Sáralítið streymir inn á markaðinn Þorsteinn Friðrik Halldórsson skrifar 31. október 2019 06:45 Íslendingar keyptu erlend verðbréf fyrir 45 milljarða í september. Fréttablaðið/Ernir „Stóra myndin er sú að við höfum verið að nota allan viðskiptaafgang þjóðarbúsins til þess að fjármagna eignamyndun erlendis. Það hefur verið nokkuð myndarlegur viðskiptaafgangur í ár þrátt fyrir að helstu útflutningsgreinar séu í vörn, aðallega vegna þess að innflutningur hefur dregist talsvert saman. Á sama tíma hafa erlendir fjárfestar sýnt íslenskum verðbréfa- og vaxtamarkaði sáralítinn áhuga,“ segir Stefán Broddi Guðjónsson, sérfræðingur hjá Arion banka. Íslendingar keyptu erlend verðbréf fyrir 45 milljarða í september samkvæmt tölum Seðlabanka Íslands en það jafngildir um 120 þúsundum króna á hvern landsmann. Þegar talað er um verðbréfafjárfestingu Íslendinga erlendis er að langmestu leyti um að ræða fjárfestingar íslenskra lífeyrissjóða í hlutdeildarskírteinum í erlendum sjóðum. Til samanburðar námu kaup útlendinga á íslenskum verðbréfum einungis 1 milljarði króna í september. Heildarfjárfesting Íslendinga í erlendum verðbréfum hefur numið 130 milljörðum það sem af er ári en á sama tímabili hafa útlendingar aðeins fjárfest fyrir 3 milljarða króna í íslenskum verðbréfum. Stefán bendir á að til viðbótar hafi eign Íslendinga á gjaldeyrisreikningum í íslenskum bönkum aukist um 50 milljarða á árinu, krónan hafi veikst um 5 prósent og erlendir eignamarkaðir yfirleitt skilað góðri ávöxtun. Þar með segir verðbréfafjárfesting í raun minna en hálfa söguna um aukningu erlendra eigna Íslendinga, aðallega lífeyrissjóða. Stefán segir tölurnar varpa ljósi á það að ásókn útlendinga í íslenska vexti sé ekki að valda óstöðugleika í hagkerfinu. Þvert á móti þurfi frekar að hafa áhyggjur af of lítilli erlendri fjárfestingu á meðan útflæðið er svona mikið. „Tölurnar gefa til kynna að það sé frekar útstreymi frá íslenskum fjárfestum sem ætti að valda óstöðugleika heldur en innstreymi að utan. Það setur mikla pressu á gjaldeyrissköpun þjóðarbúsins og kemur í veg fyrir styrkingu krónunnar. Sumir hafa haft áhyggjur af fjárfestingum útlendinga hér á landi en um þessar mundir þurfum við á þeim að halda. Það vantar þátttakendur til að fjárfesta í íslensku atvinnulífi,“ segir Stefán Broddi. Spurður hvernig megi skýra lítinn áhuga erlendra fjárfesta á því að fjárfesta á íslenskum verðbréfamarkaði svarar Stefán að margar ástæður geti legið að baki. „Fyrir mitt leyti held ég að stærsta skýringin sé sú að þeir, eins og aðrir, sjái að hér hafa orðið kaflaskil. Íslenska hagkerfið virðist í bili hætt að vaxa langt umfram önnur hagkerfi, líkt og raunin var á síðustu árum,“ segir Stefán Broddi. Þá hafi smæð skuldabréfaflokka, lítil velta og miklar sveiflur á verðbréfamarkaði, grunnur gjaldeyrismarkaður og gjaldmiðillinn einnig fælandi áhrif. Agnar Tómas Möller, forstöðumaður skuldabréfa hjá Júpíter, tekur í sama streng. Íslenski markaðurinn sé hugsanlega of grunnur og horfur í hagkerfinu kunni að hafa fælandi áhrif. „Séríslensk skattamál í tengslum við uppgjör íslenskra skuldabréfa hafa síðan fælt marga erlenda fjárfesta og auk þess getur verið að lítil fjárfesting að utan sé afleiðing af því að við vorum lengi með innflæðishöft.