Segir stjórnvöld ekki hafa verið með augun á boltanum í vörnum gegn peningaþvætti Elín Margrét Böðvarsdóttir og Kristín Ólafsdóttir skrifa 22. október 2019 20:45 Þingmaður Viðreisnar segir íslensk stjórnvöld ekki hafa verið með augun á boltanum hvað varðar varnir gegn peningaþvætti. Fjármálaráðherra segir að vera Íslands á gráum lista hafi ekki haft veruleg áhrif til þessa. Dómsmálaráðherra bindur vonir við að Ísland komist af listanum í febrúar. Ráðherrar komu fyrir efnahags- og viðskiptanefnd Alþingis í morgun til að ræða veru Íslands á gráum lista FATF-hópsins yfir ríki sem ekki hafa nægar varnir gegn peningaþvætti og fjármögnun hryðjuverka. Fram kom í máli dómsmálaráðherra að samkvæmt skýrslu FATF frá 2006 hafði Ísland ekki uppfyllt 26 af 40 tilmælum hópsins. Það hafi tekið tíu ár að komast út úr þeirri eftirfylgni sem hafi lokið 2016. Næst árið 2018 hafi hópurinn komist aftur að þeirri niðurstöðu að vörnum væri ábótavant. Nefndarmenn spurðu meðal annars hvernig stæði á því að það hafi tekið tíu ár að bregðast við úttekt FATF frá árinu 2006 og að þrátt fyrir úrbætur sem gerðar hafi verið á þeim tíma hafi enn verið eitthvað í ólagi samkvæmt úttekt árið 2018. „Það hefur verið æði mikið sinnuleysi af hálfu íslenskra stjórnvalda mjög lengi. Hvernig má það vera að við ljúkum innleiðingu 2016 og erum komin aftur á falllista 2018?“ „Ég veit ekki nákvæmlega svarið. Mér finnst þetta góð spurning en ég ætla að velta því upp hvort það gæti verið að menn séu einfaldlega stanslaust að læra í þessu samstarfi og það eru nýjar leiðir til að misnota fjármálakerfið að koma upp á yfirborðið og viðmiðin að breytast og kröfurnar að vaxa.“ Dómsmálaráðherra tók undir þetta og segir mælikvarða milli úttektanna hafa breyst verulega. „Frá 2018 hefur verið öflugur stýrihópur að störfum sem hefur það hlutverk að hafa eftirfylgni eftir þessum málum og fylgja þeim tilmælum sem koma og nú erum við mun betur í stakk búin til að takast á við þau tilmæli og ábendingar sem koma frá FATF-hópnum áður.“ Fjármálaráðherra segir að mikil óvissa hafi verið um það hverjar afleiðingarnar gætu orðið. „Það er óhætt að segja að afleiðingarnar hafa verið afskaplega takmarkaðar fram til þessa en það skiptir samt sem áður miklu máli að tryggja að við förum af listanum sem allra fyrst.“ Efnahagsmál Ísland á gráum lista FATF Tengdar fréttir Hefja frumkvæðisrannsókn á verklagi dómsmálaráðherra Formaður stjórnskipunar-og eftirlitsnefndar Alþingis segir að nefndin muni ákveða á miðvikudaginn að hefja frumkvæðisrannsókn á verklagi dómsmálaráðherra vegna ábendinga FAFT samtakanna. 21. október 2019 12:30 Vísar því á bug að fjárfestingaleið Seðlabankans hafi verið opinbert peningaþvætti Katrín Jakobsdóttir forsætisráðherra gerir athugasemdir við ummæli sem látin hafa verið falla um að Seðlabanki Íslands hafi beinlínis staðið fyrir peningaþvætti með fjárfestingaleið bankans. 21. október 2019 17:19 „Dálítið ófyrirsjáanlegt og ógagnsætt” Fjármálaráðherra segir ferlið við ákvörðun um grálistun FATF-hópsins, sem vaktar varnir ríkja gegn peningaþvætti, vera ógagnsætt. 