Björk ítrekað orðið vitni að ofbeldi landtökufólks á Vesturbakkanum Heimir Már Pétursson skrifar 23. október 2019 12:29 Björk Vilhelmsdóttir er nú stödd á Vesturbakkanum. Af Facebook-síðu Bjarkar Björk Vilhelmsdóttir fyrrverandi borgarfulltrúi segir ofbeldi hernaðaryfirvalda á Vesturbakkanum aldrei verið meira en nú í þau fimm ár sem hún hefur farið þangað til sjálfboðastarfa. Hún var handtekin á Vesturbakkanum í morgun ásamt annarri íslenskri konu og tveimur frönskum konum í Alþjóðafriðarþjónustu kvenna. Björk og Tinna Eyberg Örlygsdóttir hafa verið á Vesturbakkanum undanfarnar vikur í sjálfboðavinnu fyrir Alþjóðafriðarþjónustu kvenna. Í morgun fóru þær með tveimur frönskum konum úr samtökunum til að aðstoða palestínska bræður sem eru ólífubændur til að tína ólífur í hæð í Burin sunnan við Nablus á Vesturbakkanum. „Þá kom allt í einu herinn og sagði okkur að við yrðum að fara. Við sögðum bara já við því og löbbuðum meðþeim niður. Þeir vildu fá vegabréfin okkar en við létum þau ekki af hendi því við viljum geta átt möguleika á að koma hingað aftur. Þá sögðu þeir að við værum bara handteknar,“ segir Björk. Björk, Tinna og frönsku konurnar tvær höfðu verið á lögreglustöð í landtökubyggðinni í Ariel í um tvær klukkustundir þegar við ræddum við hana skömmu fyrir hádegi og höfðu enn ekki verið yfirheyrðar. Björk segir að ísraelskir landtökumenn hafi verið að færa sig upp á skaftið á svæðinu og tekið til sín æ meira land á sjálfstjórnarsvæði Palestínumanna á þeim slóðum sem Björk og konurnar voru á í morgun. „Herlögreglan sagði að þetta væri hernaðarlega lokað svæði. Það sé búið að skilgreina þetta svæði sem hernaðarlega lokað. En við vissum það ekki. Það eina sem við vissum var að bóndinn hafði einmitt leyfi til að tína í dag,“ segir Björk.Mynd/Sigþrúður GuðmundsdóttirLandtökumenn ráðast líka á landa sína Björk segir að landtökumenn hafi brennt mikið af ólífutrjám palestínskra bænda og ráðist á þá og einnig á ísraelska friðarsinna sem hafi verið í verndarviðveru á landi Palestínumanna eins og Björk og félagar hennar. „Og brenndu þarna í síðustu viku um þúsund tré. Ég var einmitt vitni að þeim mikla bruna og réðust að alþjóðlegum sjálfboðaliðum og bændum og líka ísraelskum rabbína.“ Björk hefur verið á þessu svæði undanfarin fimm haust segir ofbeldið af hendi hernaðaryfirvalda aldrei hafa verið eins mikið og nú og stöðugt reynt að koma í veg fyrir uppskeru palestínskra bænda vegna ásóknar ólöglegs landtökufólks í meira land. „Og þeim er svo gjörsamlega sama um bæði lífsviðurværi fólksins hérna og líka um líf fólksins. Því við komumst að því þegar við vorum þrjár íslenskar konur sem urðum vitni aðþessum mikla bruna. Þeim var gjörsamlega alveg sama þótt þarna væri fullt af fólki að tína ólífur mjög nærri þar sem þeir kveiktu eldana,“ segir Björk Vilhelmsdóttir.Mynd/sigþrúður GuðmundsdóttirSveinn Rúnar Hauksson, eiginmaður Bjarkar, greindi frá því upp úr hádegi að Björk og Tinna hefðu verið látnar lausar.Hann ræddi málið í Harmageddon á X-inu í morgun. Íslendingar erlendis Palestína Mest lesið Rak í rogastans þegar hann las viðtalið við Bubba Innlent Tugir með magapínu eftir þríþraut við Laugarvatn Innlent Samgönguráðherrann lést daginn sem Pútín rak hann Erlent Fimm grunuð um að ráðast á mann sem kom öðrum til bjargar Innlent Ekki efni til að ákæra þá sem fötluð kona var látin hafa samræði við Innlent Enn að jafna sig eftir stunguárás: „Þeir eru miklu yngri en réðu samt ekkert við 43 ára mann“ Innlent Aldrei séð annan eins hraðakstur eftir þrjátíu ár í lögreglunni Innlent Grunaðir um að stinga mann í rassinn að tilefnislausu Innlent Sjö ára dómur fyrir að stinga tvo: Hittu árásarmanninn í fyrsta skipti þessa nýársnótt Innlent Líkir tilætlunum Musk við lestarslys Erlent Fleiri fréttir Samgönguráðherrann lést daginn sem Pútín rak hann Pútín rekur samgönguráðherrann eftir miklar raskanir á flugi Eldgos í Lewotobi Laki Laki í Indónesíu Líkir tilætlunum Musk við lestarslys Fundin sek um að myrða ættingja með eitruðum sveppum Á níunda tug látin í hamfaraflóðum Friðarviðræður hafnar í Katar og Netanyahu heldur til Washington Banamaður