Barn síns tíma Helgi Vífill Júlíusson skrifar 23. október 2019 07:00 Þak á aflaheimildir sjávarútvegsfyrirtækja er barn síns tíma og er til þess fallið að draga úr slagkrafti lítillar fiskveiðiþjóðar. Það er æskilegt að afnema það. Takist ekki að ná sátt um það er mikilvægt að hækka þakið. Vafalaust var þakið mikilvægur þáttur í að ná sátt um fiskveiðistjórnunarkerfið sem gerbreytti lífsgæðum á Íslandi. Útgerðir voru minni og því batt löggjafinn ekki hendur þeirra í reynd á þeim tíma. Þakið, sem miðast við tólf prósent af aflahlutdeild allra tegunda, kom því ekki að sök fyrst um sinn. Nú er svo komið að Brim er komið yfir þakið eftir kaup á tveimur útgerðum. Við það tilefni eiga stjórnmálamenn að sýna þor og sníða vankanta af kerfinu. Íslensk sjávarútvegsfyrirtæki eru fremur lítil á alþjóðlegan mælikvarða. Jafnvel Brim, sem hefur lengi verið við leyfilegt hámark, væri ekki á meðal stærstu útgerða í Noregi. Sjávarútvegur er eina atvinnugrein landsins sem skarar fram úr á heimsvísu. Engu að síður hafa stjórnmálamenn ekki leitað leiða til að lyfta henni upp í von um æ betri árangur heldur þess í stað lagt stein í götu hennar með hærri sköttum en þekkist annars staðar og hneppt hana í þá fjötra að fyrirtækin mega ekki verða tiltölulega stór. Um 98 prósent af sölu sjávarútvegsfyrirtækja er erlendis. Þau eiga því nær eingöngu í alþjóðlegri samkeppni. Við þær aðstæður geta stjórnmálamenn ekki leyft sér að haga sér með þessum hætti. Skattheimtan og kvótaþakið er í raun uppskrift að hnignun atvinnuvegarins. Það er ekki sjálfgefið að íslenskur sjávarútvegur verði í fremstu röð þegar fram í sækir. En velgengni hans er mikilvæg fyrir þjóðarbúið. Það er mikilvægt að fagna aukinni hagkvæmni en ekki að lifa í sífelldum ótta við samþjöppun. Hagkvæmur og verðmætur útflutningur er lykillinn að góðum lífsgæðum. Útgerðir verða að fá að bregðast við breyttum aðstæðum. Það þarf ekki að vera landi og þjóð fyrir bestu að kvótaeign sé of dreifð. Það kann að draga úr getu fyrirtækjanna til að keppa á heimssviðinu. Fari svo myndi það leiða til þess að útgerðir geti ekki greitt jafn há laun, fjárfesti í minni mæli í tækni sem bitna mun á þekkingarsamfélaginu hér á landi, hagnaður mun dragast saman og skattgreiðslur minnka. Hnignun fyrirtækja og jafnvel atvinnuvega er oft nær en mann grunar. Það er ekkert sjálfgefið í viðskiptum. Þess vegna verður ríkisvaldið að huga betur að fjöregginu. Viltu birta grein á Vísi? Sendu okkur póst. Senda grein Birtist í Fréttablaðinu Helgi Vífill Júlíusson Sjávarútvegur Mest lesið Vinnubrögð Carbfix eru ámælisverð Ólafur Sigurðsson Skoðun Hvenær ber fullorðið fólk ábyrð? Guðrún Ósk Þórudóttir Skoðun Hugsanaskekkja forsætiráðherra í Evrópumálum – Þetta eru tvö skref! Ole Anton Bieltvedt Skoðun Opið bréf til ráðherranna Hönnu Katrínar og Ingu Sæland - blóðmeramálið Árni Stefán Árnason Skoðun Til hvers að læra iðnnám? Jakob Þór Möller Skoðun (Ó)merkilegir