Tuttugu og þrír létust af völdum sterkra verkjalyfja á Íslandi í fyrra Nadine Guðrún Yaghi skrifar 21. október 2019 20:00 OxyContin er eitt best þekkta ópíóíða lyfið. getty/Darren McCollester Tuttugu og þrír létust af völdum sterkra verkjalyfja, eða svokallaðra ópíóíða, á Íslandi í fyrra. Læknir á Vogi segir að greiningum á ópíóíðafíkn haldi áfram að fjölga. Ópíóíðar eru sterk verkjalyf, til dæmis morfín, Tramadol, Fentanyl, Búprenorfín og OxyContin. Samkvæmt upplýsingum frá dánarmeinaskrá dóu 23 í fyrra þar sem ópíóíðar voru aðaldánarorsök en það er yfir helmingur allra lyfjatengdra andláta, sem voru 39 í fyrra. „Þessi tala kemur mér ekki á óvart. Við sjáum að það er alveg gríðarlega mikil aukning á einstaklingum sem eru að greinast með ópíóíða fíkn. Það hefur í rauninni meira en tvöfaldast, nánast þrefaldast, frá árinu 2015. Stærti hlutinn af þessu fólki er að sprauta efninu í æð og það er mikið áhyggjuefni,“ segir Hildur Þórarinsdóttir, læknir á Vogi.Hildur Þórarinsdóttir, læknir á vogi.vísirAð undanförnu hefur ópíóíðafaraldur geisað í Bandaríkjunum. Heilbrigðisyfirvöld þar í landi hafa gefið það út að andlát vegna ópíóíða hafi verið 15,4 á hverja hundrað þúsund íbúa árið 2017. Á Íslandi voru andlátin 6,6 á hverja hundrað þúsund íbúa í fyrra. Í bandaríkjunum eru ólögleg efni aðal orsök andlátanna, til dæmis ólöglegt fentanýl og heróín, efni sem ekki sjást hér á landi. Athygli vekur að ef einungis eru skoðuð ávísuð lyf, virðist vandinn ekki síðri hér á landi, þar sem ávísaðir ópíóíðar voru 3,5 andlát á hverja 100 þúsund íbúa, en það er minna en á Íslandi. „Við sjáum að það eru einstaka sinnum einstaklingar sem gefa upp neyslu á fentanýli, örsjaldan. Í sambandi við heroínið að þá sjáum við það ekki hjá okkar hóp að þeir sem eru hér á íslandi er eins og er,“ segir Hildur. Hildur segir að flestir sem greinast með ópíóíðafíkn á Vogi séu á aldrinum 35-39 ára. 150 manns séu nú í viðhaldsmeðferð við ópíóíðafíkn. „Sem er fyrst í fremst til að koma í veg fyrir ótímabær dauðsföll. Áður fyrr gékk fólki illa að ná árangri en staðan er allt önnur með þessari meðferð,“ segir Hildur Þórarinsdóttir. Fíkn Lyf Mest lesið Íslensk stúlka í útskriftarveislu sem breyttist í martröð Innlent Ökumaður dráttarvélarinnar fluttur með þyrlu Innlent Dúxinn í Kvennó úr óvæntri átt Innlent Lét öllum illum látum og fær engar bætur Innlent Fjögurra ára martröð Karlottu lauk með sýknudómi Innlent Vill fá úr skorið hvort „annarlegar hvatir“ liggi að baki sniðgöngunni Innlent „Af hverju sit ég einn af öllum þessum mönnum fyrir framan dómara?“ Innlent Tíu milljónum fátækari eftir augnablik af einbeitingarleysi Innlent Frystir Facebook hópinn og rýfur tengsl við Sósíalistaflokkinn Innlent Telur að meðleigjandinn hafi kveikt í Innlent Fleiri fréttir Rétt náði að stilla hjálminn sem bjargaði lífi dótturinnar Átta nemendur með ágætiseinkunn Margt til fyrirmyndar á Íslandi en gerir athugasemd við einangrunarvistun ódæmdra fanga Oscar fluttur úr landi á þriðjudag Sveitastjóraskipti í Reykhólahreppi Stærsti óttinn varð að veruleika á þriðja degi af 90 Fasteignamat fyrir 2026: Seltjarnarnes hástökkvarinn á höfuðborgarsvæðinu Tjaldaði á túni í miðborg Reykjavíkur Samrunatillögur bankanna og sjóveikur sundkappi Ökumaður dráttarvélarinnar fluttur með þyrlu Viðja bar sex lömbum takk fyrir „Af hverju sit ég einn af öllum þessum mönnum fyrir framan dómara?