“ Seðlabankinn verði þátttakandi í fjármagnsjöfnuði Agnar bendir á að miðað við stöðuna í dag þurfi þjóðarbúið að viðhalda um fjögurra prósenta viðskiptaafgangi til þess að standa undir útflæði á vegum lífeyrissjóðanna. Ofan á það þurfi líklega að viðhalda kringum tveggja prósenta afgangi til að standa undir öðru útflæði fjármagns frá landinu, sé ekkert innflæði að utan sem vegi á móti. „Þegar hagkerfið var í höftum var ekkert útflæði af hálfu lífeyrissjóðanna. Allur sparnaður festist í kerfinu og Seðlabankinn safnaði gjaldeyri til þess að krónan styrktist ekki of mikið. Þannig byggðist upp gríðarlegt fjármagn inni í kerfinu sem gat ekki farið út fyrir landsteinana og nú mætti segja að verið sé að vinda ofan af þessu með því að innlend eignasöfn leiti í meira jafnvægi á milli innlendra og erlendra eigna,“ segir Agnar sem bendir á að þetta sé annað árið í röð sem nær ekkert fjármagn flæði inn á íslenskan verðbréfamarkað til að vega upp á móti miklu útflæði. „Það er vinna fyrir hagkerfið að þurfa annað árið í röð að standa undir um 200 milljarða króna útflæði með nánast ekkert innflæði á móti. Í fyrra var lítill viðskiptaafgangur og krónan féll eins og steinn en í ár er það einkum mikið fall í innflutningi og minnkandi vöxtur einkaneyslu sem nær að vinna á móti. Lífeyrissjóðskerfið mun halda áfram að stækka og færa fjármagn jafnt og þétt úr landi ásamt öðrum innlendum fjárfestum. Það má velta fyrir sér hvort Seðlabankinn myndi í framtíðinni nota gjaldeyrisforðann að einhverju leyti til að létta á útstreyminu þegar innflæði er jafn lítið og undanfarið en viðskiptaafgangurinn stendur ekki undir útflæðinu. Seðlabankinn myndi þannig í raun virka sem þátttakandi í fjármagnsjöfnuðinum og að sveiflujafna fjármagnshreyfingar til og frá landinu.“ Birtist í Fréttablaðinu Markaðir Mest lesið Ráðinn nýr framkvæmdastjóri Domino's á Íslandi Viðskipti innlent Sjálfstætt starfandi fjölgar: Fljótlegt, einfalt og oft ódýrara Atvinnulíf Mannauðsmál: „Enn of mikil tilhneiging til að taka ekki á málum“ Atvinnulíf Semja um sjóflutninga og hafnaruppbyggingu í Þorlákshöfn Viðskipti innlent Sigrún Ósk kveður Stöð 2 Viðskipti innlent Sjálfstætt starfandi fjölgar: „Hvað gerist þegar forstjórinn veikist?“ Atvinnulíf Mælir ekki með „TikTok-sparnaðarleiðunum“ Neytendur Olíufélögin hafi hætt við að elta Costco Neytendur Meta birtir óumbeðnar gervigreindarmyndir af notendum Instagram Viðskipti erlent Flugumferð aldrei verið meiri en á síðasta ári Viðskipti innlent Fleiri fréttir Ráðinn nýr framkvæmdastjóri Domino's á Íslandi Semja um sjóflutninga og hafnaruppbyggingu í Þorlákshöfn Flugumferð aldrei verið meiri en á síðasta ári Sigrún Ósk kveður Stöð 2 Ný gervigreindarlausn opnar fyrir sólarhringsþjónustu 1819 Nýr framkvæmdastjóri Kuehne+Nagel á Íslandi Kaupa meirihluta hlutafjár Internets á Íslandi hf. Litlar breytingar á þorski í stofnmælingu Hafró Þurfa að greiða starfsfólki Flame enn fleiri milljónir Ráðinn sviðsstjóri viðskiptasviðs hjá Faxaflóahöfnum Íbúðum í byggingu fór fækkandi á milli ára Hættir sem ritstjóri Bændablaðsins Stefán Örn nýr eigandi hjá Rétti JBT Marel tekið til viðskipta í Kauphöllinni Hótel Selfoss verður Marriott hótel Lætur af störfum hjá Stöð 2 eftir tuttugu ára feril Engin hópuppsögn í desember Aldrei jafn margir ferðast með Icelandair Slitu kolefnisbindingarfyrirtækinu Running Tide Eigendum fjölgar hjá LOGOS Þrír og hálfur milljarður króna fyrir Perluna Blöskrar 14 prósent verðhækkun tryggingarfélags Ummæli stjórnarmanns Eflingar um sníkjudýr „til skammar“ Vigdís frá Play til Nettó Gjafabréf og alls konar flatbökudótarí vinsælar jólagjafir í ár Innkalla nagstangir sem hundar veikjast af Nýskráning fólksbíla dróst saman um rúm fjörutíu prósent Kaupsamningar nærri helmingi fleiri en í fyrra Verkalýðshreyfingin sé stærsta ógnin við starfsöryggi á veitingastöðum Slippurinn allur að sumri loknu Sjá meira
