Grunnlaun blaðamanna átakanlega léleg í öllum samanburði Jakob Bjarnar skrifar 21. október 2019 16:49 Hjálmar Jónsson, formaður Blaðamannafélags Íslands, segir stefna í skæruverkföll strax í næsta mánuði. visir/vilhelm „Þetta getur ekki verið verra. Þegar maður er kominn niður á hnén er ekki um neitt að ræða annað en standa upp. Nema þá leggjast niður og ég er ekki að fara að gera það alveg strax,“ segir Hjálmar Jónsson formaður Blaðamannafélags Íslands (BÍ). Allt bendir til þess að blaðamenn séu að fara í verkfall. Að sögn Hjálmars Jónssonar er nú verið að smíða aðgerðaráætlun sem miðar að því. Fundur samninganefndar BÍ og samninganefndar Samtaka atvinnulífsins var haldinn í dag hjá ríkissáttasemjara en reyndist árangurslaus. Samningar blaðamanna hafa verið lausir frá áramótum og hefur hvorki gengið né rekið í viðræðum blaðamanna við atvinnurekendur. Úrslitafundur verður haldinn eftir rétta viku en Hjálmar er ekki bjartsýnn á að nokkuð breytist. Fátt bendi til þess.„Grunnlaun blaðamanna eru hörmuleg. Lægstu laun háskólamenntaðra sem um getur. Það fullyrði ég. Háskólamenntaður einstaklingur með eins árs starfreynslu fær samkvæmt taxta 400.853 krónur í laun. Sérhver maður sér að það er alveg fullkomlega óviðunandi. Og snargalið og verður að lagfæra,“ segir Hjálmar. Blaðamenn dregist aftur úr í launum Formaður BÍ segir að ekki sé horft til vinnutímastyttingar, slíkt sé fráleitt vegna eðlis starfs blaðamanna. Þeir vinna flestir langt umfram skyldu af einskærum áhuga, á öllum tímum sólarhrings. Talað hefur verið um rúma átta prósenta styttingu vinnutíma en Hjálmar segir það nokkuð sem blaðamenn vilji heldur sjá í hækkun launa. Allar tölur sýni að blaðamenn hafi dregist vel aftur úr þegar litið er til launaþróunar almennt og verðlagshækkana.Hjálmar kynnir stöðuna fyrir hluta blaðamanna fréttastofu Stöðvar 2, Vísis og Bylgjunnar sem og dagskrárgerðarfólki í Blaðamannafélagi Íslands.visir/vilhelm„Við erum alltof hógvær í okkar kröfum. Því við gerum okkur grein fyrir því að það er uppi erfið staða á þessum miðlum. Blaðamenn eru meðvirkir því og við teljum kröfur okkar hógværar, þær geta ekki verið hógværari. Það vantar 15 prósent uppá að laun blaðamanna hafi hækkað til jafns við þróun launavísitölu. Þetta liggur fyrir og er ekki um deilt. Launin eru í raun forkastanleg.“En, er þá enginn samningsvilji af hálfu atvinnurekenda?„Ég skil ekki hvað þetta gengur hægt. Við höfum sýnt þessu, og þar ásaka ég sjálfan mig, þessu alltof mikið langlundagerð. Meira en sex mánuðir eru síðan gerðir voru samningar við iðnaðarmenn. Við höfum virkilega teygt okkur til samkomulags en það hefur ekkert komið út úr því. Ekkert um annað að ræða en þrýsta á okkar kröfur með aðgerðum.“ Segir verkföll bíta þó þau geti verið tvíeggja sverð Hjálmar segir að þannig stefni allt í skæruverkföll í nóvembermánuði. Blaðamenn eru nú að teikna upp aðgerðaráætlun, verkföll til að undirstrika kröfur, en þó tryggja upplýsingaflæði í landinu. „Upplýsingagjöf verður þó við séum í átökum.“En, mun þetta þá eitthvað bíta?„Sannarlega mun þetta bíta. Við verðum að minnast þess að verkföll eru tvíeggja sverð. Prentarar fóru í 7 vikna allsherjarverkfall haustið 1984, eftirminnilegt og það kom ekkert út úr því. Í framhaldinu var samþykkt ný fjölmiðlalöggjöf og einkareknar útvarpsstöðvar voru settar á laggirnar,“ segir Hjálmar. En það er önnur saga.... Athugasemd. Blaðamenn Vísis eru flestir í Blaðamannafélagi Íslands. Fjölmiðlar Kjaramál Mest lesið Heimferðin frá Tenerife algjör martröð Innlent Slapp með skrekkinn við myndatöku í Reynisfjöru Innlent „Ég er ekki sammála þessari umræðu og þessari