“ Dúxinn greip í saxófóninn Fjögurra ára martröð Karlottu lauk með sýknudómi Bein útsending: Uggandi yfir breytingum á Heiðmörk Úrslit hjá sósíalistum nær nákvæmlega eftir leiðbeiningum Dró vélarvana fiskibát að landi nærri Grindavík Bein útsending: Norðurslóðir í breyttum heimi Verzlingar settu upp húfur og skelltu sér til Krítar Óttast að stefna Trump-stjórnarinnar fæli námsmenn frá Bandaríkjunum Ísland verði að hafa skoðun á vörnum NATO við landið Fasteignamatið hækkar og áhyggjufullir námsmenn Staðfesta byggingaráform á Fannborgar- og Traðarreit Fólk flytur á landsbyggðina fyrir ódýrara húsnæði og rólegra umhverfi Kanna hvort ástæða sé til að endurvekja kjörstað í Fljótum Vill fá úr skorið hvort „annarlegar hvatir“ liggi að baki sniðgöngunni „Vestfirska efnahagsævintýrið“ í hættu verði veiðigjöldin hækkuð „Allsvakalega vímaður og ölvaður“ kallaði lögreglumenn „fagga og tíkur“ Sparnaðurinn bitni á fjölskyldum Málið alvarlegra en stjórnmálamenn gera sér grein fyrir Sjá meira
Tuttugu og þrír létust af völdum sterkra verkjalyfja, eða svokallaðra ópíóíða, á Íslandi í fyrra. Læknir á Vogi segir að greiningum á ópíóíðafíkn haldi áfram að fjölga. Ópíóíðar eru sterk verkjalyf, til dæmis morfín, Tramadol, Fentanyl, Búprenorfín og OxyContin. Samkvæmt upplýsingum frá dánarmeinaskrá dóu 23 í fyrra þar sem ópíóíðar voru aðaldánarorsök en það er yfir helmingur allra lyfjatengdra andláta, sem voru 39 í fyrra. „Þessi tala kemur mér ekki á óvart. Við sjáum að það er alveg gríðarlega mikil aukning á einstaklingum sem eru að greinast með ópíóíða fíkn. Það hefur í rauninni meira en tvöfaldast, nánast þrefaldast, frá árinu 2015. Stærti hlutinn af þessu fólki er að sprauta efninu í æð og það er mikið áhyggjuefni,“ segir Hildur Þórarinsdóttir, læknir á Vogi.Hildur Þórarinsdóttir, læknir á vogi.vísirAð undanförnu hefur ópíóíðafaraldur geisað í Bandaríkjunum. Heilbrigðisyfirvöld þar í landi hafa gefið það út að andlát vegna ópíóíða hafi verið 15,4 á hverja hundrað þúsund íbúa árið 2017. Á Íslandi voru andlátin 6,6 á hverja hundrað þúsund íbúa í fyrra. Í bandaríkjunum eru ólögleg efni aðal orsök andlátanna, til dæmis ólöglegt fentanýl og heróín, efni sem ekki sjást hér á landi. Athygli vekur að ef einungis eru skoðuð ávísuð lyf, virðist vandinn ekki síðri hér á landi, þar sem ávísaðir ópíóíðar voru 3,5 andlát á hverja 100 þúsund íbúa, en það er minna en á Íslandi. „Við sjáum að það eru einstaka sinnum einstaklingar sem gefa upp neyslu á fentanýli, örsjaldan. Í sambandi við heroínið að þá sjáum við það ekki hjá okkar hóp að þeir sem eru hér á íslandi er eins og er,“ segir Hildur. Hildur segir að flestir sem greinast með ópíóíðafíkn á Vogi séu á aldrinum 35-39 ára. 150 manns séu nú í viðhaldsmeðferð við ópíóíðafíkn. „Sem er fyrst í fremst til að koma í veg fyrir ótímabær dauðsföll. Áður fyrr gékk fólki illa að ná árangri en staðan er allt önnur með þessari meðferð,“ segir Hildur Þórarinsdóttir.
