Vinnustöðvun blaðamanna breytir ekki afstöðu SA Kjartan Kjartansson skrifar 30. október 2019 19:52 Halldór Benjamín Þorbergsson, framkvæmdastjóri SA. Vísir/vilhelm Halldór Benjamín Þorbergsson, framkvæmdastjóri Samtaka atvinnulífsins, segir að vinnustöðvanir sem félagar í Blaðamannafélagi Íslands samþykktu í dag breyti engu um að kröfur blaðamanna séu umfram það sem samið var um í lífskjarasamningunum svonefndu. Hann segir SA ekki geta teflt þeim í tvísýnu. Afgerandi meirihluti þeirra félagsmanna Blaðamannafélags Íslands (BÍ) sem greiddu atkvæði í dag samþykktu vinnustöðvanir fjóra daga í nóvember. Vinnustöðvanirnar ná til blaða-, frétta- og myndatökumanna hjá Árvakri, Sýn, RÚV og Torgi sem halda úti stærstu fjölmiðlum landsins. Í samtali við Vísi segir Halldór Benjamín að vinnustöðvanirnar breyti engu um að kröfur BÍ séu umfram það sem samið var um í lífskjarasamningunum við um 95% launafólks á almennum vinnumarkaði fyrr á þessu ári. „Sú launastefna sem birtist í lífskjarasamningum markar launastefnu Samtakanna atvinnulífsins og þessi niðurstaða breytir því í engu,“ segir Halldór Benjamín. Hjálmar Jónsson, formaður BÍ, sagði við Stöð 2 í gærkvöldi að kjör blaðamanna væru hörmuleg og að kröfugerð félagsins væri vel innan þeirra marka sem samið hafi verið um við aðra. Halldór Benjamín hafnar þeirri túlkun Hjálmars með öllu. „Ef að sú fullyrðing formanns Blaðamannafélagsins væri á rökum reist væri hann búinn að undirrita kjarasamning við Samtök atvinnulífsins,“ segir hann.Hjálmar Jónsson, formaður Blaðamannafélags Íslands, hefur sagt að kröfugerð félagsins gangi ekki lengra en samið hefur verið um við aðra.Vísir/VilhelmGeta ekki teflt lífskjarasamningum í hættu Deila Blaðamannafélagsins og SA er á borði ríkissáttasemjara og segist Halldór Benjamín búast við að boðað verði til fundar öðru hvoru megin við helgina. Verkefnið nú sé að ná samningum og hann sé bjartsýnn að eðlisfari. „Lína Samtaka atvinnulífsins er alveg skýr og hún hefur verið samþykkt, ekki bara af atvinnurekendum heldur af meginþorra alls launafólks á Íslandi. Þeim árangri getum við eðli málsins samkvæmt ekki teflt í tvísýnu með samningum sem sprengja þann ramma,“ segir Halldór Benjamín. Að óbreyttu fara blaða- og myndatökumenn netmiðlanna í fjögurra tíma verkfall föstudaginn 8. nóvember frá klukkan 10:00 til 14:00, í átta tíma frá 10:00 til 18:00 15. nóvember og í tólf klukkustundir fimmtudaginn 22. nóvember. Hafi enn ekki náðst samningar fimmtudaginn 28. nóvember leggja blaðamenn á prentútgáfum Morgunblaðsins og Fréttablaðsins niður störf í einn dag og nær sú vinnustöðvun einnig til ljósmyndara og tökumanna á þessum miðlum.Blaðamenn Vísis eru flestir félagar í Blaðamannafélagi Íslands, þar á