Vill auðvelda norðurljósaleitina á Íslandi Stefán Ó. Jónsson skrifar 31. október 2019 14:15 Norðurljós trekkja að fjölda ferðamanna á hverju ári. fbl/ernir Smáforritinu Hello Aurora, sem ætlað er að auðvelda fólki að finna norðurljós, var ýtt úr vör á dögunum. Smáforritið er á ensku en sérhannað fyrir norðurljósaleit á Íslandi, ekki síst fyrir ferðamenn. Forritið reiðir sig á mikið magn upplýsinga til að auðvelda leitina, að sögn Jérémy Barbet sem að forritinu stendur. Til að mynda styðst Hello Aurora við veðurspár frá Belgingi, veðurviðvaranir frá Veðurstofunni og norðurljósagögn frá bandrísku haf- og loftslagsstofnuninni (NOAA). Hann segir það gera forritinu kleift að teikna upp áreiðanlega norðurljósaspá sem tekur mið af veðurfarinu hverju sinni. Þannig geti notendur áttað sig á því með góðum fyrirvara hvert þeir eigi að fara til að sjá örugglega norðurljós. Barbet segir að innan tíðar verði upplýsingum frá Vegagerðinni jafnframt bætt við forritið til að tryggja öryggi ökumanna. Hér má sjá hluta af notkunarmöguleikum Hello Aurora.Hello AuroraÞá geta notendur fengið viðvaranir þegar miklar líkur eru á norðurljósum þann daginn, auk þess sem þeir geta deilt staðsetningu sinni með öðrum notendum til að auðvelda þeim norðurljósaleitina. Barbet er starfsmaður hönnunarstofunnar Ueno en segist hafa forritað og annað Hello Aurora í frítíma sínum. Fyrir vikið getur hann boðið forritið að kostnaðarlausu fyrir Android og iOS. Nánari upplýsingar um Hello Aurora má nálgast á vefsíðu smáforritsins. Ferðamennska á Íslandi Neytendur Nýsköpun Tækni Mest lesið Efnahagslegt tjón lítið ef nokkuð en öll prinsipp þverbrotin Viðskipti innlent Samþykktu verndartolla sem bitna á Íslandi og Noregi Viðskipti innlent „ESB hefur nú sýnt klærnar og sitt rétta andlit“ Viðskipti innlent Selur hjörð en ekki jörð Viðskipti innlent „Það er verið að brjóta gegn grundvallaratriðum EES-samningsins“ Viðskipti innlent Kortavelta á fljúgandi siglingu og vaxtalækkun ólíkleg Viðskipti innlent Frá Sýn til Fastus Viðskipti innlent Hver er munurinn á séreign og samtryggingu? Viðskipti innlent Hundrað þúsund í höfuðstólinn eru orðin að átján í dag Neytendur Stjórnendur fyrirtækja svartsýnir Viðskipti innlent Fleiri fréttir Efnahagslegt tjón lítið ef nokkuð en öll prinsipp þverbrotin „ESB hefur nú sýnt klærnar og sitt rétta andlit“ Frá Sýn til Fastus Þrír forstöðumenn til starfa hjá Íslandsbanka Kortavelta á fljúgandi siglingu og vaxtalækkun ólíkleg „Það er verið að brjóta gegn grundvallaratriðum EES-samningsins“ „Varnarsigur“ að fá inn texta um samráð um áhrif tollanna Selur hjörð en ekki jörð Samþykktu verndartolla sem bitna á Íslandi og Noregi Orri einbeitir sér að bæjarmálunum og Kári tekur við Stjórnendur fyrirtækja svartsýnir Vigdís til Hringborðs hafs og eldis Hver er munurinn á séreign og samtryggingu? Óboðlegt að sitja undir íþyngjandi regluverki en njóta ekki ágóðans Ferðaþjónusturisar stefna á sameiningu Ráðinn nýr forstöðumaður hjá Origo Vonar að frestun fundarins marki stefnubreytingu „Loftslagsbanki“ veitir Veitum fimmtán milljarða króna lán Fríður nýr mannauðs- og gæðastjóri Lyfja og heilsu Pavel í baðstofubransann Segja ákvörðun um verndartolla enn slegið á frest Tveggja ára gamall umræðuþráður hafði áhrif á bókanir ferðaþjónustufyrirtækis Íbúar vilja fella úr gildi starfsleyfi Hygge vegna mengunar Fundinum mikilvæga frestað Staðfesta þunga sekt vegna tuga dulinna auglýsinga Kári lætur af störfum sem forstjóri PCC á Bakka Reisa minnst 2.600 fermetra á Völlunum á tólf mánuðum Lífeyrissjóður tannlækna sameinast Frjálsa Mun fljúga milli Keflavíkur og Montreal næsta sumar Hagvöxtur mun minni en reiknað var með Sjá meira
