„Við Kanadamenn vil ég segja að það hefur verið mér sannur heiður að þjóna ykkur undanfarin fjögur ár. Í dag hafið þið sent okkur aftur til starfa,“ sagði Trudeau við stuðningsmenn í nótt.

Þetta er vegna þess að í Kanada eru einmenningskjördæmi og fær sá frambjóðandi með flest atkvæði þingsætið. Trudeau lofaði því í febrúar 2017 að þessu fyrirkomulagi yrði breytt en við það var ekki staðið.
Samkvæmt breska ríkisútvarpinu er meðallíftími minnihlutastjórna í Kanada ekki nema hálft annað ár. Trudeau mun því þurfa á traustum stuðningi að halda á kjörtímabilinu til þess að verjast vantrausti og að koma málum í gegnum þingið. Nýir demókratar eru taldir líklegasti samstarfsaðilinn og hafði Jagmeet Singh, leiðtogi flokksins, þetta að segja í nótt:
„Við munum nýta þá orku sem hefur byggst upp í kosningabaráttunni til þess að leika uppbyggilegt hlutverk á nýju þingi Kanadamanna.“