Vinnustöðvun blaðamanna breytir ekki afstöðu SA Kjartan Kjartansson skrifar 30. október 2019 19:52 Halldór Benjamín Þorbergsson, framkvæmdastjóri SA. Vísir/vilhelm Halldór Benjamín Þorbergsson, framkvæmdastjóri Samtaka atvinnulífsins, segir að vinnustöðvanir sem félagar í Blaðamannafélagi Íslands samþykktu í dag breyti engu um að kröfur blaðamanna séu umfram það sem samið var um í lífskjarasamningunum svonefndu. Hann segir SA ekki geta teflt þeim í tvísýnu. Afgerandi meirihluti þeirra félagsmanna Blaðamannafélags Íslands (BÍ) sem greiddu atkvæði í dag samþykktu vinnustöðvanir fjóra daga í nóvember. Vinnustöðvanirnar ná til blaða-, frétta- og myndatökumanna hjá Árvakri, Sýn, RÚV og Torgi sem halda úti stærstu fjölmiðlum landsins. Í samtali við Vísi segir Halldór Benjamín að vinnustöðvanirnar breyti engu um að kröfur BÍ séu umfram það sem samið var um í lífskjarasamningunum við um 95% launafólks á almennum vinnumarkaði fyrr á þessu ári. „Sú launastefna sem birtist í lífskjarasamningum markar launastefnu Samtakanna atvinnulífsins og þessi niðurstaða breytir því í engu,“ segir Halldór Benjamín. Hjálmar Jónsson, formaður BÍ, sagði við Stöð 2 í gærkvöldi að kjör blaðamanna væru hörmuleg og að kröfugerð félagsins væri vel innan þeirra marka sem samið hafi verið um við aðra. Halldór Benjamín hafnar þeirri túlkun Hjálmars með öllu. „Ef að sú fullyrðing formanns Blaðamannafélagsins væri á rökum reist væri hann búinn að undirrita kjarasamning við Samtök atvinnulífsins,“ segir hann.Hjálmar Jónsson, formaður Blaðamannafélags Íslands, hefur sagt að kröfugerð félagsins gangi ekki lengra en samið hefur verið um við aðra.Vísir/VilhelmGeta ekki teflt lífskjarasamningum í hættu Deila Blaðamannafélagsins og SA er á borði ríkissáttasemjara og segist Halldór Benjamín búast við að boðað verði til fundar öðru hvoru megin við helgina. Verkefnið nú sé að ná samningum og hann sé bjartsýnn að eðlisfari. „Lína Samtaka atvinnulífsins er alveg skýr og hún hefur verið samþykkt, ekki bara af atvinnurekendum heldur af meginþorra alls launafólks á Íslandi. Þeim árangri getum við eðli málsins samkvæmt ekki teflt í tvísýnu með samningum sem sprengja þann ramma,“ segir Halldór Benjamín. Að óbreyttu fara blaða- og myndatökumenn netmiðlanna í fjögurra tíma verkfall föstudaginn 8. nóvember frá klukkan 10:00 til 14:00, í átta tíma frá 10:00 til 18:00 15. nóvember og í tólf klukkustundir fimmtudaginn 22. nóvember. Hafi enn ekki náðst samningar fimmtudaginn 28. nóvember leggja blaðamenn á prentútgáfum Morgunblaðsins og Fréttablaðsins niður störf í einn dag og nær sú vinnustöðvun einnig til ljósmyndara og tökumanna á þessum miðlum.Blaðamenn Vísis eru flestir félagar í Blaðamannafélagi