FME hafi ekki ástæðu til að naga sig í handarbökin Þorsteinn Friðrik Halldórsson skrifar 23. október 2019 06:30 Urður Gunnarsdóttir er forstjóri FME. Vísir/ÞÞ „Við viljum auðvitað ekki vera á þessum lista, og okkur finnst skömm að því, en ég hef trú á því að við verðum fljótt tekin af honum,“ segir Unnur Gunnarsdóttir, forstjóri FME, í samtali við Markaðinn. Ísland er sem kunnugt er komið á gráan lista alþjóðlegu samtakanna FATF vegna ófullnægjandi aðgerða gegn peningaþvætti. Vinna íslensk stjórnvöld nú að því að koma því í lag sem FATF hefur sett út á. Unnur segir að Fjármálaeftirlitið hafi staðið vaktina hvað þetta varðar, þótt alltaf megi gera betur og því verði niðurstaða FATF ekki sérstaklega rakin til aðgerðaleysis af hálfu stofnunarinnar. „Við getum alltaf gert betur en það er ekkert sem við erum að naga okkur í handarbökin yfir, síður en svo. Við hvílum ágætlega vel í okkar skinni vegna þess að við höfum haft strangt eftirlit með aðgerðum gegn peningaþvætti um langt skeið. Því er þó ekki að neita að ábendingar FATF hafa haft áhrif á vinnu okkar síðustu misseri. Við höfum til að mynda lagt meira í vettvangsathuganir sem beinast sérstaklega að aðgerðum gegn peningaþvætti.“ Unnur var á meðal þeirra fulltrúa íslenskra stjórnvalda sem sóttu fund FATF í París í síðustu viku þar sem ákvörðunin var tekin. Hún segir að mörg ríki hafi sýnt Íslandi skilning. „Mér fannst margir tjá sig um, og gera það af sannfæringu, að Ísland væri ekki ógn við fjármögnun hryðjuverka og peningaþvætti í heiminum, og þetta væru of harðar aðgerðir. Aðrir sögðu að þetta væri einfaldlega niðurstaðan eftir hlutlægt mat fagaðila,“ segir Unnur. „Ég held að það hafi ekki verið margir á þessum fundi sannfærðir um að við værum ósamvinnuþýtt ríki í þessum efnum, eða að heimsbyggðinni stæði ógn af okkur. En við erum að súpa seyðið af því hvað við komum illa út úr úttektinni 2017.“ Spurð hvort FME þurfi að róa erlendar stofnanir vegna niðurstöðunnar svarar Unnur að hún viti ekki til að það sé sérstök þörf á því. „Eins og komið hefur fram í fjölmiðlum verða afleiðingarnar ekki skelfilegar. Það geta komið upp ófyrirséð vandamál á einhverjum sviðum en aðallega hefur þetta að gera með áreiðanleikakannanir þegar stofnað er til viðskipta erlendis. Þá þarf að fara fram svokölluð aukin áreiðanleikakönnum sem þýðir að ferlið getur verið fyrirhafnarmeira en ella,“ segir Unnur. Birtist í Fréttablaðinu Ísland á gráum lista FATF Tengdar fréttir Segir stjórnvöld ekki hafa verið með augun á boltanum í vörnum gegn peningaþvætti Fjármálaráðherra segir að vera Íslands á gráum lista hafi ekki haft veruleg áhrif til þessa. Dómsmálaráðherra bindur vonir við að Ísland komist af listanum í febrúar. 22. október 2019 20:45 Segir engar vísbendingar um veruleg áhrif af veru Íslands á gráum lista Engar vísbendingar eru um það að vera Íslands á gráum lista FATF-hópsins hafi haft veruleg áhrif á íslenskt efnahagslíf til þessa. Þetta hafi þó í för með sér óvissuþætti. Þetta kom fram í máli Bjarna Benediktssonar, fjármála- og efnahagsráðherra. 