meðal sá sem þetta skrifar. Fjölmiðlar Kjaramál Verkföll 2019 Tengdar fréttir Blaðamenn greiða atkvæði um verkfallsaðgerðir Blaða- og fréttamenn og myndatökumenn á fjölmiðlum sem eiga aðild að Samtökum atvinnulífsins greiða atkvæði á morgun um boðun verkfalla sem hefjast hinn 8. nóvember hafi samningar ekki tekist fyrir þann tíma. 29. október 2019 12:08 Segir kjör blaðamanna hörmuleg og útlit fyrir vinnustöðvanir Blaðamenn greiða atkvæði um vinnustöðvanir á morgun. 29. október 2019 19:00 Mikill meirihluti blaðamanna samþykkti verkfallsaðgerðir Félagar í Blaðamannafélagi Íslands sem vinna hjá miðlum Árvakurs, Ríkisútvarpsins, Sýnar og Torgs samþykktu boðun verkfallsaðgerða í dag með 83,2 prósenta atkvæða 30. október 2019 19:30 Mest lesið Vanþekking ráðherra sé áhyggjuefni Innlent Deildi hernaðarupplýsingum í öðru spjalli með konu sinni og bróður Erlent Ásthildur Lóa setur húsið umdeilda á sölu Innlent Segja samfélagsmiðla valda auknu kvenhatri og rasisma í skólum Erlent Margar fjölskyldur fastar í fátækt svo árum skiptir Innlent Ræddi við foreldra og hætta við miklar hækkanir Innlent Trump-stjórnin virðist ekki hafa neitt plan Innlent Samsetning lyfja gæti komið í veg fyrir þúsundir hjartaáfalla Erlent Skrítið ef ríkið hefur ekki áhuga á Háholti Innlent „Þeir liggja hérna eins og hráviði út um allt“ Innlent Fleiri fréttir Vanþekking ráðherra sé áhyggjuefni Margar fjölskyldur fastar í fátækt svo árum skiptir Ásthildur Lóa setur húsið umdeilda á sölu Gagnrýnir dómsmálaráðherra fyrir að fara með rangt mál um dvalarleyfi Trump-stjórnin virðist ekki hafa neitt plan Skrítið ef ríkið hefur ekki áhuga á Háholti Maðurinn er laus úr haldi „Við megum mótmæla því að verið sé að drepa saklaust fólk“ Ræddi við foreldra og hætta við miklar hækkanir Einn í haldi lögreglu vegna konu með skerta meðvitund Falla frá gjaldskrárhækkunum og árásir á tímum vopnahlés Bjóst ekki við að ríkisstjórnin héldi meirihluta Viðbragð lögreglu og sjúkraflutningamanna í nágrenni Selfoss Vestfjarðaleiðin verði Hringvegur númer tvö Ferill fyrrum forsætisráðherra og verðlaunaður sagnfræðingur í Sprengisandi Rólegheitaveður á páskadag Ökumaður undir aldri í bílaeltingarleik við lögreglu Mótmæla brottvísun Oscars Gagnrýnir brattar hækkanir: „Þetta er bara dapurlegt“ Eitthvað búi að baki „meira en þrá hans eftir friði“ Engin tengsl milli þolenda og gerenda Tortryggni í garð Rússa og ungmennaráð sem fékk ekkert að segja Móðirin hafi þurft að sárbæna hann til að hitta barnið á spítala Handtekinn á Húsavík með tölvert magn fíkniefna Bora tilraunaholu til að framleiða heitt vatn á höfuðborgarsvæðinu „Það er eitthvað við það að vera hérna“ Koma strandaglópunum heim í kvöld Áhyggjuefni að brotaþolar treysti ekki dómstólum Unglingur stakk óboðinn gest í bakið til að verja fjölskyldumeðlim Fólskuleg líkamsárás og strandaglópar í suðri Sjá meira