ráðherra fær að stíga fæti út fyrir fangelsið Um sjötíu látnir í flóðunum og stúlknanna enn leitað Hegseth hafi logið því að gengið sé á vopnabirgðir Bandaríkjanna Fjörutíu og þrír látnir og umfangsmiklar leitarðagerðir standa yfir Elon Musk stofnar nýjan stjórnmálaflokk Leynileg neyðarfjárveiting Dana til flugvallagerðar á Grænlandi Tuttugu og fimm stúlkna saknað úr sumarbúðum vegna flóða Minnst þrettán látnir og tuttugu barna saknað eftir flóð í Texas Rússar sagðir nota efnavopn í Úkraínu í auknum mæli Tveir ferðamenn létust í fílaárás í Sambíu Stunguárás í Tampere hvorki talin hryðjuverk né rasísk árás Sænskur glæpaforingi tekinn fastur í Tyrklandi Leiðtogar Hamas sagðir þokast nær því að samþykkja vopnahlé Vilja nýta formennskuna til að láta sverfa til stáls gegn Ungverjum Tugir slasaðir eftir sprengingu á bensínstöð í Róm Hæstiréttur opnar á brottflutning til þriðja ríkis Engin árangur af símtalinu og fjórtán látnir eftir árás á Kænugarð Stóra og fallega frumvarpið verður að lögum Voru á há-áhættu lista BBC fyrir Glastonbury Fjöldi flugferða felldur niður vegna verkfalls franskra flugumferðarstjóra Danskur covid-samsærissinni bendlaður við rússneskan upplýsingahernað Trúarhópar mótmæla Zúmba-kennslu á Indlandi Stjórnlaus gróðureldur ógnar heimilum á Krít Sjá meira
Björk Vilhelmsdóttir fyrrverandi borgarfulltrúi segir ofbeldi hernaðaryfirvalda á Vesturbakkanum aldrei verið meira en nú í þau fimm ár sem hún hefur farið þangað til sjálfboðastarfa. Hún var handtekin á Vesturbakkanum í morgun ásamt annarri íslenskri konu og tveimur frönskum konum í Alþjóðafriðarþjónustu kvenna. Björk og Tinna Eyberg Örlygsdóttir hafa verið á Vesturbakkanum undanfarnar vikur í sjálfboðavinnu fyrir Alþjóðafriðarþjónustu kvenna. Í morgun fóru þær með tveimur frönskum konum úr samtökunum til að aðstoða palestínska bræður sem eru ólífubændur til að tína ólífur í hæð í Burin sunnan við Nablus á Vesturbakkanum. „Þá kom allt í einu herinn og sagði okkur að við yrðum að fara. Við sögðum bara já við því og löbbuðum meðþeim niður. Þeir vildu fá vegabréfin okkar en við létum þau ekki af hendi því við viljum geta átt möguleika á að koma hingað aftur. Þá sögðu þeir að við værum bara handteknar,“ segir Björk. Björk, Tinna og frönsku konurnar tvær höfðu verið á lögreglustöð í landtökubyggðinni í Ariel í um tvær klukkustundir þegar við ræddum við hana skömmu fyrir hádegi og höfðu enn ekki verið yfirheyrðar. Björk segir að ísraelskir landtökumenn hafi verið að færa sig upp á skaftið á svæðinu og tekið til sín æ meira land á sjálfstjórnarsvæði Palestínumanna á þeim slóðum sem Björk og konurnar voru á í morgun. „Herlögreglan sagði að þetta væri hernaðarlega lokað svæði. Það sé búið að skilgreina þetta svæði sem hernaðarlega lokað. En við vissum það ekki. Það eina sem við vissum var að bóndinn hafði einmitt leyfi til að tína í dag,“ segir Björk.Mynd/Sigþrúður GuðmundsdóttirLandtökumenn ráðast líka á landa sína Björk segir að landtökumenn hafi brennt mikið af ólífutrjám palestínskra bænda og ráðist á þá og einnig á ísraelska friðarsinna sem hafi verið í verndarviðveru á landi Palestínumanna eins og Björk og félagar hennar. „Og brenndu þarna í síðustu viku um þúsund tré. Ég var einmitt vitni að þeim mikla bruna og réðust að alþjóðlegum sjálfboðaliðum og bændum og líka ísraelskum rabbína.“ Björk hefur verið á þessu svæði undanfarin fimm haust segir ofbeldið af hendi hernaðaryfirvalda aldrei hafa verið eins mikið og nú og stöðugt reynt að koma í veg fyrir uppskeru palestínskra bænda vegna ásóknar ólöglegs landtökufólks í meira land. „Og þeim er svo gjörsamlega sama um bæði lífsviðurværi fólksins hérna og líka um líf fólksins. Því við komumst að því þegar við vorum þrjár íslenskar konur sem urðum vitni aðþessum mikla bruna. Þeim var gjörsamlega alveg sama þótt þarna væri fullt af fólki að tína ólífur mjög nærri þar sem þeir kveiktu eldana,“ segir Björk Vilhelmsdóttir.Mynd/sigþrúður GuðmundsdóttirSveinn Rúnar Hauksson, eiginmaður Bjarkar, greindi frá því upp úr hádegi að Björk og Tinna hefðu verið látnar lausar.Hann ræddi málið í Harmageddon á X-inu í morgun.