nálgun“ Innlent „Ísland fyrst, svo allt hitt“ Innlent Andrés við Epstein árið 2011: „Við erum saman í þessu“ Erlent Algengast að fólk láni eða fái lánuð verkja- og róandi lyf Innlent Allir lifandi gíslarnir lausir úr prísund sinni Erlent Gert að vara við sjaldgæfum fylgikvilla Erlent Rússar uggandi vegna tals um Tomahawk flaugar fyrir Úkraínu Erlent Dóttir bæjarstjórans grunuð um árásina Erlent Fleiri fréttir Fannst sofandi í gámi og var vísað í burtu Annar starfsmaður þingflokks Sjálfstæðisflokksins hættir Myndu ekki vilja stýra sveitarfélagi sem þvingað væri til sameiningar Blaðamaður DV ekki brotlegur í umfjöllun um hæfi lögreglustjórans í Eyjum Heimferðin frá Tenerife algjör martröð Enn vesen í Vesturbæjarlaug Búið að birta umhverfismatsskýrslu fyrir Sundabraut Fámennir hópar sagðir geta skuldbundið sveitarfélög með frumvarpi ráðherra „Ég er ekki sammála þessari umræðu og þessari nálgun“ Styttist í stóra ákvörðun vegna Sundabrautar Slapp með skrekkinn við myndatöku í Reynisfjöru Gíslunum sleppt á Gasa og hin umdeilda Sundabraut Breyta eftirliti með hraða í Fáskrúðsfjarðargöngum Algengast að fólk láni eða fái lánuð verkja- og róandi lyf Skjálfti upp á 4,0 í Bárðarbungu „Ísland fyrst, svo allt hitt“ Flugnördar heims kveðja fegurstu flugvél Íslands Þakklátur og væntir góðs árangurs í kosningum í vor 430 sunnlenskir grunnskólakennarar funduðu á Flúðum Flóðgáttir þurfi að opnast í Gasa Oddvitinn ætlar ekki aftur fram Nýr varaformaður, bílalestir á Gasa og síðasta flugferðin Vinnuslys í bakaríi Íbúar í Laugardal uggandi: Vegagerðin hafi hlaupið á sig vegna Sundabrautar „Ég hef aldrei skorast undan neinu“ Sjö milljarða framlög frá aldamótum: Vill endurskoða rekstur Húsdýragarðsins Snorri Másson nýr varaformaður Miðflokksins Trans kona á landsþingi Miðflokksins: Sagt að hún væri skömm við kvenþjóðina Sigmundur endurkjörinn formaður Viðskiptaþvinganir, vopnahlé og leikskólamál Sjá meira
„Þetta getur ekki verið verra. Þegar maður er kominn niður á hnén er ekki um neitt að ræða annað en standa upp. Nema þá leggjast niður og ég er ekki að fara að gera það alveg strax,“ segir Hjálmar Jónsson formaður Blaðamannafélags Íslands (BÍ). Allt bendir til þess að blaðamenn séu að fara í verkfall. Að sögn Hjálmars Jónssonar er nú verið að smíða aðgerðaráætlun sem miðar að því. Fundur samninganefndar BÍ og samninganefndar Samtaka atvinnulífsins var haldinn í dag hjá ríkissáttasemjara en reyndist árangurslaus. Samningar blaðamanna hafa verið lausir frá áramótum og hefur hvorki gengið né rekið í viðræðum blaðamanna við atvinnurekendur. Úrslitafundur verður haldinn eftir rétta viku en Hjálmar er ekki bjartsýnn á að nokkuð breytist. Fátt bendi til þess.„Grunnlaun blaðamanna eru hörmuleg. Lægstu laun háskólamenntaðra sem um getur. Það fullyrði ég. Háskólamenntaður einstaklingur með eins árs starfreynslu fær samkvæmt taxta 400.853 krónur í laun. Sérhver maður sér að það er alveg fullkomlega óviðunandi. Og snargalið og verður að lagfæra,“ segir Hjálmar. Blaðamenn dregist aftur úr í launum Formaður BÍ segir að ekki sé horft til vinnutímastyttingar, slíkt sé fráleitt vegna eðlis starfs blaðamanna. Þeir vinna flestir langt umfram skyldu af einskærum áhuga, á öllum tímum sólarhrings. Talað hefur verið um rúma átta prósenta styttingu vinnutíma en Hjálmar segir það nokkuð sem blaðamenn vilji heldur sjá í hækkun launa. Allar tölur sýni að blaðamenn hafi dregist vel aftur úr þegar litið er til launaþróunar almennt og verðlagshækkana.Hjálmar kynnir stöðuna fyrir hluta blaðamanna fréttastofu Stöðvar 2, Vísis og Bylgjunnar sem og dagskrárgerðarfólki í Blaðamannafélagi Íslands.visir/vilhelm„Við erum alltof hógvær í okkar kröfum. Því við gerum okkur grein fyrir því að það er uppi erfið staða á þessum miðlum. Blaðamenn eru meðvirkir því og við teljum kröfur okkar hógværar, þær geta ekki verið hógværari. Það vantar 15 prósent uppá að laun blaðamanna hafi hækkað til jafns við þróun launavísitölu. Þetta liggur fyrir og er ekki um deilt. Launin eru í raun forkastanleg.