Sjö rifflar í ætt við árásarriffla eru í umferð hér á landi Jóhann K. Jóhannsson skrifar 20. október 2019 19:31 Sjö rifflar í ætt við árásarriffla eru í umferð hér á landi og sé þeim breytt geta þeir verið stórhættulegir. Í máli sem kom upp á síðasta ári hafði slíkum riffli verið breytt og var þá orðinn sambærilegur þeim sem notaðir hafa verið í mannskæðum skotárásum í Bandaríkjunum. Lögreglufulltrúi segir að mikla þekkingu og réttan tækjabúnað þurfi til þess að útbúa slíkt skotvopn. Mannskæðar skotárásir í Bandaríkjunum hafa orðið til þess að hávær umræða er um að breyta þurfi byssulöggjöfinni þar í landi. Í flestum voðaverkunum þar hefur árásarmaðurinn eða -mennirnir notast við hálfsjálfvirkt eða jafnvel sjálfvirkt skotvopn. Samkvæmt upplýsingum frá Lögreglunni á höfuðborgarsvæðinu eru í umferð, hér á landi, svokallaðir DPMS rifflar sem allir hafa verið fluttir inn til landsins með löglegum hætti. Settir saman og skráðir með boltalás þannig að hlaða þarf hverja kúlu handvirkt í hlaup vopnsins. Sé þeim hins vegar breytt og pinni tekinn úr getur vopnið orðið hálfsjálfvirkt eða alsjálfvirkt. Pinninn stýrir virkni vopnsins. Jónas Hafsteinsson, lögreglufulltrúi, segir eitt mál þar sem riffli hafi verið breytt hafa komið upp í fyrra. „Eitt mál kom upp í fyrra og féll dómur í sumar í héraðsdómi.“ Í því máli barst lögreglu ábending um hugsanlega breytingu á DPMS einskota riffli í hálfsjálfvirkan. Riffillinn, sem er í ætt við AR-15 riffil, og aukabúnaður var haldlagður og tekinn til rannsóknar. Við skoðun kom í ljós að verulegar breytingar höfðu verið gerðar á rifflinum sem hafði veruleg áhrif á virkni hans. Prófun sýndi að riffillinn hlóð sjálfur næstu kúlu eftir hvert skot án þess að skotmaður þyrfti að hreyfa handvirkt bolta riffilsins. Það er riffillinn reyndist vera hálfsjálfvirkur. Eigandi skotvopnsins var ákærður vegna málsins og fyrir dómi kvaðst hann hafa keypt vopnið af byssusafnara. Sjálfur hefði hann ekki þekkingu eða kunnáttu til þess að gera breytingar á því og neitaði sök. Dómur féll í sumar þar sem ákærði var dæmdur fyrir að hafa breytt vopninu. Framburður hans hafi ekki þótt trúverðugur og skýringar hans ekki í samræmi við gögn málsins eða framburð vitna. Riffillinn og aukabúnaðurinn gerður upptækur. Málinu var áfrýjað til Landsréttar. Samkvæmt upplýsingum úr skotvopnaskrá eru fleiri rifflar sem þessi í umferð hér á landi. „Það eru sjö byssur skráðar, eins og þessi byssa sem var haldlögð. Það er svo sem hægt að breyta þeim með sama hætti og hinni en þarf til þess tæki og tól og kunnáttu,“ sagði Jónas. Hann sagðist ekki hafa munað eftir því að sambærilegt mál hafi komið upp. Lögreglumál Mest lesið Fékk ekkert símtal frá gömlu vinnufélögunum Innlent Breyta Hlöðunni í fræðslusetur fyrir 88 milljónir Innlent „Það er mikil reiði í Grafarvoginum út af þessu“ Innlent Gary Busey dæmdur fyrir kynferðisbrot Erlent Íslendingur grunaður um morð í Svíþjóð Erlent Ísland rampar upp Úkraínu Innlent Miklar tafir á fjölda flugvalla vegna netárásar Erlent Cruz sagði hótanir Carr líkt og frá mafíósa í Goodfellas Erlent Drógu vélarvana togara í land Innlent Stefán Einar