uppeldi Heilbrigðismál Tengdar fréttir Hættu rannsókn á óléttum konum sem gengu fram yfir eftir að sex börn dóu Vísindamenn í Svíþjóð hafa hætt rannsókn á óléttum konum sem gengu með börn sín lengur en 40 vikur eftir að sex börn dóu. 28. október 2019 13:30 Mest lesið Breytingar í vændum á skrifstofu forseta Innlent Hegðun Helga kunni að skýra skort á símtölum Innlent Boðar alla herforingjana á fordæmalausan skyndifund Erlent Uppsagnir hjá Norðuráli í dag Innlent Segir NATO og ESB hafa lýst yfir stríði við Rússland Erlent „Handagangur í öskjunni“ leiddi til þess að menntskælingar fengu áfengi Innlent Nýtt Lækjartorg á ís þar til flóðamat liggur fyrir Innlent Dæmigert hundaflaut að spyrja hvort kynin séu tvö Innlent Leikskóli heimtar tugi þúsunda fyrir „listaverk“ barnanna Erlent Minna fólk á að hafa vistir til þriggja daga á heimilinu Innlent Fleiri fréttir „Þau eru að herja á börnin okkar“ Skipulagði bæjarferðir að vestan þannig að hann kæmist í Blóðbankann Lægð sem valdi meiri usla Minna fólk á að hafa vistir til þriggja daga á heimilinu Dæmigert hundaflaut að spyrja hvort kynin séu tvö Grafalvarleg staða í Danmörku, trampólínlægð og hundaflaut Viðvörunarstig hækkað: Auknar líkur á gosi Refsing fyrir að nauðga þroskaskertum manni milduð Breytingar í vændum á skrifstofu forseta Stærðarinnar grjót féll á fjölfarinn veg Bein útsending: Farið yfir það nýjasta í krabbameinsrannsóknum „Handagangur í öskjunni“ leiddi til þess að menntskælingar fengu áfengi Skæð fuglaflensa greindist á Norðurlandi Uppsagnir hjá Norðuráli í dag Þingmenn ræða stjórnlausa veðmálastarfsemi: Íslendingar Evrópumeistarar Stórt framfaraskref að færa Blóðbankann í Kringluna Austurstræti orðið að göngugötu Íbúar Ártúnsholts hrósa sigri gegn borginni - í bili Fyrsta trampólínlægðin væntanleg á morgun Dóttirin fær einungis að mæta einu sinni í viku í frístund Drónar í Danaveldi og Blóðbankinn opnar í Kringlunni „Skoðun mín skiptir ekki máli“ Nýtt Lækjartorg á ís þar til flóðamat liggur fyrir 3,2 stiga skjálfti í Mýrdalsjökli Óskaði aðstoðar með gríðarstóran hníf Hegðun Helga kunni að skýra skort á símtölum Enska verði orðin ráðandi í atvinnulífi um miðja öld Heiðra Íslendinga með því að gera 17. júní að fánadegi Hafnar fullyrðingum þingmanns um innrætingu Skrítið að vita af ósprunginni handsprengju í næstu götu Sjá meira
Það heyrir til undantekninga hér á landi að konur gangi með börn lengur en í 42 vikur. Þetta segir Anna Sigríður Vernharðsdóttir, yfirljósmóðir á fæðingarvakt Landspítalans, í samtali við Vísi. Rannsókn sem gerð var á óléttum konum í Svíþjóð sem gengið höfðu fram yfir var hætt fyrir um ári síðan eftir að sex börn dóu. Börnin áttu það öll sameiginlegt að mæður þeirra voru settar af stað við upphaf 43. viku, það er á 42+0 (sjá nánar um rannsóknina hér). Rannsóknin tók til kvenna þar sem ekki var um áhættumeðgöngu að ræða. Fjallað var um rannsóknina á Vísi fyrr í vikunni. Anna Sigríður segir Landspítalann með langan lista af ábendingum fyrir gangsetningu eða það sem einnig er kallað framköllun fæðingar. Meðgöngulengd er þar einn þáttur. „Þá er meðgöngulengd 41 til 42 vikur, það er 41+0 til 42+0. Þannig að samkvæmt okkar verklagi eru konur aldrei að fara inn í viku 43 nema einstaka kona hefur gert það að eigin ósk og er þá í mjög þéttu eftirliti á þeim tíma,“ segir Anna Sigríður.Algengast að konur séu settar af stað á 42. viku Algengast sé að konur séu settar af stað á bilinu 41+3 til 41+5, það er á 42. viku. Þá er gengið með barnið í 41 viku plús þrjá til fimm daga. Anna Sigríður segir þó að það sé stundum erfitt að koma öllum konum í gangsetningu og þá sé það einstaka sinnum dregið að 42+0. „Og það er alveg rammi sem hingað til hefur verið talinn öruggur,“ segir hún. Í einstaka tilfellum geti gangsetningarferlið síðan tekið einn til tvo daga og þá sé konan að fæða barnið á 42+1 eða tveir dagar. „En þá eru þær líka hérna hjá okkur í eftirliti allan tímann. Þetta gerist alveg en hjá mjög fáum konum.“ Anna Sigríður segir starfsmenn á Landspítalanum bíða eftir því að sjá rannsóknina sjálfa sem vísað var til hér í upphafi og niðurstöður hennar en þær hafa ekki enn verið birtar opinberlega. „Við öndum alveg rólega yfir þessari frétt af því að við teljum okkur líka vera með mjög góð viðmið. Svo munum við auðvitað kynna okkur þessa rannsókn þegar hún kemur út og skoða hana vel,“ segir Anna Sigríður.Uppfært klukkan 10:43 með nákvæmari upplýsingum um framkvæmd rannsóknarinnar í Svíþjóð.
