Glódís Perla Viggósdóttir og stöllur í Rosengård tryggðu sér í dag sænska meistaratitilinn í fótbolta.
Rosengård gerði 1-1 jafntefli við Vittsjö á heimavelli sínum. Stigið úr þeim leik var nóg til þess að tryggja Ronsengård sigur í deildinni því þegar ein umferð er eftir eru fjögur stig niður í Gautaborg í öðru sætinu.
Glódís var að sjálfsögðu í byrjunarliði Rosengård en hún er búin að spilla alla leiki liðsins í deildinni.
Þetta er í fyrsta skipti sem Glódís verður Svíþjóðarmeistari en tvisvar hefur hún lent í öðru sæti í deildinni.
Glódís Perla sænskur meistari
Ástrós Ýr Eggertsdóttir skrifar

Mest lesið





„Held áfram nema ég verði rekinn“
Körfubolti

Mateta líður vel þrátt fyrir tæklingu í andlitið
Enski boltinn

Borche: Dómararnir sjá það sem þeir sjá
Körfubolti


Kári: Bara negla þessu niður
Körfubolti