greiðir fyrir umdeilda boli Innlent Fleiri fréttir Leggur fram tillögu um að breyta nafni Viðreisnar Ýmsar leiðir fyrir lögreglu til að tryggja að endurkomubann virki Landsþing Viðreisnar hafið Peningakassa stolið af hóteli í miðbæ Reykjavíkur Breyta Hlöðunni í fræðslusetur fyrir 88 milljónir Ísland gegnir formennsku í Norræna blaðamannasambandinu Ísland rampar upp Úkraínu Drógu vélarvana togara í land „Það er mikil reiði í Grafarvoginum út af þessu“ Fékk ekkert símtal frá gömlu vinnufélögunum Leiðinlegt að óprúttnir aðilar skemmi fyrir heyrnarlausum Gervigreindarvélmenni mætt til starfa til að flokka rusl Segir lítið til í orðum ráðherra Gengur laus grunaður um barnaníð og meintar rangfærslur ráðherra Alvarlega slasaður eftir vélsleðaslys á Langjökli Stefán Einar greiðir fyrir umdeilda boli Breytingar á framhaldsskólastigi: „Við erum að reyna átta okkur á þessu“ Rannsaka hvort maðurinn hafi haft samræði við ungan drenginn Karlmaður á fertugsaldri fannst látinn í Hafnarfirði Lýsa yfir fullum stuðningi við stjórnendur Sólheima Vill að „guð“ taki á þeim sem vilja ekki fækka sveitarstjórnarmönnum Býður Sólveigu á fundinn og kannast ekkert við Virðingu Töldu ekki skilyrði fyrir varðhaldi yfir grunuðum barnaníðingi Kjarasamningur í höfn og atkvæðagreiðslu um verkfall aflýst Fara yfir gögnin en úttekt Viðskiptaráðs sé „skoðun hagsmunaaðila“ Sauð upp úr hjá förðunarmeistara og fegurðardrottningu Hvetja ráðherra til að mæta ekki á fund veitingamanna Bátar sviptir haffærisskírteini og Kourani sækir um náðun Lögreglan leitar manns Á annað hundrað báta óhaffærir vegna ófullnægjandi skoðunar Sjá meira
Sjö rifflar í ætt við árásarriffla eru í umferð hér á landi og sé þeim breytt geta þeir verið stórhættulegir. Í máli sem kom upp á síðasta ári hafði slíkum riffli verið breytt og var þá orðinn sambærilegur þeim sem notaðir hafa verið í mannskæðum skotárásum í Bandaríkjunum. Lögreglufulltrúi segir að mikla þekkingu og réttan tækjabúnað þurfi til þess að útbúa slíkt skotvopn. Mannskæðar skotárásir í Bandaríkjunum hafa orðið til þess að hávær umræða er um að breyta þurfi byssulöggjöfinni þar í landi. Í flestum voðaverkunum þar hefur árásarmaðurinn eða -mennirnir notast við hálfsjálfvirkt eða jafnvel sjálfvirkt skotvopn. Samkvæmt upplýsingum frá Lögreglunni á höfuðborgarsvæðinu eru í umferð, hér á landi, svokallaðir DPMS rifflar sem allir hafa verið fluttir inn til landsins með löglegum hætti. Settir saman og skráðir með boltalás þannig að hlaða þarf hverja kúlu handvirkt í hlaup vopnsins. Sé þeim hins vegar breytt og pinni tekinn úr getur vopnið orðið hálfsjálfvirkt eða alsjálfvirkt. Pinninn stýrir virkni vopnsins. Jónas Hafsteinsson, lögreglufulltrúi, segir eitt mál þar sem riffli hafi verið breytt hafa komið upp í fyrra. „Eitt mál kom upp í fyrra og féll dómur í sumar í héraðsdómi.