Gervigreind er þolinmótt langhlaup Helgi Vífill Júlíusson skrifar 23. október 2019 07:30 Brynjólfur Borgar Jónsson segir að starfsmenn geti óttast að sjálfvirknivæða eigi störfin þeirra. Fréttablaðið/Valli Gervigreind er ekki bylting sem á sér stað á augabragði hjá fyrirtækjum. Þetta er langhlaup. Það þarf að hefjast handa og sýna þolinmæði, segir Brynjólfur Borgar Jónsson, framkvæmdastjóri Data Lab, sem starfað hefur við fagið í tíu ár, meðal annars hjá Capacent. „Hagnýting gervigreindar er ekki enn efst á baugi hjá fyrirtækjum en þetta er allt að koma. Langflestir eru meðvitaðir um gervigreind og að rétt sé að hagnýta hana í rekstri,“ segir hann. „Það er ekki erfitt að ímynda sér að eftir fimm ár verði hver atvinnugreinin á fætur annarri farin að tileinka sér gervigreind hér og þar.“ Brynjólfur Borgar segir að með gervigreind sé verið að sjálfvirknivæða aðgerðir sem áður þurfti mannlega greind til að sinna. Þekkt dæmi um gervigreind sé meðmælakerfi í netverslunum. Amazon bendi til dæmis á að þeir sem hafi keypt tiltekna bók hafi jafnframt keypt nokkrar aðrar bækur. Hann grípur til annars dæmis og nefnir að talið sé að 80 prósent af áhorfi á Netflix megi rekja til meðmælakerfis fyrirtækisins. Hann bendir á að það megi nýta tæknina á ýmsa vegu, til dæmis til að bæta innri ferla, draga úr sóun, minnka áhættu og í starfsmannamálum.Kveikja á perunni „Íslenskar verslanir eru að kveikja á perunni,“ segir Brynjólfur Borgar og vísar í meðmælakerfi netverslana. „Við erum eitt af þeim fyrirtækjum sem aðstoða við að þróa tækni á borð við þessa.“ Innleiðing á meðmælakerfi geti leitt til þess að það sé selt meira að meðaltali í hvert skipti. „Það getur breytt samkeppnishæfni fyrirtækja. Keppinautar taka eftir því og vilja bjóða upp á sams konar lausnir. Þau vilja ekki fara á mis við tækni sem skiptir sköpum fyrir reksturinn. Á örfáum árum munu fleiri stökkva á vagninn og innleiða gervigreind. Þannig verður gervigreind innleidd á Íslandi. Það mun gerast á löngum tíma,“ segir hann. Að hans sögn þurfi fyrirtæki að prófa sig áfram og gera mistök. Lykillinn sé að gera mistökin hratt, sættast við það og leggja aftur af stað. „Við hjá Data Lab höfum þróað lausnir sem hafa ekki virkað, það var góður skóli. Við viljum ekki að sú lausn malli í langan tíma heldur hendum henni og byrjum á þeirri næstu. En við höfum líka þróað lausnir sem virka vel og þá er rétt að láta þær malla og bæta ofan á þær. Hægt er að taka sem dæmi að veðurfar hafi áhrif á sölu tiltekinnar vöru. Í fyrstu útgáfunni af gervigreind væri veðrið ekki tekið með í reikninginn en í annarri útgáfu væri veðurspá bætt við líkanið. Mögulega myndi það leiða til mun meiri sölu. Eftir tvö ár, þegar stöðugt hefur verið bætt við kerfið, er búið að skapa tæknilausn sem stjórnendur fyrirtækisins myndu ekki vilja vera án. Þeir gætu ekki hugsað sér að snúa til baka,“ segir hann. Ræði við starfsmenn Að hans sögn sé æskilegt að stjórnendur ræði við starfsmenn um þá vegferð sem fyrirtækið sé á í gervigreind eftir að hafa öðlast reynslu í kjölfar nokkurra tilraunaverkefna. Það þurfi að ræða spurningar eins og: Hverju höfum við áorkað? Hvað viljum við gera? Hvað megum við gera? Hvað er samfélagslega ábyrgt að gera? Brynjólfur Borgar bendir á að starfsmenn geti óttast að sjálfvirknivæða eigi störfin þeirra og það valdi kurr á meðal þeirra. Það sé því nauðsynlegt að ræða þann ótta enda mikilvægt