Íslands, þar á meðal sá sem þetta skrifar. Fjölmiðlar Kjaramál Verkföll 2019 Tengdar fréttir Blaðamenn greiða atkvæði um verkfallsaðgerðir Blaða- og fréttamenn og myndatökumenn á fjölmiðlum sem eiga aðild að Samtökum atvinnulífsins greiða atkvæði á morgun um boðun verkfalla sem hefjast hinn 8. nóvember hafi samningar ekki tekist fyrir þann tíma. 29. október 2019 12:08 Segir kjör blaðamanna hörmuleg og útlit fyrir vinnustöðvanir Blaðamenn greiða atkvæði um vinnustöðvanir á morgun. 29. október 2019 19:00 Mikill meirihluti blaðamanna samþykkti verkfallsaðgerðir Félagar í Blaðamannafélagi Íslands sem vinna hjá miðlum Árvakurs, Ríkisútvarpsins, Sýnar og Torgs samþykktu boðun verkfallsaðgerða í dag með 83,2 prósenta atkvæða 30. október 2019 19:30 Mest lesið „Það er eins og Snæfellsnesið sé komið í gang“ Innlent Óttast að Suðurlandið verði að „eyðimörk“ í náinni framtíð Innlent Skilur ekki tilgang milljóna króna auglýsingar Innlent Hópur manna réðst á Íslending í Liverpool Innlent Sparnaðartillögum snjóar inn: Leggja niður RÚV, loka sendiráðum og hætta að styrkja flokkana Innlent Prestur á Nesinu segir nei takk við greiðslum Innlent Maðurinn er Íslendingur á fimmtugsaldri Innlent Ekki verði hróflað við kvótakerfinu Innlent Kristrún leitar ekki langt yfir skammt að hægri hönd Innlent Þrír menn leiddir frá borði Play-flugvélar Innlent Fleiri fréttir „Það er eins og Snæfellsnesið sé komið í gang“ Óttast að Suðurlandið verði að „eyðimörk“ í náinni framtíð Hættuástand í heilbrigðisþjónustu og óróapúls Skilur ekki tilgang milljóna króna auglýsingar Netsamband komið aftur á í Árbæ Inflúensugreiningar tvöfölduðust milli vikna Sparnaðartillögum snjóar inn: Leggja niður RÚV, loka sendiráðum og hætta að styrkja flokkana Bílvelta á Suðurlandi Prestur á Nesinu segir nei takk við greiðslum Þungt haldinn á gjörgæslu Ekki verði hróflað við kvótakerfinu „Við förum alltaf í einhvern átakagír“ Ólafsfjarðarmálið fer fyrir Hæstarétt Fleiri segjast andvígir aðild að ESB en hlynntir Hópur manna réðst á Íslending í Liverpool Aukið flóð við Hvítá Lengsti óróapúlsinn til þessa Klakastífla í Hvítá og ráðherrar í fannfergi á Þingvöllum Bjóða fólki í kuldaþjálfun Hafdís og Sandra vilja stjórna Litla-Hrauni Vinnufundur ráðherra á Þingvöllum hafinn Fékk áfall þegar ranglega var fullyrt að stunguárásin hafi gerst á heimili hennar Viðreisn og Framsókn dala en sósíalistar yfir kjörfylgi Ungmenni skar sig á múrstein sem var kastað inn um glugga Vinna að því að koma í veg fyrir frekari aðgerðir hjá kennurum „Við værum klaufaleg ef það væri ekki“ Telur ólíðandi að ekki hafi verið hægt að úrskurða afa sinn látinn um jólin „Ekki gera lítið úr þriðja formanninum“ Flugeldaruslið notað til að framleiða orku í Svíþjóð Helstu breytingarnar á buddunni: Vextir lækka áfram og eldsneyti hækkar um fimm prósent Sjá meira