22. október 2019 11:41 Segir engar vísbendingar um veruleg áhrif af veru Íslands á gráum lista Engar vísbendingar eru um það að vera Íslands á gráum lista FATF-hópsins hafi haft veruleg áhrif á íslenskt efnahagslíf til þessa. Þetta hafi þó í för með sér óvissuþætti. Þetta kom fram í máli Bjarna Benediktssonar, fjármála- og efnahagsráðherra. 22. október 2019 10:38 Mest lesið Obama svarar ásökunum Trump og Gabbard um valdaránstilraun Erlent Starfsfólk kannist ekki við uppsteyt á kvennadeild Landspítalans Innlent Skildirnir hafi hótað konum sem setji út á þá Innlent Þetta er fólkið á bak við Skjöld Íslands Innlent Umferð beint um Þrengslin í dag Innlent Móðir og níu mánaða barn hætt komnar í Þrengslunum Innlent Ættingjar að verða fyrir hryllilegum ódæðum Innlent Efnt til mótmæla í Úkraínu vegna umdeildrar lagabreytingar Erlent Sjö í fangageymslum og þremur vísað úr kirkju Innlent Stöðug virkni í einum gíg og gosmengun spáð á Suðurlandi Innlent Fleiri fréttir 56 prósent landsmanna neikvæð gegn þéttingu byggðar Umferð beint um Þrengslin í dag Sjö í fangageymslum og þremur vísað úr kirkju Stöðug virkni í einum gíg og gosmengun spáð á Suðurlandi Ættingjar að verða fyrir hryllilegum ódæðum Starfsfólk kannist ekki við uppsteyt á kvennadeild Landspítalans Bergþórshvoll brenndur á fjögurra daga Njáluhátíð Skildirnir hafi hótað konum sem setji út á þá Fyrsti konsertflygilinn í Skálholtskirkju vígður „Hvetjum fólk til þess að treysta okkur bara fyrir því“ Sækja mann sem datt af hestbaki Lögregla afþakkar þjónustu Skjaldar Íslands og Guðni boðar brennu Félagið Ísland-Palestína harmar skvettuna Rán og frelsissvipting í Árbæ Mótmælandi skvetti málningu á ljósmyndara Morgunblaðsins Brottfararstöð dómsmálaráðherra komin í samráðsgátt Móðir og níu mánaða barn hætt komnar í Þrengslunum Þetta er fólkið á bak við Skjöld Íslands Reyndu að koma í veg fyrir að hún settist upp í hjá afrískum bílstjóra Tveir af þremur ánægðir með beitingu „kjarnorkuákvæðisins“ Alvarlega slösuð bankakona lagði VÍS eftir langa og stranga baráttu Lærði skriðsund á YouTube og syndir Ermarsund á morgun Sjálfsagt að taka málið fyrir: „Leysist ekkert sjálfkrafa við að ganga inn í Evrópusambandið“ Lögreglan hugsi yfir Skildi Íslands: Eitt lögbrot verði ekki réttlætt með öðru Eldur í verslunarhúsnæði á Laugavegi Play tekur dýfu í skugga afkomuviðvörunar og Njáll Trausti vill funda Hótað og ógnað eftir að hafa aðstoðað lögreglu Laugavegurinn að „deyja úr velgengni“ Loftgæði mun betri á höfuðborgarsvæðinu Njáll Trausti vill fund hið fyrsta í atvinnuveganefnd Sjá meira
Þingmaður Viðreisnar segir íslensk stjórnvöld ekki hafa verið með augun á boltanum hvað varðar varnir gegn peningaþvætti. Fjármálaráðherra segir að vera Íslands á gráum lista hafi ekki haft veruleg áhrif til þessa. Dómsmálaráðherra bindur vonir við að Ísland komist af listanum í febrúar. Ráðherrar komu fyrir efnahags- og viðskiptanefnd Alþingis í morgun til að ræða veru Íslands á gráum lista FATF-hópsins yfir ríki sem ekki hafa nægar varnir gegn peningaþvætti og