“En, er þá enginn samningsvilji af hálfu atvinnurekenda?„Ég skil ekki hvað þetta gengur hægt. Við höfum sýnt þessu, og þar ásaka ég sjálfan mig, þessu alltof mikið langlundagerð. Meira en sex mánuðir eru síðan gerðir voru samningar við iðnaðarmenn. Við höfum virkilega teygt okkur til samkomulags en það hefur ekkert komið út úr því. Ekkert um annað að ræða en þrýsta á okkar kröfur með aðgerðum.“ Segir verkföll bíta þó þau geti verið tvíeggja sverð Hjálmar segir að þannig stefni allt í skæruverkföll í nóvembermánuði. Blaðamenn eru nú að teikna upp aðgerðaráætlun, verkföll til að undirstrika kröfur, en þó tryggja upplýsingaflæði í landinu. „Upplýsingagjöf verður þó við séum í átökum.“En, mun þetta þá eitthvað bíta?„Sannarlega mun þetta bíta. Við verðum að minnast þess að verkföll eru tvíeggja sverð. Prentarar fóru í 7 vikna allsherjarverkfall haustið 1984, eftirminnilegt og það kom ekkert út úr því. Í framhaldinu var samþykkt ný fjölmiðlalöggjöf og einkareknar útvarpsstöðvar voru settar á laggirnar,“ segir Hjálmar. En það er önnur saga.... Athugasemd. Blaðamenn Vísis eru flestir í Blaðamannafélagi Íslands.
Fjölmiðlar Kjaramál Mest lesið Heimferðin frá Tenerife algjör martröð Innlent Slapp með skrekkinn við myndatöku í Reynisfjöru Innlent „Ég er ekki sammála þessari umræðu og þessari nálgun“ Innlent „Ísland fyrst, svo allt hitt“ Innlent Andrés við Epstein árið 2011: „Við erum saman í þessu“ Erlent Algengast að fólk láni eða fái lánuð verkja- og róandi lyf Innlent Allir lifandi gíslarnir lausir úr prísund sinni Erlent Gert að vara við sjaldgæfum fylgikvilla Erlent Rússar uggandi vegna tals um Tomahawk flaugar fyrir Úkraínu Erlent Dóttir bæjarstjórans grunuð um árásina Erlent Fleiri fréttir Fannst sofandi í gámi og var vísað í burtu Annar starfsmaður þingflokks Sjálfstæðisflokksins hættir Myndu ekki vilja stýra sveitarfélagi sem þvingað væri til sameiningar Blaðamaður DV ekki brotlegur í umfjöllun um hæfi lögreglustjórans í Eyjum Heimferðin frá Tenerife algjör martröð Enn vesen í Vesturbæjarlaug Búið að birta umhverfismatsskýrslu fyrir Sundabraut Fámennir hópar sagðir geta skuldbundið sveitarfélög með frumvarpi ráðherra „Ég er ekki sammála þessari umræðu og þessari nálgun“ Styttist í stóra ákvörðun vegna Sundabrautar Slapp með skrekkinn við myndatöku í Reynisfjöru Gíslunum sleppt á Gasa og hin umdeilda Sundabraut Breyta eftirliti með hraða í Fáskrúðsfjarðargöngum Algengast að fólk láni eða fái lánuð verkja- og róandi lyf Skjálfti upp á 4,0 í Bárðarbungu „Ísland fyrst, svo allt hitt“ Flugnördar heims kveðja fegurstu flugvél Íslands Þakklátur og væntir góðs árangurs í kosningum í vor 430 sunnlenskir grunnskólakennarar funduðu á Flúðum Flóðgáttir þurfi að opnast í Gasa Oddvitinn ætlar ekki aftur fram Nýr varaformaður, bílalestir á Gasa og síðasta flugferðin Vinnuslys í bakaríi Íbúar í Laugardal uggandi: Vegagerðin hafi hlaupið á sig vegna Sundabrautar „Ég hef aldrei skorast undan neinu“ Sjö milljarða framlög frá aldamótum: Vill endurskoða rekstur Húsdýragarðsins Snorri Másson nýr varaformaður Miðflokksins Trans kona á landsþingi Miðflokksins: Sagt að hún væri skömm við kvenþjóðina Sigmundur endurkjörinn formaður Viðskiptaþvinganir, vopnahlé og leikskólamál Sjá meira