íbúar Örn Smárason Skoðun Gervigreind í daglegu lífi: 15 dæmi Björgmundur Örn Guðmundsson Skoðun ‘Vók’ er djók Alexandra Briem Skoðun Allar hendur á dekk! Oddný G. Harðardóttir Skoðun Opið bréf til Friðriks Þórs Steven Meyers,Guðrún Elsa Bragadóttir,Ása Helga Hjörleifsdóttir,Brúsi Ólason,Erlendur Sveinsson,Heather Millard Skoðun Skoðun Skoðun Hvenær ber fullorðið fólk ábyrð? Guðrún Ósk Þórudóttir skrifar Skoðun Hugsanaskekkja forsætiráðherra í Evrópumálum – Þetta eru tvö skref! Ole Anton Bieltvedt skrifar Skoðun Opið bréf til ráðherranna Hönnu Katrínar og Ingu Sæland - blóðmeramálið Árni Stefán Árnason skrifar Skoðun Vinnubrögð Carbfix eru ámælisverð Ólafur Sigurðsson skrifar Skoðun Öllum til hagsbóta að bæta hag nýrra Íslendinga Marta Wieczorek skrifar Skoðun Raunveruleg úrræði óskast takk! Guðmundur Ingi Þóroddsson skrifar Skoðun (Ó)merkilegir íbúar Örn Smárason skrifar Skoðun Vangaveltur um ábyrgð og laun Sigurbjörg Erla Egilsdóttir skrifar Skoðun Gervigreind í daglegu lífi: 15 dæmi Björgmundur Örn Guðmundsson skrifar Skoðun Til hvers að læra iðnnám? Jakob Þór Möller skrifar Skoðun Komir þú á Grænlands grund Gunnar Pálsson skrifar Skoðun Ólöglegir ópíóðar: Skaðaminnkandi þjónusta bráðnauðsynleg Ósk Sigurðardóttir skrifar Skoðun Hlustum á náttúruna Svandís Svavarsdóttir skrifar Skoðun Skattheimta sem markmið í sjálfu sér Guðrún Hafsteinsdóttir skrifar Skoðun Tæknin hjálpar lesblindum Guðmundur S. Johnsen skrifar Skoðun Tryggja þarf aðkomu sjómanna að fiskveiðiráðgjöfinni Sigurjón Þórðarson skrifar Skoðun Opið bréf til Friðriks Þórs Steven Meyers,Guðrún Elsa Bragadóttir,Ása Helga Hjörleifsdóttir,Brúsi Ólason,Erlendur Sveinsson,Heather Millard skrifar Skoðun Skjólveggur af körlum og ungum mönnum Ólafur Elínarson skrifar Skoðun Menntamál eru ekki afgangsstærð Hólmfríður Jennýjar Árnadóttir skrifar Skoðun ‘Vók’ er djók Alexandra Briem skrifar Skoðun Er friður tálsýn eða verkefni? Inga Daníelsdóttir skrifar Skoðun Kattahald Jökull Jörgensen skrifar Skoðun Framtíðin er rafmögnuð Jóhanna Hlín Auðunsdóttir skrifar Skoðun Ekki biðja um undanþágur heldur krefjast réttar samkvæmt EES-samningnum Erna Bjarnadóttir skrifar Skoðun Þjóðarmorðið í blokkinni Bjarni Þór Sigurbjörnsson skrifar Skoðun Breiðholtið er frábært! Gerum betur í umfjöllun og orðræðu Kristín Dögg Kristinsdóttir skrifar Skoðun Ég hataði rafíþróttir! Þorvaldur Daníelsson skrifar Skoðun Því miður hefur lítið breyst Áslaug Hulda Jónsdóttir skrifar Skoðun Versta sem Ísland gæti gert Hjörtur J. Guðmundsson skrifar Skoðun Eru græn svæði í útrýmingarhættu í Reykjavík? Sigrún Ásta Einarsdóttir skrifar Sjá meira