22. október 2019 10:38 „Vanhæfni ríkisstjórnar“ og „álitshnekkir fyrir Ísland“ Þingmaður Viðreisnar segir ríkisstjórnina skulda útskýringar á því hvernig Ísland sé komið á gráan lista FATF)yfir ríki sem hafa ekki nægar varnir gegn peningaþvætti. Þingmaður Samfylkingarinnar segir málið til marks um vanhæfi ríkisstjórnarinnar. 18. október 2019 13:02 Mest lesið Varar við framtíðarreikningum í nafni barnsins Neytendur Síðasti dropinn á sögulegri stöð Viðskipti innlent Sjóvá fundaði með PPP en afþakkaði þjónustu Viðskipti innlent Ráðinn framkvæmdastjóri Starbucks á Íslandi Viðskipti innlent Ofurtollarnir lækkaðir tímabundið Viðskipti erlent Ráðuneytið ræður fjögur íslensk fjármálafyrirtæki vegna sölunnar á Íslandsbanka Viðskipti innlent Myglulaust, einangrandi og hagkvæmt byggingarefni Samstarf Ríkið eignast hlut í Norwegian Viðskipti erlent Svandís tekur við Fastus lausnum Viðskipti innlent Hrósæfingar fyrir vinnustaði, gryfjur og góð ráð Atvinnulíf Fleiri fréttir Síðasti dropinn á sögulegri stöð Ráðuneytið ræður fjögur íslensk fjármálafyrirtæki vegna sölunnar á Íslandsbanka Sjóvá fundaði með PPP en afþakkaði þjónustu Svandís tekur við Fastus lausnum Ráðinn framkvæmdastjóri Starbucks á Íslandi Tæknin geti komið í veg fyrir þjófnað Hafa þegar skilað nettóbindingu en tafir á stærri föngunarstöð „Umbreyting í átt að velsældarhagkerfi krefst hugrekkis“ Salan á Íslandsbanka: Samið við fjóra erlenda söluaðila Til IDS á Íslandi frá Íslenskri erfðagreiningu Hagnaðist um rúma fimm milljarða á fyrsta ársfjórðungi Hundrað og fimmtíu manns unnu að opnuninni Samþykktu að bæta við leið fyrir stóra fjárfesta í sölu Íslandsbanka Gríðarlegt áhyggjuefni fyrir Norðurþing Ingunn ráðin framkvæmdastjóri Auðnu Rannsakendur og nemendur við HA fá aðgang að sérhæfðu gervigreindartóli Tæplega átta milljarða króna viðsnúningur milli ára Rekstrarstöðvun sé yfirvofandi á Bakka Til Samtaka atvinnulífsins eftir mánuð á auglýsingastofu Margrét hættir sem forstjóri Nova Sýkna í Samskipamálinu en Eimskip þarf samt að passa sig Ekkert fékkst upp í gjaldþrot upp á tugi milljóna Áhrif tolla Trumps væru innan við eitt prósent Berjaya vill halda áfram að leigja Nordica og Natura Farþegum fjölgaði um 24 prósent í apríl Sólon lokað vegna gjaldþrots Slær bjartari tón þegar kemur að verðbólgunni AGS: Spenna í milliríkjaviðskiptum og bandarískir tollar gætu haft áhrif á Íslandi Sveinn verður viðskiptastjóri hjá Styrkás Ráðin hagfræðingur SVÞ Sjá meira
„Við viljum auðvitað ekki vera á þessum lista, og okkur finnst skömm að því, en ég hef trú á því að við verðum fljótt tekin af honum,“ segir Unnur Gunnarsdóttir, forstjóri FME, í samtali við Markaðinn. Ísland er sem kunnugt er komið á gráan lista alþjóðlegu samtakanna FATF vegna ófullnægjandi aðgerða gegn peningaþvætti. Vinna íslensk stjórnvöld nú að því að koma því í lag sem FATF hefur sett út á. Unnur segir að Fjármálaeftirlitið hafi staðið vaktina hvað þetta varðar, þótt alltaf megi