að hafa starfsmenn með sér í liði í vegferðinni. „Víða hafa orðið til ný störf innan fyrirtækja með sjálfvirknivæðingu,“ bendir hann á. Aðspurður hvort það sé dýrt að tengja gervigreind inn í rekstur fyrirtækja segir Brynjólfur Borgar að það sé ekki dýrt að hefjast handa og prófa sig áfram. „Í flestum tilfellum myndi ég halda að það væri innleiðingin sjálf sem væri dýrust. Það þarf að breyta ferlum, þjálfa fólk, breyta skipulagi og jú fjárfesta í tækni,“ segir hann. Brynjólfur Borgar segir stjórnendur fyrirtækja ekki ræða mikið um það opinberlega hvernig gervigreind sé nýtt í rekstri. „Líklega er það vegna þess að fyrirtækin eru að prófa sig áfram og velta vöngum yfir því hvort lausnirnar séu að virka. Það væri stór áfangi ef við kæmumst þangað,“ segir hann og nefnir að af þeim sökum geti reynst erfitt að nefna fyrirtæki sem standi framarlega á þessu sviði hafi fólk ekki vitneskju um það frá fyrstu hendi. „Fyrirtæki á markaði eiga að segja opinberlega frá því hvernig þau hyggjast nýta gervigreind. Það mun efla tiltrú markaðarins á þeim,“ segir Brynjólfur Borgar og nefnir að það geti verið góð leið til að laða að gott starfsfólk. „Það er fjöldi fólks að ljúka mastersnámi og jafnvel doktorsnámi sem hefur tileinkað sér gervigreind. Við fáum atvinnuumsóknir nánast vikulega frá fólki sem hefur menntun á þessu sviði. Slíkir starfskraftar vilja starfa hjá fyrirtækjum sem standa framarlega á þessu sviði. Þau langar að halda áfram að læra í sínu nýja starfi. Þau vilja ekki vinna hjá risaeðlum og staðna,“ segir hann. Birtist í Fréttablaðinu Tækni Vinnumarkaður Mest lesið Einföld leið til að nýta hugmyndavinnu oftar Atvinnulíf Að kúpla okkur frá vinnu um jólin Atvinnulíf Sektuð fyrir að segjast vera best Neytendur Bölvað basl á Bond Viðskipti erlent Grýlan sem segir vekjaranum að grjóthalda kjafti Atvinnulíf Gervigreindin sögð „bjargvættur“ jarðgassiðnaðarins Viðskipti erlent Kilroy hafi veitt ferðamönnum rangar upplýsingar Neytendur Innkalla sviðasultu vegna gruns um listeríu Neytendur Halda áfram bitcoin-braski þrátt fyrir samkomulag við AGS Viðskipti erlent „Langstærsta“ vikan í sögu Ölgerðarinnar Viðskipti innlent Fleiri fréttir „Langstærsta“ vikan í sögu Ölgerðarinnar Nefna fimm veitingastaði að baki „gervikjarasamningi“ Raforka til gagnavera snarminnkað Þekktir netþrjótar réðust á kerfi Wise Discover hefur flug milli München og Íslands Hærri barnabætur og ný gjöld á nikótínvörur á nýju ári Hluthafarnir samþykkja samruna Marels við JBT Sekta þau sem ekki greiða rétt fargjald um fimmtán þúsund krónur Elma Sif til Stika Solutions Baldvin sagði upp 99 manns sem mættu ekki á morgunfund Standa vörð um bílastæði viðskiptavina Kringlunnar Vonar að allir pakkar berist til þeirra fyrir jól Kortleggja tómar íbúðir í samstarfi við sveitarfélög Jóna Björk tekur við Garðheimum Segja son og tengdadóttur Reynis ekki koma nálægt Mannlífskaupum EastJet flýgur til Basel og Lyon Margrét áfram rektor á Bifröst Ingibjörg Þórdís til Elko Fimm mætt í Kauphöllina RÚV sker sér stærri sneið af auglýsingakökunni Ársverðbólga óbreytt á milli mánaða Tómar íbúðir á landinu nú um 10 þúsund Keppinautar eigi ekki að opna bækur sínar hver gagnvart öðrum Segir kaupverðið á Mannlífi ekki hátt Hætta í stjórn vegna yfirvofandi kaupa á Mannlífi Heimkaup undir hatt Samkaupa Leggja nýjan jarðstreng til Súðavíkur Heimildin að ganga frá kaupum á Mannlífi Lykilstjórnendur fá skell vegna tugmilljóna hagnaðar Segir eðlilegar skýringar á hæsta raforkuverðinu Sjá meira
