Birtur var 30 manna listi í bæði karla- og kvennaflokki en Lionel Messi og Cristiano Ronaldo eru á sínum stað en sigurvegarinn frá síðasta ári kemst ekki á 30 manna listann.
Luka Modric stóð óvænt uppi með Gullknöttinn á síðustu leiktíð en flestir bjuggust við að enn eitt árið yrði það Messi eða Ronaldo myndi vinna verðlaunin.
Luka Modric becomes the first player in history not to be present in the 30-man shortlist for the Ballon d'Or after winning the award in the previous year. pic.twitter.com/NCSCKaVNNp
— Goal (@goal) October 22, 2019
Króatinn er hins vegar sá fyrsti í sögunni sem vinnur verðlaunin og er svo ekki á 30 manna listanum daginn eftir en hann hefur átt erfitt uppdráttar á síðasta ári.
Hann spilaði ekki vel með Real Madrid á síðustu leiktíð sem voru í alls konar vandræðum en ágætlega gekk hjá Modric með króatíska landsliðinu.
Úrslitin verða kunngjörð í desember mánuði.