gera betur og því verði niðurstaða FATF ekki sérstaklega rakin til aðgerðaleysis af hálfu stofnunarinnar. „Við getum alltaf gert betur en það er ekkert sem við erum að naga okkur í handarbökin yfir, síður en svo. Við hvílum ágætlega vel í okkar skinni vegna þess að við höfum haft strangt eftirlit með aðgerðum gegn peningaþvætti um langt skeið. Því er þó ekki að neita að ábendingar FATF hafa haft áhrif á vinnu okkar síðustu misseri. Við höfum til að mynda lagt meira í vettvangsathuganir sem beinast sérstaklega að aðgerðum gegn peningaþvætti.“ Unnur var á meðal þeirra fulltrúa íslenskra stjórnvalda sem sóttu fund FATF í París í síðustu viku þar sem ákvörðunin var tekin. Hún segir að mörg ríki hafi sýnt Íslandi skilning. „Mér fannst margir tjá sig um, og gera það af sannfæringu, að Ísland væri ekki ógn við fjármögnun hryðjuverka og peningaþvætti í heiminum, og þetta væru of harðar aðgerðir. Aðrir sögðu að þetta væri einfaldlega niðurstaðan eftir hlutlægt mat fagaðila,“ segir Unnur. „Ég held að það hafi ekki verið margir á þessum fundi sannfærðir um að við værum ósamvinnuþýtt ríki í þessum efnum, eða að heimsbyggðinni stæði ógn af okkur. En við erum að súpa seyðið af því hvað við komum illa út úr úttektinni 2017.“ Spurð hvort FME þurfi að róa erlendar stofnanir vegna niðurstöðunnar svarar Unnur að hún viti ekki til að það sé sérstök þörf á því. „Eins og komið hefur fram í fjölmiðlum verða afleiðingarnar ekki skelfilegar. Það geta komið upp ófyrirséð vandamál á einhverjum sviðum en aðallega hefur þetta að gera með áreiðanleikakannanir þegar stofnað er til viðskipta erlendis. Þá þarf að fara fram svokölluð aukin áreiðanleikakönnum sem þýðir að ferlið getur verið fyrirhafnarmeira en ella,“ segir Unnur.
Birtist í Fréttablaðinu Ísland á gráum lista FATF Tengdar fréttir Segir stjórnvöld ekki hafa verið með augun á boltanum í vörnum gegn peningaþvætti Fjármálaráðherra segir að vera Íslands á gráum lista hafi ekki haft veruleg áhrif til þessa. Dómsmálaráðherra bindur vonir við að Ísland komist af listanum í febrúar. 22. október 2019 20:45 Segir engar vísbendingar um veruleg áhrif af veru Íslands á gráum lista Engar vísbendingar eru um það að vera Íslands á gráum lista FATF-hópsins hafi haft veruleg áhrif á íslenskt efnahagslíf til þessa. Þetta hafi þó í för með sér óvissuþætti. Þetta kom fram í máli Bjarna Benediktssonar, fjármála- og efnahagsráðherra. 22. október 2019 10:38 „Vanhæfni ríkisstjórnar“ og „álitshnekkir fyrir Ísland“ Þingmaður Viðreisnar segir ríkisstjórnina skulda útskýringar á því hvernig Ísland sé komið á gráan lista FATF)yfir ríki sem hafa ekki nægar varnir gegn peningaþvætti. Þingmaður Samfylkingarinnar segir málið til marks um vanhæfi ríkisstjórnarinnar. 