Yfirmanni MAX-mála hjá Boeing sparkað Tryggvi Páll Tryggvason skrifar 22. október 2019 21:30 Kevin McAllister, til vinstri, er floginn á braut úr starfi. Vísir/Getty Kevin McAllister, yfirmaður farþegaþotusviðs bandaríska flugvélaframleiðandans Boeing, hefur verið rekinn. Brottreksturinn hefur verið tengdur við vandræði Boeing í tengslum við 737 MAX vélarnar sem eru í flugbanni um allan heim.Seattle Times greinir frá og segir að stjórn félagsins hafi tekið ákvörðun um að reka McAllister á stjórnarfundi í gær. Eftirmaður hans, Stan Deal, hefur þegar tekið við starfi McAllister. Deal var áður yfir þjónustusviði Boeing. Þar áður hafði hann verið yfirmaður á farþegaþotusviðinu. Times hefur eftir ónafngreindum háttsettum yfirmanni innan Boeing að vandræði MAX-vélanna hafi ekki verið eina ástæðan fyrir brottreksti McAllister. Rekja mætti brottreksturinn til ýmissa vandræða sem farþegaþotusviðið hefur staðið frammi fyrir á undanförnum misserum. Má þar nefna vandræði með hreyflana á 777X vélum Boeing, sprungur sem finna má litlum hluta af eldri 737-vélum auk minnkandi pöntunarstöðu 787 Dreamliner flugvélanna. Aðalástæðan er hins vegar MAX-vélin og tafir á því að Boeing takist að mæta kröfum flugmálayfirvalda um allan heim svo að 737 MAX-vélarnar komist í loftið á ný eftir tvö mannskæð flugslys. Icelandair miðar við að taka vélarnar í notkun í janúar, en óvíst er hvort það gangi eftir. Dennis Muilenburg, forstjóri félagsins, var nýlega settur af sem stjórnarformaður félagsins, en alsiða er að forstjórar stórfyrirtækja í Bandaríkjunum séu einnig stjórnarformenn. Boeing Fréttir af flugi Tengdar fréttir Fjórar Boeing MAX-þotur Icelandair flognar til vetrarstöðvanna á Spáni Fjórar Boeing 737 MAX 8-þotur Icelandair hafa núna verið ferjaðar frá Keflavíkurflugvelli til borgarinnar Lleida í Katalóníu, um 160 kílómetra vestnorðvestur af Barcelona. 19. október 2019 08:45 Hér má sjá fyrsta flugtak Boeing MAX-þotu Icelandair í sjö mánuði Tvær Boeing 737 MAX-vélar Icelandair flugu frá Keflavíkurflugvelli í morgun áleiðis til Spánar. Þetta var í fyrsta sinn frá kyrrsetningu MAX-vélanna um heim allan fyrir sjö mánuðum að vélar þessarar tegundar frá Icelandair tóku á loft. 11. október 2019 13:34 Starfsmenn Boeing vissu af göllum 737 Max þotanna Starfsmenn Boeing grunaði að sjálfvirkt öryggiskerfi 737 Max vélanna væri ekki í lagi en nokkrir starfsmenn sendu skilaboð um málið sín á milli árið 2016. 19. október 2019 09:48 Enn mikil vinna óunnin hjá FAA vegna 737 MAX flugvélanna Starfsmenn Boeing hafa náð miklum árangri í að koma 737 MAX flugvélum fyrirtækisins aftur í loftið. 22. október 2019 15:46 Mest lesið Ólafur Ingi: „Ég er kostuð eiginkona“ Atvinnulíf Einróma niðurstaða að Hörður sé eins og Kristján í Frozen Atvinnulíf Nýr flugrekstrarstjóri Icelandair Viðskipti innlent Óábyrgt að afskrifa kílómetragjaldið Neytendur Hvetur fólk til að nota arf barnanna og nýta peningana sína snemma Atvinnulíf Þurfti ekki að sýna fram á að greitt hafi verið fyrir duldar auglýsingar Neytendur Kílómetragjaldið mögulega fórnarlamb stjórnarslita Neytendur Brá sér frá í sauðburð og kvíðinn ferðamaður flúði Neytendur Engin endurgreiðsla þrátt fyrir rifbeinsbrot Neytendur „Reglugerðin tekur gildi hvort sem menn hafa þetta hugrekki eða ekki“ Atvinnulíf Fleiri fréttir Linkedin sektað um tugi milljarða Samkeppni eykst í Grænlandsflugi Sekta Google um meira en allan pening heimsins Adidas og Ye sættast Bjóða upp á veðmál um leiki barna og styrkja knattspyrnurisa Bein útsending: Hver hlýtur hagfræðiverðlaun sænska seðlabankans? United Airlines hefur flug milli New York og Nuuk Viðskiptavinir gjaldþrota rafmyntakauphallar endurheimta milljarða Samþykktu allt að 45 prósent toll á kínverska rafbíla Samið um lok umfangsmikils verkfalls hafnarverkamanna Sjá meira
Kevin McAllister, yfirmaður farþegaþotusviðs bandaríska flugvélaframleiðandans Boeing, hefur verið rekinn. Brottreksturinn hefur verið tengdur við vandræði Boeing í tengslum við 737 MAX vélarnar sem eru í flugbanni um allan heim.Seattle Times greinir frá og segir að stjórn félagsins hafi tekið ákvörðun um að reka McAllister á stjórnarfundi í gær. Eftirmaður hans, Stan Deal, hefur þegar tekið við starfi McAllister. Deal var áður yfir þjónustusviði Boeing. Þar áður hafði hann verið yfirmaður á farþegaþotusviðinu. Times hefur eftir ónafngreindum háttsettum yfirmanni innan Boeing að vandræði MAX-vélanna hafi ekki verið eina ástæðan fyrir brottreksti McAllister. Rekja mætti brottreksturinn til ýmissa vandræða sem farþegaþotusviðið hefur staðið frammi fyrir á undanförnum misserum. Má þar nefna vandræði með hreyflana á 777X vélum Boeing, sprungur sem finna má litlum hluta af eldri 737-vélum auk minnkandi pöntunarstöðu 787 Dreamliner flugvélanna. Aðalástæðan er hins vegar MAX-vélin og tafir á því að Boeing takist að mæta kröfum flugmálayfirvalda um allan heim svo að 737 MAX-vélarnar komist í loftið á ný eftir tvö mannskæð flugslys. Icelandair miðar við að taka vélarnar í notkun í janúar, en óvíst er hvort það gangi eftir. Dennis Muilenburg, forstjóri félagsins, var nýlega settur af sem stjórnarformaður félagsins, en alsiða er að forstjórar stórfyrirtækja í Bandaríkjunum séu einnig stjórnarformenn.