fjármögnun hryðjuverka. Fram kom í máli dómsmálaráðherra að samkvæmt skýrslu FATF frá 2006 hafði Ísland ekki uppfyllt 26 af 40 tilmælum hópsins. Það hafi tekið tíu ár að komast út úr þeirri eftirfylgni sem hafi lokið 2016. Næst árið 2018 hafi hópurinn komist aftur að þeirri niðurstöðu að vörnum væri ábótavant. Nefndarmenn spurðu meðal annars hvernig stæði á því að það hafi tekið tíu ár að bregðast við úttekt FATF frá árinu 2006 og að þrátt fyrir úrbætur sem gerðar hafi verið á þeim tíma hafi enn verið eitthvað í ólagi samkvæmt úttekt árið 2018. „Það hefur verið æði mikið sinnuleysi af hálfu íslenskra stjórnvalda mjög lengi. Hvernig má það vera að við ljúkum innleiðingu 2016 og erum komin aftur á falllista 2018?“ „Ég veit ekki nákvæmlega svarið. Mér finnst þetta góð spurning en ég ætla að velta því upp hvort það gæti verið að menn séu einfaldlega stanslaust að læra í þessu samstarfi og það eru nýjar leiðir til að misnota fjármálakerfið að koma upp á yfirborðið og viðmiðin að breytast og kröfurnar að vaxa.“ Dómsmálaráðherra tók undir þetta og segir mælikvarða milli úttektanna hafa breyst verulega. „Frá 2018 hefur verið öflugur stýrihópur að störfum sem hefur það hlutverk að hafa eftirfylgni eftir þessum málum og fylgja þeim tilmælum sem koma og nú erum við mun betur í stakk búin til að takast á við þau tilmæli og ábendingar sem koma frá FATF-hópnum áður.“ Fjármálaráðherra segir að mikil óvissa hafi verið um það hverjar afleiðingarnar gætu orðið. „Það er óhætt að segja að afleiðingarnar hafa verið afskaplega takmarkaðar fram til þessa en það skiptir samt sem áður miklu máli að tryggja að við förum af listanum sem allra fyrst.“
Efnahagsmál Ísland á gráum lista FATF Tengdar fréttir Hefja frumkvæðisrannsókn á verklagi dómsmálaráðherra Formaður stjórnskipunar-og eftirlitsnefndar Alþingis segir að nefndin muni ákveða á miðvikudaginn að hefja frumkvæðisrannsókn á verklagi dómsmálaráðherra vegna ábendinga FAFT samtakanna. 21. október 2019 12:30 Vísar því á bug að fjárfestingaleið Seðlabankans hafi verið opinbert peningaþvætti Katrín Jakobsdóttir forsætisráðherra gerir athugasemdir við ummæli sem látin hafa verið falla um að Seðlabanki Íslands hafi beinlínis staðið fyrir peningaþvætti með fjárfestingaleið bankans. 21. október 2019 17:19 „Dálítið ófyrirsjáanlegt og ógagnsætt” Fjármálaráðherra segir ferlið við ákvörðun um grálistun FATF-hópsins, sem vaktar varnir ríkja gegn peningaþvætti, vera ógagnsætt. 22. október 2019 11:41 Segir engar vísbendingar um veruleg áhrif af veru Íslands á gráum lista Engar vísbendingar eru um það að vera Íslands á gráum lista FATF-hópsins hafi haft veruleg áhrif á íslenskt efnahagslíf til þessa. Þetta hafi þó í för með sér óvissuþætti. Þetta kom fram í máli Bjarna Benediktssonar, fjármála- og efnahagsráðherra. 