Gervigreind er ekki bylting sem á sér stað á augabragði hjá fyrirtækjum. Þetta er langhlaup. Það þarf að hefjast handa og sýna þolinmæði, segir Brynjólfur Borgar Jónsson, framkvæmdastjóri Data Lab, sem starfað hefur við fagið í tíu ár, meðal annars hjá Capacent. „Hagnýting gervigreindar er ekki enn efst á baugi hjá fyrirtækjum en þetta er allt að koma. Langflestir eru meðvitaðir um gervigreind og að rétt sé að hagnýta hana í rekstri,“ segir hann. „Það er ekki erfitt að ímynda sér að eftir fimm ár verði hver atvinnugreinin á fætur annarri farin að tileinka sér gervigreind hér og þar.“ Brynjólfur Borgar segir að með gervigreind sé verið að sjálfvirknivæða aðgerðir sem áður þurfti mannlega greind til að sinna. Þekkt dæmi um gervigreind sé meðmælakerfi í netverslunum. Amazon bendi til dæmis á að þeir sem hafi keypt tiltekna bók hafi jafnframt keypt nokkrar aðrar bækur. Hann grípur til annars dæmis og nefnir að talið sé að 80 prósent af áhorfi á Netflix megi rekja til meðmælakerfis fyrirtækisins. Hann bendir á að það megi nýta tæknina á ýmsa vegu, til dæmis til að bæta innri ferla, draga úr sóun, minnka áhættu og í starfsmannamálum.Kveikja á perunni „Íslenskar verslanir eru að kveikja á perunni,“ segir Brynjólfur Borgar og vísar í meðmælakerfi netverslana. „Við erum eitt af þeim fyrirtækjum sem aðstoða við að þróa tækni á borð við þessa.“ Innleiðing á meðmælakerfi geti leitt til þess að það sé selt meira að meðaltali í hvert skipti. „Það getur breytt samkeppnishæfni fyrirtækja. Keppinautar taka eftir því og vilja bjóða upp á sams konar lausnir. Þau vilja ekki fara á mis við tækni sem skiptir sköpum fyrir reksturinn. Á örfáum árum munu fleiri stökkva á vagninn og innleiða gervigreind. Þannig verður gervigreind innleidd á Íslandi. Það mun gerast á löngum tíma,“ segir hann. Að hans sögn þurfi fyrirtæki að prófa sig áfram og gera mistök. Lykillinn sé að gera mistökin hratt, sættast við það og leggja aftur af stað. „Við hjá Data Lab höfum þróað lausnir sem hafa ekki virkað, það var góður skóli. Við viljum ekki að sú lausn malli í langan tíma heldur hendum henni og byrjum á þeirri næstu. En við höfum líka þróað lausnir sem virka vel og þá er rétt að láta þær malla og bæta ofan á þær. Hægt er að taka sem dæmi að veðurfar hafi áhrif á sölu tiltekinnar vöru. Í fyrstu útgáfunni af gervigreind væri veðrið ekki tekið með í reikninginn en í annarri útgáfu væri veðurspá bætt við líkanið. Mögulega myndi það leiða til mun meiri sölu. Eftir tvö ár, þegar stöðugt hefur verið bætt við kerfið, er búið að skapa tæknilausn sem stjórnendur fyrirtækisins myndu ekki vilja vera án. Þeir gætu ekki hugsað sér að snúa til baka,“ segir hann. Ræði við starfsmenn Að hans sögn sé æskilegt að stjórnendur ræði við starfsmenn um þá vegferð sem fyrirtækið sé á í gervigreind eftir að hafa öðlast reynslu í kjölfar nokkurra tilraunaverkefna. Það þurfi að ræða spurningar eins og: Hverju höfum við áorkað? Hvað viljum við gera? Hvað megum við gera? Hvað er samfélagslega ábyrgt að gera? Brynjólfur Borgar bendir á að starfsmenn geti óttast að sjálfvirknivæða eigi störfin þeirra og það valdi kurr á meðal þeirra. Það sé því nauðsynlegt að ræða þann ótta enda mikilvægt að hafa starfsmenn með sér í liði í vegferðinni. „Víða hafa orðið til ný störf innan fyrirtækja með