Börn og uppeldi Heilbrigðismál Tengdar fréttir Hættu rannsókn á óléttum konum sem gengu fram yfir eftir að sex börn dóu Vísindamenn í Svíþjóð hafa hætt rannsókn á óléttum konum sem gengu með börn sín lengur en 40 vikur eftir að sex börn dóu. 28. október 2019 13:30 Mest lesið Breytingar í vændum á skrifstofu forseta Innlent Hegðun Helga kunni að skýra skort á símtölum Innlent Boðar alla herforingjana á fordæmalausan skyndifund Erlent Uppsagnir hjá Norðuráli í dag Innlent Segir NATO og ESB hafa lýst yfir stríði við Rússland Erlent „Handagangur í öskjunni“ leiddi til þess að menntskælingar fengu áfengi Innlent Nýtt Lækjartorg á ís þar til flóðamat liggur fyrir Innlent Dæmigert hundaflaut að spyrja hvort kynin séu tvö Innlent Leikskóli heimtar tugi þúsunda fyrir „listaverk“ barnanna Erlent Minna fólk á að hafa vistir til þriggja daga á heimilinu Innlent Fleiri fréttir „Þau eru að herja á börnin okkar“ Skipulagði bæjarferðir að vestan þannig að hann kæmist í Blóðbankann Lægð sem valdi meiri usla Minna fólk á að hafa vistir til þriggja daga á heimilinu Dæmigert hundaflaut að spyrja hvort kynin séu tvö Grafalvarleg staða í Danmörku, trampólínlægð og hundaflaut Viðvörunarstig hækkað: Auknar líkur á gosi Refsing fyrir að nauðga þroskaskertum manni milduð Breytingar í vændum á skrifstofu forseta Stærðarinnar grjót féll á fjölfarinn veg Bein útsending: Farið yfir það nýjasta í krabbameinsrannsóknum „Handagangur í öskjunni“ leiddi til þess að menntskælingar fengu áfengi Skæð fuglaflensa greindist á Norðurlandi Uppsagnir hjá Norðuráli í dag Þingmenn ræða stjórnlausa veðmálastarfsemi: Íslendingar Evrópumeistarar Stórt framfaraskref að færa Blóðbankann í Kringluna Austurstræti orðið að göngugötu Íbúar Ártúnsholts hrósa sigri gegn borginni - í bili Fyrsta trampólínlægðin væntanleg á morgun Dóttirin fær einungis að mæta einu sinni í viku í frístund Drónar í Danaveldi og Blóðbankinn opnar í Kringlunni „Skoðun mín skiptir ekki máli“ Nýtt Lækjartorg á ís þar til flóðamat liggur fyrir 3,2 stiga skjálfti í Mýrdalsjökli Óskaði aðstoðar með gríðarstóran hníf Hegðun Helga kunni að skýra skort á símtölum Enska verði orðin ráðandi í atvinnulífi um miðja öld Heiðra Íslendinga með því að gera 17. júní að fánadegi Hafnar fullyrðingum þingmanns um innrætingu Skrítið að vita af ósprunginni handsprengju í næstu götu Sjá meira
Hættu rannsókn á óléttum konum sem gengu fram yfir eftir að sex börn dóu Vísindamenn í Svíþjóð hafa hætt rannsókn á óléttum konum sem gengu með börn sín lengur en 40 vikur eftir að sex börn dóu. 28. október 2019 13:30