Boeing Fréttir af flugi Tengdar fréttir Fjórar Boeing MAX-þotur Icelandair flognar til vetrarstöðvanna á Spáni Fjórar Boeing 737 MAX 8-þotur Icelandair hafa núna verið ferjaðar frá Keflavíkurflugvelli til borgarinnar Lleida í Katalóníu, um 160 kílómetra vestnorðvestur af Barcelona. 19. október 2019 08:45 Hér má sjá fyrsta flugtak Boeing MAX-þotu Icelandair í sjö mánuði Tvær Boeing 737 MAX-vélar Icelandair flugu frá Keflavíkurflugvelli í morgun áleiðis til Spánar. Þetta var í fyrsta sinn frá kyrrsetningu MAX-vélanna um heim allan fyrir sjö mánuðum að vélar þessarar tegundar frá Icelandair tóku á loft. 11. október 2019 13:34 Starfsmenn Boeing vissu af göllum 737 Max þotanna Starfsmenn Boeing grunaði að sjálfvirkt öryggiskerfi 737 Max vélanna væri ekki í lagi en nokkrir starfsmenn sendu skilaboð um málið sín á milli árið 2016. 19. október 2019 09:48 Enn mikil vinna óunnin hjá FAA vegna 737 MAX flugvélanna Starfsmenn Boeing hafa náð miklum árangri í að koma 737 MAX flugvélum fyrirtækisins aftur í loftið. 22. október 2019 15:46 Mest lesið Ólafur Ingi: „Ég er kostuð eiginkona“ Atvinnulíf Einróma niðurstaða að Hörður sé eins og Kristján í Frozen Atvinnulíf Nýr flugrekstrarstjóri Icelandair Viðskipti innlent Óábyrgt að afskrifa kílómetragjaldið Neytendur Hvetur fólk til að nota arf barnanna og nýta peningana sína snemma Atvinnulíf Þurfti ekki að sýna fram á að greitt hafi verið fyrir duldar auglýsingar Neytendur Kílómetragjaldið mögulega fórnarlamb stjórnarslita Neytendur Brá sér frá í sauðburð og kvíðinn ferðamaður flúði Neytendur Engin endurgreiðsla þrátt fyrir rifbeinsbrot Neytendur „Reglugerðin tekur gildi hvort sem menn hafa þetta hugrekki eða ekki“ Atvinnulíf Fleiri fréttir Linkedin sektað um tugi milljarða Samkeppni eykst í Grænlandsflugi Sekta Google um meira en allan pening heimsins Adidas og Ye sættast Bjóða upp á veðmál um leiki barna og styrkja knattspyrnurisa Bein útsending: Hver hlýtur hagfræðiverðlaun sænska seðlabankans? United Airlines hefur flug milli New York og Nuuk Viðskiptavinir gjaldþrota rafmyntakauphallar endurheimta milljarða Samþykktu allt að 45 prósent toll á kínverska rafbíla Samið um lok umfangsmikils verkfalls hafnarverkamanna Sjá meira
Fjórar Boeing MAX-þotur Icelandair flognar til vetrarstöðvanna á Spáni Fjórar Boeing 737 MAX 8-þotur Icelandair hafa núna verið ferjaðar frá Keflavíkurflugvelli til borgarinnar Lleida í Katalóníu, um 160 kílómetra vestnorðvestur af Barcelona. 19. október 2019 08:45
Hér má sjá fyrsta flugtak Boeing MAX-þotu Icelandair í sjö mánuði Tvær Boeing 737 MAX-vélar Icelandair flugu frá Keflavíkurflugvelli í morgun áleiðis til Spánar. Þetta var í fyrsta sinn frá kyrrsetningu MAX-vélanna um heim allan fyrir sjö mánuðum að vélar þessarar tegundar frá Icelandair tóku á loft. 11. október 2019 13:34
Starfsmenn Boeing vissu af göllum 737 Max þotanna Starfsmenn Boeing grunaði að sjálfvirkt öryggiskerfi 737 Max vélanna væri ekki í lagi en nokkrir starfsmenn sendu skilaboð um málið sín á milli árið 2016. 19. október 2019 09:48
Enn mikil vinna óunnin hjá FAA vegna 737 MAX flugvélanna Starfsmenn Boeing hafa náð miklum árangri í að koma 737 MAX flugvélum fyrirtækisins aftur í loftið. 22. október 2019 15:46