Halldór Benjamín Þorbergsson, framkvæmdastjóri Samtaka atvinnulífsins, segir að vinnustöðvanir sem félagar í Blaðamannafélagi Íslands samþykktu í dag breyti engu um að kröfur blaðamanna séu umfram það sem samið var um í lífskjarasamningunum svonefndu. Hann segir SA ekki geta teflt þeim í tvísýnu. Afgerandi meirihluti þeirra félagsmanna Blaðamannafélags Íslands (BÍ) sem greiddu atkvæði í dag samþykktu vinnustöðvanir fjóra daga í nóvember. Vinnustöðvanirnar ná til blaða-, frétta- og myndatökumanna hjá Árvakri, Sýn, RÚV og Torgi sem halda úti stærstu fjölmiðlum landsins. Í samtali við Vísi segir Halldór Benjamín að vinnustöðvanirnar breyti engu um að kröfur BÍ séu umfram það sem samið var um í lífskjarasamningunum við um 95% launafólks á almennum vinnumarkaði fyrr á þessu ári. „Sú launastefna sem birtist í lífskjarasamningum markar launastefnu Samtakanna atvinnulífsins og þessi niðurstaða breytir því í engu,“ segir Halldór Benjamín. Hjálmar Jónsson, formaður BÍ, sagði við Stöð 2 í gærkvöldi að kjör blaðamanna væru hörmuleg og að kröfugerð félagsins væri vel innan þeirra marka sem samið hafi verið um við aðra. Halldór Benjamín hafnar þeirri túlkun Hjálmars með öllu. „Ef að sú fullyrðing formanns Blaðamannafélagsins væri á rökum reist væri hann búinn að undirrita kjarasamning við Samtök atvinnulífsins,“ segir hann.Hjálmar Jónsson, formaður Blaðamannafélags Íslands, hefur sagt að kröfugerð félagsins gangi ekki lengra en samið hefur verið um við aðra.Vísir/VilhelmGeta ekki teflt lífskjarasamningum í hættu Deila Blaðamannafélagsins og SA er á borði ríkissáttasemjara og segist Halldór Benjamín búast við að boðað verði til fundar öðru hvoru megin við helgina. Verkefnið nú sé að ná samningum og hann sé bjartsýnn að eðlisfari. „Lína Samtaka atvinnulífsins er alveg skýr og hún hefur verið samþykkt, ekki bara af atvinnurekendum heldur af meginþorra alls launafólks á Íslandi. Þeim árangri getum við eðli málsins samkvæmt ekki teflt í tvísýnu með samningum sem sprengja þann ramma,“ segir Halldór Benjamín. Að óbreyttu fara blaða- og myndatökumenn netmiðlanna í fjögurra tíma verkfall föstudaginn 8. nóvember frá klukkan 10:00 til 14:00, í átta tíma frá 10:00 til 18:00 15. nóvember og í tólf klukkustundir fimmtudaginn 22. nóvember. Hafi enn ekki náðst samningar fimmtudaginn 28. nóvember leggja blaðamenn á prentútgáfum Morgunblaðsins og Fréttablaðsins niður störf í einn dag og nær sú vinnustöðvun einnig til ljósmyndara og tökumanna á þessum miðlum.Blaðamenn Vísis eru flestir félagar í Blaðamannafélagi Íslands, þar á meðal sá sem þetta skrifar.
