Mbappé kom af bekknum og skoraði þrennu | Loks vann Real | Dybala bjargaði Juventus Runólfur Trausti Þórhallsson skrifar 22. október 2019 21:30 Mbappé gerði sér lítið fyrir og skoraði þrennu í kvöld. Vísir/Getty PSG valtaði yfir Brugge í síðari hálfleik Frakklandsmeistarar PSG áttu ekki í vandræðum með Club Brugge á útivelli í kvöld. Kylian Mbappé skoraði þrennu í 5-0 sigri gestanna. Þá vann Real Madrid 1-0 sigur á Galatasaray í Tyrklandi. Ángel Di Maria kom Paris Saint-Germain yfir strax á 7. mínútu eftir sendingu frá landa sínum Mauro Icardi. Brugge tókst að halda PSG í skefjum þangað til í hálfleik og staðan því enn 1-0 í hálfleik. Á 52. mínútu kom áðurnefndur Mbappé inn á og tók það hann aðeins níu mínútur að skora sitt fyrsta mark í kvöld. Tveimur mínútum síðar hafði Mbappé svo lagt upp mark fyrir Icardi og staðan orðin 3-0. Mbappé skoraði svo tvívegis með fjögurra mínútna millibili eftir sendingar frá Di Maria undir lok leiks og tryggði þar með þrennu sína sem og 5-0 sigur gestanna frá París. Í Tyrklandi nældi Real Madrid svo í sinn fyrsta sigur í Meistaradeild Evrópu á leiktíðinni þökk sé marki Toni Kroos á 18. mínútu. Real getur reyndar þakkað markverði sínum Thibaut Courtois fyrir stigin þrjú í kvöld en sá belgíski hefur legið undir mikilli gagnrýni í vetur en hann svaraði því á vellinum í kvöld. Staðan í A-riðli er þannig að PSG er með fullt hús stiga þegar riðlakeppnin er hálfnuð. Real Madrid kemur þar á eftir með fjögur stig, Club Brugge með tvö stig og Galatasary rekur svo lestina með eitt stig.Dybala kom Juventus til bjargarSíðari leikur D-riðils var viðureign Juventus og Lokomotiv Moskvu. Gestirnir frá Rússlandi komu eflaust sjálfum sér á óvart þegar þeir komust yfir á 30. mínútu leiksins, þar var að verki Aleksey Miranchuk og var staðan 1-0 Lokomotiv í vil allt þangað til á 77. mínútu leiksins er Paulo Dybala jafnaði metin með frábæru skoti sem endaði alveg út við stöng. Dybala var svo aftur á ferðinni tveimur mínútum síðar þegar hann afgreiddi knöttinn snyrtilega í netið eftir að Guilherme Marinato, markvörður Lokomotiv, hafði varið langskot Alex Sandro. Staðan orðin 2-1 og reyndust það lokatölur leiksins. Juventus er því á toppi D-riðils með sjö stig, líkt og Atletico Madrid eftir sigur spænska liðsins á Bayer Leverkusen fyrr í dag. Lokomotiv er í þriðja sæti með þrjú stig á meðan Leverkusen eru enn án stiga. Meistaradeild Evrópu Tengdar fréttir Sterling fór mikinn er City slátraði Atalanta | Jafnt í Úkraínu Manchester City var ekki í miklum vandræðum með Atalanta í C-riðli Meistaradeildarinnar í kvöld, lokatölur á Etihad vellinum í Manchester 5-1 heimamönnum í vil. Þá gerðu Shakhtar Donetsk og Dinamo Zagreb 2-2 jafntefli í Úkraínu. 22. október 2019 21:15 Rauða Stjarnan réð ekkert við Tottenham Erik Lamela | Bayern í basli í Grikklandi Tottenham Hotspur svaraði fyrir sig eftir skelfilegt tap gegn Bayern Munich í síðustu umferð Meistaradeildarinnar. Þá tapaði liðið 7-2 gegn þýsku meisturunum en í kvöld lagði liðið Rauðu Stjörnuna frá Serbíu örugglega í London, lokatölur 5-0 Tottenham í vil. Þá vann Bayern Munich 3-2 sigur á Olympiacos í Grikklandi. 