Þak á aflaheimildir sjávarútvegsfyrirtækja er barn síns tíma og er til þess fallið að draga úr slagkrafti lítillar fiskveiðiþjóðar. Það er æskilegt að afnema það. Takist ekki að ná sátt um það er mikilvægt að hækka þakið. Vafalaust var þakið mikilvægur þáttur í að ná sátt um fiskveiðistjórnunarkerfið sem gerbreytti lífsgæðum á Íslandi. Útgerðir voru minni og því batt löggjafinn ekki hendur þeirra í reynd á þeim tíma. Þakið, sem miðast við tólf prósent af aflahlutdeild allra tegunda, kom því ekki að sök fyrst um sinn. Nú er svo komið að Brim er komið yfir þakið eftir kaup á tveimur útgerðum. Við það tilefni eiga stjórnmálamenn að sýna þor og sníða vankanta af kerfinu. Íslensk sjávarútvegsfyrirtæki eru fremur lítil á alþjóðlegan mælikvarða. Jafnvel Brim, sem hefur lengi verið við leyfilegt hámark, væri ekki á meðal stærstu útgerða í Noregi. Sjávarútvegur er eina atvinnugrein landsins sem skarar fram úr á heimsvísu. Engu að síður hafa stjórnmálamenn ekki leitað leiða til að lyfta henni upp í von um æ betri árangur heldur þess í stað lagt stein í götu hennar með hærri sköttum en þekkist annars staðar og hneppt hana í þá fjötra að fyrirtækin mega ekki verða tiltölulega stór. Um 98 prósent af sölu sjávarútvegsfyrirtækja er erlendis. Þau eiga því nær eingöngu í alþjóðlegri samkeppni. Við þær aðstæður geta stjórnmálamenn ekki leyft sér að haga sér með þessum hætti. Skattheimtan og kvótaþakið er í raun uppskrift að hnignun atvinnuvegarins. Það er ekki sjálfgefið að íslenskur sjávarútvegur verði í fremstu röð þegar fram í sækir. En velgengni hans er mikilvæg fyrir þjóðarbúið. Það er mikilvægt að fagna aukinni hagkvæmni en ekki að lifa í sífelldum ótta við samþjöppun. Hagkvæmur og verðmætur útflutningur er lykillinn að góðum lífsgæðum. Útgerðir verða að fá að bregðast við breyttum aðstæðum. Það þarf ekki að vera landi og þjóð fyrir bestu að kvótaeign sé of dreifð. Það kann að draga úr getu fyrirtækjanna til að keppa á heimssviðinu. Fari svo myndi það leiða til þess að útgerðir geti ekki greitt jafn há laun, fjárfesti í minni mæli í tækni sem bitna mun á þekkingarsamfélaginu hér á landi, hagnaður mun dragast saman og skattgreiðslur minnka. Hnignun fyrirtækja og jafnvel atvinnuvega er oft nær en mann grunar. Það er ekkert sjálfgefið í viðskiptum. Þess vegna verður ríkisvaldið að huga betur að fjöregginu.
Opið bréf til Friðriks Þórs Steven Meyers,Guðrún Elsa Bragadóttir,Ása Helga Hjörleifsdóttir,Brúsi Ólason,Erlendur Sveinsson,Heather Millard Skoðun
Skoðun Hugsanaskekkja forsætiráðherra í Evrópumálum – Þetta eru tvö skref! Ole Anton Bieltvedt skrifar
Skoðun Opið bréf til ráðherranna Hönnu Katrínar og Ingu Sæland - blóðmeramálið Árni Stefán Árnason skrifar
Skoðun Opið bréf til Friðriks Þórs Steven Meyers,Guðrún Elsa Bragadóttir,Ása Helga Hjörleifsdóttir,Brúsi Ólason,Erlendur Sveinsson,Heather Millard skrifar
Skoðun Ekki biðja um undanþágur heldur krefjast réttar samkvæmt EES-samningnum Erna Bjarnadóttir skrifar
Skoðun Breiðholtið er frábært! Gerum betur í umfjöllun og orðræðu Kristín Dögg Kristinsdóttir skrifar
Opið bréf til Friðriks Þórs Steven Meyers,Guðrún Elsa Bragadóttir,Ása Helga Hjörleifsdóttir,Brúsi Ólason,Erlendur Sveinsson,Heather Millard Skoðun