„Stóra myndin er sú að við höfum verið að nota allan viðskiptaafgang þjóðarbúsins til þess að fjármagna eignamyndun erlendis. Það hefur verið nokkuð myndarlegur viðskiptaafgangur í ár þrátt fyrir að helstu útflutningsgreinar séu í vörn, aðallega vegna þess að innflutningur hefur dregist talsvert saman. Á sama tíma hafa erlendir fjárfestar sýnt íslenskum verðbréfa- og vaxtamarkaði sáralítinn áhuga,“ segir Stefán Broddi Guðjónsson, sérfræðingur hjá Arion banka. Íslendingar keyptu erlend verðbréf fyrir 45 milljarða í september samkvæmt tölum Seðlabanka Íslands en það jafngildir um 120 þúsundum króna á hvern landsmann. Þegar talað er um verðbréfafjárfestingu Íslendinga erlendis er að langmestu leyti um að ræða fjárfestingar íslenskra lífeyrissjóða í hlutdeildarskírteinum í erlendum sjóðum. Til samanburðar námu kaup útlendinga á íslenskum verðbréfum einungis 1 milljarði króna í september. Heildarfjárfesting Íslendinga í erlendum verðbréfum hefur numið 130 milljörðum það sem af er ári en á sama tímabili hafa útlendingar aðeins fjárfest fyrir 3 milljarða króna í íslenskum verðbréfum. Stefán bendir á að til viðbótar hafi eign Íslendinga á gjaldeyrisreikningum í íslenskum bönkum aukist um 50 milljarða á árinu, krónan hafi veikst um 5 prósent og erlendir eignamarkaðir yfirleitt skilað góðri ávöxtun. Þar með segir verðbréfafjárfesting í raun minna en hálfa söguna um aukningu erlendra eigna Íslendinga, aðallega lífeyrissjóða. Stefán segir tölurnar varpa ljósi á það að ásókn útlendinga í íslenska vexti sé ekki að valda óstöðugleika í hagkerfinu. Þvert á móti þurfi frekar að hafa áhyggjur af of lítilli erlendri fjárfestingu á meðan útflæðið er svona mikið. „Tölurnar gefa til kynna að það sé frekar útstreymi frá íslenskum fjárfestum sem ætti að valda óstöðugleika heldur en innstreymi að utan. Það setur mikla pressu á gjaldeyrissköpun þjóðarbúsins og kemur í veg fyrir styrkingu krónunnar. Sumir hafa haft áhyggjur af fjárfestingum útlendinga hér á landi en um þessar mundir þurfum við á þeim að halda. Það vantar þátttakendur til að fjárfesta í íslensku atvinnulífi,“ segir Stefán Broddi. Spurður hvernig megi skýra lítinn áhuga erlendra fjárfesta á því að fjárfesta á íslenskum verðbréfamarkaði svarar Stefán að margar ástæður geti legið að baki. „Fyrir mitt leyti held ég að stærsta skýringin sé sú að þeir, eins og aðrir, sjái að hér hafa orðið kaflaskil. Íslenska hagkerfið virðist í bili hætt að vaxa langt umfram önnur hagkerfi, líkt og raunin var á síðustu árum,“ segir Stefán Broddi. Þá hafi smæð skuldabréfaflokka, lítil velta og miklar sveiflur á verðbréfamarkaði, grunnur gjaldeyrismarkaður og gjaldmiðillinn einnig fælandi áhrif. Agnar Tómas Möller, forstöðumaður skuldabréfa hjá Júpíter, tekur í sama streng. Íslenski markaðurinn sé hugsanlega of grunnur og horfur í hagkerfinu kunni að hafa fælandi áhrif. „Séríslensk skattamál í tengslum við uppgjör íslenskra skuldabréfa hafa síðan fælt marga erlenda fjárfesta og auk þess getur verið að lítil fjárfesting að utan sé afleiðing af því að við vorum lengi með innflæðishöft.