Halldór Benjamín Þorbergsson, framkvæmdastjóri Samtaka atvinnulífsins, segir að vinnustöðvanir sem félagar í Blaðamannafélagi Íslands samþykktu í dag breyti engu um að kröfur blaðamanna séu umfram það sem samið var um í lífskjarasamningunum svonefndu. Hann segir SA ekki geta teflt þeim í tvísýnu. Afgerandi meirihluti þeirra félagsmanna Blaðamannafélags Íslands (BÍ) sem greiddu atkvæði í dag samþykktu vinnustöðvanir fjóra daga í nóvember. Vinnustöðvanirnar ná til blaða-, frétta- og myndatökumanna hjá Árvakri, Sýn, RÚV og Torgi sem halda úti stærstu fjölmiðlum landsins. Í samtali við Vísi segir Halldór Benjamín að vinnustöðvanirnar breyti engu um að kröfur BÍ séu umfram það sem samið var um í lífskjarasamningunum við um 95% launafólks á almennum vinnumarkaði fyrr á þessu ári. „Sú launastefna sem birtist í lífskjarasamningum markar launastefnu Samtakanna atvinnulífsins og þessi niðurstaða breytir því í engu,“ segir Halldór Benjamín. Hjálmar Jónsson, formaður BÍ, sagði við Stöð 2 í gærkvöldi að kjör blaðamanna væru hörmuleg og að kröfugerð félagsins væri vel innan þeirra marka sem samið hafi verið um við aðra. Halldór Benjamín hafnar þeirri túlkun Hjálmars með öllu. „Ef að sú fullyrðing formanns Blaðamannafélagsins væri á rökum reist væri hann búinn að undirrita kjarasamning við Samtök atvinnulífsins,“ segir hann.Hjálmar Jónsson, formaður Blaðamannafélags Íslands, hefur sagt að kröfugerð félagsins gangi ekki lengra en samið hefur verið um við aðra.Vísir/VilhelmGeta ekki teflt lífskjarasamningum í hættu Deila Blaðamannafélagsins og SA er á borði ríkissáttasemjara og segist Halldór Benjamín búast við að boðað verði til fundar öðru hvoru megin við helgina. Verkefnið nú sé að ná samningum og hann sé bjartsýnn að eðlisfari. „Lína Samtaka atvinnulífsins er alveg skýr og hún hefur verið samþykkt, ekki bara af atvinnurekendum heldur af meginþorra alls launafólks á Íslandi. Þeim árangri getum við eðli málsins samkvæmt ekki teflt í tvísýnu með samningum sem sprengja þann ramma,“ segir Halldór Benjamín. Að óbreyttu fara blaða- og myndatökumenn netmiðlanna í fjögurra tíma verkfall föstudaginn 8. nóvember frá klukkan 10:00 til 14:00, í átta tíma frá 10:00 til 18:00 15. nóvember og í tólf klukkustundir fimmtudaginn 22. nóvember. Hafi enn ekki náðst samningar fimmtudaginn 28. nóvember leggja blaðamenn á prentútgáfum Morgunblaðsins og Fréttablaðsins niður störf í einn dag og nær sú vinnustöðvun einnig til ljósmyndara og tökumanna á þessum miðlum.Blaðamenn Vísis eru flestir félagar í Blaðamannafélagi Íslands, þar á meðal sá sem þetta skrifar.