Smáforritinu Hello Aurora, sem ætlað er að auðvelda fólki að finna norðurljós, var ýtt úr vör á dögunum. Smáforritið er á ensku en sérhannað fyrir norðurljósaleit á Íslandi, ekki síst fyrir ferðamenn. Forritið reiðir sig á mikið magn upplýsinga til að auðvelda leitina, að sögn Jérémy Barbet sem að forritinu stendur. Til að mynda styðst Hello Aurora við veðurspár frá Belgingi, veðurviðvaranir frá Veðurstofunni og norðurljósagögn frá bandrísku haf- og loftslagsstofnuninni (NOAA). Hann segir það gera forritinu kleift að teikna upp áreiðanlega norðurljósaspá sem tekur mið af veðurfarinu hverju sinni. Þannig geti notendur áttað sig á því með góðum fyrirvara hvert þeir eigi að fara til að sjá örugglega norðurljós. Barbet segir að innan tíðar verði upplýsingum frá Vegagerðinni jafnframt bætt við forritið til að tryggja öryggi ökumanna. Hér má sjá hluta af notkunarmöguleikum Hello Aurora.Hello AuroraÞá geta notendur fengið viðvaranir þegar miklar líkur eru á norðurljósum þann daginn, auk þess sem þeir geta deilt staðsetningu sinni með öðrum notendum til að auðvelda þeim norðurljósaleitina. Barbet er starfsmaður hönnunarstofunnar Ueno en segist hafa forritað og annað Hello Aurora í frítíma sínum. Fyrir vikið getur hann boðið forritið að kostnaðarlausu fyrir Android og iOS. Nánari upplýsingar um Hello Aurora má nálgast á vefsíðu smáforritsins.
Ferðamennska á Íslandi Neytendur Nýsköpun Tækni Mest lesið Efnahagslegt tjón lítið ef nokkuð en öll prinsipp þverbrotin Viðskipti innlent Samþykktu verndartolla sem bitna á Íslandi og Noregi Viðskipti innlent „ESB hefur nú sýnt klærnar og sitt rétta andlit“ Viðskipti innlent Selur hjörð en ekki jörð Viðskipti innlent „Það er verið að brjóta gegn grundvallaratriðum EES-samningsins“ Viðskipti innlent Kortavelta á fljúgandi siglingu og vaxtalækkun ólíkleg Viðskipti innlent Frá Sýn til Fastus Viðskipti innlent Hver er munurinn á séreign og samtryggingu? Viðskipti innlent Hundrað þúsund í höfuðstólinn eru orðin að átján í dag Neytendur Stjórnendur fyrirtækja svartsýnir Viðskipti innlent Fleiri fréttir Efnahagslegt tjón lítið ef nokkuð en öll prinsipp þverbrotin „ESB hefur nú sýnt klærnar og sitt rétta andlit“ Frá Sýn til Fastus Þrír forstöðumenn til starfa hjá Íslandsbanka Kortavelta á fljúgandi siglingu og vaxtalækkun ólíkleg „Það er verið að brjóta gegn grundvallaratriðum EES-samningsins“ „Varnarsigur“ að fá inn texta um samráð um áhrif tollanna Selur hjörð en ekki jörð Samþykktu verndartolla sem bitna á Íslandi og Noregi Orri einbeitir sér að bæjarmálunum og Kári tekur við Stjórnendur fyrirtækja svartsýnir Vigdís til Hringborðs hafs og eldis Hver er munurinn á séreign og samtryggingu? Óboðlegt að sitja undir íþyngjandi regluverki en njóta ekki ágóðans Ferðaþjónusturisar stefna á sameiningu Ráðinn nýr forstöðumaður hjá Origo Vonar að frestun fundarins marki stefnubreytingu „Loftslagsbanki“ veitir Veitum fimmtán milljarða króna lán Fríður nýr mannauðs- og gæðastjóri Lyfja og heilsu Pavel í baðstofubransann Segja ákvörðun um verndartolla enn slegið á frest Tveggja ára gamall umræðuþráður hafði áhrif á bókanir ferðaþjónustufyrirtækis Íbúar vilja fella úr gildi starfsleyfi Hygge vegna mengunar Fundinum mikilvæga frestað Staðfesta þunga sekt vegna tuga dulinna auglýsinga Kári lætur af störfum sem forstjóri PCC á Bakka Reisa minnst 2.600 fermetra á Völlunum á tólf mánuðum Lífeyrissjóður tannlækna sameinast Frjálsa Mun fljúga milli Keflavíkur og Montreal næsta sumar Hagvöxtur mun minni en reiknað var með Sjá meira