“ Seðlabankinn verði þátttakandi í fjármagnsjöfnuði Agnar bendir á að miðað við stöðuna í dag þurfi þjóðarbúið að viðhalda um fjögurra prósenta viðskiptaafgangi til þess að standa undir útflæði á vegum lífeyrissjóðanna. Ofan á það þurfi líklega að viðhalda kringum tveggja prósenta afgangi til að standa undir öðru útflæði fjármagns frá landinu, sé ekkert innflæði að utan sem vegi á móti. „Þegar hagkerfið var í höftum var ekkert útflæði af hálfu lífeyrissjóðanna. Allur sparnaður festist í kerfinu og Seðlabankinn safnaði gjaldeyri til þess að krónan styrktist ekki of mikið. Þannig byggðist upp gríðarlegt fjármagn inni í kerfinu sem gat ekki farið út fyrir landsteinana og nú mætti segja að verið sé að vinda ofan af þessu með því að innlend eignasöfn leiti í meira jafnvægi á milli innlendra og erlendra eigna,“ segir Agnar sem bendir á að þetta sé annað árið í röð sem nær ekkert fjármagn flæði inn á íslenskan verðbréfamarkað til að vega upp á móti miklu útflæði. „Það er vinna fyrir hagkerfið að þurfa annað árið í röð að standa undir um 200 milljarða króna útflæði með nánast ekkert innflæði á móti. Í fyrra var lítill viðskiptaafgangur og krónan féll eins og steinn en í ár er það einkum mikið fall í innflutningi og minnkandi vöxtur einkaneyslu sem nær að vinna á móti. Lífeyrissjóðskerfið mun halda áfram að stækka og færa fjármagn jafnt og þétt úr landi ásamt öðrum innlendum fjárfestum. Það má velta fyrir sér hvort Seðlabankinn myndi í framtíðinni nota gjaldeyrisforðann að einhverju leyti til að létta á útstreyminu þegar innflæði er jafn lítið og undanfarið en viðskiptaafgangurinn stendur ekki undir útflæðinu. Seðlabankinn myndi þannig í raun virka sem þátttakandi í fjármagnsjöfnuðinum og að sveiflujafna fjármagnshreyfingar til og frá landinu.“
Birtist í Fréttablaðinu Markaðir Mest lesið Ráðinn nýr framkvæmdastjóri Domino's á Íslandi Viðskipti innlent Sjálfstætt starfandi fjölgar: Fljótlegt, einfalt og oft ódýrara Atvinnulíf Mannauðsmál: „Enn of mikil tilhneiging til að taka ekki á málum“ Atvinnulíf Semja um sjóflutninga og hafnaruppbyggingu í Þorlákshöfn Viðskipti innlent Sigrún Ósk kveður Stöð 2 Viðskipti innlent Sjálfstætt starfandi fjölgar: „Hvað gerist þegar forstjórinn veikist?“ Atvinnulíf Mælir ekki með „TikTok-sparnaðarleiðunum“ Neytendur Olíufélögin hafi hætt við að elta Costco Neytendur Meta birtir óumbeðnar gervigreindarmyndir af notendum Instagram Viðskipti erlent Flugumferð aldrei verið meiri en á síðasta ári Viðskipti innlent Fleiri fréttir Ráðinn nýr framkvæmdastjóri Domino's á Íslandi Semja um sjóflutninga og hafnaruppbyggingu í Þorlákshöfn Flugumferð aldrei verið meiri en á síðasta ári Sigrún Ósk kveður Stöð 2 Ný gervigreindarlausn opnar fyrir sólarhringsþjónustu 1819 Nýr framkvæmdastjóri Kuehne+Nagel á Íslandi Kaupa meirihluta hlutafjár Internets á Íslandi hf. Litlar breytingar á þorski í stofnmælingu Hafró Þurfa að greiða starfsfólki Flame enn fleiri milljónir Ráðinn sviðsstjóri viðskiptasviðs hjá Faxaflóahöfnum Íbúðum í byggingu fór fækkandi á milli ára Hættir sem ritstjóri Bændablaðsins Stefán Örn nýr eigandi hjá Rétti JBT Marel tekið til viðskipta í Kauphöllinni Hótel Selfoss verður Marriott hótel Lætur af störfum hjá Stöð 2 eftir tuttugu ára feril Engin hópuppsögn í desember Aldrei jafn margir ferðast með Icelandair Slitu kolefnisbindingarfyrirtækinu Running Tide Eigendum fjölgar hjá LOGOS Þrír og hálfur milljarður króna fyrir Perluna Blöskrar 14 prósent verðhækkun tryggingarfélags Ummæli stjórnarmanns Eflingar um sníkjudýr „til skammar“ Vigdís frá Play til Nettó Gjafabréf og alls konar flatbökudótarí vinsælar jólagjafir í ár Innkalla nagstangir sem hundar veikjast af Nýskráning fólksbíla dróst saman um rúm fjörutíu prósent Kaupsamningar nærri helmingi fleiri en í fyrra Verkalýðshreyfingin sé stærsta ógnin við starfsöryggi á veitingastöðum Slippurinn allur að sumri loknu Sjá meira