Fjölmiðlar Kjaramál Verkföll 2019 Tengdar fréttir Blaðamenn greiða atkvæði um verkfallsaðgerðir Blaða- og fréttamenn og myndatökumenn á fjölmiðlum sem eiga aðild að Samtökum atvinnulífsins greiða atkvæði á morgun um boðun verkfalla sem hefjast hinn 8. nóvember hafi samningar ekki tekist fyrir þann tíma. 29. október 2019 12:08 Segir kjör blaðamanna hörmuleg og útlit fyrir vinnustöðvanir Blaðamenn greiða atkvæði um vinnustöðvanir á morgun. 29. október 2019 19:00 Mikill meirihluti blaðamanna samþykkti verkfallsaðgerðir Félagar í Blaðamannafélagi Íslands sem vinna hjá miðlum Árvakurs, Ríkisútvarpsins, Sýnar og Torgs samþykktu boðun verkfallsaðgerða í dag með 83,2 prósenta atkvæða 30. október 2019 19:30 Mest lesið „Það er eins og Snæfellsnesið sé komið í gang“ Innlent Óttast að Suðurlandið verði að „eyðimörk“ í náinni framtíð Innlent Skilur ekki tilgang milljóna króna auglýsingar Innlent Hópur manna réðst á Íslending í Liverpool Innlent Sparnaðartillögum snjóar inn: Leggja niður RÚV, loka sendiráðum og hætta að styrkja flokkana Innlent Prestur á Nesinu segir nei takk við greiðslum Innlent Maðurinn er Íslendingur á fimmtugsaldri Innlent Ekki verði hróflað við kvótakerfinu Innlent Kristrún leitar ekki langt yfir skammt að hægri hönd Innlent Þrír menn leiddir frá borði Play-flugvélar Innlent Fleiri fréttir „Það er eins og Snæfellsnesið sé komið í gang“ Óttast að Suðurlandið verði að „eyðimörk“ í náinni framtíð Hættuástand í heilbrigðisþjónustu og óróapúls Skilur ekki tilgang milljóna króna auglýsingar Netsamband komið aftur á í Árbæ Inflúensugreiningar tvöfölduðust milli vikna Sparnaðartillögum snjóar inn: Leggja niður RÚV, loka sendiráðum og hætta að styrkja flokkana Bílvelta á Suðurlandi Prestur á Nesinu segir nei takk við greiðslum Þungt haldinn á gjörgæslu Ekki verði hróflað við kvótakerfinu „Við förum alltaf í einhvern átakagír“ Ólafsfjarðarmálið fer fyrir Hæstarétt Fleiri segjast andvígir aðild að ESB en hlynntir Hópur manna réðst á Íslending í Liverpool Aukið flóð við Hvítá Lengsti óróapúlsinn til þessa Klakastífla í Hvítá og ráðherrar í fannfergi á Þingvöllum Bjóða fólki í kuldaþjálfun Hafdís og Sandra vilja stjórna Litla-Hrauni Vinnufundur ráðherra á Þingvöllum hafinn Fékk áfall þegar ranglega var fullyrt að stunguárásin hafi gerst á heimili hennar Viðreisn og Framsókn dala en sósíalistar yfir kjörfylgi Ungmenni skar sig á múrstein sem var kastað inn um glugga Vinna að því að koma í veg fyrir frekari aðgerðir hjá kennurum „Við værum klaufaleg ef það væri ekki“ Telur ólíðandi að ekki hafi verið hægt að úrskurða afa sinn látinn um jólin „Ekki gera lítið úr þriðja formanninum“ Flugeldaruslið notað til að framleiða orku í Svíþjóð Helstu breytingarnar á buddunni: Vextir lækka áfram og eldsneyti hækkar um fimm prósent Sjá meira
Blaðamenn greiða atkvæði um verkfallsaðgerðir Blaða- og fréttamenn og myndatökumenn á fjölmiðlum sem eiga aðild að Samtökum atvinnulífsins greiða atkvæði á morgun um boðun verkfalla sem hefjast hinn 8. nóvember hafi samningar ekki tekist fyrir þann tíma. 29. október 2019 12:08
Segir kjör blaðamanna hörmuleg og útlit fyrir vinnustöðvanir Blaðamenn greiða atkvæði um vinnustöðvanir á morgun. 29. október 2019 19:00
Mikill meirihluti blaðamanna samþykkti verkfallsaðgerðir Félagar í Blaðamannafélagi Íslands sem vinna hjá miðlum Árvakurs, Ríkisútvarpsins, Sýnar og Torgs samþykktu boðun verkfallsaðgerða í dag með 83,2 prósenta atkvæða 30. október 2019 19:30
Sparnaðartillögum snjóar inn: Leggja niður RÚV, loka sendiráðum og hætta að styrkja flokkana Innlent
Sparnaðartillögum snjóar inn: Leggja niður RÚV, loka sendiráðum og hætta að styrkja flokkana Innlent