Tvö hundruð og ellefu voru á kjörskrá og greiddu 62 prósent þeirra atkvæði. Aðgerðirnar verða stigmagnandi í lengd þrjá föstudaga frá og með 8. nóvember á netmiðlum fyrrgreindra fyrirtækja og standa allan daginn á Morgunblaðinu og Fréttablaðinu fimmtudaginn 28. nóvember hafi samningar ekki tekist fyrir þann tíma.
Árangurslaus samningafundur var hjá Ríkissáttasemjara í gær og hefur nýr fundur ekki verið boðaður.