22. október 2019 21:00 Varamennirnir tryggðu Atletico sigur | Morata fyrstur allra til að skora fyrir Atletico og Real Varamaðurinn Alvaro Morata tryggði Atletico Madrid stigin þrjú skömmu eftir að hann kom inn af bekknum í kvöld, lokatölur 1-0 Atletico í vil gegn Bayer Leverkusen. Markið var sögulegt svo ekki sé meira sagt. 22. október 2019 19:00 Mest lesið Stórt skref en KSÍ í kapphlaupi við tímann Fótbolti Landsliðsmaður lést í fjögurra bíla árekstri Fótbolti Kraftanna óskað á öðrum vígstöðvum Handbolti Heimsmeistarinn fyrrverandi þarf gervifætur til þess að geta gengið eðlilega Fótbolti Segja fjörutíu milljarða í boði fyrir Verstappen Formúla 1 Albert sagður á óskalista Everton og Inter Fótbolti Um afhroð Stjörnunnar í Kópavogi: „Ég spáði þessu jafntefli“ Íslenski boltinn Kunnu ekki reglurnar og komust að því í beinni útsendingu Fótbolti Martröðin fullkomnuð fyrir Mavericks Körfubolti Brynjar Karl tekur slaginn og segist ætla að bjóða sig fram sem forseta ÍSÍ Körfubolti Fleiri fréttir Ísak bombaði inn úr þröngu færi Kunnu ekki reglurnar og komust að því í beinni útsendingu „Varst þú ekkert í bláu spurningunum?“ Landsliðsmaður lést í fjögurra bíla árekstri Um afhroð Stjörnunnar í Kópavogi: „Ég spáði þessu jafntefli“ Heimsmeistarinn fyrrverandi þarf gervifætur til þess að geta gengið eðlilega Stórt skref en KSÍ í kapphlaupi við tímann Albert sagður á óskalista Everton og Inter Leeds og Burnley skrefi nær ensku úrvalsdeildinni Sara Björk skoraði tvö í stórsigri Stjarnan og Vestri áfram eftir fjölda marka og mikla dramatík Breiðablik ekki í vandræðum og mögnuð endurkoma Þróttar James missir af mikilvægum leikjum meðan Chelsea eltir fernuna „Því miður verðið þið að þola mig aðeins lengur“ Skagamenn og Selfyssingar í sextán liða úrslit Fjöldi stuðningsmanna Man. United fór of snemma af vellinum í gærkvöldi Bellingham í efsta sæti listans en Ísak Bergmann er áttundi Bestu mörkin: Helena hélt að Þóra hefði allt aðra skoðun á þessu Arne Slot: Samningarnir við Van Dijk og Salah sýna okkar metnað Ætlar að nota krakka í síðustu leikjum Man. United í ensku deildinni Ítalíudvölin tók á andlegu hliðina: „Vil finna gleðina aftur“ Gummi Ben fór hamförum yfir endurkomu United „Hér er allt mögulegt“ Van Dijk fær 68 milljónir á viku Uppgjörið: ÍBV - Víkingur 3-0 | Eyjamenn flugu áfram Leikhús draumanna stóð undir nafni í ótrúlegustu endurkomu síðari ára Solanke skaut Tottenham í undanúrslit Chelsea í undanúrslit þrátt fyrir tap Hálf úrvalsdeildin á eftir Delap Mosfellingar fundu markaskóna og Fylkismenn orðnir níu fyrir hálfleik Sjá meira
