Arnar Þór Másson hefur verið ráðinn framkvæmdastjóri mannauðs og stefnumótunar hjá Isavia.
Í tilkynningu frá Isavia segir að Arnar Þór sé með meistaragráðu í stjórnmálafræði frá London School of Economics and Political Science (LSE).
„Hann starfaði á árunum 2016-2019 í stjórn European Bank for Reconstruction and Development í London og á árunum 2010-2016 var hann skrifstofustjóri hjá forsætisráðuneytinu. Hann situr einnig í stjórn Marel og er varaformaður stjórnar.
Samhliða ráðningu Arnars verða áherslubreytingar innan Isavia. Vinna við stefnumótun og ábyrgð á innleiðingu stefnu verður færð inn á mannauðssvið, sem mun hér eftir bera heitið mannauður og stefnumótun. Með þessu er lögð meiri áhersla en áður á að styðja við stjórnendur og starfsmenn til að ná þeim markmiðum sem Isavia setur hverju sinni.
Arnar hóf störf 24. október síðastliðinn,“ segir í tilkynningunni.
Arnar Þór til Isavia
Atli Ísleifsson skrifar

Mest lesið

Starbucks opnaði á Laugavegi í dag
Viðskipti innlent

Krefja nýjan rektor um að skólinn fari að lögum
Viðskipti innlent




Ná að spara hver mánaðarmót en hvað svo?
Viðskipti innlent

Sjónvarpsstöðin Sýn verður í opinni dagskrá
Viðskipti innlent

EFTA-ríkin gera fríverslunarsamning við Mercusor-ríkin
Viðskipti innlent

Tillaga Vilhjálms felld með nánast öllum atkvæðum
Viðskipti innlent

Fyrsta íslenska grænkera ostagerðin í hættu
Viðskipti innlent