Innlent

Göngustíg að Gullfossi lokað vegna hálku

Birgir Olgeirsson skrifar
Flughált er við malargöngustíg niður að fossinum vegna vatnsúða sem breytist í ísbrynju.
Flughált er við malargöngustíg niður að fossinum vegna vatnsúða sem breytist í ísbrynju. Umhverfisstofnun
Umhverfisstofnun hefur ákveðið að loka malargöngustíg að Gullfossi á morgun. Vegna frostatíðar í nágrenni Gullfoss hafa landverðir Umhverfisstofnunar hálkuvarið stíga við fossinn. Ekki duga þó allar varnir til. Flughált er við malargöngustíg niður að fossinum vegna vatnsúða sem breytist í ísbrynju sem verður lokað.

Þá hafa verið sett upp skilti þar sem mælt er með mannbroddum við Gullfoss og Geysi. Aðrar gönguleiðir um svæðið eru sandaðar og haldið opnum. Frost er í kortunum út þessa viku en landverðir munu opna aftur stíginn innan tíðar ef tíðarfar breytist til hins betra.




Fleiri fréttir

Sjá meira


×