PSG valtaði yfir Brugge í síðari hálfleik Frakklandsmeistarar PSG áttu ekki í vandræðum með Club Brugge á útivelli í kvöld. Kylian Mbappé skoraði þrennu í 5-0 sigri gestanna. Þá vann Real Madrid 1-0 sigur á Galatasaray í Tyrklandi. Ángel Di Maria kom Paris Saint-Germain yfir strax á 7. mínútu eftir sendingu frá landa sínum Mauro Icardi. Brugge tókst að halda PSG í skefjum þangað til í hálfleik og staðan því enn 1-0 í hálfleik. Á 52. mínútu kom áðurnefndur Mbappé inn á og tók það hann aðeins níu mínútur að skora sitt fyrsta mark í kvöld. Tveimur mínútum síðar hafði Mbappé svo lagt upp mark fyrir Icardi og staðan orðin 3-0. Mbappé skoraði svo tvívegis með fjögurra mínútna millibili eftir sendingar frá Di Maria undir lok leiks og tryggði þar með þrennu sína sem og 5-0 sigur gestanna frá París. Í Tyrklandi nældi Real Madrid svo í sinn fyrsta sigur í Meistaradeild Evrópu á leiktíðinni þökk sé marki Toni Kroos á 18. mínútu. Real getur reyndar þakkað markverði sínum Thibaut Courtois fyrir stigin þrjú í kvöld en sá belgíski hefur legið undir mikilli gagnrýni í vetur en hann svaraði því á vellinum í kvöld. Staðan í A-riðli er þannig að PSG er með fullt hús stiga þegar riðlakeppnin er hálfnuð. Real Madrid kemur þar á eftir með fjögur stig, Club Brugge með tvö stig og Galatasary rekur svo lestina með eitt stig.Dybala kom Juventus til bjargarSíðari leikur D-riðils var viðureign Juventus og Lokomotiv Moskvu. Gestirnir frá Rússlandi komu eflaust sjálfum sér á óvart þegar þeir komust yfir á 30. mínútu leiksins, þar var að verki Aleksey Miranchuk og var staðan 1-0 Lokomotiv í vil allt þangað til á 77. mínútu leiksins er Paulo Dybala jafnaði metin með frábæru skoti sem endaði alveg út við stöng. Dybala var svo aftur á ferðinni tveimur mínútum síðar þegar hann afgreiddi knöttinn snyrtilega í netið eftir að Guilherme Marinato, markvörður Lokomotiv, hafði varið langskot Alex Sandro. Staðan orðin 2-1 og reyndust það lokatölur leiksins. Juventus er því á toppi D-riðils með sjö stig, líkt og Atletico Madrid eftir sigur spænska liðsins á Bayer Leverkusen fyrr í dag. Lokomotiv er í þriðja sæti með þrjú stig á meðan Leverkusen eru enn án stiga.
Meistaradeild Evrópu Tengdar fréttir Sterling fór mikinn er City slátraði Atalanta | Jafnt í Úkraínu Manchester City var ekki í miklum vandræðum með Atalanta í C-riðli Meistaradeildarinnar í kvöld, lokatölur á Etihad vellinum í Manchester 5-1 heimamönnum í vil. Þá gerðu Shakhtar Donetsk og Dinamo Zagreb 2-2 jafntefli í Úkraínu. 22. október 2019 21:15 Rauða Stjarnan réð ekkert við Tottenham Erik Lamela | Bayern í basli í Grikklandi Tottenham Hotspur svaraði fyrir sig eftir skelfilegt tap gegn Bayern Munich í síðustu umferð Meistaradeildarinnar. Þá tapaði liðið 7-2 gegn þýsku meisturunum en í kvöld lagði liðið Rauðu Stjörnuna frá Serbíu örugglega í London, lokatölur 5-0 Tottenham í vil. Þá vann Bayern Munich 3-2 sigur á Olympiacos í Grikklandi. 22. október 2019 21:00 Varamennirnir tryggðu Atletico sigur | Morata fyrstur allra til að skora fyrir Atletico og Real Varamaðurinn Alvaro Morata tryggði Atletico Madrid stigin þrjú skömmu eftir að hann kom inn af bekknum í kvöld, lokatölur 1-0 Atletico í vil gegn Bayer Leverkusen. Markið var sögulegt svo ekki sé meira sagt. 22. október 2019 19:00 Mest lesið Stórt skref en KSÍ í kapphlaupi við tímann Fótbolti Landsliðsmaður lést í fjögurra bíla árekstri Fótbolti Kraftanna óskað á öðrum vígstöðvum Handbolti Heimsmeistarinn fyrrverandi þarf gervifætur til þess að geta