„Ég er kominn með algjört ógeð á þessum brjálaða handboltamanni sem ég bjó til“ Óskar Ófeigur Jónsson skrifar 21. október 2019 10:00 Björgvin Páll Gústavsson á HM í Þýskalandi í janúar. Getty/Jörg Schüler Handknattleiksmarkvörðurinn Björgvin Páll Gústavsson hefur átt mjög viðburðarríkt ár sem endar síðan á því að hann gefur út opinskáa bók fyrir jólin. Bók Björgvins heitir „Án filters“ og er afar persónuleg. Hann gefur aðdáendum sínum smá sýnishorn af henni í nýrri færslu á fésbókarsíðu sinni. Björgvin Páll hefur gengið í gegnum ýmislegt á handboltavellinum á þessu ári en hann missti meðal annars sæti sitt í landsliðinu og tók þá ákvörðun að hætta í atvinnumennsku og snúa aftur heim til Íslands eftir að þessu tímabili lýkur. Færsla Björgvins Páls er um upplifun hans eftir leik á móti Frökkum á HM í handbolta í janúar. Leik sem íslenska landsliðið tapaði með níu marka mun og Björgvin náði aðeins að verja 1 af 10 skotum sem á hann komu. „Ég ætti að vera sofandi á hóteli landsliðsins, í nágrenni við lestarstöðina í Köln. Í langan tíma hef ég reynt að láta einkenni um andlegt og líkamlegt hrun sem vind um eyru þjóta. Fyrir utan erfiðleikana sem fylgja því að eiga við öll þessi einkenni er orðið allt of erfitt að reyna að halda haus og láta eins og ekkert sé innan um liðsfélagana,“ skrifar Björgvin Páll. Hann heldur áfram og felur ekkert í upplifun sinni um hánótt á kirkjutröppunum fyrir framan dómkirkjuna í Köln. „Nú þegar mesti gráturinn er yfirstaðinn átta ég mig á því að ég er kominn með algjört ógeð á sjálfum mér, eða öllu heldur þessum brjálaða handboltamanni sem ég bjó til í þeim tilgangi að slökkva á líkamlegum og andlegum vandamálum sem ég hef glímt við í áraraðir. En hvernig komst ég hingað?,“ spyr Björgvin Páll en það má sjá alla færsluna hans hér fyrir neðan. EM 2020 í handbolta Tengdar fréttir Björgvin Páll með stórleik er Skjern marði sigur Björgvin Páll fór mikinn er Skjern marði Bjerringbro-Silkeborg í dönsku úrvalsdeildinni með eins marks mun í handbolta í dag, lokatölur 27-26. 19. október 2019 17:00 Björgvin ekki fúll út í Guðmund | Alltaf klár er kallið kemur Björgvin Páll Gústavsson hefur ekki verið valinn í síðustu landsliðshópa hjá Guðmundi Guðmundssyni og virðist vera í kælinum hjá landsliðsþjálfaranum. 18. október 2019 11:00 Björgvin Páll snýr heim í sumar | Ég á tíu góð ár eftir Handknattleiksmarkvörðurinn Björgvin Páll Gústavsson hættir að spila með danska liðinu Skjern í sumar og kemur heim. Hann segir í samtali við Vísi að hann eigi nóg eftir í boltanum. 18. október 2019 09:00 Mest lesið „Staða mín er svolítið erfið“ Fótbolti „Ég var mjög leið og bara ótrúlega vonsvikin“ Sport Yfir fimm þúsund bannaðar auglýsingar á meðan leikurinn var í loftinu Enski boltinn Missa af Messi vegna harðra aðgerða gegn innflytjendum í Chicago Fótbolti Sir Jim Ratcliffe: Amorim þarf þrjú ár til að sanna sig Enski boltinn Vítið sem dæmt var á Örnu í Meistaradeildinni: „Væri móðguð ef ég væri hún“ Fótbolti Skilur ekki hvernig var hægt að breyta víti í markmannskast Handbolti Óheppin Arna fékk dæmt á sig víti gegn Man. Utd Fótbolti