18. október 2019 13:02 Mest lesið Varar við framtíðarreikningum í nafni barnsins Neytendur Síðasti dropinn á sögulegri stöð Viðskipti innlent Sjóvá fundaði með PPP en afþakkaði þjónustu Viðskipti innlent Ráðinn framkvæmdastjóri Starbucks á Íslandi Viðskipti innlent Ofurtollarnir lækkaðir tímabundið Viðskipti erlent Ráðuneytið ræður fjögur íslensk fjármálafyrirtæki vegna sölunnar á Íslandsbanka Viðskipti innlent Myglulaust, einangrandi og hagkvæmt byggingarefni Samstarf Ríkið eignast hlut í Norwegian Viðskipti erlent Svandís tekur við Fastus lausnum Viðskipti innlent Hrósæfingar fyrir vinnustaði, gryfjur og góð ráð Atvinnulíf Fleiri fréttir Síðasti dropinn á sögulegri stöð Ráðuneytið ræður fjögur íslensk fjármálafyrirtæki vegna sölunnar á Íslandsbanka Sjóvá fundaði með PPP en afþakkaði þjónustu Svandís tekur við Fastus lausnum Ráðinn framkvæmdastjóri Starbucks á Íslandi Tæknin geti komið í veg fyrir þjófnað Hafa þegar skilað nettóbindingu en tafir á stærri föngunarstöð „Umbreyting í átt að velsældarhagkerfi krefst hugrekkis“ Salan á Íslandsbanka: Samið við fjóra erlenda söluaðila Til IDS á Íslandi frá Íslenskri erfðagreiningu Hagnaðist um rúma fimm milljarða á fyrsta ársfjórðungi Hundrað og fimmtíu manns unnu að opnuninni Samþykktu að bæta við leið fyrir stóra fjárfesta í sölu Íslandsbanka Gríðarlegt áhyggjuefni fyrir Norðurþing Ingunn ráðin framkvæmdastjóri Auðnu Rannsakendur og nemendur við HA fá aðgang að sérhæfðu gervigreindartóli Tæplega átta milljarða króna viðsnúningur milli ára Rekstrarstöðvun sé yfirvofandi á Bakka Til Samtaka atvinnulífsins eftir mánuð á auglýsingastofu Margrét hættir sem forstjóri Nova Sýkna í Samskipamálinu en Eimskip þarf samt að passa sig Ekkert fékkst upp í gjaldþrot upp á tugi milljóna Áhrif tolla Trumps væru innan við eitt prósent Berjaya vill halda áfram að leigja Nordica og Natura Farþegum fjölgaði um 24 prósent í apríl Sólon lokað vegna gjaldþrots Slær bjartari tón þegar kemur að verðbólgunni AGS: Spenna í milliríkjaviðskiptum og bandarískir tollar gætu haft áhrif á Íslandi Sveinn verður viðskiptastjóri hjá Styrkás Ráðin hagfræðingur SVÞ Sjá meira
Segir stjórnvöld ekki hafa verið með augun á boltanum í vörnum gegn peningaþvætti Fjármálaráðherra segir að vera Íslands á gráum lista hafi ekki haft veruleg áhrif til þessa. Dómsmálaráðherra bindur vonir við að Ísland komist af listanum í febrúar. 22. október 2019 20:45
Segir engar vísbendingar um veruleg áhrif af veru Íslands á gráum lista Engar vísbendingar eru um það að vera Íslands á gráum lista FATF-hópsins hafi haft veruleg áhrif á íslenskt efnahagslíf til þessa. Þetta hafi þó í för með sér óvissuþætti. Þetta kom fram í máli Bjarna Benediktssonar, fjármála- og efnahagsráðherra. 22. október 2019 10:38
„Vanhæfni ríkisstjórnar“ og „álitshnekkir fyrir Ísland“ Þingmaður Viðreisnar segir ríkisstjórnina skulda útskýringar á því hvernig Ísland sé komið á gráan lista FATF)yfir ríki sem hafa ekki nægar varnir gegn peningaþvætti. Þingmaður Samfylkingarinnar segir málið til marks um vanhæfi ríkisstjórnarinnar. 18. október 2019 13:02
Ráðuneytið ræður fjögur íslensk fjármálafyrirtæki vegna sölunnar á Íslandsbanka Viðskipti innlent
Ráðuneytið ræður fjögur íslensk fjármálafyrirtæki vegna sölunnar á Íslandsbanka Viðskipti innlent