gengið eðlilega Fótbolti Segja fjörutíu milljarða í boði fyrir Verstappen Formúla 1 Albert sagður á óskalista Everton og Inter Fótbolti Um afhroð Stjörnunnar í Kópavogi: „Ég spáði þessu jafntefli“ Íslenski boltinn Kunnu ekki reglurnar og komust að því í beinni útsendingu Fótbolti Martröðin fullkomnuð fyrir Mavericks Körfubolti Brynjar Karl tekur slaginn og segist ætla að bjóða sig fram sem forseta ÍSÍ Körfubolti Fleiri fréttir Ísak bombaði inn úr þröngu færi Kunnu ekki reglurnar og komust að því í beinni útsendingu „Varst þú ekkert í bláu spurningunum?“ Landsliðsmaður lést í fjögurra bíla árekstri Um afhroð Stjörnunnar í Kópavogi: „Ég spáði þessu jafntefli“ Heimsmeistarinn fyrrverandi þarf gervifætur til þess að geta gengið eðlilega Stórt skref en KSÍ í kapphlaupi við tímann Albert sagður á óskalista Everton og Inter Leeds og Burnley skrefi nær ensku úrvalsdeildinni Sara Björk skoraði tvö í stórsigri Stjarnan og Vestri áfram eftir fjölda marka og mikla dramatík Breiðablik ekki í vandræðum og mögnuð endurkoma Þróttar James missir af mikilvægum leikjum meðan Chelsea eltir fernuna „Því miður verðið þið að þola mig aðeins lengur“ Skagamenn og Selfyssingar í sextán liða úrslit Fjöldi stuðningsmanna Man. United fór of snemma af vellinum í gærkvöldi Bellingham í efsta sæti listans en Ísak Bergmann er áttundi Bestu mörkin: Helena hélt að Þóra hefði allt aðra skoðun á þessu Arne Slot: Samningarnir við Van Dijk og Salah sýna okkar metnað Ætlar að nota krakka í síðustu leikjum Man. United í ensku deildinni Ítalíudvölin tók á andlegu hliðina: „Vil finna gleðina aftur“ Gummi Ben fór hamförum yfir endurkomu United „Hér er allt mögulegt“ Van Dijk fær 68 milljónir á viku Uppgjörið: ÍBV - Víkingur 3-0 | Eyjamenn flugu áfram Leikhús draumanna stóð undir nafni í ótrúlegustu endurkomu síðari ára Solanke skaut Tottenham í undanúrslit Chelsea í undanúrslit þrátt fyrir tap Hálf úrvalsdeildin á eftir Delap Mosfellingar fundu markaskóna og Fylkismenn orðnir níu fyrir hálfleik Sjá meira
Sterling fór mikinn er City slátraði Atalanta | Jafnt í Úkraínu Manchester City var ekki í miklum vandræðum með Atalanta í C-riðli Meistaradeildarinnar í kvöld, lokatölur á Etihad vellinum í Manchester 5-1 heimamönnum í vil. Þá gerðu Shakhtar Donetsk og Dinamo Zagreb 2-2 jafntefli í Úkraínu. 22. október 2019 21:15
Rauða Stjarnan réð ekkert við Tottenham Erik Lamela | Bayern í basli í Grikklandi Tottenham Hotspur svaraði fyrir sig eftir skelfilegt tap gegn Bayern Munich í síðustu umferð Meistaradeildarinnar. Þá tapaði liðið 7-2 gegn þýsku meisturunum en í kvöld lagði liðið Rauðu Stjörnuna frá Serbíu örugglega í London, lokatölur 5-0 Tottenham í vil. Þá vann Bayern Munich 3-2 sigur á Olympiacos í Grikklandi. 22. október 2019 21:00
Varamennirnir tryggðu Atletico sigur | Morata fyrstur allra til að skora fyrir Atletico og Real Varamaðurinn Alvaro Morata tryggði Atletico Madrid stigin þrjú skömmu eftir að hann kom inn af bekknum í kvöld, lokatölur 1-0 Atletico í vil gegn Bayer Leverkusen. Markið var sögulegt svo ekki sé meira sagt. 22. október 2019 19:00