Fíkn Lyf Mest lesið Íslensk stúlka í útskriftarveislu sem breyttist í martröð Innlent Ökumaður dráttarvélarinnar fluttur með þyrlu Innlent Dúxinn í Kvennó úr óvæntri átt Innlent Lét öllum illum látum og fær engar bætur Innlent Fjögurra ára martröð Karlottu lauk með sýknudómi Innlent Vill fá úr skorið hvort „annarlegar hvatir“ liggi að baki sniðgöngunni Innlent „Af hverju sit ég einn af öllum þessum mönnum fyrir framan dómara?“ Innlent Tíu milljónum fátækari eftir augnablik af einbeitingarleysi Innlent Frystir Facebook hópinn og rýfur tengsl við Sósíalistaflokkinn Innlent Telur að meðleigjandinn hafi kveikt í Innlent Fleiri fréttir Rétt náði að stilla hjálminn sem bjargaði lífi dótturinnar Átta nemendur með ágætiseinkunn Margt til fyrirmyndar á Íslandi en gerir athugasemd við einangrunarvistun ódæmdra fanga Oscar fluttur úr landi á þriðjudag Sveitastjóraskipti í Reykhólahreppi Stærsti óttinn varð að veruleika á þriðja degi af 90 Fasteignamat fyrir 2026: Seltjarnarnes hástökkvarinn á höfuðborgarsvæðinu Tjaldaði á túni í miðborg Reykjavíkur Samrunatillögur bankanna og sjóveikur sundkappi Ökumaður dráttarvélarinnar fluttur með þyrlu Viðja bar sex lömbum takk fyrir „Af hverju sit ég einn af öllum þessum mönnum fyrir framan dómara?“ Dúxinn greip í saxófóninn Fjögurra ára martröð Karlottu lauk með sýknudómi Bein útsending: Uggandi yfir breytingum á Heiðmörk Úrslit hjá sósíalistum nær nákvæmlega eftir leiðbeiningum Dró vélarvana fiskibát að landi nærri Grindavík Bein útsending: Norðurslóðir í breyttum heimi Verzlingar settu upp húfur og skelltu sér til Krítar Óttast að stefna Trump-stjórnarinnar fæli námsmenn frá Bandaríkjunum Ísland verði að hafa skoðun á vörnum NATO við landið Fasteignamatið hækkar og áhyggjufullir námsmenn Staðfesta byggingaráform á Fannborgar- og Traðarreit Fólk flytur á landsbyggðina fyrir ódýrara húsnæði og rólegra umhverfi Kanna hvort ástæða sé til að endurvekja kjörstað í Fljótum Vill fá úr skorið hvort „annarlegar hvatir“ liggi að baki sniðgöngunni „Vestfirska efnahagsævintýrið“ í hættu verði veiðigjöldin hækkuð „Allsvakalega vímaður og ölvaður“ kallaði lögreglumenn „fagga og tíkur“ Sparnaðurinn bitni á fjölskyldum Málið alvarlegra en stjórnmálamenn gera sér grein fyrir Sjá meira