sjálfvirknivæðingu,“ bendir hann á. Aðspurður hvort það sé dýrt að tengja gervigreind inn í rekstur fyrirtækja segir Brynjólfur Borgar að það sé ekki dýrt að hefjast handa og prófa sig áfram. „Í flestum tilfellum myndi ég halda að það væri innleiðingin sjálf sem væri dýrust. Það þarf að breyta ferlum, þjálfa fólk, breyta skipulagi og jú fjárfesta í tækni,“ segir hann. Brynjólfur Borgar segir stjórnendur fyrirtækja ekki ræða mikið um það opinberlega hvernig gervigreind sé nýtt í rekstri. „Líklega er það vegna þess að fyrirtækin eru að prófa sig áfram og velta vöngum yfir því hvort lausnirnar séu að virka. Það væri stór áfangi ef við kæmumst þangað,“ segir hann og nefnir að af þeim sökum geti reynst erfitt að nefna fyrirtæki sem standi framarlega á þessu sviði hafi fólk ekki vitneskju um það frá fyrstu hendi. „Fyrirtæki á markaði eiga að segja opinberlega frá því hvernig þau hyggjast nýta gervigreind. Það mun efla tiltrú markaðarins á þeim,“ segir Brynjólfur Borgar og nefnir að það geti verið góð leið til að laða að gott starfsfólk. „Það er fjöldi fólks að ljúka mastersnámi og jafnvel doktorsnámi sem hefur tileinkað sér gervigreind. Við fáum atvinnuumsóknir nánast vikulega frá fólki sem hefur menntun á þessu sviði. Slíkir starfskraftar vilja starfa hjá fyrirtækjum sem standa framarlega á þessu sviði. Þau langar að halda áfram að læra í sínu nýja starfi. Þau vilja ekki vinna hjá risaeðlum og staðna,“ segir hann.
Birtist í Fréttablaðinu Tækni Vinnumarkaður Mest lesið Einföld leið til að nýta hugmyndavinnu oftar Atvinnulíf Að kúpla okkur frá vinnu um jólin Atvinnulíf Sektuð fyrir að segjast vera best Neytendur Bölvað basl á Bond Viðskipti erlent Grýlan sem segir vekjaranum að grjóthalda kjafti Atvinnulíf Gervigreindin sögð „bjargvættur“ jarðgassiðnaðarins Viðskipti erlent Kilroy hafi veitt ferðamönnum rangar upplýsingar Neytendur Innkalla sviðasultu vegna gruns um listeríu Neytendur Halda áfram bitcoin-braski þrátt fyrir samkomulag við AGS Viðskipti erlent „Langstærsta“ vikan í sögu Ölgerðarinnar Viðskipti innlent Fleiri fréttir „Langstærsta“ vikan í sögu Ölgerðarinnar Nefna fimm veitingastaði að baki „gervikjarasamningi“ Raforka til gagnavera snarminnkað Þekktir netþrjótar réðust á kerfi Wise Discover hefur flug milli München og Íslands Hærri barnabætur og ný gjöld á nikótínvörur á nýju ári Hluthafarnir samþykkja samruna Marels við JBT Sekta þau sem ekki greiða rétt fargjald um fimmtán þúsund krónur Elma Sif til Stika Solutions Baldvin sagði upp 99 manns sem mættu ekki á morgunfund Standa vörð um bílastæði viðskiptavina Kringlunnar Vonar að allir pakkar berist til þeirra fyrir jól Kortleggja tómar íbúðir í samstarfi við sveitarfélög Jóna Björk tekur við Garðheimum Segja son og tengdadóttur Reynis ekki koma nálægt Mannlífskaupum EastJet flýgur til Basel og Lyon Margrét áfram rektor á Bifröst Ingibjörg Þórdís til Elko Fimm mætt í Kauphöllina RÚV sker sér stærri sneið af auglýsingakökunni Ársverðbólga óbreytt á milli mánaða Tómar íbúðir á landinu nú um 10 þúsund Keppinautar eigi ekki að opna bækur sínar hver gagnvart öðrum Segir kaupverðið á Mannlífi ekki hátt Hætta í stjórn vegna yfirvofandi kaupa á Mannlífi Heimkaup undir hatt Samkaupa Leggja nýjan jarðstreng til Súðavíkur Heimildin að ganga frá kaupum á Mannlífi Lykilstjórnendur fá skell vegna tugmilljóna hagnaðar Segir eðlilegar skýringar á hæsta raforkuverðinu Sjá meira