Íslendingar erlendis Palestína Mest lesið Rak í rogastans þegar hann las viðtalið við Bubba Innlent Tugir með magapínu eftir þríþraut við Laugarvatn Innlent Samgönguráðherrann lést daginn sem Pútín rak hann Erlent Fimm grunuð um að ráðast á mann sem kom öðrum til bjargar Innlent Ekki efni til að ákæra þá sem fötluð kona var látin hafa samræði við Innlent Enn að jafna sig eftir stunguárás: „Þeir eru miklu yngri en réðu samt ekkert við 43 ára mann“ Innlent Aldrei séð annan eins hraðakstur eftir þrjátíu ár í lögreglunni Innlent Grunaðir um að stinga mann í rassinn að tilefnislausu Innlent Sjö ára dómur fyrir að stinga tvo: Hittu árásarmanninn í fyrsta skipti þessa nýársnótt Innlent Líkir tilætlunum Musk við lestarslys Erlent Fleiri fréttir Samgönguráðherrann lést daginn sem Pútín rak hann Pútín rekur samgönguráðherrann eftir miklar raskanir á flugi Eldgos í Lewotobi Laki Laki í Indónesíu Líkir tilætlunum Musk við lestarslys Fundin sek um að myrða ættingja með eitruðum sveppum Á níunda tug látin í hamfaraflóðum Friðarviðræður hafnar í Katar og Netanyahu heldur til Washington Banamaður ráðherra fær að stíga fæti út fyrir fangelsið Um sjötíu látnir í flóðunum og stúlknanna enn leitað Hegseth hafi logið því að gengið sé á vopnabirgðir Bandaríkjanna Fjörutíu og þrír látnir og umfangsmiklar leitarðagerðir standa yfir Elon Musk stofnar nýjan stjórnmálaflokk Leynileg neyðarfjárveiting Dana til flugvallagerðar á Grænlandi Tuttugu og fimm stúlkna saknað úr sumarbúðum vegna flóða Minnst þrettán látnir og tuttugu barna saknað eftir flóð í Texas Rússar sagðir nota efnavopn í Úkraínu í auknum mæli Tveir ferðamenn létust í fílaárás í Sambíu Stunguárás í Tampere hvorki talin hryðjuverk né rasísk árás Sænskur glæpaforingi tekinn fastur í Tyrklandi Leiðtogar Hamas sagðir þokast nær því að samþykkja vopnahlé Vilja nýta formennskuna til að láta sverfa til stáls gegn Ungverjum Tugir slasaðir eftir sprengingu á bensínstöð í Róm Hæstiréttur opnar á brottflutning til þriðja ríkis Engin árangur af símtalinu og fjórtán látnir eftir árás á Kænugarð Stóra og fallega frumvarpið verður að lögum Voru á há-áhættu lista BBC fyrir Glastonbury Fjöldi flugferða felldur niður vegna verkfalls franskra flugumferðarstjóra Danskur covid-samsærissinni bendlaður við rússneskan upplýsingahernað Trúarhópar mótmæla Zúmba-kennslu á Indlandi Stjórnlaus gróðureldur ógnar heimilum á Krít Sjá meira
Enn að jafna sig eftir stunguárás: „Þeir eru miklu yngri en réðu samt ekkert við 43 ára mann“ Innlent
Enn að jafna sig eftir stunguárás: „Þeir eru miklu yngri en réðu samt ekkert við 43 ára mann“ Innlent