Fjölmiðlar Kjaramál Verkföll 2019 Tengdar fréttir Blaðamenn greiða atkvæði um verkfallsaðgerðir Blaða- og fréttamenn og myndatökumenn á fjölmiðlum sem eiga aðild að Samtökum atvinnulífsins greiða atkvæði á morgun um boðun verkfalla sem hefjast hinn 8. nóvember hafi samningar ekki tekist fyrir þann tíma. 29. október 2019 12:08 Segir kjör blaðamanna hörmuleg og útlit fyrir vinnustöðvanir Blaðamenn greiða atkvæði um vinnustöðvanir á morgun. 29. október 2019 19:00 Mikill meirihluti blaðamanna samþykkti verkfallsaðgerðir Félagar í Blaðamannafélagi Íslands sem vinna hjá miðlum Árvakurs, Ríkisútvarpsins, Sýnar og Torgs samþykktu boðun verkfallsaðgerða í dag með 83,2 prósenta atkvæða 30. október 2019 19:30 Mest lesið Vanþekking ráðherra sé áhyggjuefni Innlent Deildi hernaðarupplýsingum í öðru spjalli með konu sinni og bróður Erlent Ásthildur Lóa setur húsið umdeilda á sölu Innlent Segja samfélagsmiðla valda auknu kvenhatri og rasisma í skólum Erlent Margar fjölskyldur fastar í fátækt svo árum skiptir Innlent Ræddi við foreldra og hætta við miklar hækkanir Innlent Trump-stjórnin virðist ekki hafa neitt plan Innlent Samsetning lyfja gæti komið í veg fyrir þúsundir hjartaáfalla Erlent Skrítið ef ríkið hefur ekki áhuga á Háholti Innlent „Þeir liggja hérna eins og hráviði út um allt“ Innlent Fleiri fréttir Vanþekking ráðherra sé áhyggjuefni Margar fjölskyldur fastar í fátækt svo árum skiptir Ásthildur Lóa setur húsið umdeilda á sölu Gagnrýnir dómsmálaráðherra fyrir að fara með rangt mál um dvalarleyfi Trump-stjórnin virðist ekki hafa neitt plan Skrítið ef ríkið hefur ekki áhuga á Háholti Maðurinn er laus úr haldi „Við megum mótmæla því að verið sé að drepa saklaust fólk“ Ræddi við foreldra og hætta við miklar hækkanir Einn í haldi lögreglu vegna konu með skerta meðvitund Falla frá gjaldskrárhækkunum og árásir á tímum vopnahlés Bjóst ekki við að ríkisstjórnin héldi meirihluta Viðbragð lögreglu og sjúkraflutningamanna í nágrenni Selfoss Vestfjarðaleiðin verði Hringvegur númer tvö Ferill fyrrum forsætisráðherra og verðlaunaður sagnfræðingur í Sprengisandi Rólegheitaveður á páskadag Ökumaður undir aldri í bílaeltingarleik við lögreglu Mótmæla brottvísun Oscars Gagnrýnir brattar hækkanir: „Þetta er bara dapurlegt“ Eitthvað búi að baki „meira en þrá hans eftir friði“ Engin tengsl milli þolenda og gerenda Tortryggni í garð Rússa og ungmennaráð sem fékk ekkert að segja Móðirin hafi þurft að sárbæna hann til að hitta barnið á spítala Handtekinn á Húsavík með tölvert magn fíkniefna Bora tilraunaholu til að framleiða heitt vatn á höfuðborgarsvæðinu „Það er eitthvað við það að vera hérna“ Koma strandaglópunum heim í kvöld Áhyggjuefni að brotaþolar treysti ekki dómstólum Unglingur stakk óboðinn gest í bakið til að verja fjölskyldumeðlim Fólskuleg líkamsárás og strandaglópar í suðri Sjá meira
Blaðamenn greiða atkvæði um verkfallsaðgerðir Blaða- og fréttamenn og myndatökumenn á fjölmiðlum sem eiga aðild að Samtökum atvinnulífsins greiða atkvæði á morgun um boðun verkfalla sem hefjast hinn 8. nóvember hafi samningar ekki tekist fyrir þann tíma. 29. október 2019 12:08
Segir kjör blaðamanna hörmuleg og útlit fyrir vinnustöðvanir Blaðamenn greiða atkvæði um vinnustöðvanir á morgun. 29. október 2019 19:00
Mikill meirihluti blaðamanna samþykkti verkfallsaðgerðir Félagar í Blaðamannafélagi Íslands sem vinna hjá miðlum Árvakurs, Ríkisútvarpsins, Sýnar og Torgs samþykktu boðun verkfallsaðgerða í dag með 83,2 prósenta atkvæða 30. október 2019 19:30