“ Í því máli barst lögreglu ábending um hugsanlega breytingu á DPMS einskota riffli í hálfsjálfvirkan. Riffillinn, sem er í ætt við AR-15 riffil, og aukabúnaður var haldlagður og tekinn til rannsóknar. Við skoðun kom í ljós að verulegar breytingar höfðu verið gerðar á rifflinum sem hafði veruleg áhrif á virkni hans. Prófun sýndi að riffillinn hlóð sjálfur næstu kúlu eftir hvert skot án þess að skotmaður þyrfti að hreyfa handvirkt bolta riffilsins. Það er riffillinn reyndist vera hálfsjálfvirkur. Eigandi skotvopnsins var ákærður vegna málsins og fyrir dómi kvaðst hann hafa keypt vopnið af byssusafnara. Sjálfur hefði hann ekki þekkingu eða kunnáttu til þess að gera breytingar á því og neitaði sök. Dómur féll í sumar þar sem ákærði var dæmdur fyrir að hafa breytt vopninu. Framburður hans hafi ekki þótt trúverðugur og skýringar hans ekki í samræmi við gögn málsins eða framburð vitna. Riffillinn og aukabúnaðurinn gerður upptækur. Málinu var áfrýjað til Landsréttar. Samkvæmt upplýsingum úr skotvopnaskrá eru fleiri rifflar sem þessi í umferð hér á landi. „Það eru sjö byssur skráðar, eins og þessi byssa sem var haldlögð. Það er svo sem hægt að breyta þeim með sama hætti og hinni en þarf til þess tæki og tól og kunnáttu,“ sagði Jónas. Hann sagðist ekki hafa munað eftir því að sambærilegt mál hafi komið upp.
Lögreglumál Mest lesið Fékk ekkert símtal frá gömlu vinnufélögunum Innlent Breyta Hlöðunni í fræðslusetur fyrir 88 milljónir Innlent „Það er mikil reiði í Grafarvoginum út af þessu“ Innlent Gary Busey dæmdur fyrir kynferðisbrot Erlent Íslendingur grunaður um morð í Svíþjóð Erlent Ísland rampar upp Úkraínu Innlent Miklar tafir á fjölda flugvalla vegna netárásar Erlent Cruz sagði hótanir Carr líkt og frá mafíósa í Goodfellas Erlent Drógu vélarvana togara í land Innlent Stefán Einar greiðir fyrir umdeilda boli Innlent Fleiri fréttir Leggur fram tillögu um að breyta nafni Viðreisnar Ýmsar leiðir fyrir lögreglu til að tryggja að endurkomubann virki Landsþing Viðreisnar hafið Peningakassa stolið af hóteli í miðbæ Reykjavíkur Breyta Hlöðunni í fræðslusetur fyrir 88 milljónir Ísland gegnir formennsku í Norræna blaðamannasambandinu Ísland rampar upp Úkraínu Drógu vélarvana togara í land „Það er mikil reiði í Grafarvoginum út af þessu“ Fékk ekkert símtal frá gömlu vinnufélögunum Leiðinlegt að óprúttnir aðilar skemmi fyrir heyrnarlausum Gervigreindarvélmenni mætt til starfa til að flokka rusl Segir lítið til í orðum ráðherra Gengur laus grunaður um barnaníð og meintar rangfærslur ráðherra Alvarlega slasaður eftir vélsleðaslys á Langjökli Stefán Einar greiðir fyrir umdeilda boli Breytingar á framhaldsskólastigi: „Við erum að reyna átta okkur á þessu“ Rannsaka hvort maðurinn hafi haft samræði við ungan drenginn Karlmaður á fertugsaldri fannst látinn í Hafnarfirði Lýsa yfir fullum stuðningi við stjórnendur Sólheima Vill að „guð“ taki á þeim sem vilja ekki fækka sveitarstjórnarmönnum Býður Sólveigu á fundinn og kannast ekkert við Virðingu Töldu ekki skilyrði fyrir varðhaldi yfir grunuðum barnaníðingi Kjarasamningur í höfn og atkvæðagreiðslu um verkfall aflýst Fara yfir gögnin en úttekt Viðskiptaráðs sé „skoðun hagsmunaaðila“ Sauð upp úr hjá förðunarmeistara og fegurðardrottningu Hvetja ráðherra til að mæta ekki á fund veitingamanna Bátar sviptir haffærisskírteini og Kourani sækir um náðun Lögreglan leitar manns Á annað hundrað báta óhaffærir vegna ófullnægjandi skoðunar Sjá meira