Ísak lofar að hlaupa mest: „Mjög gaman að sjá fólkið bakka okkur upp“ Fótbolti Dagskráin: HM-leikir og spennandi kvöld í Bónus-deildinni Sport Fleiri fréttir Anton og Jónas áfram fastagestir á EM Skilur ekki hvernig var hægt að breyta víti í markmannskast ÍBV og Valur ein á toppnum eftir háspennu í Breiðholti Donni öflugur og skildi heimamenn eftir í sárum Íslenska tríóið fagnaði frábærum sigri í toppslag Íslendingarnir frábærir og fögnuðu í Danmörku Allt upp á tíu hjá Elínu Klöru Varaforseti EHF handtekinn Vonast til að landsliðstreyjurnar fari í sölu á næstu vikum „Fjárhagsstaðan býður ekki upp á það að við leikum okkur með þann miðafjölda“ Lovísa Thompson kemur aftur inn í íslenska A-landsliðið Sjáðu svakalega vítakeppni þegar frændliðin börðust í bikarnum Aron Rafn hetja Hauka gegn Val og Fjölnir henti Stjörnunni úr leik Bikarmeistararnir sluppu með skrekkinn Unnu síðustu átján mínúturnar með tíu mörkum Laus úr útlegðinni og mættur heim Selfoss úr leik þrátt fyrir sigur Misjafnt gengi Íslendingaliðanna Valur áfram eftir góðan sigur KA áfram eftir þægilegan sigur í Eyjum Ómar Ingi frábær með Magdeburg í naumum sigri Haukar og Fram með mikilvæga sigra Tíu íslensk mörk í góðum sigri toppliðsins „Það var smá stress og drama“ Afturelding áfram með fullt hús stiga Markaflóð á Akureyri Viktor Gísli og félagar í Barcelona heimsmeistarar félagsliða Tíu íslensk mörk þegar Magdeburg tók bronsið Valur vann stigalausu Stjörnuna Sandra með stórleik í sigri gegn Selfossi Sjá meira
Handknattleiksmarkvörðurinn Björgvin Páll Gústavsson hefur átt mjög viðburðarríkt ár sem endar síðan á því að hann gefur út opinskáa bók fyrir jólin. Bók Björgvins heitir „Án filters“ og er afar persónuleg. Hann gefur aðdáendum sínum smá sýnishorn af henni í nýrri færslu á fésbókarsíðu sinni. Björgvin Páll hefur gengið í gegnum ýmislegt á handboltavellinum á þessu ári en hann missti meðal annars sæti sitt í landsliðinu og tók þá ákvörðun að hætta í atvinnumennsku og snúa aftur heim til Íslands eftir að þessu tímabili lýkur. Færsla Björgvins Páls er um upplifun hans eftir leik á móti Frökkum á HM í handbolta í janúar. Leik sem íslenska landsliðið tapaði með níu marka mun og Björgvin náði aðeins að verja 1 af 10 skotum sem á hann komu. „Ég ætti að vera sofandi á hóteli landsliðsins, í nágrenni við lestarstöðina í Köln. Í langan tíma hef ég reynt að láta einkenni um andlegt og líkamlegt hrun sem vind um eyru þjóta. Fyrir utan erfiðleikana sem fylgja því að eiga við öll þessi einkenni er orðið allt of erfitt að reyna að halda haus og láta eins og ekkert sé innan um liðsfélagana,“ skrifar Björgvin Páll. Hann heldur áfram og felur ekkert í upplifun sinni um hánótt á kirkjutröppunum fyrir framan dómkirkjuna í Köln. „Nú þegar mesti gráturinn er yfirstaðinn átta ég mig á því að ég er kominn með algjört ógeð á sjálfum mér, eða öllu heldur þessum brjálaða handboltamanni sem ég bjó til í þeim tilgangi að slökkva á líkamlegum og andlegum vandamálum sem ég hef glímt við í áraraðir. En hvernig komst ég hingað?,“ spyr Björgvin Páll en það má sjá alla færsluna hans hér fyrir neðan.