22. október 2019 10:38 Mest lesið Obama svarar ásökunum Trump og Gabbard um valdaránstilraun Erlent Starfsfólk kannist ekki við uppsteyt á kvennadeild Landspítalans Innlent Skildirnir hafi hótað konum sem setji út á þá Innlent Þetta er fólkið á bak við Skjöld Íslands Innlent Umferð beint um Þrengslin í dag Innlent Móðir og níu mánaða barn hætt komnar í Þrengslunum Innlent Ættingjar að verða fyrir hryllilegum ódæðum Innlent Efnt til mótmæla í Úkraínu vegna umdeildrar lagabreytingar Erlent Sjö í fangageymslum og þremur vísað úr kirkju Innlent Stöðug virkni í einum gíg og gosmengun spáð á Suðurlandi Innlent Fleiri fréttir 56 prósent landsmanna neikvæð gegn þéttingu byggðar Umferð beint um Þrengslin í dag Sjö í fangageymslum og þremur vísað úr kirkju Stöðug virkni í einum gíg og gosmengun spáð á Suðurlandi Ættingjar að verða fyrir hryllilegum ódæðum Starfsfólk kannist ekki við uppsteyt á kvennadeild Landspítalans Bergþórshvoll brenndur á fjögurra daga Njáluhátíð Skildirnir hafi hótað konum sem setji út á þá Fyrsti konsertflygilinn í Skálholtskirkju vígður „Hvetjum fólk til þess að treysta okkur bara fyrir því“ Sækja mann sem datt af hestbaki Lögregla afþakkar þjónustu Skjaldar Íslands og Guðni boðar brennu Félagið Ísland-Palestína harmar skvettuna Rán og frelsissvipting í Árbæ Mótmælandi skvetti málningu á ljósmyndara Morgunblaðsins Brottfararstöð dómsmálaráðherra komin í samráðsgátt Móðir og níu mánaða barn hætt komnar í Þrengslunum Þetta er fólkið á bak við Skjöld Íslands Reyndu að koma í veg fyrir að hún settist upp í hjá afrískum bílstjóra Tveir af þremur ánægðir með beitingu „kjarnorkuákvæðisins“ Alvarlega slösuð bankakona lagði VÍS eftir langa og stranga baráttu Lærði skriðsund á YouTube og syndir Ermarsund á morgun Sjálfsagt að taka málið fyrir: „Leysist ekkert sjálfkrafa við að ganga inn í Evrópusambandið“ Lögreglan hugsi yfir Skildi Íslands: Eitt lögbrot verði ekki réttlætt með öðru Eldur í verslunarhúsnæði á Laugavegi Play tekur dýfu í skugga afkomuviðvörunar og Njáll Trausti vill funda Hótað og ógnað eftir að hafa aðstoðað lögreglu Laugavegurinn að „deyja úr velgengni“ Loftgæði mun betri á höfuðborgarsvæðinu Njáll Trausti vill fund hið fyrsta í atvinnuveganefnd Sjá meira
Hefja frumkvæðisrannsókn á verklagi dómsmálaráðherra Formaður stjórnskipunar-og eftirlitsnefndar Alþingis segir að nefndin muni ákveða á miðvikudaginn að hefja frumkvæðisrannsókn á verklagi dómsmálaráðherra vegna ábendinga FAFT samtakanna. 21. október 2019 12:30
Vísar því á bug að fjárfestingaleið Seðlabankans hafi verið opinbert peningaþvætti Katrín Jakobsdóttir forsætisráðherra gerir athugasemdir við ummæli sem látin hafa verið falla um að Seðlabanki Íslands hafi beinlínis staðið fyrir peningaþvætti með fjárfestingaleið bankans. 21. október 2019 17:19
„Dálítið ófyrirsjáanlegt og ógagnsætt” Fjármálaráðherra segir ferlið við ákvörðun um grálistun FATF-hópsins, sem vaktar varnir ríkja gegn peningaþvætti, vera ógagnsætt. 22. október 2019 11:41
Segir engar vísbendingar um veruleg áhrif af veru Íslands á gráum lista Engar vísbendingar eru um það að vera Íslands á gráum lista FATF-hópsins hafi haft veruleg áhrif á íslenskt efnahagslíf til þessa. Þetta hafi þó í för með sér óvissuþætti. Þetta kom fram í máli Bjarna Benediktssonar, fjármála- og efnahagsráðherra. 22. október 2019 10:38