EM 2020 í handbolta Tengdar fréttir Björgvin Páll með stórleik er Skjern marði sigur Björgvin Páll fór mikinn er Skjern marði Bjerringbro-Silkeborg í dönsku úrvalsdeildinni með eins marks mun í handbolta í dag, lokatölur 27-26. 19. október 2019 17:00 Björgvin ekki fúll út í Guðmund | Alltaf klár er kallið kemur Björgvin Páll Gústavsson hefur ekki verið valinn í síðustu landsliðshópa hjá Guðmundi Guðmundssyni og virðist vera í kælinum hjá landsliðsþjálfaranum. 18. október 2019 11:00 Björgvin Páll snýr heim í sumar | Ég á tíu góð ár eftir Handknattleiksmarkvörðurinn Björgvin Páll Gústavsson hættir að spila með danska liðinu Skjern í sumar og kemur heim. Hann segir í samtali við Vísi að hann eigi nóg eftir í boltanum. 18. október 2019 09:00 Mest lesið „Staða mín er svolítið erfið“ Fótbolti „Ég var mjög leið og bara ótrúlega vonsvikin“ Sport Yfir fimm þúsund bannaðar auglýsingar á meðan leikurinn var í loftinu Enski boltinn Missa af Messi vegna harðra aðgerða gegn innflytjendum í Chicago Fótbolti Sir Jim Ratcliffe: Amorim þarf þrjú ár til að sanna sig Enski boltinn Vítið sem dæmt var á Örnu í Meistaradeildinni: „Væri móðguð ef ég væri hún“ Fótbolti Skilur ekki hvernig var hægt að breyta víti í markmannskast Handbolti Óheppin Arna fékk dæmt á sig víti gegn Man. Utd Fótbolti Ísak lofar að hlaupa mest: „Mjög gaman að sjá fólkið bakka okkur upp“ Fótbolti Dagskráin: HM-leikir og spennandi kvöld í Bónus-deildinni Sport Fleiri fréttir Anton og Jónas áfram fastagestir á EM Skilur ekki hvernig var hægt að breyta víti í markmannskast ÍBV og Valur ein á toppnum eftir háspennu í Breiðholti Donni öflugur og skildi heimamenn eftir í sárum Íslenska tríóið fagnaði frábærum sigri í toppslag Íslendingarnir frábærir og fögnuðu í Danmörku Allt upp á tíu hjá Elínu Klöru Varaforseti EHF handtekinn Vonast til að landsliðstreyjurnar fari í sölu á næstu vikum „Fjárhagsstaðan býður ekki upp á það að við leikum okkur með þann miðafjölda“ Lovísa Thompson kemur aftur inn í íslenska A-landsliðið Sjáðu svakalega vítakeppni þegar frændliðin börðust í bikarnum Aron Rafn hetja Hauka gegn Val og Fjölnir henti Stjörnunni úr leik Bikarmeistararnir sluppu með skrekkinn Unnu síðustu átján mínúturnar með tíu mörkum Laus úr útlegðinni og mættur heim Selfoss úr leik þrátt fyrir sigur Misjafnt gengi Íslendingaliðanna Valur áfram eftir góðan sigur KA áfram eftir þægilegan sigur í Eyjum Ómar Ingi frábær með Magdeburg í naumum sigri Haukar og Fram með mikilvæga sigra Tíu íslensk mörk í góðum sigri toppliðsins „Það var smá stress og drama“ Afturelding áfram með fullt hús stiga Markaflóð á Akureyri Viktor Gísli og félagar í Barcelona heimsmeistarar félagsliða Tíu íslensk mörk þegar Magdeburg tók bronsið Valur vann stigalausu Stjörnuna Sandra með stórleik í sigri gegn Selfossi Sjá meira
Björgvin Páll með stórleik er Skjern marði sigur Björgvin Páll fór mikinn er Skjern marði Bjerringbro-Silkeborg í dönsku úrvalsdeildinni með eins marks mun í handbolta í dag, lokatölur 27-26. 19. október 2019 17:00
Björgvin ekki fúll út í Guðmund | Alltaf klár er kallið kemur Björgvin Páll Gústavsson hefur ekki verið valinn í síðustu landsliðshópa hjá Guðmundi Guðmundssyni og virðist vera í kælinum hjá landsliðsþjálfaranum. 18. október 2019 11:00
Björgvin Páll snýr heim í sumar | Ég á tíu góð ár eftir Handknattleiksmarkvörðurinn Björgvin Páll Gústavsson hættir að spila með danska liðinu Skjern í sumar og kemur heim. Hann segir í samtali við Vísi að hann eigi nóg eftir í boltanum. 18. október 2019 09:00